Morgunblaðið - 09.08.1980, Side 8

Morgunblaðið - 09.08.1980, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 DAGLEGT LIF Jafn- réttis- ráð- stefnu Hvernig ber að Svona blómapottar skreyta bifreiðaverksæði við hús eitt í Vesturbænum í Reykjavík. Hugmyndin er nýstárleg, skálarnar eru listilega málaðar og spurningin er: „Af hverju ekki?“ GONGUFERÐIR I ÓBYGGÐUM. Hlýjar buxur Mannbroddar og legghlffar ' ~ fyrir Tvennír ultarsokkar GÖnguskór HJÁLPARSVEIT SKÁTA í REYKJAVÍK skAtabúðin I REYKJAVlK Hvernig ber að klæðast á gönguferðum Eflaust hugsa margir til gönguferða, styttri eða lengri, nú í sumar. Ferða- félögin bjóða upp á margar slikar við hæfi flestra, en sumir kjósa samt sem áður að fara sínar eigin leiðir. En hvort sem menn fara með ferðafélagi eða upp á eigin spýtur skiptir það höfuðmáli að vera vel bú- inn. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur látið útbúa veggspjald það sem hér fylgir og sýnir hvernig mönnum ber að vera útbún- ir í slíkum ferðum. Helgi Benediktsson hjá Hjálparsveitinni sagði að nokkuð bæri á því að fólk væri ekki nógu vel búið í gönguferðum, sérstaklega bæri mikið á því að það væri ekki nógu vel skóað. Sagði hann það skipta einna mestu máli að vera í góðum gönguskóm á slík- um ferðalögum. Útbúnaður sá, sem á plakatinu er sýndur, kostar 150—200 þúsund krónur en Helgi sagði að fólk þyrfti ekki að kaupa hann allan, það gæti t.d. notað sin eigin föt. Hann sagði að fólk þyrfti t.d. ekki að vera í Jafnréttis- ráðstefnu á Islandi - t.d. á kveimafrídaginn (Takið eftir, hugmyndin er ekki slæm) NÚ ER kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lokið i Kaupmanna- höfn og er það almannarómur að hún hafi ekki þjónað því markmiði, sem henni var ætlað i upphafi. sem skyldi. Sérmálefni kvenna féllu þar i skuggann fyrir pólitiskum ágreiningi sem ekki átti að ræða á þessum vettvanjfi. Auðvitað verða konur sem aðrir menn að hafa sínar stjórnmálalegu skoðanir og geta á þeim vettvangi verið sterkt afl. en jafnrétti kynjanna er ekki náð i framkvæmd í heiminum og átti því efni ráðstefnunnar, sem boðað hafði verið í upphafi. fullan rétt á sér og hefði ráðstefnan getað verið sterkt tillegg til þeirrar baráttu. stakki eins og sýndur er og þyrfti heldur ekki að vera í sérstökum göngubuxum. Þá hefur Hjálparsveitin gefið út bækling sem heitir „Áttavitinn“. Það eru nokkrar leiðbeiningar fyrir ferðamenn, svo sem hvað varðar notkun áttavita og landabréfa og einnig hvað útbúnað snertir. En hvernig er jafnréttismálum háttað hér á íslandi? Er ekki ástæða til þess að halda vel skipulagða ráðstefnu hér með þátttöku manna hvaðanæva að af landinu um jafnréttismál, barnið, fjölskylduna og vinnumarkaðinn? Kvenréttindafélag íslands hélt fyrr á þessu ári ráðstefnu um jafna foreldraábyrgð og er fyrir- hugað hjá félaginu að halda ráð- stefnu í haust um þátttöku kvenna í sveitarstjórn hér á landi, og er þar stefnt að þátttöku sem allra flestra kvenna sem afskipti hafa haft af sveitarstjórnarmálum. Sl. haust efndu Landssamband sjálf- stæðiskvenna og Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna, til opinnar ráð- stefnu um „vinnumarkaðinn og fjölskylduna“. Rauðsokkur héldu ráðstefnu um jafnréttismál á sl. vetri og fleiri félög hafa haldið fundi um þessi mál með sér. Sækja „vinstri" konur (og karlmenn) ráðstefnur hjá „hægri" konum og öfugt? Vekja ráðstefnur kvenrétt- indafélagsins áhuga allra kvenna og karla, þó að þær hafi verið vel skipulagðar, gagnlegar og skemmtilegar? Allar konur, a.m.k. ættu að geta verið sammála um það að jafnrétti við karlmenn er ekki enn náð á öllum sviðum þjóðlífsins, þrátt fyrir löggjöf um það efni frá 1976. Hver er staða kvenna á vinnu- markaðnum, möguleikar þeirra á stöðuhækkunum og þar með laun- um? Við eigum örfáa kvenþing- menn og engan ráðherra, örfáar í bæjarstjórnum og í borgarstjórn, engan kvenbankastjóra eða kven- mann í bankaráðum eða yfirleitt yfirmenn á vinnustöðum; í stjórn- um verkalýðsfélaganna, skólanna, bændasamtakanna eða félags- stjórnum. Kynið úrskurðar ekki um hæfni einstaklinganna. Orsaka þessa er m.a. að leita í almenn- ingsálitinu, uppeldinu og marg- földu vinnuálagi á konum sem sinna heimilunum og vinnu utan heimilisins. Forsendan fyrir starfi áhugamanns í stjórnmálum eða starfskrafts í ábyrgðarmiklum stöðum á vinnustað eða i félags- skap er að hann hafi tíma til þess að sinna því starfi. Hér kemur jöfn foreldraábyrgð og jöfn ábyrgð á „heimilisverkunum" inn í mynd- ina. Þannig mætti áfram telja atriði sem þörf er á að ræða á opinberum vettvangi. Er það ekki fullboðleg hugmynd að aðili eins og Jafnréttisráð íslands standi fyrir ráðstefnu á kvennafrídaginn 24. október í haust um stöðu jafnréttismála í landinu. Allir stjórnmálaflokk- arnir og þeir aðilar, sem að þessum málum starfa, ættu að eiga þar fulltrúa og almenningi ætti að vera opinn aðgangur. Framlag ræðumanna og starfs- hópa væri síðan fyrirtaks efni í bók ásamt niöurstöðum kannana um stöðu kvenna á ýmsum sviðum og fleiru. Á slíkri ráðstefnu gætu konur (og aðrir menn) komið saman og leitt saman hesta sína næsta óbundnar af taumum eins og flokkapólitík. Enginn flokk- anna stendur betur að vígi en annar um frama kvenna í sínum röðum, t.d. á Alþingi (hvernig er það annars með Framsóknarflokk- inn, eru engar konur framsókn- armenn??) Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri í Mbl. Undir- búningsaðilar slíkrar ráðstefnu gætu m.a. verið þeir menn sem starfað hafa við ráðstefnur hinna ýmsu félaga um þessi mál, — þeir búa hver um sig yfir vitneskju sem er kjörinn grundvöllur fyrir opin- bera ráðstefnu sem miðlar henni beint í æð almennings. — ÁJR Af hverju ekki slika ráðstefnu um málefni kvenna á íslandi á kvennafrídaginn í haust? Fullboðleg hugmynd og uppskriftin fylgir líka með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.