Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 48
Síminn á ritstjórn
og skrifstofu:
10100
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
2HorjjunWnt>it>
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður VMSÍ, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að mjög
víða hefðu frystihús óskað eftir
því, að starfsfólk tæki samræmd
sumarleyfi vegna þeirra erfið-
leika, sem væru í rekstri húsanna.
Hins vegar hefðu frystihúsin þrjú
í Eyjum tilkynnt fulltrúum verka-
lýðsfélagsins þar, að þau ætluðu
að segja upp starfsfólki sínú og
loka húsunum 21. júlí. Guðmundur
kvað VMSÍ hafa hvatt félög til
þess að líta til tilmæla um sam-
ræmd sumarleyfi með ákveðnum
velvilja. Guðmundur sagði:
„Þessir erfiðleikar frystihús-
anna er ekki hráefnisskortur og
gefur þar af leiðandi ekki tilefni
til þess að uppsagnarfrestur, sem
menn hafa áunnið sér og segir að
ekki sé unnt að segja mönnum upp
með 7 daga fyrirvara, sé styttur.
Þeir verða að fylgja í einu og öllu
uppsögnum eins og kveður á í
samningum, en falli ekki undir
kauptryggingu. í öðru lagi teljum
við það ekki standast, að þeir, sem
eigi mánaðar uppsagnarfrest, séu
sendir í sumarfrí í 3 vikur og sagt
upp um leið — þannig að orlofið sé
uppsagnarfresturinn. í þriðja lagi
teljum við ekki óeðlilegt, að menn
taki mjúklega á óskum um sam-
ræmd sumarfrí, þ.e. að menn taki
orlof á sama tíma, en við erum
undrandi á því, hvað slíkar óskir
koma seint fram.“
Guðmundur kvað meira aðhaldi
verða beitt í helgarvinnubönnum,
þar sem mikið hefði verið unnið
um helgar að undanförnu. Hann
kvaðst hafa sagt á fundinum í
gær, að nauðsynlegt væri að
verkalýðsfélög tilkynntu VMSI
þegar, ef greiðslufall yrði og
sambandið myndi fylgjast með
ástandi mála, sem væri mjög ljótt
og raunar skuggalegt. Markaðirn-
ir hefðu ekki getað tekið við
þessum mikla afla. Undarlegt
væri þó, að þetta skuli nú gjósa
skyndilega upp og án nokkurs
fyrirvara. Víða hefði þessi óvissa
leitt til þess að fólk þyrði ekki að
fara í orlof.
Helgi Seljan, forseti efri deildar Alþingis:
Varla hugsanlegt að for-
setar hnekki úrskurðinum
Frystihúsin í Eyjum
áforma uppsagnir 1. júlí
Fundur VMSÍ með fulltrúum
verkalýðsfélaganna út um land
ræddi vandamál frystiiðnaðar
FRYSTIHÚSIN í Vestmannaeyjum haía tilkynnt verkalýðs-
félaginu þar. að þau hyggist segja upp starfsfólki húsanna
og að þau muni loka 21. júlí. Uppsagnirnar verði tilkynntar
fyrir 1. júlí <>k óska frystihúsin eftir því, að menn taki ekki
orlof fyrir þann tíma. Þetta kom fram á fundi, sem
Verkamannasamhand íslands hélt i ga“r. en á fundinum
voru fulltrúar verkalýðsfélaga víðs vejíar að af landinu.
Fundinn sat Steingrímur Ilermannsson sjávarútvegsráð-
herra, sem m.a. fjallaði um erfiðleika frystiiðnaðarins og för
sína til Bandaríkjanna.
Eldvarnarkvoðu var sprautað á
eina flugbrautina á Keflavíkur-
flugvelli i gærkvöldi fyrir nauð-
lendinguna og lenti vélin á
henni, en stöðvaðist utan braut-
ar eins og sést á myndinni þar
sem slökkviliðsmenn eru búnir
að koma loftbelgjum undir
vinstri vænginn til þess að lyfta
vélinni upp og koma undir hana
hjólinu sem ekki vildi niður
fyrir lendingu. Sjá bls. 18 og 19.
Ljósmynd Mbl. RAX.
Bensínlítrinn
í 480 krónur?
VEGNA gengissigs hefur hækkun-
arbeiðni oliufélaganna, sem liggur
fyrir verðlagsráði og taka á til
umfjöliunar á fundi á mánudag.
verið hækkuð úr 470 krónum hver
lítri í 480 krónur lítrinn.
Verð á hverjum bensínlítra er nú 430
krónur og nemur því beiðnin hækk-
un, sem er 11.6%.
