Morgunblaðið - 09.08.1980, Side 18

Morgunblaðið - 09.08.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 Það eru nokkur ár síðan fyrst fóru að berast fréttir af íslenzkri vefjarlistakonu er vakið hafði mikla athygli fyrir verk sín í París, hlotið viðurkenningar og verðlaun. Slíkar fréttir eru að vísu engin nýlunda um íslenzka myndlistarmenn er gera það margir gott úti í hinum stóra heimi og hirða sumir ekki einu sinni um að tíunda afrek sín á heimaslóðum. En hér var um algjörlega óþekkta persónu að ræða á myndlistarvettvangi og því vöktu fréttir af henni sér- staka athygli mína. Nína hefur ekkert verið að flýta sér að sýna verk sín hér heima enda virðist hún hafa nóg að gera í heimsborginni og þar Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON ættu að virka sem sjálfsögð og eðlileg i höndum hennar. Kjarvalsstaðir verða hlýlegri, já, stórum hlýlegri og mann- eskjulegri er teppi prýða gang- ana og svo er í þessu tilviki og er einkum athyglisvert að virða fyrir sér breytinguna er verða á ljósi, litum og áferð í morgunsól, við nónbil og að kvöldlagi en þetta eru einmitt töfrarnir við myndir efnislegrar áferðar. Nína Gautadóttir er samkeppnin hörð og því óráð- legt að dreifa kröftunum uip of um sýningarhald á hjara verald- ar. Að vísu mun hún hafa sent inn verk á samsýningar og skilst mér að þeim hafi jafnvel verið hafnað enda mun erfitt að kom- ast inn á innsta gafl um listaat- hafnir hér og þá einkum ef viðkomandi hefur hlotið lof fyrir verk sín erlendis en á hér enga vini né stuðningsmenn í innsta hring. Dæmið er gamalkunnugt og öllum fyrir bestu að víkja sem fæstum orðum að því í einum litlum listdómi, það segir sig sjálft, að slíkt þarf ítarlegri krufningar og umfjöllunar. Nú er Nína Gautadóttir í heimsókn og hefur í því tilefni sett upp nokkur verk sín í vestri göngum Kjarvalsstaða, — kynn- ir þarmeð verk sín í fyrsta skipti á Islandi og nú er því tækifærið fyrir áhugasama að kynnast list hennar er hlotið hefur svo góðar undirtektir í heimsborginni. Það er jafnan svo að er fólk, sem hlotið hefur umtalsverðan frama erlendis þá gera menn ósjálfrátt stórum meiri kröfur til þeirra en innlendra er sýna í fyrsta skipti. Ég segi fyrir mig, að Nína veldur mér sannarlega ekki von- brigðum í sínum bestu verkum og mér þykir hún ótvírætt hafa skipað sér sess með athyglis- verðustu hæfileikakonum á sviði vefjalistar á íslandi. Nína er enn ung að árum og hefur einungis í 10 ár fengist við myndsköpun svo að sá árangur sem hún hefur þegar náð er hinn glæsilegasti og þá einkum í ljósi þess að það eru ein lítil 4 ár frá því að hún lauk námi frá l’École Nationale Superiéure des Beaux-Arts í París. Nían hefur hlotið styrki frá franska og ítalska ríkinu 1974—6 og 1978—9, sýnt og tekið þátt í 30 sýningum á sl. 6 árum. Má af öllu þessu greinilega marka að hún hefur ekki legið á liði sínu frá því hún hóf mynd- sköpun og að heimspekilegar vangaveltur tómarúmsins hafa ekki orðið henni til trafala. Eðlilega hljóta menn að hríf- ast er ungt fólk gengur á þennan hátt til verks en það verður æ sjaldgæfara og hefur þó ekki verið of mikið um það svo langt aftur í tímann, sem ég þekki til. Nína nefnir myndir sínar veggskúlptúra og er það stund- um réttnefni þótt frekar mættu þær máski nefnast veggteppi efnislegrar dýptar og áferðar því að hún umbyltir ekki lögmálum veggteppsins í sama mæli og ýmsar alþjóðlegar stórstjörnur á þessu sviði t.d. Magdalena Abac- anovitz. Fyrir aðeins 10 árum hefðu þessar myndir Nínu þótt algjör bylting hérlendis og vakið óskipta athygli en síðan hafa orðið straumhvörf um viðhorf til þessarar listgreinar hér sem erlendis eða réttara erlendis og hér. Þar fyrir stendur Nína fylli- lega fyrir sínu og það eina sem ég set út á verk hennar er að þau mættu opinbera meiri skaphita og hún mætti vera óragari við að taka áhættur með umbúðalaus- ari vinnubrögðum því að hún hefur það traustan bakgrunn tæknilega séð að slík vinnubrögð Ég þakka að lokum Nínu Gautadóttur fyrir heimkomuna og sýninguna og óska henni velfarnaðar í framtíðinni. Hluti af hinu velofna hvita teppi „Vindum. vindum vef darraðar o>f siklinRÍ síðan fylgjum“. í STUTTU MÁLI i í Sjúkrahús London, 8. ágúst (AP) — Þrír írananna, sem hafa verið í