Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 14

Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 Hinn 14. maí síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um aðbún- að, hollustuhaetti og öryggiseftir- lit á vinnustöðum, og munu þau taka gildi 1. janúar næstkomandi. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Ennfremur falla úr gildi þau lagaákvæði, sem brjóta í bága við hin nýju lög, þar á meðal ákvæðin um vinnustaði í iögum nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. í lokagrein hinna nýju laga er tekið fram, að lögin skuli endur- skoðuð. Af þeim ástæðum leyfi ég mér að koma eftirfarandi orðum á framfæri. Grundvöllur lagasetningarinnar Þegar samin eru ný lög vegna þess að gömul lög eru talin úrelt þá hlýtur að vera nauðsynlegt að gera sér grein fyrir kostum og göllum hinna eldri. Jafnframt hlýtur að vera æskilegt varðandi umrædd lög að komast að raun um hvaða breytingar til góðs eða ills hafi orðið á ástandi vinnustaða í tíð laganna. Síðan þarf væntan- lega að athuga hvort hugsanlegt sé, að umbætur, ef einhverjar hafa orðið, hafi komið til: 1. Þrátt fyrir lögin. 2. Vegna laganna. 3. Eða hvort lögin hafi beinlínis staðið í vegi fyrir framförum. í sameiginlegum tillögum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við kjarasamninga vorið 1977 var lagt til að sérstök allsherjarathugun og úttekt á ástandi aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustöðum yrði gerð. Könnun þessi var framkvæmd af hálfu Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins og Öryggiseftirlits ríkisins. Eðlilegt hefði verið að semja lagafrumvarpið, þegar niðurstöð- ur og úrvinnsla á niðurstöðum lægju fyrir. Það er athyglisvert, að lagafrumvarpið er lagt fram áður en niðurstöður könnunarinn- ar liggja fyrir og iögin eru sam- þykkt áður en úrvinnsla á niður- stöðum hefur farið fram. Ég tel, að réttara hefði verið að semja lagafrumvarpið, þegar niðurstöð- ur og úrvinnsla könnunarinnar hefðu legið fyrir. Svo var ekki gert. Nú mun ég ræða helstu kosti og ókosti, sem ég tel vera á lögunum. Kostir öryggisnefndir sérgreina. í III kafla laganna eru ákvæði um öryggisnefndir sérgreina. Telja verður mjög skynsamlegt, að leit- ast sé við að afla þekkingar og veita fræðslu varðandi þau aðbún- aðar-, hollustu- og öryggisatriði, sem varða hverja atvinnugrein sérstaklega. Atriði um almennar skyldur i IV kafla, liður d): Skyldur þeirra, sem setja upp, gera við og hanna vélar, tæki og áhöld og annan búnað, sem fftlaður er til notkun- ar við atvinnurekstur. Þarna er nýmæli og skýrt tekið fram um ýmsar varúðarráðstafanir og að leiðbeiningar skuli vera á ís- lensku. XVI kafli. Gildistaka. Bráða- birgðaákvæði 3. Seðlabanki ís- lands skal árlega á næstu fimm árum útvega fjármagn, 500 millj- ónir miðað við verðlag 1. janúar 1979, til lánveitinga til fyrirtækja, sem þurfa að framkvæma endur- bætur á vinnuaðstöðu starfsfólks. Hér er kominn möguleiki til að framkvæma þær breytingar, sem þarf. En sjálfsagt þarf að gæta þess, að fénu sé skynsamlega varið. Breytingar eru dýrar. Ódýrt er að fyrirbyggja í upphafi, dýrt að lagfræra eftir á. Oft þarf sérfræðiaðstoð af fullkomnasta tagi til að benda á hvernig má ná sem mestum umbótum fyrir það fé, sem til er að dreifa. ókostir Bylting. Bylt er kerfi varðandi öryggis- og heilbrigðiseftirlit, sem ekki hefur fengist full reynsla af sökum fjársveltis eftirlitsstofn- ana. Af sömu orsökum hefur ekki verið hægt að veita fullnægjandi fræðslu fyrir heilbrigðisnefndir