Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 23

Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 23 Heiðursverðlauna- garðurinn í Kópavogi: „Fyrst og fremst vinna og ánægja“ segja eigendurnir AÐ venju veitir Fejjrunarnefnd Kópavogs viðurkenningar fyrir ýmsa bæjarprýði sem einstakl- inijar standa að. Var veitt viður- kenning fyrir fegursta garðinn, snyrtilegt umhverfi, endurbætur á eidra húsi, trjágróður á ári trésins og samræmda heildarmynd gótu. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti viðurkenningarnar og fór athöfn- in fram i Félagsheimili Kópavogs i gær. Heiðursverðlaun bæjarstjórnar Kópavogs fyrir fegursta garðinn 1980 hlutu hjónin Áslaug Péturs- dóttir og Jón Haukur Jóelsson, Þingholtsbraut 18. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins heim- sóttu þau hjónin og litu á garðinn sem vissulega er skoðunar verður. „Það er fyrst og fremst vinna og ánægja sem þarf til að koma upp svona garði", sagði Áslaug er hún var spurð hvernig þeim hjónum hefði tekist að gera garðinn svona fallegan. „Kostnaðurinn er ekki svo mikill", bætti Jón við, „en það verður að vinna að þessu í langan tima, — þegar um trjárækt er að ræða er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Við byrjuðum að planta trjánum þegar við vorum að byggja húsið og keyptum þá smá plöntur sem kostuðu, að því er mig minnir, 50 aura hver. Nú eru þetta orðin myndarlegustu tré. Tréin mynda góðan skjólgarð og það var ekki fyrr en þau höfðu náð nokkurri hæð sem við gátum farið að rækta blóm hérna í garðinum. — Annars er það konan sem er meistarinn — ég er eins og hver annar húskarl." UM HEIMILDARKVIKMYNDIR, IIGREIN John Grierson Að filma veruleikann John Grieson og EMB í grein I um „heimildarkvik- myndir" var gerð tilraun til að marka hugtakinu „heimildarkvik- mynd“ stað í kvikmyndalistinni. Hér verður svo haldið áfram og kannað upphaf þessarrar tegund- ar kvikmyndagerðar á vesturlönd- um. Hvernig það tengist braut- ryðjandanum John Grierson og þeirri sérbresku stofnun Empire Marketing Board ,sem alls óvænt varð til að ryðja þessari stefnu braut innan kvikmyndanna. Mætti það verða okkur íslending- um umhugsunarefni þar sem við sjálfir stöndum nú á barmi kvik- myndaaldar, að stofnun sem starfaði á sviði viðskipta og versl- unar skuli hafa stutt svo við upphaf ákveðinnar tegundar kvik- myndagerðar. Hver veit nema öflugur stuðningur við okkar nýfæddu kvikmyndagerð yrði til efnahagslegs ávinnings fyrir þjóðina. Yki áhuga á landinu og þeim vörum sem þar eru fram- leiddar. Plús sá augljósi ávinning- ur sem þjóðinni er í nýjum iðngreinum, t.d., kvikmyndaiðn- aði. Við eigum glæsilega ósnortna náttúru sem erlenda menn þyrstir í að berja augum. Við þurfum vart að óttast innrás þeirra, orkuverð- ið næstu ára sér um það. Frekar að við þurfum að óttast að eldsneytiskostnaður komi í veg fyrir útflutning, plássfrekrar efn- ismikillar vöru. Þjóðirnar hljóta að stefna að bættri nýtingu eigin landsvæða til fæðuöflunar. Flutn- ingar matvöru heimsálfa á milli sem nú tíðkast og byggja á ódýrri orku eru stundarfyrirbrigði — sé hugsað í stærri tímaeiningum. Flutningar hugmynda verða hins vegar æ ódýrari. Þannig ferðast mennn í gegn um kvikmyndirnar og sjónvarpið í nálægri framtíð. En jafnvel þótt flutningar dragist ekki saman, minnkar ekkert máttur kvikmyndarinnar í heim- inum. Jafnvel þegar árið 1927 sá sá ágæti maður John Grierson áróðursafl þessa nýlega tján- ingarforms. Hann kom að máli við Sir Stephen Tallents sem varð næsta ár ráðamaður við Empire Mark- eting Board (en einmitt 1928 var þessi 45 deilda stofnun — sem ætlað var að auka efnahagsleg samskipti innan heimsveldisins og stuðla að kynningu á breskum vðrum — stofnuð). Grierson benti Sir Tallents á að sem kynn- ingarmiðill væri kvikmyndin ekki síðri en hefðbundin blaða- og bæklingaútgáfa. Sir Tallents var eigi ókunnugt um tilvist rússn- eskra áróðursmynda á borð við Potemkin og Storms yfir Asíu. Hann skynjaði að bak við listrænt yfirborð og raunsæislega fram- hlið þeirra bjó meðvituð hugsun