Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 39 Minning: Sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur frá Steinnesi Fæddur 26. júni 1894. Dáinn 8. júni 1980. Það voru daprar fréttir, sem mér bárust í símanum mánu- dagsmorguninn þ. 9. júní að sálu- sorgari minn í nær hálfa öld og góður vinur, sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur frá Steinnesi, hefði andast kvöldið áður. Þar var fallinn frá mikill heið- ursmaður, er allir munu sakna er þekktu. Sr. Þorsteinn var Húnvetningur að ætt og uppruna og starfaði langa ævi í sinni heimabyggð. Hann var fæddur að Forsæludal í Vatnsdal Austur-Húnavatnssýslu þ. 26. júní 1897. Foreldrar hans voru Gísli bóndi í Forsæludal, síðar að Sunnuhlíð í sömu sveit, og kona hans Guðrún Sigurrós Magn- úsdóttir bónda á Bergsstöðum í Miðfirði. Snemma mun hafa borið á því, að ungi sveinninn frá Forsæludal, var bókhneigður og þráði lærdóm, en á æskuárum hans stóðu ekki allar dyr opnar ungu námsfólki. Ef menn áttu ekki því öflugri bakhjarla, var ekki auðhlaupið að leggja út á menntabrautina. Efni munu hafa verið af skornum skammti á þessu heimili sr. Þor- steins, eins og víðast hvar annars- staðar á þeim tíma, þegar fátækt- in og baslið var svo að segja allsráðandi á voru landi. En sr. Þorsteinn lét það ekki aftra sér; hann var viljasterkur og treysti á Guð og gæfuna. Með léttan mal lagði hann af stað í skóla og lauk stúdentsprófi vorið 1918. Síðan lá leiðin í Háskóla íslands, guðfræðideild og þar lauk hann prófi 22. febr. 1922 og auðvitað með 1. eink., því hann var mikill námsmaður og sló aldrei slöku við. Á námsárunum fékkst hann talsvert við kennslu, til að sjá sér farborða. Var hann talinn góður kennari allt frá byrjun. Sr. Þor- steinn var alla ævi hógvær maður og hófsamur í hvívétna; honum var ljóst hvers virði það var að standa föstum fótum og geta unnið ótrauður að settu marki, og honum tókst það. Sama ár og hann lýkur sínu guðfræðiprófi, er hann vígður 14. maí 1922, og gerist aðstoðarprest- ur sr. Bjarna Pálssonar prófasts í Steinnesi, sem þá var orðinn aldurhniginn og farinn að heilsu. Dó séra Bjarni þ. 3. júní s. ár, og þá er sr. Þorsteinn settur sókn- arprestur í Þingeyrarklausturs- prestakalli og veitt kallið 28. s. ár frá 1. júní 1923. Þingeyrapresta- kall er talsvert víðáttumikið, því auk Þingeyrasóknar, telst til þess Undirfells- og Blönduóssókn. Æði oft varð sr. Þorsteinn að taka að sér auka þjónustu í fleiri presta- köllum innan sýslunnar svo sem Höskuldsstaðasókn, Spákonufells- og Hofssóknum og síðan í Auð- kúlu- og Svínavatnssóknum. Má af þessu sjá að oft hefur verið leitað til hans og hann haft í mörg horn að líta, og hvarvetna voru störf hans unnin af frábærri alúð og skyldurækni. — Hann var alltaf viðbúinn. Um árabil hafði hann unglingaskóla í Sttinnesi, sem var vel sóttur og hygg ég, að færri hafi komist þar að en vildu. Kom það sér vel fyrir unglinga í sveitinni og næsta nágrenni að geta sótt nám í sinni heimabyggð, áður en lengra var haldið. Mjög gott orð fór af skólanum í Steinnesi, sr. Þorsteinn var ágæt- ur kennari og ekki var að spyrja að áhuganum við að leiðbeina unglingunum og koma þeim til manns. — Ég heyrði Sigurð skólameistara Guðmundsson hafa við orð, að óhætt væri að treysta kunnáttu þeirra, sem kæmu frá sr. Þorsteini í Steinnesi. Mörgum trúnaðar- störfum varð sr. Þorsteinn að sinna auk sinna embættisstarfa. öllum var kunnugt um að hann var traustur maður, sem aldrei brást skyldu sinni. Árum saman sat hann í