Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 25 Marmarastytta af Jóhanni skáldi Sigurjónssyni er í Þjóðleikhúsinu. Myndina gerði Gerður Helgadóttir myndhöggvari í Flórens 1949. Vann hún tillögu í gifs og notaði við verkið ljósmyndir af Jóhanni, lýsingu Gunnars Gunnarssonar á skáldinu og heildarútgáfu á verkum Jóhanns til að kynnast honum sjálfum. Þjóð- leikhúsráð samþykkti síðan að hún ynni myndina í marmara, en Jónas Jónsson formaður ráðsins hafði séð hana í Flórens. Lauk Gerður við að höggva marmara- myndina í október og var hún komin heim fyrir vígslu hússins í febrúar 1950 og hefur staðið í Kristalsalnum í 30 ár. Ljósmyndina tók Ólafur K. Magnússon. Aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar í dag, 19. júní, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar. í tilefni þess þykir Morgunblaðinu rétt að leyfa honum sjálfum að taka til máls. Skáldið er ástsælt af þjóð sinni og einn glæsilegasti fulltrúi íslenzkrar menningar á erlendum vettvangi. Við höfum valið nokkrar hugleiðingar Jóhanns og svar hans við spurningunni: Hvers vegna skrifa rithöfundar? HVERSVEGNA SKRIFA RITHÖFUNDARNIR? (t tilefni af 25 ára afmæli danska rithöfundafélagsins hafði stjórn þess sent m.a. þesaa fyrirspurn til félagsmanna. Þetta er svar Jóhanns.): Þegar ég var barn, lofaði ég drottni því, ef hann vildi gefa mér náðargáfu skáldsins, skyldi ég nota hana til að vegsama hann og verk hans. Þá var himinn hans svo undarlega nærri, og ekki að efa, að allt, sem hann gerði, væri gott. Seinna varð himingeimurinn stærri og kaldari og viðburðir lífsins torskildir. En hvað sem þessu líður, — dýpsta þráin í öllum skáldskap mínum er hin sama enn og þegar ég var barn — að móta í syngjandi málm tungunnar eitthvað af streymandi eilífð Hfsins, í einfaldari og ef hægt er fegurri myndum. Prentaö í Morgunblaöinu, 1919. Sigurjónsson: HUGLEIÐINGAR Ekkert meðal er til við ástinni, sagði heimspek- ingurinn, hann gleymdi konunni. Ekkert veitir slíka yfirburði sem það að vera dauður. Ég sá gamlan mann á götu. Hann teygði fram hálsinn, eins og hann bæði um öxi. Draumarnir eru sápukúlur, sem fá liti sína frá hugsuninni. Það sést ekki í botn á djúpu vatni og ekki heldur gruggugu. Nú hefur tíminn numið staðar, sagði klukkan, þegar hún var hætt að tifa. Kindurnar ganga að læknum til að drekka af vatni hans, en börnin til að hlýða á söng hans. Kylfuhögg á hauskúpuna breytir hugsununum meira en margar vökunætur. Visnuð haustblöðin eru gulnuð ástaljóð, sem sumarið orti einu sinni til lífsins. Hugsanir mínar eru eins og snærósir í lofti á haustdegi, þær bráðna, áður en þær ná til jarðar. Þegar aÓbrýðin heldur á metaskálunum, vegur duftið meira en gullið. Ég sá halastjörnuna loga á myrkum himninum — var það guð, sem sveiflaði voldugu blysi sínu í máttvana reiði yfir gröf ástvinu sinnar, og þeytti því úr hendi sér út í kaldan, auðan geiminn? Það er hið dásamlega — að verða aldrei þreyttur, að umskapa þreytuna í brennandi þrá eftir tilbreytingu, sem gerir hverja smávægilega nýjung athygliverða og skapar sjálfum viðburðunum hina sjaldgæfu hrifningu, sem fær oss til að fagna hverjum degi sem nýjum ástaratlotum lífsins. Skyldu trén ekki kviða því á hverjum vetri, að aldrei muni framar sumra. Rökkrið er minning dagsins um bjarta ást sólarinnar. Kvæði er eins og lind, sem tekur ekki að streyma fyrr en regnið er um garð gengið. l.jósm.: IréttarlUrl Mhl. Sigurlaug Árnadóttir afhjúpar minnisvarðann um Júhann skáld Sigurjónsson. