Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 33
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
33
+ Þaö getur verið nokkrum erfiðleikum bundið að fást við þrjóskan fíl. Hér er
fílatemjarinn Ellen Leach að reyna að fá fílsungann Tian á vigtina en hann
þverskallast við.
+ Maðurinn
hér á mynd-
inni varð
fyrir heldur
óskemmti-
legri reynslu
nú um dag-
inn. Hann
heitir Terr-
ence Leedham
og var á siglingu ásamt tveimur vinum sínum fyrir utan
strendur Astralíu. Bátnum hvolfdi en Terrence tókst að ná
í bátinn og hanga á honum. Fljótlega varð hann þakinn
sjálflýsandi kvikindum. Þetta voru sjólýs sem sugu sig
fastar á hann. Terrence var bjargað á síðustu stundu og
var fluttur á sjúkrahús nær dauða en lífi. Hann var
alþakinn sárum eftir lýsnar og var hann lengi á
sjúkrahúsinu að jafna sig. Vinir hans tveir, sem voru með
honum í bátnum, fórust.
+ Barbi litla getur þakkað litla pekinghundinum. sem er með henni á myndinni,
líf sitt í dag. Barbi lá á teppi úti í garðinum heima hjá sér og lék sér með litla
gúmmíönd. Móðir hennar var að tala í símann þegar hundurinn kom geltandi og
reyndi að vekja athygli hennar á sér. Ilenni skildist bráðlega að ekki var allt með
felldu og fór út með hundinum. Þar fann hún Barbi litlu bláa í framan og
næstum kafnaða. Ifún hafði gleypt gúmmíöndina sem hún var að leika sér með.
Móðir hennar gat náð öndinni úr hálsi hennar og blés síðan lífi í hana.
BLÖM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
Eftirfarandi grein ritaði Halldóra Bjarnadóttir í ársritið Hiín
árið 1940:
Eplatréð á
Akureyri
Eplatréð á Akureyri
„Hugsa sér, gamla eplatréð,
sem búið er að standa fyrir
sunnan Höepfnershúsið í 20 ár,
er farið að blómstra og blómin
eru svo yndislega falleg, bleik-
rauð!“ sagði fólkið á Akureyri
hvað við annað sumarið 1910 og
margir komu til þess að sjá þetta
fyrirbrigði. Menn vita ekki til að
eplatré hafi blómgast fyrr hér á
landi né borið ávexti, því gamla
tréð gerði meira en að blómstra,
það bar ávexti um haustið á
stærð við litlar útsæðiskartöflur.
Ekki voru eplin bragðgóð, en svo
ilmandi að sterka lykt lagði af
einu epli í marga daga um
herbergið. Náttúrlega voru þetta
villiepli, því tréð var ekki „póð-
að“ (ágrætt) svo sem títt er að
gera um epli sem ætluð eru til
átu. (Stefán skólameistari fékk
nokkur eplanna, setti þau í
vínanda og geymast þau í nátt-
úrugripasafni Menntaskólans á
Akureyri).
Saga trésins á Akureyri er í
stuttu máli á þessa leið: Fröken
Jónína Möller, dóttir Edvalds
Möllers, verslunarstjóra við
Höepfnersverslun á Akureyri, ól
tréð upp af kjarna inni, og þar
stóð það lengi vel, en þar kom að
það varð of stórt fyrir stofuna og
var þá flutt út í garð vestan
undir stafninum á húsinu, í gott
skjól. Var það árið 1890. Þar óx
það og dafnaði og náði mikilli
hæð eins og sést á myndinni, en
blóm bar það ekki fyrr en
sumarið 1910, þá tók það sig til
og blómstraði mjög mikið og
eplin komu á það um haustið,
eins og fyrr segir. Nú bjóst
Utanáskriftin er:
Garðyrkjufélag íslands — Blóm vikunnar
Pósthólf 209, Reykjavík.
maður við blómgun og eplum á
hverju ári. — En hvað skeður?
Gömlu Höepfnershúsin, átta að
tölu, brunnu til kaldra kola
veturinn 1912 og fallega tréð
lenti í brunanum. Þar með var
saga þess öll. „Við vorum svo
hrifin af eplablómunum", segir
kona sem átti heima i nágrenn-
inu, “og hvað við sáum eftir
trénu þegar það varð eldinum að
bráð“.
Neðanmáls heldur Halldóra
svo áfram: Eplarækt hefur tíðk-
ast í heiminum um langan aldur.
Epli hafa fundist í grafhaugum
og hafa geymst furðu vel. Epli
vaxa í mjög norðlægum löndum
t.d. Norður-Noregi. Harðgerð-
ustu tegundirnar mundu án efa
geta vaxið hér á landi þar sem
gróðurskilyrði eru best. — Svo
mörg gróðurafbrigði eru nú orð-
in algeng á þessu landi sem
óhugsandi þótti fyrir nokkrum
árum að gætu soprttið hér.
Þannig reynist landið okkar allt-
af því betur, sem við búum betur
að því og höfum meiri trú á því.
H.B.
Þetta ritaði fyrir fjórum ára-
tugum bjartsýniskonan Hall-
dóra Bjarnadóttir með sína óbif-
anlegu trú á landinu og gæðum
þess. Og nú spyr ég ykkur,
lesendur góðir, hvort ykkur sé
kunnugt um ræktun eplatrjáa —
eða jafnvel annarra ávaxtatrjáa
— hér á landi og hvern árangur
hún hafi borið. Vinsamlega
skrifið þættinum, allar upplýs-
ingar yrðu vel þegnar.