Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 47 w, r mönnum ÍBV og til Guðmundar Steinssonar, sem fylgt hafði vel eftir. En Guðmundi virðist ger- samlega fyrirmunað að skora þessa dagana, hann hitti ekki knöttinn. Páll Pálma varð enn að grípa til sparitaktanna er hann varði skalla Kristins Jörundsson- ar af stuttu færi. Kristinn varð harðskeyttur í þessum leik, hann Fram: O.Z[ IBV lJa“¥ var enn á ferðinni skömmu síðar, en þá björguðu Eyjamenn naum- lega í horn. I framlengingunni gerðist lítið. Þrjú marktækifæri sýndu sig reyndar og áttu Framarar þau öll. Tvö þeirra komu eftir snjallar sendingar Kristins Jör. Jón Pét- ursson skallaði naumlega fram hjá og Páll Pálma varði vel gott skot Marteins. Þriðja færið var skot Guðmundar Steinssonar í stöng. Vítakeppninni er áður lýst. Það vantaði marga af máttar- stólpum Fram í þessum leik. Má þar nefna Kristinn Atlason, Pétur Ormselv og Guðmund Torfason. Trausti Haraldsson kom inn á sem varamaður og stóð sig mjög vel. Hann var einna bestur hjá Fram, auk Kristins Jörundssonar og Gunnars Orrasonar, sem reyndar varð að hverfa meiddur af leikvelli í síðari hálfleik. Marteinn var einnig sterkur að vanda. Eyja- menn voru fremur daufir í leikn- um, þó svo að þeir hafi átt sína góðu spretti. Lið þeirra var nokk- uð jafnt og flestir börðust vel. Páll Pálmason varði nokkrum sinnum meistaralega í leiknum, en var síðan óöruggur þess á milli. Sam- úel nokkur Grytvik virðist athygl- isvert efni. VESTMANNAEYINGAR sigr- uðu i meistarakeppni KSÍ i gær- kvöidi, er liðið sigraði Fram, bikarmeistana. 4—3 eftir vita spyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktima var jöfn, • Fyrirliði ÍBV, Þórður Hall- grimsson. hampar bikarnum glaður í bragði. Páll Páimason, til hægri á myndinni, virðist einnig vera skemmt. Ljónm. Kristján. • Harður atgangur i leik Fram og ÍBV í gærkvöldi. ekkert mark hafði þá verið skor- að, og ekki tókst að bæta úr þvi i framlcngingunni. Vítaspyrnukeppnin hófst með látum. Omar Jóhannsson og Jó- hann Georgsson skoruðu úr tveim- ur fyrstu spyrnum Eyjamanna og Marteinn og Kristinn Jörundsson svöruðu fyrir Fram. Óskar kom ÍBV í 3—2, en þá brenndi Gunnar Bjarnason af fyrir Fram, Samúel Grytvik skoraði úr fjórðu spyrnu IBv og Guðmundur Steinsson sendi spyrnu sína hátt yfir mark ÍBV. Eyjamenn klúðruðu síðustu spyrnu sinni, en það skipti engu máli, sigurinn var í höfn. Fyrstu 20 mínútur þessa leiks lofuöu alls ekki góðu. Framarar tefldu fram miklu tilraunaliði og bæði liðin virtust áhugalítil. Knattspyrna var lítil sem engin framan af. En úr því rættist og voru Framararnir fyrri til að sýna tilþrif. T.d. komst Gunnar Orra- son tvívegis í dauðafæri og Krist- inn Jörundsson einu sinni, en í öll skiptin varði Páll Pálmason frá- bærlega. Eyjamenn áttu einnig sín augnablik, t.d. komst Ómar Jóhannsson eitt sinn í ákjósanlegt færi, en skaut yfir. Og á 37. mínútu hefði átt að dæma víta- spyrnu á markvörð Fram, Júlíus Marteinsson, er hann bókstaflega stökk í loftköstum á Ómar Jó. Eyjamenn voru heldur sterkari aðilinn framan af síðari hálfleik og strax á 47. mínútu komst Jóhann Georgsson í algert dauða- færi, slapp einn inn að marki Fram. En Júlíus varði af mikilli snilld. Framarar sóttu mjög í sig veðrið er á hálfleikinn leið og þeir fengu hugsanlega besta mark- tækifæri