og almenning. Miðstýring. Eftirliti sveitarfé- laga lokið. Þrátt fyrir eftirlits- umdæmi út frá Vinnueftirliti rikisins, þá er greinilegt, að st’órnunin er eingöngu hjá stofn- uniii.ni. Hvergi er tekið fram um ákvörounarvald sveitarfélaganna, enda er ljóst, að það er ekki fyrir hendi. Mér þykir furðulegt, að Samband íslenskra sveitarfélaga skuli ekki hafa látið í sér heyra varðandi frumvarpið, er það lá fyrir Alþingi. Samkvæmt lögunum mun eftir- lit með vinnustöðum algerlega hverfa úr höndum heilbrigðis- nefnda og Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Verður ekki annað séð en að það, sem byggt hefur verið upp á þessu sviði frá 1969, með lögum nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sé hérmeð lagt niður. Þetta þýðir, að eftirlit sveitarfélaga með vinnustöðum hverfur algerlega. Sveitarfélögin hafa ekki lengur heimild til að fylgjast með högum íbúa sinna i vinnunni. Komið hefur fram í fjölmiðlum gagnrýni á störf heilbrigðisnefnda varðandi eftirlit á vinnustöðum. Benda má á, að heilbrigðisreglu- gerð, sem þær starfa eftir, er ekki nema 8 ára gömul. Ljóst er, að enda þótt lýðræðislegt sé og eðli- legt að ákvörðunarvaldið sé hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélag- anna þá er eigi hægt að ætlast til að framkvæmd eftirlits sé á hönd- um nefndarmanna. Til þeirrar þjónustu þarf sérmenntaða heil- brigðisfulltrúa, ef vel á að vera. Einungis hefur verið hægt að fá menntun þessa erlendis og að sjálfsögðu kostar hún fé. Mér finnst því átta ár ekki langur reynslutími. Þetta er ekki heldur langt ef litið er á reynslutíma hins innra eftirlits, trúnaðarmanna- kerfisins, sem er 28 ár. (Sbr. lög um öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum nr. 23/1952.) Hér er vert að staldra við aðeins, vegna þess að í umræðum um nýju lögin eru miklar vonir bundnar við hið „innra eftirlit" þ.e.a.s. að eftirlitið sé sem mest í höndum vinnustaðanna sjálfra. Talað er um þetta eins og hér sé eitthvað spánnýtt á ferðinni. En svo er ekki. Hið innra eftirlit hefur verið við lýði í 28 ár. En vegna þess að störf heil- brigðisnefnda hafa verið gagn- rýnd þá vil ég fara nokkrum orðum um störf Heilbrigðisnefnd- ar Akureyrarbæjar á 6 ára tíma- bili, á árunum 1973 til 1978. Starfsmaður nefndarinnar fór á þeim árum í 7538 eftirlitsferðir. Af þeim voru um 2462, eða um þriðjungur, eftirlitsferðir á vinnu- staði. Af þessu sést, að bæjarfélagið hefur ekki vanrækt vinnustaðina á þessu tímabili. En til þess að forðast misskiln- ing þá hefur starfið hér á Akur- eyri ekki byggst á boðum, bönnum, lokunum, blaðafyrir- sögnum o.s.frv. Reynt hefur verið að fræða, leiðbeina og uppörva. Nú er leitast við að gefa ráð og leiðbeiningar strax í upphafi er atvinnurekstur fer af stað og er slíkt reyndar skilyrði fyrir rekstr- arleyfi. Slíkar aðgerðir í upphafi eru venjulega árangursríkastar og hagkvæmastar. En nú virðist sem þessi þriðj- ungur af starfi heilbrigðisfulltrúa á Akureyri sé úr sögunni. Skörun. Talað hefur verið um óheppilega skörun öryggiseftirlits og Heilbrigðiseftirlits. Samkvæmt nýju lögunum mun heilbrigðisfulltrúinn eigi lengur hafa heimild til að fara inn á vinnustaði til að fylgjast með hollustuháttum. Hins vegar er hann áfram ábyrgur fyrir um- hverfi vinnustaðarins. Nú eru mengunarmál þess eðlis, að oft er erfitt að draga mörk mengunar við vinnustað. Mengun getur verið frá vissum efnum inni á vinnu- staðnum. Sömu efni geta verið jafn hættuleg í umhverfi vinnu- staðarins. Dæmi: Barn fær