sem stefndi fjöldanum að ákveðnu marki. Þetta mark gat verið bylting eða neysla ákveðinnar vöru. Markmið Empire Market- ing Board eða EMB var að auka neyslu breskrar væru. Því var alveg upplagt að bæta þar við einni deild, „kvikmyndadeildinni". En Sir Tallents var ekki þröngs- ýnn auglýsingastjóri sem taldi nægja að mynda vöruna í glæst- um umbúðum. Hugsun hans bjó yfir meiri vídd og dýpra innsæi inní sigurverk heimsins. Hann bjó til lista yfir þá anga breskrar sjálfsímyndar sem hann vildi spinna saman í einn þráð til útflutnings. Listi Tallents náði yfir hluti eins og; Konungsdæmið (aðal- áherslan á fágæti þess). Breski flotinn. Enska útgáfa biblíunnar, Shakespeare og Dickens. Hvað varðaði alþjóðleg samskipti — ósérplægni, viðskipti, heiðarleiki, framleiðslu — vöruvöndun, íþróttir — drengskapur o.s.frv. (Sir Stephen Tallents, The Projection of England: London, Faber and Faber, Ltd, 1932, bls. 31.) Það kom síðan í hlut John Grierson að festa þessa sjálfs- ímynd Breta á filmu tilbúna til neyslu út um gervalla heims- byggðina. Nú kann þetta að líta þannig út að Tallents og Grierson hafi eingöngu farið út í notkun kvikmyndanna vegna frábærs viðskiptavits. Þeir hafi verið hreinræktaðir kaupsýslumenn. Svo var ekki, báðir virðast hafa lagt áherslu á að „kvikmynda- deildin" yrði nokkuð frjáls óháð þröngum lögmálun markaðsins. Þessu til sönnunar má benda á að Tallents beitti sér fyrir því að „kvikmyndadeildin" væri ekki rekin annað hvort fyrir einka- fjármagn, eða ríkisframlög. Rekstrarfé hennar kæmi frá báð- um aðilum. (í reynd kom það fremur úr ríkissjóði). Verður að telja þetta framsýni hjá Tallents því þannig urðu kvikmyndagerð- armennirnir ekki að lúta geð- þóttaákvörðunum þeirra sem héldu um sjóðina. Og árangurinn lét ekki á sér standa, myndir „kvikmyndadeildar EMB“ urðu hvorki auglýsingamyndir né dýrð- aróður um fullnægju ákveðinnar hugmyndafræði. Þær gáfu flestar all raunsæa mynd af þverskurði bresks þjóðfélags eins og það kom fyrir auga kvikmyndavélarinnar. Sá ágæti enski heimildarmynd- agerðarmaður Paul Rotha lýsir svo einkennum „EMB kvikmynda- deildarinnar". „.. .hún bjó yfir heiðarleik í vinnubrögðum samfara færni á tæknisviðinu sem tók fram flestu því sem þekktist meðal samtíma kvikmyndafélaga, einnig voru þar sköpuð betri skil- yrði samvinnu og hollustu en gerðist annarsstaðar í kvikmyndaiðnaðinum". (Paul Rotha, Documentary Film, N.Y., Hastings House bls. 97). Sem dæmi um yfirgripsmikil, raunsæ, tök „EMB kvikmynda- deildarinnar" á viðfangsefninu, er sú staðreynd að ekki var horft fram hjá ákveðnum þáttum bresks þjóðfélags eins og þá tíðkaðist t.d. í bókmenntunum. Hér er átt við þátt lágstéttanna. Strax frá upphafi beindu starfs- menn „kvikmyndadeildarinnar" athyglinni að vandamálum lág- stéttanna og tengdu þau þeim hræringum samtimans er þá gerj- uðust annarsstaðar í þjóðarlíkam- anum. Þannig slapp fátt fram hjá vakandi myndavélarauga „kvik- myndadeildarinnar". Sennilega er best að líta á örfáar þeirra mynda sem hún framleiddi til að gera sér grein fyrur umfanginu og að hvaða þáttum bresks þjóðfélags athyglin beindist einkum. Fyrstu myndir „kvikmyndadeildarinnar" hlupu af stokkunum 1929, voru það mynd Griersons Drifters og mynd Walter Creighton One Family. Þessi mynd sem fjallar um efnahagslegt sjálfstæði land- anna í Breska samveldinu er ekki sérlega merkileg nema sem fyrsti áfangi „kvikmyndadeildarinnar". Mynd Griersons er athyglisverðri þó ekki væri nema fyrir þá sök að Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON hún er eina kvikmyndin sem hann stjórnaði pesónulega. Drifters er líka merkileg heimild um síldveið- ar Breta. Hún er vafalaust gerð undir sterkum áhrifum Rússn- eska snillingsins Sergei Eisen- stein. Frábær myndataka og klipping verður til að magna þessa hversdagslegu iðju, hún verður áhrifarík, leikræn. Leikar- arnir eru sjómennirnir sem berj- ast við raunverulegar hættur á stórfenglegu leiksviðinu, úfnu ha- finu og bera síðan björg í bú — silfur hafsins. Þá er síldinni fylgt eftir frá verkun og