Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980 31 Fyrirlestrar um kennslumál 1. gr. stjórnarskrár. En möguleik- inn er fyrir hendi, og það hafa verið sett bráðabirgðalög á Is- landi, jafnvel þótt vafi léki á, að þörfin fyrir þau væri brýn. 6. Þingrof Þingrofsréttur er leifar af hinu fyrra valdi konungs, en þingrof táknar það, að þingmenn eru sviptir umboði til að fara með völd fyrir hönd þjóðarinnar, en þau völd fá þeir frá henni í almennum kosningum. Með þingrofi er Al- þingi afnumið. Um þetta fjallar 24. gr. lýðveldisstjórnarskrár. Samkvæmt henni getur forseti rofið Alþingi, og skal hann þá stofna til kosninga, en Alþingi skal koma saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir þingrof. Þetta ákvæði samrýmist illa þingræðis- reglunni, því að í skjóli þess gæti forseti stjórnað í allt að 8 mánuði þinglaust. Rökrétt væri, að þingrofsréttur væri tekinn af forseta, og í stað þess kæmi ákvæði er segði að Alþingi haldi umboði sínu ti) að stjórna milli kosninga, þ.e. um- boðið stendur frá kjördegi og til næsta kjördags. Valdið til að svipta þingmenn umboði á að vera með þjóðinni. Nokkur dæmi eru um þingrof í íslenzkri þingsögu. Þing var rofið 1931 frá og með þeim degi er tilkynning um þingrofið var upp lesin í þinginu, og er umdeilanlegt hvort Kristján X. hafði rétt til að undirrita það. Alþingi var og rofið 1974, og gefur það þingrof tilefni til umræðu, sem ekki verður farið út í hér. 7. Þjóðkjör forseta Meirihluti stjórnarskrárnefnd- ar 1944 lagði til að forseti yrði þingkjörinn. í greinargerð nefnd- arinnar segir um 3. gr. að minni truflun yrði af kosningu nýs forseta ef hann yrði þingkjörinn. Þá segir þar: „Fer einnig vel á því að Alþingi kjósi forseta, þar sem ætlunin er sú, að það haldi sama valdi á málefnum ríkisins og það hefir haft, og forseti verður því háður þinginu með svipuðum hætti og konungur nú er í framkvæmd." Einstakir nefndarmenn bentu og á það í umræðum (m.a. Ey- steinn Jónsson og Brynjólfur Bjarnason) að forseta væri ætlað það eitt hlutverk að vera þjóðhöfð; ingi en ekki stjórnmálaleiðtogi. í umræðum var og bent á það, að yrði forseti þjóðkjörinn, væri kos- ið um persónuleika þeirra manna sem byðu sig fram, og ekkert annað. Þjóðkjör forseta, sem hefur lítil sem engin völd, snýst ekki um stjórnmál eða stefnur, heldur um persónulega eiginleika þeirra er eftir embættinu sækjast. Fram- bjóðendur til forsetakjörs hljóta að gera sér grein fyrir því, að kosningabarátta i forsetakosn- ingum snýst um það, að kjósend- ur reyni að meta persónulega hæfileika frambjóðenda tii að gegna því starfi sem þeir sækjast eftir. Kosningabarátta sem er fólgin í því, að fylgismenn hvers frambjóðanda keppast um að hlaða lofi (eða oflofi) á sinn mann og útilokar raunsætt mat á per- sónum frambjóðenda, gæti vakið alþingismenn til umhugsunar um, hvort ekki eigi að endurvekja tillögu stjórnarskrárnefndar 1944 um þingkjör forseta. Ef forseta- kosningar verða innihaldslítið og kostnaðarsamt mærðarkapp (sem gæti endurtekist á 4 ára fresti) og tryggir ekki kosningu hæfasta mannsins, — til hvers er þá þjóðkjör? Þá væri umsvifaminna að Alþingi kysi á 4 ára fresti einhvern virtan borgara (t.d. fyrrverandi alþingismann) til for- seta. 8. Ályktanir 1. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 var hugsuð sem bráða- birgðastjórnarskrá. í henni eru mörg úrelt ákvæði, sem eiga rætur sínar að rekja til dönsku stjórnarskrárinnar frá 5. júní 1849. 2. Lýðveldisstjórnarskráin gerir þingræðisregluna að grundvall- arreglu stjórnarfarsins. Al- þingi er æðsta valdastofnun þjóðarinnar. 3. Forseti hefur engin pólitísk völd og er aðeins æðsti embætt- ismaður þjóðarinnar. 