fræðsluráði Austur- Húnavatnssýslu, í stjórn Sögufé- lags Húnvetninga og sýslubóka- safns Austur-Húnavatnssýslu. Varaformaður í stjórn Kaupfélags Húnv. og í stjórn sölufélagsins. Kirkjuþingsmaður var hann í 10 ár. í stjórn Prestafélags Hólastift- is- og Guðbrandsdeildar Prestafél. íslands. Af þessu má sjá að víða hefur hann komið við. Þá sinnti hann hreppsnefndarstörfum í Sveinstaðahreppi í tugi ára og sat um skeið í sýslunefnd. Maðurinn minn Jón S. Pálmason á Þingeyr- um var í fjöldamörg ár oddviti Steinsstaðahrepps. Var honum mikils virði að hafa slíkan sam- starfsmann, mann sem ávallt lagði gott til málanna, var glöggur á það sem betur mátti fara og góðviljaður. Samstarf þeirra var mjög farsælt, og voru þeir miklir vinir. Fyrsta sumarið 1922, sem sr. Þorsteinn þjónaði fyrir norðan sat hann að Ási í Vatnsdal og giftist þar þ. 13. júlí heimasætunni ólínu Soffíu Benediktsdóttur bónda frá Hrafnabjörgum í Svínadal, var þar stigið mikið gæfuspor, því þau hjón voru mjög samhent og sam- búð þeirra farsæl. Frú Ólína ólst upp í Ási hjá móðurbróður sínum Guðmundi Ólafssyni bónda og alþm. í Ási og Sigurlaugu Guð- mundsdóttur Jónassonar í Ási, voru þær bræðradætur Sigurlaug og Halldóra Bjarnadóttir, heið- urskona. Um haustið flytja ungu hjónin að Akri í Torfalækjarhreppi, en eftir að honum er veitt kallið flytja þau hjón alfarin að Stein- nesi vorið 1923 með litla dóttur sína Siguriaugu Ásgerði. Sama vor flutti ég að Þingeyr- um. Skömmu eftir að ég kom þangað, var messudagur, sem mér verður ávallt minnisstæður. Þenn- an dag var þingið baðað í sól og klæddist sínu fegursta skrúði. Ég var búin að láta sópa og prýða fallegu kirkjuna á Kirkjuhólnum og hlakkaði nú til að sjá og heyra unga prestinn og hitta sveitung- ana, sem mig langaði til að kynnast, en þekkti ekkert. Þegar leið að messutíma, sást til mannaferða. Nokkrir hópar komu sunnan Hagann og aðrir komu norðan fyrir Húnavatn. Sigurður Erlendsson bóndi á Stóru-Giljá kom með sínu fólki yfir Kvíslar. Hann var meðhjálpari í Þingeyra- kirkju í rúm 60 ár. Allir komu ríðandi, mér fannst „söngur í lofti, ilmur í blæ“, þetta var yndislegur dagur. — Margt fólk var við kirkju. Prestskosning hafði farið fram um vorið og eins og alengt er, voru skiftar skoðanir um þá, sem í boði voru, hafði ég heyrt málin rædd frá ýmsum hliðum. Nú var for- vitnilegt að hlusta á nýja prestinn. Messan fór hið besta fram, mér féll vel við prestinn, ræðan var vönduð og hann hafði prýðilega rödd. Ég var þess fullviss eftir þennan fyrsta messudag, að fólkið hafði valið þann rétta manna, enda kom það á daginn. Kirkjusöng annaðist þá Erlend- ur bóndi Erlendsson í Hnausum. Að aflokinni messu komu allir heim í bæ, og fengu kirkjukaffi, eins og þá tíðkaðist til sveita og minnti mig á messudagana heimaá Möðruvöllum, þegar ég var barn. Þessir fyrstu samfundir urðu byrjun að góðri og traustri vin- áttu, sem haldist hefur alla tíð síðan, og verið mér mikils virði. Oft bar fundum okkar saman fyrir norðan. Þriðja hvern sunnu- dag var messudagur á Þingeyrum, auk þess sem messað var á hátíðum. Um skeið var erfitt að fá organista að Þingeyrakirkju og hljóp ég þá undir bagga, betri samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér en sr. Þorstein. En oft var erfitt að fara á milli að vetrinum og minnisstæðar eru mér sumar jarðarfarir að vetrin- um í hríðarmyrkri og kulda. Eitt sinn átti að jarða á Þing- eyrum gamla heiðurskonu frá Stóru-Borg. Hún hafði í æsku verið á Þingeyrum og óskaði eftir að