út í sölukerfið til neytandans. Drifters heppnað- ist reyndar það vel að Grierson tókst að telja Sir Tallents á að stækka „kvikmyndadeildina", óx hún á árunum 1930—1933 frá tveim starfsmönnum í yfir 30. Tækjum var jafnt og þétt bætt við. Af ágætum kvikmyndagerð- armönnum sem bættust í hópinn á þessum tíma má nefna Stuart Legg, Paul Rotha, Harry Watt, Edgar Anstey og John Taylor. Reyndar er hæpið að kenna ákveðnar myndir „kvikmynda- deildarinnar" við einstaka menn, þær voru fyrst og fremst árangur frábærs samstarfs alla starfs- manna. Ein mynd kvikmynda- deildarinnar var þó gerð af manni sem stóð utan hópsins ef svo má segja, Robert Flaherty (sjá grein III) John Grierson kallaði á Fla- herty sem þá var atvinnulaus í Berlín: Verkefnið að gera mynd um breskt handverk. Arangurinn var myndin Industrial Britain. Myndin bar merki Flaherty fyrst og fremst í ágætri myndatöku og ást á handverkinu sem slíku. En lokagerð myndarinnar var í hönd- um Griersons. Ástæðaji fyrir því að Grierson tók þannig við mynd- inni ófullgerðri úr höndum Fla- herty var sú að hann fór fram úr kostnaðaráætlun. Önnur ástæða er vafalaust hve ólíkir menn þarna voru að verki er samdi ekki um tökin á verkefniu. Flaherty vildi upphefja handverkið og handverksmanninn, Grierson tengja handverkið nútíma iðnað- arframleiðsluháttum. Eftirfar- andi umsögn Grierson um Fla- herty sýnir vel skoðun hans á þessu efni: „Þegar hann gerði Ind- ustrial Britain í samvinnu við mig, varð hann heillað- ur af hinu forna handverki og gömlu handverksmönn- unum, og ég býst ekki við að myndir af því sviði verði betur teknar í framtíðinni; en hann gat ekki fellt sig við að annars konar hand- verk kæmi með nýjum at- vinnuháttum og nýju skipulagi iðnaðar." (Nonfiction Film, Richard Meram Barsam. N.Y. Dutt- on & Co, 1973, bls. 47). Hvað um það myndin hefur þann galla að endurspegla „togstreytu" milli tveggja ólíkra persónuleika, en ekki „samvinnu" samstæðra manna, slíkrar sem gætti innan „kvikmyndadeildar- innar“. Góð dæmi um myndir sem voru gerðar með þannig hugarfari af „kvikmyndadeildinni" eru Upstream sem fjallar um silungs- veiðar í Skotlandi, og Aero-engine vel tekin, nákvæm mynd þar sem fylgt er eftir án skrafs hverju skrefi í framleiðsluferli flugvélar- hreyfils. Einnig má nefna O’er Hill and Dale sem sýnir sauð- fjárrækt á mörkum Englands og Skotlands. Dæmigert fyrir „kvik- myndadeildina" að velja þannig smágeira bresks þjóðarbúskapar til skoðunar, ekki síður en hina stærri. Að lokum má hér nefna mynd úr gerólíkri átt Ninety Degreés South sem var skrásetn- ing annars leiðangurs Robert Falcon Scott til Suðurs Pólsins 1910—1912. Þessar myndir byggja á ágætri samvinnu allra aðila. Máski varð þessi samvinna svo náin vegna þess að verkefnin voru ný. Löðrandi í ferskri dögg upp- hafsins. Þannig gleymdu menn sér í síkviku núinu. Lausir við klafa fortíðarinnr og með heill- andi framtíðarsýn bak við augun. Köstuðu þeir af sér fargi hins lága og smáa. Sameinuðust í sköpuninni. Harry Watt lýsir svo andrúmsloftinu sem ríkti innan „kvikmyndadeildarinnar". „Hið undursamlega við þetta allt saman var, að það ríkti enginn agi við „deildina", þrátt fyrir að Grierson væri þetta góður. Hver og einn gekk út og inn eins og hann vildi, ákveðinn vinnutími þekkt- ist ekki. Við unnum reynd- ar allan guðslangan dag- inn, skruppum út á Pöbb, nældum okkur í samloku og sopa og reikuðum til baka og héldum áfram að vinna og mjög oft kom það fyrir ef mikið lá fyrir, að við sváfum í klippingaher- bergjunum á gólfinu, allt þetta lögðum við á okkur fyrir tvö-þrjú pund á viku.“ 1933 var EMB lagt niður og þar með „kvikmynda- deildin" sem þá hafði á samviskunni yfir 100 myndir. Hún var bráðlega endurreist sem deild innan Póstþjónustunnar undir stjórn Sir Tallents og Gri- erson en það er nú önnur saga og efni í aðra blaða- grein. Grein þrjú hér í blaðinu um „heimildar- kvikmyndir“ verður hins vegar um annan upphafs- mann þessarar greinar kvikmyndagerðar, Robert Flaherty

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.