Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980 5 Kexverksmiðjan Frón með kynningarviku KEXVERKSMIÐJAN Frón hóf kynnintrarviku á framleiðsluvör- um sínum þann 13. júní. Auk Frón stendur Félaí? matvörukaup- manna að þessari kynningu. Mbl. hafði samband við Magnús Ingi- mundarson forstjóra Frón hf. og innti hann eftir upplýsingum um kynningarvikuna. Magnús sagði að ástæðan fyrir þessari kynningarviku væri sam- dráttur í sölu vegna aukins inn- flutnings á kexi. Frá áramótum til aprílloka voru 532 tonn af kexi flutt inn, en á sama tíma á síðasta ári hefðu aðeins 264 tonn verið flutt inn. Þetta hefur leitt af sér sölutregðu, en samt hefur aðeins birt til síðustu tvo mánuðina, og með þessari kynningarviku viljum við stuðla að áframhaldandi aukn- ingu. Framleiðslunýjungar eru í bígerð, en eru ekki væntaniegar á markaðinn fyrr en í haust. Þá viku sem kynningin stendur yfir, hafa þeir lækkað verðið um 10% hjá Frón, auk þess sem verzlunar- mennirnir lækka álagninguna um 10%. Mbl. innti einnig Magnús eftir því hvort þurft hefði að segja starfsfólki upp, og sagði hann að í janúar hefðu þeir dregið fram- leiðsluna saman og þar af leiðandi sagt upp helmingnum af starfs- fólkinu. Eins og áður var getið stendur einnig Félag matvörukaupmanna fyrir þessari kynningu, og tjáði Ingi Björn Hafsteinsson kaupmað- ur Mbl. að félagið væri hlynnt íslenskri framleiðslu, þrátt fyrir að þeir væru hlynntir frelsinu, og með þessu vildu þeir sporna við því að íslenskir kexframleiðendur (færu á hausinn) færu halloka fyrir er- lendri framleiðslu. Stafsetningarorðabók Halldórs í 3. útgáfu BÓKAVERSLUN Sigfúsar Eym undssonar hefur gefið út 3. útgáfu af Stafsetningarorðabók Ilalldórs Halldórssonar. Ilún er gefin út i samræmi við stjórnskipaða stafs- etningu og því ekki skrifuð z. Höfundur segir í eftirmála þessar- ar útgáfu. „Bók þessi hefir verið ófáanleg í bókaverslunum um 5—6 Halldór Halldórsson ára skeið. Hefir ýmislegt valdið, en þó einkum ófrjár deilur um stafsetn- ingarmál. Vitaskuld hefi ég reynt að fyígja út í ystu æsar þeim reglum, sem stjórnskipaðar eru. Hefir mér yfirleitt reynst það létt verk. Þó hafa reglurnar um stóran og lítinn staf reynst mér þungar í skauti. Eg á eftitt með að draga mörkin milli þjóðheita og nafna á íbúum lands- hluta annars vegar og þjóðflokka- heita hins vegar, eins og gera á samkvæmt auglýsingu nr. 261/1977., Tyrki, sem býr í Tyrklandi, er tyrkneskur ríkisborgari. — Því skal rita stóran staf. En tyrki, sem er íranskur ríkisborgari, er Irani, en tyrkneskur að ætt. — ÞVí skal rita lítinn staf. Gyðingar eru dreifðir um allan heim. Ríkisborgari í ísrael nefnist ísraelsmaður, enda ekki end- ilega gyðingur að ætt. Þessar reglur hefi ég túlkað að eigin geðþótta, rita t.d. Tyrki, en gyðingur .... Stafsetningarorðabókin hefurgl- öggar skýringar um uppruna orða- nna, sem skýra hers vegna orðin eru rituð svo og svo. Bókin er 211 bls. og prentuð í prentsmiðjunni Odda. Ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri Arnarflugs FRÁ OG með 15. júní 1980 var Gunnar Þorvaldsson ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri Arnarflugs hf. Verksvið Gunnars verður almennt eftir- lit með daglegum rekstri allra deiida Arnarflugs og mun hann starfa sem fulltrúi framkvæmdastjóra i fjarveru hans. Gunnar mun samhliða þessu gegna áfram starfi flugrekstrarstjóra Arnarflugs. Gunnar Þorvaldsson varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1968 og hefur starfað að flugmálum síðan. Hann réðst til Arnarflugs sem flugmaður við stofnun félagsins, varð flugstjóri árið 1977 og tók við flugrekstrarstjórastarfi félagsins í fébrúar 1978. Gunnar Þorvaldsson Rekstur skilaði hagn aði í ÞANN 14. júní sl. var aðalfund- ur Þörungavinnslunnar hf. haldinn á Reykhólum og sátu fundinn um 70 manns. í skýrslu stjórnar kom fram að 1979 hafi öllum markmiðum. sem sett voru í rekstrar- og fram- kvæmdaáætlun félagsins fyrir það ár. verið náð. Framleidd voru tæplega 4000 tonn af þangmjöli og um 140 tonn af þaramjöli. Einnig voru fram- leidd um 80 tonn af þurrkaðri loðnuskreið og spærlingi. sem lagði grunn að nýrri fram- leiðslu fyrir Þörungavinnsluna og verulega getur hjálpað til og skapað aukið öryggi fyrir fyrir- tækið á komandi árum. Það má nú telja fullsannað að tekist hafi að ná tökum á þangvinnslunni og verksmiðjan geti skilað þeim afköstum og arði sem upphaflega var vænst segir í frétt frá Þörungavinnsl- unni. Væri framtíðin nú björt ef ekki hefðu komið til þau óvæntu atvik að Alginate Industries Ltd. taldi sig ekki geta staðið ,við samning sinn við Þörungavinnsl- una á yfirstandandi ári. í skýrslu stjórnar kom fram að heildarframleiðsluverðmæti á fyrsta Þörungavinnslan fær 240 milljónir í skaðabætur vegna vanefnda erlendra viðsemjenda síðastliðnu ári varð um 750 milljónir og þar af var flutt út og selt á árinu fyrir 630 milljónir, en 121 milljón króna verðmæti er í birgðum. Rekstur skilaði hagnaði í fyrsta sinn sem nemur 50 milljónum króna umfram fullar afskriftir og var framlegð af rekstri 233 milljónir króna umfram beinan framleiðslu- kostnað. Mánudaginn 9. júní síðastlið- inn var gengið frá samkomulagi milli Þörungavinnslunnar og Alginate Industries og Merck & Co. Inc. hér i Reykjavík vegna vanefndanna. Samþykkti AIL að greiða Þörungavinnslunni 240 þúsund pund í skaðabætur auk skuldbindinga til kaupa á 2000 tonnum af þangmjöli. í sam- komulaginu er einnig gert ráð fyrir að Merck & Co. Inc. muni skipti gera áætlun um framleiðslu á kalsínumalginat og yrði slík verksmiðja, ef til kæmi, staðsett á Reykhólum. I skýrslu stjórnar kom einnig fram að þurrkun á fiskafurðum hefði gengið vel og öll fram- leiðsla til þessa væri seld og farin úr landi. Hugmyndir hafa komið fram um að Þörunga- vinnslan taki þátt í þurrkun á kolmunna þeim sem ætlunin er að veiða í tilraunaveiðum á komandi sumri og hausth Hjá Þörungavinnslunni unnu á síðasta ári a meðaltali 24 starfsmenn auk þeirra sem stunduðu hráefnisöflun. Launa- greiðslur námu 155 milljónum króna og greiðslur fyrir keypt þang námu 92 milljónum króna og þangtökugjöld til landeiganda tæplega 7 milljónum. Á aðalfundinum voru eftir- taldir menn kjörninr í aðal- stjórn: Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, Kjartan Ólafsson, ritstjóri, Ólafur E. Ólafsson, fyrrverandi kaupfélgsstjóri, Steingrímur Hermannsson, ráð- herra, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, stjórnarfor- maður. PTOFRA- Ryksugan sem svifur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 litra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liöur um gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Verö kr. 110.400.- Eg er lettust... búin 800Wmótor og12litra rykpoka (Made in USA) HOOVER er heimilishjálp ALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.