fá að hvíla þar í kirkjugarðin- um. Hríðarveður var jarðarfarar- daginn svo ekki þótti varlegt að leggja á Hópið, en farið með löndum fram. Hríðin ágerðist svo líkfylgdin varð að gista á Ref- steinsstöðum. Presturinn kom á tilsettum tíma að Þingeyrum ásamt fleira fólki, sem ætlaði að vera við jarðarförina. Tíminn leið og líkfylgdin lét ekkert til sín heyra. Beðið var næsta dags, þá var brotist áfram og komið á leiðarenda. Jarðarförin fór fram eftir settum reglum, sungið var í garðinum þrátt fyrir hríðina og sr. Þorsteinn lét sér hvergi bregða. Sr. Þorsteinn var félagslyndur maður, honum þótti gaman að blanda geði við fólk, gleðjast í góðra vina hópi og gat verið hrókur alls fagnaðar. Minnist ég margra slíkra ánægjustunda heima á Þingeyrum og á prests- setrinu í Steinnesi, sem ég sakna, en er þakklát fyrir. Þegar kvenfélagið í sveitinni hafði jólagleði fyrir börnin á veturna var sr. Þorsteinn ávallt reiðubúinn að lesa jólasögur fyrir börnin, tala við þau, segja þeim sögur og ganga með þeim kringum jólatréð, var það öllum til gleði. Þau 19 ár er ég starfaði við Kvennaskólann á Blönduósi kom hann á hverju hausti og talaði til stúlknanna minna, þegar skóli var settur. Fagnaði ég því. Mér fannst fylgja því blessun að fá að hafa Steinneshjónin við skólasetningu. Sr. Þorsteinn var mikill gæfu- maður, hann átti ágæta konu, sem reyndist honum góður förunautur, ávalt best ef eitthvað bjátaði á, því sjálfsagt hefur hann ekki komist hjá því að glíma við einhvern vanda frekar en aðrir. En hann flíkaði því lítt, hann vildi með Guðs hjálp leysa sinn vanda sjálfur. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll hafa verið foreldrum sínum til gleði og sóma, en þau eru Sigurlaug Ásgerður bankagjald- keri við Búnaðarbanka íslands í Rvík, Guðmundur Ólafs, sókn- arprestur í Árbæjarsókn og Gísli Ásgeir læknir í Rvík. Var þeim hjónum það mikil gæfa að eiga slíku barnaláni að fagna. Steinnesheimilið var mjög traust; þar heyrðist aldrei getið neinna sviptibylja. Góður andi ríkti meðal heimafólks og sam- vinna öll var í besta lagi. Gestrisni var þar mikil, þangað voru tíðum sótt holl ráð og raunabætur, heimilið mátti heita talsvert sér- stætt í sinni röð; heimilisfólkið var allt meira og minna vanda- bundið. Með ungu prestshjónunum í Steinnesi fluttu tvö systkini frú Ólínu, Ármann og Jónína, bæði úrvals manneskjur, sem unnu heimilinu af mikilli alúð og trúmennsku. Ármann annaðist að miklu leyti búið, þegar prestur þurfti oft að vera að heiman til að sinna sínum embættisverkum, en Jónína aðstoðaði systur sína við erilsöm innanbæjarverk. Var oft mikið að gera, einkum þá tíma, sem skólinn var í Steinnesi, þá spillti ekki fyrir, þegar kona Ármanns Sigurlaug Sigurjóns- dóttir bættist í hópinn og var boðin og búin til að rétta hjálpar- hönd hvenær sem með þurfti. Þetta venslafólk var mikið sóma- fólk, sem ekki mátti vamm sitt vita. Ármann er dáinn fyrir mörg- um árum, dó langt fyrir aldur fram, en mágkonurnar fylgdu prófastshjónunum til Reykjavíkur og hafa búið með þeim á Bugðu- læk 13 hér í bæ. Þegar sr. Þorsteinn er nú allur finnst mér skarð fyrir skildi og ég sakna vinar í stað. Með þessum fátæklegu línum langaði mig til að senda frú Ólínu og hennar fólki hjartanlegar sam- úðarkveðjur og bið þeim blessunar í sárri sorg. Sr. Þorstein kveð ég með virð- ingu og þökk fyrir margar góðar stundir, órofa tryggð og vináttu við mig oa mína. Hulda Á. Stefánsdóttir. Eggert Thorberg Agnarsson —Minning Fæddur 8. mars 1962. Dáinn 8. júni 1980. Fáein orð í minningu um ungan mann sem átti lífið allt framund- an, var rétt að byrja að skynja yndisleik byrjandi sumars. Skyndilega er klippt á lífsþráðinn, og eftir stöndum við vinir og ættingjar. Engin orð ná yfir sorg- ina, hún er bara djúp og sár, en tíminn læknar sárin og eftir verður minningin um elskulegan dreng. Eggert Thorberg Agnarsson var fæddur í Ólafsvík 8. mars 1962, sonur hjónanna Agnars Elíasson- ar og Lilju Pálsdóttur, auk hans eiga þau tvær dætur. 