asbest- osis vegna þess að nokkra metra frá sandkassa þess er rykugur vinnugalli föðurins úti á snúru. Faðirinn vinnur í asbestverk- smiðju. Hér skiptir það ekki máli þótt heimilið sé langt frá vinnu- „ÚT í buskann" er greinaflokkur, sem birzt hefur í Morgunblaðinu undanfarið. Tilgangur þessara greina er augsýnilega að fá fólk til að hreyfa sig og skoða næsta nágrenni sitt, sem sagt mjög jákvætt markmið. í Morgunblaðinu i dag urðu þó einhver mistök, þar sem fólki var bent á, að algengasta og bezta ieiðin á Keili væri upp suðaustur- horn fjallsins. Þarna er brekkan einna hæst og bröttust og iausar skriður, sem að vísu var varað við og bent á göngustíg, sem myndast hefur. Þetta tel ég einna erfiðustu leiðina á Keili, en hinsvegar er sæmilegt að fara þarna niður af fjallinu. Bezta leiðin og sú algeng- asta er hinsvegar norðaustan á staðnum. Hvar verða dregin mörk vinnustaðanna? Eru skólar ekki vinnustaður nemenda og kennara? Eru veitingahús ekki vinnustaður framleiðslufólks? Eru hávaðasam- ir dansstaðir ekki vinnustaður hljómlistarfólks og framleiðslu- fólks? Þessi dæmi eru tekin til að benda á, að enda þótt því sé haldið fram að það sé einföldun að meina Heilbrigðiseftirliti ríkisins að hafa eftirlit með vinnustöðum, þá getur alveg eins komið til að hlutir skarist í þessu nýja kerfi. Önnur dæmi skulu hér nefnd. í matvælaiðnaðinum geta rekist á hagsmunir starfsfólks og neytand- ans. Dæmi: Til þess að halda sýklamengun í kjötvinnslu í lág- marki þarf hitastig á vinnustað að vera lágt. Samtímis er vinnustað- urinn orðinn kaldur og ónotalegur fyrir starfsfólkið. Er þetta ekki skörun? Verður nokkurn tímann komist hjá skörun? Ég hef ekki hér á Akureyri orðið var við erfiðleika vegna skörunar Heilbrigðiseftirlits og öryggiseft- irlits ríkisins. Heilbrigðisnefnd hefur séð um að aðbúnaðar- og hollustuhættir væru í lagi og hefur getað ráðfært sig við Heil- brigðiseftirlit ríkisins. Öryggiseft- irlit ríkisins hefur hins vegar séð um að koma í veg fyrir slys. Æðsta stjórn í hönd- um hagsmunaaðila Aðilar vinnumarkaðarins gerðu kjarasaming um að semja þyrfti ný lög, sömdu lagafrumvarpið og munu einnig framfylgja lögunum. í stjórn Vinnueftirlits ríkisins munu eiga sæti þrír tilnefndir af Alþýðusambandi íslands, tveir til- nefndir af Vinnuveitendasam- bandi íslands, einn tilnefndur af Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna, einn tilnefndur af Bandalagi íslenskra sveitarfélaga og einn stjórnarmaður er skipaður án tilnefningar. Stjórn þessi er æðsta vald undir ráðherra og kveður hún upp úr- skurði í deilum sem upp kunna að koma varðandi aðbúnað, hollustu- hætti og öryggiseftirlit á vinnu- stöðum. Hvað snertir hugsanlega þörf á lokun einhvers vinnustaðar þá er Ijóst, að þar fara saman fjárhags- fjallið, í áframhaldi af Keilisbörn- um, hryggnum, sem gengur norð- austur úr fjallinu. Bezt er að fylgja gildragi einu upp á þennan hrygg, og blasir það við þegar komið er vestur úr Afstapahrauni. Síðan skal fylgja hryggnum upp undir norðurkletta Keilis, og áfram meðfram þeim upp á norð- uröxl Keilis. Þarna eru stórir móbergssteinar, sem hrunið hafa ofan úr fjallinu og sæmilega fast undir fæti. Það fer ekki á milli mála, að þarna er bezta, algeng- asta og auðveldasta leiðin á Keili. Hafa skal það er sannara reynist. Mér finnst einnig æskilegt, að greinarhöfundar skrifi undir nafni. Reykjavík, 7. 