hung- urverkfalli í Brixton-fangelsi síðan á mánudag, hafa verið fluttir í sjúkrahús fangelsisins að sögn talsmanns fangelsisins. Alls voru 68 íranir handteknir eftir mótmæli fyrir utan banda- ríska sendiráðið í London. Ekki sleppt Salisbury, 8. ágúst (AP) — Yfirvöld neituðu í dag að láta Edgar Tekere, ráðherra úr ríkis- stjórn Zimbabwe, sem er sakað- ur um morð á hvítum bónda, lausan gegn tryggingu. Árás á bæ San Salvador, 8. ágúst (AP) — Vinstrisinnaðir skæruliðar réðust á þrjá bæi í norðurhluta E1 Salvador í dag, felldu að minnsta kosti 50 menn úr vara- hernum og lögreglumann sam- kvæmt óopinberum heimildum. Að minnsta kosti 100 í viðbót hafa fallið í landinu tvo síðustu daga að sögn yfirvalda. Þjóðaratkvæði Seoui, 8. ágúst (AP) — Suð- ur-Kóreustjórn hyggst efna til þjóðaatkvæðagreiðslu um nýja stjómarskrá í septemberlok eða októberbyrjun að sögn blaða í Seoul. Risa spítalaskip Washington, 8. ágúst (AP) — Háttsettir menn í Pentagon segja að þeir séu alvarlega að hugsa um að breyta fyrrverandi lúxusfarþegaskipi, „United Stat- es“, í risa spítalaskip og senda það til Persaflóa ef nauðsyn krefur. Þetta gerðist 1978 — Vopnahlé í Líbanon í bardögum kristinna manna og Sýr- lendinga, 1974 — Nixon segir af sér. 1972 — 118 farast í fellibylnum „Agnes“ í austurríkjum Bandaríkj- anna. 1970 — 98 farast með perúskri farþegaflugvél í flugtaki frá Cuzco. 1%4 — SÞ fyrirskipa vopnahlé á Kýpur. 1960 — Bylting í Laos. 1956 — Brottflutningur brezkra fjölskyldna frá Súez-svæðinu hefst. 1945 — Kjarnorkusprengju varpað á Nagasaki. 1942 — Bretar handtaka Mohandas Gandhi á Indlandi. 1898 — Spánverjar fallast formlega á friðarskilmála og ófriði þeirra og Bandaríkjanna lýkur. 1890 — Þjóðverjar fá formlega yfirráð yfir Heligolandi. 1858 — Vinnu við fyrsta sæstreng- inn yfir Atlantshaf lýkur. 1842 — Landamæri Kanada og Bandaríkjanna ákveðin. 1805 — Austurríki gerist aðili að St. Pétursborgar-sáttmála gegn Frökk- um ásamt Bretlandi og Rússlandi. 1690 — Umsátrið um Limerick á írlandi hefst. 1655 — Oliver Cromwell skiptir íranaóeirðir Manila, 8. ágúst (AP) — Lögregla leysti upp mótmæla- göngu 200 Irana gegn Banda- ríkjamönnum í Manila í dag og voru 13 handteknir. Króati framseldur. Stokkhólmi 7. ágúst (AP) — Sænska ríkisstjórnin ákvað í dag að framselja útlægan Króata, Franio Mikilic, sem er grunaður um aðild að króatísku hermdar- verkahreyfingunni Ustasha. Hann var handtekinn í Svíþjóð 25. júlí sl. Ekki hefur verið frá því sagt hvert hann verður sendur. Auglýsingarnar bestar London 7. ágúst (AP) — Sjónvarpsauglýsingarnar eru oft betri en dagskrárliðirnir, virðist vera skoðun meirhluta breskra sjónvarpsáhorfenda. í skoðana- könnun, þar sem 1900 manns voru spurðir, kom fram að 51% Englendinga og 59% Skota töldu auglýsingarnar það skásta í dagskránni. Leynileg prentsmiðja Stokkhólmi 7. ágúst (AP) — haft var í dag eftir starfs- mönnum Slavneska trúboðsfé- lagsins í Stokkhólmi, að rússn- eska öryggislögreglan hefði handtekið 11 menn þegar upp- víst varð um leynilega prent- smiðju í litlu jwrpi skammt frá Svartahafi. I prentsmiðjunni voru prentaðar biblíur og kristin trúarrit á vegum Baptistasafn- aðarins í Rússlandi, sem hefur innan vébanda sinna um 100.000 manns. 9. ágúst Englandi í 19 héruð og skipar hershöfðingja landstjóra í þeim. 1615 — Borgarastríð hefst í Frakk- landi og prinsinn af Conde styður Húgenotta. 1536 — Jacques Cartier finnur St. Lawrence-flóa. 1529 — Tilskipun um þing í Eng- landi gefin út. 1157. — Knútur kgr Magnússon myrtur í blóðveizlunni í Hróars- keldu. 378 — Vísgotar sigra og fella Valeus í orrustunni um Adríanópel í Þrakíu. Afmæli. Izaak Walton, enskur rit- höfundur (1593-1683) - John Dryden, enskt skáld (1631—1700). Andlát. 1848 Frederick Marryat, rithöfundur — 1919 Ruggiero Leoncavallo, tónskáld. Innlent. 1851 Þjóðfundi slitið (»Vér mótmælum allir“) — 1178 Þorlákur biskup kemur til Skálholts frá vígslu — 1277 Sættargerð Magnúsar kgs og Jóns rauða erkibiskups í Túnsbergi (sigur kirkjuvaldsins) —. 1670 Erfðahylling á Bessastöðum — 1927 d. Stephan G. Stephanson — 1903 f. Dr. Victor Urbancic. Orð dagsins Dæmdu hann af spurn- ingum hans, en ekki svörunum — Voltaire (1694-1778).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.