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm.: Hver hefur greitt mér milljónirnar? Minnisvarði um Jóhann Sigurjóns- son afhjúp- aður í Heið- arendanum llúsavik 18. júni. NÍTJÁNDA júní eru liö- in 100 ár frá fæðingu Jóhanns skálds Sigur- jónssonar frá Laxamýri. Að tilhlutun Þingeyinga og Lúðvíks heitins Storr ræðismanns í Reykjavík hefur Jóhanni verið reist- ur minnisvarði, sem af- hjúpaður var við hátíð- lega athöfn í gær, en minnisvarðanum var val- inn staður í Heiðarendan- um, eða á nesi því, sem skiptir Laxá og Reykja- vísl. Athöfnin hófst með því, að Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri flutti kvæði um Jóhann, en það hafði móðir hans, Elín Vigfúsdóttir, ort í tilefni dagsins. Páll H. Jónsson frá Laugum minnt- ist skáldsins í ræðu og kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Sigríðar Schiöth lög við ljóð eftir skáldið. Síðan afhjúpaði Sigurlaug Árnadóttir frá Hraunkoti í Lóni minnis- varðann, en Jóhann skáld var móðurbróðir hennar. Athöfninni lauk með því að sungið var lag eftir Sigurð Sigurjónsson við áð- urnefnt ljóð Elínar. Minnisvarðann hannaði Einar Hákonarson lista- maður og lofar verkið meistarann. Fréttaritari I Morgunblaðinu í dag gefur að líta eftirfarandi: „Þingmenn, sem lögheimili eiga utan Reykjavíkur, fá greidda húsaleigu, sem er 120 þúsund krónur á mánuði og þingmenn, sem lögheimili eiga í Reykjavik og eru þingmenn kjördæiha úti á landi fá þessa sömu greiðslu á meðan þing situr ekki, þar sem talið er, að þeir þurfi þá að dveljast í kjördæminu. Utanbæjarþing- menn fá jafnframt greiddan dvalarkostnað í Reykjavík um þingtímann, sem er 6.500 krón- ur á dag, eða 195 þúsund krónur á mánuði eða 201.500 krónur eftir því, hvort mánuðirnir telja 30 eða 31 dag. Þingmenn, sem búsettir eru í Reykjavík, en eru þingmenn kjördæma úti á landi fá Ví> dvalarkostnað greiddan á meðan þing situr ekki. Báðir þessir kostnaðarliðir hækkuðu hinn 1. maí síðastlið- inn, húsaleigan um 20% og dvalarkostnaðurinn um 25%.“ (Leturbr. mínar.) Þarna er fullyrt að „þing- menn kjördæma úti á iandi“ fái greidda dagpeninga og húsa- leigustyrk „á meðan þing situr ekki“. Þar sem ég hef nú verið þingmaður í 6 ár langar mig að spyrja Mbl. hvaðan ég hafi „fengið" þessa peninga. Þetta er lagleg upphæð. Kannski getur blaðið fundið fyrir mig launa- umslagið. Það kæmi sér ekki sem verst núna í velsæld vinstri stefnunnar. Ef umslagið aftur á móti finnst ekki, þætti mér akkur í að fá að vita, hvaða lög landsins heimila slíkar greiðsl- ur og hvaða menn úthluta þeim. Móttakendur vona ég að engir séu. Svo er mér spurn: Á ég þetta ekki skattfrjálst og verðtryggt hjá „Stóra bróð- ur“. Milljónirnar færu þá að skipta tugum sýnist mér, a.m.k. ef þær væru með „jákvæðum raunvöxtum"!! Óla Jóh. og geng- istryggðar af Gunnari Thor. Þá þarf ég ekki að éta þáJ félagsmálapakka, sem fórnfúsir spekingarnir ætla alþýðunni til viðurværis. En ef þessu er logið uppá mig í blaðinu mínu, leyfi ég mér að vænta þess, að það biðji mig og mína afsökunar. Reykjavík, 17. júní 1980. Ey. Kon. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.