sumarsins á 78. mínútu, er risamarkspyrna Júlíusar skoppaði fram hjá öllum varnar- Eyjamenn höfðu betur í vitaspyrnukeppninni Belaíumenn leika til urslita ÞAÐ VERÐA lið Belgiu og Vestur-Þýskalands sem leika til úrslita í Evrópumeistarakeppn- inni í knattspyrnu. Belgíumenn og ítalir gerðu jafntefli 0—0 í ieik sínum í gærkvöldi og það nægði Belgum til að sigra í sinum riðli. Það verða svo Tékk- ar og ftalir sem ieika um þriðja og fjórða sætið i keppninni. Framan af leiknum í gær voru það Belgíumenn sem áttu mun meira í leiknum en þeim tókst ekki að skora. Það var Dino Zoff markvörður Itala sem varði í sjö skipti hreint yfirnáttúrulega að sögn fréttaskeyta og bjargaði liði s*nu- Liðin sem léku voru þannig skipuð: Ítalía: Zoff, Gentile, Oriali (Al- tobelli 46 mínútur), Benetti, Collo- vati, Scinea, Causio, Tardelli, Graziani, Antognoni, (Giuseppe), Bettega. Belgía: Pfaff, Cerets, Mille- camps, Meeuws, Renquin, Cools, Vandereycken, Van Moer, (Ver- heyen 49), Mommens (Van Den Bergh 77), Van Der Elst. Naumur sigur Englands England bar sigurorð af Spáni 2—1 í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Hvor- ugt þessara liða átti neina mögu- leika á að komast i úrslitin og setti það mark sitt á leikinn. Það var Trevor Brooking sem náði forystunni fyrir England á 19. mínútu með þrumuskoti sem ítalski markvörðurinn réði ekk- ert við. Spánverjum tókst svo að jafna metin á 47. minútu hálf- leiksins úr vítaspyrnu sem Dani skoraði úr. Síðari hálfleikur vgr mjög jaín og nokkuð harður enda fengu fimm leikmenn að sjá gula spjaldið. Á 53. mínútu var Saura brugðið illa inni í vítateigi af Watson og dæmd vítaspyrna á England. Dani framkvæmdi spyrnuna og skoraði en svo varð að endurtaka spyrn- una sem skorað var úr vegna þess að einn af spönsku leikmönnunum var fyrir innan vítateig. í síðara skiptið varði Ray Clemence snilld- arlega. Þetta tók mesta kraftinn úr spánska liðinu og á 83. mínútu tekur Brooking frábæra horn- spyrnu. Úr henni á McDermott þrumuskot að marki. Spánski markvörðurinn hélt ekki boltan- um og Woodcock sem fylgdi vel á eftir gat skotið boltanum í netið Liðin sem léku voru þannig: Spánn: Arconada, Alesanco, Cardenosa, Juanito, Gordillo, Olmo, Santillana, Saura, Sundi, Zamora, Dani, Carrasco. England: Clemence, Anderson, Thompson, Watson, Mills, Hoddle, Modermott, Wilkins, Brooking, Keegan, Woodcock, Mariner, Cherry. • Tony Woodcock skoraði sigurmark Englendinga gegn Spáni. — gg- KS sigraöi KA SIGRAÐI Þór á Akur- eyri í gærkvöidi er liðin mættust i bikarkeppni KSÍ. Eftir venjulegan leiktima var staðan jöfn 2—2. Staðan i hálfleik var 1—1. Mörk KA skoruðu óskar Ingimundar- son 2 og Erlingur Krist- jánsson 1. Mörk Þórs skor- uðu Nói Björnsson og Þórar- inn Jóhannesson. Svíar gerðu jafntefli við ísrael í GÆRKVÖLDI mættust Sví- þjóð og ísrael í sjötta riðli i HM-keppninni i knatt- spyrnu. Leikur liðanna end- aði með jafntefli 1 — 1. Komu þau úrslit nokkuð á óvart þar sem leikurinn fór fram í Stokkhólmi að viðstöddum 25.000 áhorfendum. KA sigraði Þór KS FRÁ Siglufirði og Tinda- stóll léku í bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi og sigraði lið KS 3—2, eftir að hafa haft yfir 2—0 i hálfleik. Leikurinn var spennandi og skemmti- legur á að horfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.