Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 46

Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Dyrf jöllin standa vörð yfir byxxðinni í svcitinni. Myndin er tekin niðri í byggð. Loðmundarfjörður er næstur BorKarfirði að austan. Þegar farið er á milli fjarðanna er oftast farið um Kækjuskörð. Myndin sýnir útsýnið til Loðmundarfjarðar frá Kækjuskörðum. Sunnan Hofstrandarskarðs, suðaustanvert við botn fjarðarins, blasir Svartafell við auuum. bað er mikilúðleKt að sjá og sker sík úr næsta umhverfi. — Myndirnar tók Tryiorvi IlalldórsNun. Gkki er óprýði af jaspissteinum. ÞAÐ mun vera einróma álit þeirra, sem hafa heimsótt BorKarfjörð eystra, að náttúrufegurð muni óvíða vera meiri hér á landi en einmitt þar. Mun þá mönnum einkum efst i huga sá fjallahriniíur sem umlykur sveitina og gleymist seint þeim, sem litið hafa hann augurn. Borgarfjörður er nyrstur þeirra fjarða, sem skerast inn í Aust- fjarðahálendið. Hann er stuttur, en inn af honum er búsældarleg byggð sem setur aðlaðandi svip á sveitina. Þó er aðalþéttbýlið í þorpinu Bakka- gerði, sem stendur vestanvert við fjarðarbotninn. Búa þar um 150 manns, og hafa þeir framfæri sitt aðailega af sjávarútvegi og landbún- aði. Sveitin liggur á mörkum blágrýt- issvæðis og líparitsvæðis. Líparítið er allsráðandi að austanverðu, en blágrýtið að vestan. Þetta setur mjög svip sinn á landslagið, og Borgar fjörður eystri vekur sérstaka athygli ferðamanns- ins. í Borgarfirði og nágrenni er kjörland fyrir steinasafnara, enda leggja margir áhugamenn á því sviði leið sína á þessar slóðir. Þótt unnt sé að benda á fjöimarga fagra staði í Borgarfirði, mun öllum bera saman um það, að Dyrfjöllin séu höfuðprýði héraðsins. Þau rísa upp úr umhverfinu mikilúðleg og svip- mikil. Efstu hamrarnir eru klofnir í tvennt og nefnist skarðið Dyr. Þaðan er nafnið komið. Dyrfjöllin eru hæst 1136 m yfir sjó, og sjást víða að, enda auðþekkt vegna Iögun- ar og útlits. Þótt Hafnarhjarg gangi víða þverhnýpt í sjó fram og sé farartálmi á landi. gleymist það, þegar horft er til fjallsins frá sjó. Þá njóta menn þess, að sjá hin þverhnýptu björK ok faKurKrænu groðurrinda, sem teygja sig upp snarbrattar skriðurnar þar sem færi gefst. Vestan undir Dyrfjöllum er Stórurð, eitt hrikalegasta berghlaup, sem getur að lita hérlendis. Hvergi finnur maður meira til smæðar sinnar, en þegar reikað er á milli þessara heljarbjarga, sem mörg eru á stærð við hús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.