8. júní s.l. lést hann af völdum bifreiðaslyss sem hann varð fyrir, þrem dögum áður. Fyrir vestan átti hann sín fyrstu æskuár, en unglingsár sin í Hafnarfirði og síðast í Reykjavík. Það lætur að líkum að svo stutt lífshlaup skilur ekki eftir sig stóra eða mikla atburðarás. En mikla gleði höfðum við vandamenn hans af að fylgjast með þroska þessa drengs, sjá hann breytast úr barni í myndarlegan mann með hýru í augunum og sitt feimnislega bros. Ungur maður á sín leyndarmál og svo dulur sem hann var þá flíkaði hann ekki tilfinningum sínum við hvern sem var, en þó duldist manni ekki að þar fór mannsefni. Jesús Kristur sagði, og segir enn við alla syrgjendur: „Ég lifi og þér munuð lifa“. í þessi orð vona ég að foreldrar og systur Eggerts sæki þann styrk og þann kraft sem þarf til að komast yfir sorgina og halda áfram að lifa og starfa. Enginn tekur þann kraft frá sjálfum sér. Hann kemur frá honum sem gefur okkur börnin okkar til handleiðslu og skapar dýrð hásumarsins eins og hún verður fegurst á íslandi. Fari hinn ungi vinur í friði. Friður Guðs blessi hann. Þökk fyrir allt það sem hann gaf okkur á sinni stuttu vegferð. Unnur Lára. Friðfinnur Ólafs- son — Kveðja Fæddur 19. febrúar 1917. Dáinn 7. júni 1980. Á þriggja ára tímabili hafa tveir af forystumönnum og mátt- arstoðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fallið í valinn, báðir langt um aldur fram. Svavar Pálsson var formaður félagsins frá stofndegi samfleytt í tuttugu ár, til ársins 1972. Þá tók við formannsstarfinu Friðfinnur ólafsson, en hann hafði áður verið varaformaður frá upphafi. Svavar lést árið 1977. Um hann ritaði Friðfinnur m.a.: „Félagið missti þar góðan mann og þjóðin öll um leið“. og „Við sem tókum við af Svavari verðum að reyna að sýna að það sé rétt hið fornkveðna að merkið standi þótt maðurinn falli". Þessi orð getum við,. sem nú stöndum eftir í stjórn Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra að Frið- finni gengnum, heimfært á hann sjálfan. Friðfinnur var víkingur til allra verka. Alveg er það með ólíkind- um hve hann lét víða til sín taka. Þó var alltaf eins og hann þyrfti aldrei að flýta sér — það var eins og hann hefði ætíð nægan tíma. Það var ævintýri líkast að hafa átt þess kost að starfa við hlið hans. Við sem þess nutum fáum honum seint fullþakkað. Ég var staddur utanbæjar í sumarleyfi, þegar fregnin um and- lát Friðfinns barst mér til eyrna (þvi er þessi kveðja síðbúin) og ég skal játa að mín fyrsta hugsun var í fyllsta máta eigingjörn: Þetta er of fljótt — við eigum svo mörgu ólokið. En við verðum að horfast í augu við þá köldu staðreynd að Frið- finnur er genginn til æðri vista. Okkar verður að reyna að sjá til „að merkið standi þótt maðurinn falli“. í nafni stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra votta ég Friðfinni virðingu og þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu fé- lagsins. Éiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Óttar Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.