Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
19
SveinbjörK Friðbjörnsdóttir ásamt 8 mánaða Kömlu barni sinu og
önnu Guðrúnu, þrÍKKja ára dóttur. SveinbjörK kvaðst hafa verið
mikið Klöð þe^ar vélin var lent ok „ók þurfti ckki lenKur að velta þvi
fyrir 'mér, hvort éK flyKÍ yfir móðuna miklu i nauðlendinKunni,'* eins
ok hún orðaði það.
Elísabet Hákonardóttir ÍIuk
freyja.
úelsdóttir, einn farþeganna í
flugvélinni.
„Áhöfnin undirbjó okkur mjög
vel fyrir lendinguna, lét okkur
strax vita þegar ljóst varð að
annað hjólið komst ekki niður. Það
var reynt að ná því niður, en þegar
það tókst ekki þá vorum við búin
undir nauðlendingu," sagði Guð-
rún.
„Við vorum færð framar í vélina
til öryggis, því það er minni hætta
þar. Rétt fyrir lendingu vorum við
látin fara í þá stellingu sem
öruggust er talin undir slíkum
kringumstæðum. Þegar við lentum
þá bjóst ég við mun meira höggi en
raunin varð á, ég varð bara vör við
skruðninga og högg,“ sagði Guðrún
Samúelsdóttir.
Hópslysakerfið
á Suðvesturlandi
í viðbragðsstöðu
SAMKVÆMT upplýsingum
Ólafs Haraldssonar flugumferð-
arstjóra á Keflavíkurflugvelli
fengu þeir tilkvnningu rétt
fyrir kl. 7 þess efnis að Fokker-
inn myndi hugsanlega lenda i
Keflavík og var það ákveðið
skömmu síðar.
Þar sem líkur voru á slysi var
brautin kvoðuð og hópslysakerfi
var sett í viðbragðsstöðu að
ákvörðun flugstjórnarmanna. Þar
með voru öll sjúkralið sett í gang á
suðvesturhorninu, allt til Selfoss,
slökkvilið og björgunarsveitir, en
fyrir skömmu fór einmitt fram
æfing á hópslysi á Keflavíkur-
flugvelli. Gekk því mjög vel að
setja allt í viðbragðsstöðu nú.
Stjórnun við nauðlendinguna
gekk mjög vel og störf að henni
lokinni og kl. 23 í gærkvöldi var
búið að draga vélina inn í flugskýli
og koma bilaða hjólinu niður, en
slökkviliðsmenn lyftu vélinni upp
á slysstað með loftbelgjum og
náðu hjólinu niður þar.
Ólafur sagði í samtali við Mbl.
að þeir hefðu verið mjög ánægðir
með öll viðbrögð og framkvæmd
björgunarliðs, en auk hans voru á
vakt í flugturni þeir Hermann
Þórðarson varðstjóri og Gunn-
steinn Magnússon flugumferðar-
stjóri.
Þota í stað Fokk-
ers norður
ÞAR sem TF-FLO Fokkerinn sem
nauðlenti i Keflavik er úr leik i
bili hefur verið ákveðin breytinK
á innanlandsfluKáætlun.
í dag átti að fljúga fjórar ferðir
til Akureyrar, en í staðinn verða
farnar tvær ferðir á Boeing þotu.
Þá átti Fokker að fljúga til
Sauðárkróks en í staðinn fer vél
frá Arnarflugi.
Þessi myndaröð var tekin af nauðlendingunni í gærkvöldi og sýnir vel hvernig flugstjórinn
hefur stjórn á vélinni meðan hraðinn er mestur þótt aðeins annað hliðarhjólið sé niöri, en
síðan fer vélin aó hallast unz hún leggst á hliðina utan brautar.
Ljósmyndir: Steinn Logi Björnsson.