8.1980 Einar Þ. Guðjohnsen legir hagsmunir launþega og at- vinnurekenda. Báðir tapa fé ef til lokunar kemur. Ég hef heyrt að þess séu dæmi að aukagreiðslur séu settar ofan á laun ef öryggisatriði og hollustu- hættir á einhverjum vinnustað eru ekki í lagi. Það gefur auga leið hversu freistandi það hlýtur að vera fyrir báða aðila að slá aðgerðum á frest, ef báðir „græða„ á því að ekkert sé gert. Mál þessi geta því auðveld- lega orðið verslunarvara í samn- ingum. En þegar örorka hefur orðið vegna þess að öryggis- eða holl- ustuhættir hafa ekki verið í lagi og viðkomandi er ekki lengur vinnufær þá er málið komið úr höndum aðila vinnumarkaðarins. Þá er það annar aðili, sem dregur upp veskið og borgar brúsann, þ.e.a.s. skattborgarinn. Hér er um slíkt alvörumál að ræða að ég hefði talið æskilegt að í lögunum væri kveðið á um afdráttarlausa tilkynningarskyldu öryggistrúnaðarmanns, ef hann kemst á snoðir um að uppbætur á laun séu greiddar vegna þess að öryggis- og hollustuatriði eru ekki í lagi. Athugasemd við gr. 40a, en þar segir: „Stjórn Vinnueftirlits ríkis- ins setur reglur um ráðningu manna, sem er líkamlega og and- lega áfátt, til ákveðinna starfa, þegar bæklun þeirra, sjúkdómur eða aldur getur leitt til aukinnar slysahættu." Þetta er mannúðleg hugsun, en spurningin er hvort hér er ekki verið að leggja enn eina hindrun- ina á leið öryrkja inn á vinnu- markaðinn. Eru atvinnusjúkdómar félagsmál eða heilbrigðismál? í XI kafla laganna um heilsu- vernd, læknisskoðanir o.fl. kemur fram, að náin samvinna á að vera um þau mál við heilbrigðisyfir- völd. Hins vegar kemur fram í 67. grein að það er stjórn Vinnueftir- lits ríkisins, sem setur reglur um læknisskoðanir starfsmanna. Reglurnar eru sendar landlækni til umsagnar. í 68. gr. er fjallað um lækni þann, sem Vinnueftirlit ríkisins skal hafa í þjónustu sinni. Athygl- isvert er, að ekki er gerð krafa til þess, að sá læknir sé sérfræðingur í atvinnusjúkdómum. Læknir þessi á samt að veita forstöðu atvinnusjúkdóma- og heilsugæslu- deild við þessa stofnun (sem er undir félagsmálaráðuneyti). Ráðherra félagsmála skal að fengnum tillögum Vinnueftirlits ríkisins setja reglur um tilkynn- ingarskyldu og skráningarskyldu varðandi atvinnusjúkdóma og set- ur læknum reglur þar að lútandi. Það er þess vegna deginum ljósara, að læknar þessa lands heyra nú undir fleiri en eitt ráðuneyti, og að stjórnun og stefnumótun í atvinnuheilbrigð- ismálum hefur verið numin undan landlæknisembættinu og heil- brigðismálaráðuneytinu. Lokaorð Samin hafa verið ný lög um vinnustaði vegna óþolinmæði um úrbætur á aðbúnaðar- og öryggis- atriðum á vinnustöðum án þess að fyrir liggi nákvæm skilgreining á því hvernig ástandið er. Sett er á fót ný stofnun, væntanlega með mörgum deildum. Stofnunin tekur stjórn atvinnuheilbrigðismála úr höndum heilbrigðisyfirvalda. Komið er á „innra eftirliti" hags- munaaðila á vinnustað, þ.e. laun- þegar og atvinnurekendur sjá um eftirlit, en bæjarfélög fá ekki að koma nærri. Lög eru lög og þeim verður að sjálfsögðu hlýtt í lýðræðisþjóðfé- lagi. En ef svo skyldi fara að ísland velti sér ekki upp úr gulli næsta áratuginn og að úrbætur á vinnustöðum tefðust vegna fjár- skorts, þ.e. vegna skorts á mögu- leikum til að mennta starfslið eftirlitsins, þá óska ég þess að menn segi ekki árið 1990: „Ástand- ið er óviðunandi. Við verðum að semja ný lög.“ Akureyri, 25. júlí 1980. Ólafur Hergill Oddsson héraðslæknir, Akureyri: Nokkrar athugasemdir varöandi lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggiseftirlit á vinnustöðum Einar Þ. Guðjohnsen: Keilisganga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.