„SEM dæmi um það, hve menn eru
orðnir ruglaðir,“ sagði Helgi Selj-
an, forseti efri deildar Alþingis i
samtaii við Morgunblaðið í gær,
„þá sé ég það i Visi í dag, að blaðið
segist hafa heimildir fyrir því að
úrskurði þingfararkaupsnefndar
verði hnekkt. og ég muni leggjast
gegn því, að úrskurður nefndar-
innar nái fram að ganga. Þarna
er um tvo hluti að ræða. sem
forsetar Alþingis verða að átta sig
á, það er, hvort framkvæmdin nái
ekki fram að gánga nú og málið
verði tekið upp nú í haust — eða
hvort forsetar Alþingis fari að
hnekkja áliti þingnefndar. sem
farið hefur og fer samkvæmt
lögum með þessi mál. Þar er
reginmunur á og varla hægt að
hugsa sér, að forsetar geti hnekkt
og sem sagt farið í styrjöld við
einróma nefnd.“
Helgi Seljan kvað menn verða að
meta, hvort þeir vilji láta taka
málið upp til athugunar eða ekki og
óska eftir því við þingfararkaups-
nefnd, að hún taki málið upp
seinna og þetta komi ekki til
framkvæmda nú. Síðan kvað hann
það meginmálið, og því ætti raunar
Kristján Thorlacius að svara, hve
mikið væri um slíkar greiðslur í
ríkiskerfinu. Helgi kvaðst vilja að
málið yrði skoðað í heild út frá
þeim forsendum, sem þingfarar-
kaupsnefnd hafi gengið út frá.
Hann kvaðst myndu kynna sér
forsendurnar og hve víðtækar
ómældar yfirvinnugreiðslur væru í
ríkiskerfinu. „Sömuleiðis vil ég
vita,“ sagði Helgi, „hvernig ákvörð-
un þingfararkaupsnefndar hefur
verið, hvort verið sé að skoða
yfirvinnu þingmanna allt árið, eða
hvort þetta er aðeins yfir þingtím-
ann. A því er mikill munur. Ég
hafði raunar skilið þessar umræð-
ur hjá þingfararkaupsnefnd þann-
ig, að verið væri að ræða yfirvinnu-
álag þann tíma, sem þing sæti. Um
þetta veit ég ekki enn, er nýkominn
í bæinn og á eftir að hitta þá Jón
Helgason og Sverri Hermannsson.
„Hins vegar fer það ekki milli
mála, að ég trúi ekki öðru en að
þingfararkaupsnefnd hafi tekið
þessa ákvörðun nema að vel athug-
uðu máli sem leiðréttingu. Það vil
ég að skýrt komi fram, hver svo
sem afstaöa mín verður, þá efast ég
ekki um að fyrir einróma samþykki
nefndarinnar hafi legið grunduð og
vel athuguð afstaða. Eg á hins
vegar eftir að sjá þau plögg."
„Málið verður að taka upp í
heild, hvaða launaskipan eigi að
vera hjá þingmönnum almennt og
það er þeim fyrir beztu að þetta sé
tekið af óháðum aðila. Það þarf
lagabreytingu til þess, ef af verður.
Ég veit, að það eru mjög skiptar
skoðanir milli þingmanna um það,“
sagði Helgi Seljan, forseti efri
deildar, en í dag mun hann ásamt
hinum tveimur forsetum Alþingis
fjalla um málið. Á fundinn hafa
verið boðaðir formenn þingflokka.
Ráðherrar með lögheimili
úti á landi fá húsaleigustyrk
RÁÐHERRAR fá eins og kunn-
ugt er þingfararkaup ásamt ráð-
herralaunum. Alþingi greiðir og
heimasima þeirra. Aðrar greiðsl-
ur fá ráðherrar ekki, sem al-
mennir þingmenn fá, nema húsa-
leigustyrk, sé lögheimili þeirr.
úti á landi. Þessi húsaleigustyrk-
ur er eins og kunnugt er 120
þúsund krónur á mánuði.
Laun forsætisráðherra eru nú
1.078.895 krónur á mánuði og laun
annarra ráðherra 977.745 krónur á
mánuði. Allir ráðherrarnir hafa
auk þess þingfararkaup, sem verið
hefur 817.541 króna, en hækkar nú
samkvæmt ákvörðun þingfarar-
kaupsnefndar í 981.049 krónur.
Við þá ákvörðun verða laun for-
sætisráðherra 2.059.944 krónur, en
hefðu ella verið 1.896.436 krónur
og laun annarra ráðherra
1.958.794 krónur en hefðu ella
verið 1.795.286 krónur.
Þeir ráðherrar, sem lögheimili
eiga utan Reykjavíkur og njóta
þess vegna 120.000 króna húsa-
leigustyrks á mánuði eru: Friðjón
Þórðarson, dómsmálaráðherra,
Stykkishólmi; Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðnaðarráðherra, Nes-:
kaupstað; Ingvar Gíslason,
menntamálaráðherra, Akureyri;
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, Akri, Torfalækjarhreppi og
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, Varmahlíð, Skagafirði.