4. Það er hugsanlegt og mögulegt að forseti fari að túlka hin úreltu ákvæði stjórnarskrár- innar bókstaflega, en þá bryti bann gegn þingræðisreglunni. í lokin má minna á það, sem Magnús Jónsson, prófessor, þm. Rvk., sagði í þingræðu 1944: „Fyrir mér vakir ... að þjóð- kjörinn forseti verði ... samt sem áður valdamikill aðeins í krafti þess, að hann er ókrenkjanlegur þjóðhöfðingi og virðingarmesti maður þjóðarinnar. Og mér finnst eiga að láta hann hafa sem minnst völd fyrir utan þetta ósjálfráða. ... Ég hallast eindregið að því, að hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi ráði málefnum yfir- leitt." (Allar tilvitnanir eru í Alþing- istíðindi 1944.) DAGANA 23.-26. júní n.k. munu Jean Rudduck og Lawr- ence Stenhouse kennarar við háskólann í East Anglia í Eng- landi halda fjóra fyrirlestra um kennslumál í Kennaraháskóla íslands segir í frétt frá Mennta- málaráðuneytinu. Verða fyrir- lestrarnir fluttir á ensku og er efni þeirra sem hér segir: Mánudaginn 23. júní: „Improving the work of a school“ Þriðjudaginn 24. júní: VÍSINDARIT Menntaskólans í Reykjavík, DE RERUM NATURA er komið út. Útgefandi er Vísinda- félag Framtíðarinnar. Blaðið er 162 blaðsíður, með litkápu. í blaðinu eru m.a. greinar um tölfræði, eðlisfræði, stjörnufræði, „Curriculum development and new roles for the teacher" Miðvikudaginn 25. júní: „Curriculum development as a basis for classroom research" Fimmtudaginn 26. júní: „Introducing innovation to pupils" Fyrirlestrarnir hefjast allir kl. 15.15 í stofu 301 í Kennara- háskóla íslands og eru allir áhugamenn um skólamál vél- komnir. arkitektúr, barrtré á Islandi, at- ferli dýra, fuglasöng og ferðir farfugla. Greinarnar eru allar eftir nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Ritið mun fást í flest- um bóksölum, auk fyrri árganga. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 10 AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 De Rerum Natura Vandað sé val barnabóka Rlaðinu hefur borist eftirfarandi frá kennurum. sem sátu endur- menntunarnámskeið í Æfinga- skóla Kennaraháskóla íslands: Við undirritaðir kennarar höf- um undanfarinn hálfan mánuð setið endurmenntunarnámskeið í Æfingaskóla Kennaraháskóla ís- lands. Þetta námskeið var ætlað kennurum yngri barna, en flestir þeirra kenna eða hafa kennt öðrum aldursstigum. Margt hefur borið á góma og mörg vandamál nemenda og kenn- ara rædd. Barnabókmenntir og gildi þeirra var meðal þess efnis sem tekið var til umfjöllunar. Við vorum sammála um þá hættu sem stafar af fjölþjóðlegu samprenti sem hellst hefur yfir börn okkar undanfarin ár. Með fjölþjóðlegu samprenti er meðal annars átt við myndasögubækur eins og „Tinna“ bækurnar og „Strumpa“þækurnar og ýmislegt annað. Við teljum að margvíslegar hættur geti stafað af þessum bókum. Til dæmis nefnum við: Letur bókanna er óaðgengilegt börnum sem eru að læra að lesa og orðaforði fátæklegur. Bækurnar eru flestar uppfullar af fordómum og samfélagsmynd margra þessara bóka er ólík því samfélagi sem börnin alast upp í og hjálpar þeim því ekki til að skilja sitt umhverfi. Áður hefur komið fram opinber- lega beiðni til bókaútgefenda um að draga úr þessari framleiðslu sem sumir kennarar og skólasöfn hafa neitað að kaupa. Við ítrekum þá beiðni og vonumst til að útgefendur efli útgáfu íslenskra frumsaminna barnabóka og vandi val og þýðingar erlendra bóka. Við skorum því á alla barnavini að vanda val bókanna sem börnum eru gefnar. Nýir raðskápar UMMA&MEDIN á húsgagnasýningu K.S. Við höfum stillt upp í verslun okkar nokkrum afþeim möguleikum,sem nýju raðskáparnir gefa. Hafirþú verið að leita að lausn á hirsluvandamáli í stofuna, borðstofuna, barnaher- bergið, vinnu- herbergið eða sjónvarps- herbergið þá finnur þú hana hjá okkur—jafnvel betri en þú bjóst við. Líttu inn og láttu SUMMA og MEDINA komaþérá óvart. Verðið gerir það líka. KRISTJfln SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SÍMI 25870 Lausn. scm maryir hafa leitaO aá. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.