Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson____________________59. þáttur Stephan G. Stephansson fór ungur til Ameríku og átti nær ekkert íslenskra bóka. Hann kom aðeins einu sinni aftur til íslands. Snilldartök hans á íslensku máli eru því furðulegri, og nýsmíðar orða léku honum á tungu. Hann hafði svo litla skólagöngu sem hugsast getur, en var flestum mönnum menntaðri. Örlygur Axelsson á Akur- eyri sagði mér frá merkilegu efni sem hann hafði uppgötv- að fyrir nokkru. Stephan G. Stephansson notar orðið bif- reið í kvæði sem hann yrkir innan við þrítugt og ársett er í Andvökum 1880. Varla hafa margir bílar þanið sig um Ameríku þá. Þessi uppgötv- un hefur komið ýmsum, að því er virðist, í opna skjöldu. (Sjá þó Blöndalsorðabók.) Ég var ekki einn í þeirri trú, að bifreið væri yngra orð og hafði ekki hugmynd um það í kvæði Stephans og þá ekki heldur að það hefði einhvern tíma þýtt annað en bíll. Ætli Stephan sé ekki höfundur orðsins? Erindið í Andvökum er svona: Bifreið skýja i bláinn bera mÍK iét ég — lyftist þá úr þröngsýn þrúðheimur ljóða. Mér er nú i muna manna heim að kanna — berðu mig, eldmóðug eimvél, utar á jarðveg. Mér hefur ekki unnist tími til að rannsaka nógu vel feril orðsins bifreið, t.d. veit ég ekki hvenær það var fyrst notað í merkingunni bíll. En starfsmenn Orðabókar Há- skólans hafa verið mér hjálplegir um nokkur dæmi. Þorkell Þ. Klementz segir í Eimreiðinni 1904: „Hug- myndin um bifreiðar (mót- orvagna, sjálfhreyfivagna) er ævagömul." Þorsteinn Gíslason ritaði Skírni 1905 og segir svo frá: „Bifreiðar eða „mótorvagnar" eru stöð- ugt að fá meiri og meiri útbreiðslu. í sumar fór fram kappakstur á bifreiðum frá París til Madrid á Spáni.“ Einar Hjörleifsson Kvaran notar ýmist mótorvagn eða bifreið í hinni frægu sögu, Anderson, og Guðmundur á Sandi yrkir (að vísu mun seinna en hin fyrri dæmi eru rituð): „Víðförul, vegmóð, vakurt skeiðar bifreið frjóum lendum framhjá .. Nú vona ég að fróðir menn bæti hér um, og þakklátur er ég Örlygi Axelssyni fyrir upplýsingarnar. Páll Helgason á Akureyri sendir mér efnismikið og greinargott bréf sem ég verð sennilega lengi að moða úr. Hann minnist fyrst á það sem ég sagði fyrr í þessum þáttum um raddaðan fram- burð á Norðurlandi. Þar taldi ég helsta vígi hans vera við Eyjafjörð og sumstaðar í Þingeyjarsýslum annars- staðar. Ég sagði að fáir myndu þó vera svo „forhert- ir“ sem ég, að bera fram raddað 1 og langt o í orðum eins og bolti. Pál minnti að ég kvæði enn fastar að orði og segir siðan: „I mínu barnamáli, sem er alþingeyskt, var þetta orð alltaf borið fram með löngu o-i, svo að ég tali nú ekki um lýsingarorðið goltóttur, um kindur, og þau nafnorð, sem af því eru dregin. Sama er að segja um orðin mjólk og fólk, þar var þessi framburður alls ráðandi. Þá held ég að flestir hafi haft a-ið langt í nafninu Valtýr. Annars finnst mér þessi langhljóða framburður vera á undan- haldi og þykir það miður, því mun svipmeiri finnst mér hann ...“ Allt er þetta eins og talað út úr mínu hjarta. Þá víkur Páll að öðru efni: „Kannast þú við prðin parrak og parrakaður? Ég sá þetta í M ^rgunblaðinu nú um helg- ina og hnaut sannast að segja við, því að ég hefi aldrei heyrt það né séð fyrr. Orðabók Menningarsjóðs og Blöndal virðast telja þetta gott og gilt. . “ Ég kannast aðeins við þessi orð af bókum. Parrak merkir helsi eða band, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, nauð eða klemma, og sögnin þá eitthvað sam- svarandi, en hefur tíðast merkinguna að hnappsitja fé eða hafa einhvern í strangri gæslu. Þetta eru mjög gömu! tökuorð úr latínu, að því er ég best veit, og ætli mér fari ekki sem orðabókarhöfund- unum, að telja þau góð og gild. Þegar hér er komið í „Páls- bréfi", tekur hann að tína til „gullkorn" úr blöðum, og bíða þau í bili. En sé einhver áhyggjufullur vegna þess að ungir menn geti ekki lengur kveðið smellnar vísur, læt ég fljóta hérna með í lokin dálítið glannalega, en af- skaplega létt kveðna og vina- lega vísu. Höfund og yrkis- efni geta lesendur spreytt sig á að finna: Hefur brelliA hugarþel. haus af dellu bólginn; annars fellur okkur vel vió eldhúsmelludólginn. RAFSTÖÐVAR fyririiggjandi: Lister 2Vi kw einfasa Lister 3Vi kw einfasa Lister 7 kw einfasa Lister 10’/j 3 fasa Lister 12 kw einfasa Lister 13 kw 3 fasa Lister 20 kw 3 fasa Lister 42 kw 3 fasa Einnig traktorsrafalar 12 kw 3 fasa. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmólar. VÉLASALAN HF. Garðastræti 6 sími 15401,16341. anœstunni Úrvalsferðir 1980 1. ágúst Mallorca 2 og 3 vikur. Örfá sæti laus. 15. ágúst Ibiza Uppselt. 22. ágúst Mallorca / Ibiza. 3 vikur. Örfá sæti laus. 1. sept. Ibiza 3 vikur. laus sæti. London alla laugardaga. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Innilegar þakkir til barnanna minna, tengdabarna, barnabarna og annars skyldfólks auk fjölmargra vina, sem glöddu mig á marg- víslegan hátt á áttræöisafmæii mínu þann 20. júlí sl. Bestu þakkir fyrir heimsóknir, gjafir, skeyti og hlýjar hugsanir í tilefni þessara tímamóta. Guð veri meó ykkur og blessi ykkur öll. Oddný P. Eiríksdóttir Bardavogi 38, Reykjavík. Utsolustaðir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ Ephö Akranesi — Eplið Isafirði — Alfholl Siglufirði Cesar Akureyn — Hornabær Hornafirði — Eyiabær Vestmannaeyium | KARNABÆR LAUGAVEG 66 SIMI 25999 LITASJÓNVÖRP 22” — 26” Sænsk hönnun ★ Sænsk ending ★ Bestu kaupin! ★ AMERÍKA PORTSMOUTH NEW YORK HALIFAX UMBOÐSMENN Portsmouth/New York A L Burbank & Co., Ltd General Steamship Agents 2000 Seaboard Avenue, P.O. Box 7067 Portsmouth. Va. 23707 Tel.: (804) 393-1038 Collect 800-466-8317 Telex. 710-882-7525 Halifax F.K. Warren Ltd P.O. Box 1117 Halifax N.S. B3J 2x1 Tel.: (902) 423-8136 Telex: 019-21693 Haföu samband EIMSKIP SIMI 27100 —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.