Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Viðkvæðið hjá stjórn- arsinnum er, að síð- an 1971 hafi allar ríkisstjórnir verið með sama marki brenndar. Þessi núverandi stjórn þeirra sé þannig ekkert öðru vísi en hinar, hún ráði ekki neitt við aðsteðjandi vanda. Með þessu er markið ekki sett sérlega hátt, en þó er þetta yfirleitt látið duga, þegar stuðningsmennirnir eru á annað borð fáanlegir til að láta einhver orð falla. Á ótrúlega skömmum tíma hefur byrinn horf- ið úr seglum ríkisstjórnarinnar. Hún lónar nú í lognmollu smá- skammtalækninganna, sem duga varla lengur til að leyna sjúk- dómseinkennunum hvað þá til að útrýma meinsemdinni. Vanalega hafa ríkisstjórnir tek- ið til hendi á fyrstu mánuðum sínum og komið ýmsu því í rétt horf, sem aflaga hefur farið. Þannig var það fyrsta verk ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar haustið 1974 að eyða óvissunni, sem skapast hafði í varnarmálun- um, og marka brautina, sem leiddi til fulls sigurs í landhelgismálinu með útfærslunni í 200 sjómílur. Samhliða var gripið þannig á efnahagsmálunum, að fyrir kjara- samningana 1977 hafði tekist að þoka verðbólgunni niður í 26%, um leið og glímt var við snöggt versnandi viðskiptakjör. Sú ríkis- stjórn sem nú situr hefur ekkert slíkt gert, þvert á móti eru versn- andi viðskiptakjör notuð af sum- um ráðherrunum sem afsökun fyrir því, að ekkert hefur miðað gegn verðbólgunni. Hinn svo- nefndi „duldi vandi“ hefur aukist jafnt og þétt. Er hann orðinn svo vel falinn, að ráðherrarnir eru hættir að muna eftir honum. Jafnvel er nú svo komið, að ráðherrum Alþýðubandalagsins blöskrar, en eins og menn muna gekk sá flokkur fram til kosninga á síðasta hausti með þá stefnu, að verðbóiguna mætti lækna á auð- veldan hátt bara með því að auka framleiösluna og framleiðnina. Fjármálaráðherra, Ragnar Arn- alds, virðist ekki lengur alveg sömu trúar, því að í Þjóðviljagrein 9. ágúst kemst hann svo að orði: „Tíminn flýgur hratt og ekki verður allt gert í einu. Óneitanlega veltur á miklu að stuðningsmenn þessarar stjórnar undirbúi sam- ræmdar aðgerðir gegn verðbólgu af vandvirkni og sem allra fyrst og hafi síðan þolinmæði og þraut- seigju til að bíða eftir árangri. ★ Ekki fá öll afmælisbörn tæki- færi til að halda upp á sex mánaða afmæli sitt með jafn hátíðlegum hætti og ríkisstjórnin. Forsætis- í þessu samhengi hljóta menn að velta því fyrir sér hvers vegna fjármálaráðherra telur nauðsyn- legt að grípa til samræmdra aðgerða gegn verðbólgu, þegar allt gengur jafn vel og forsætisráð- herra telur. Hreyfir Ragnar Arn- alds því meðal annars í grein sinni, að líklega sé nauðsynlegt að hafa afskipti af vísitölutenginu launa í þessu sambandi og athygli vekur, hve óljóst er um það atriði fjallað í samkomulagsdrögum hans og BSRB. Virðast forystu- menn opinberra starfsmanna hafa falið ríkisstjórninni sjálfdæmi í málinu. En á afmælisblaðamanna- fundinum sagði forsætisráðherra, þegar hann var spurður um það, hvort hugsanlegt væri, að bráða- birgðalög verði sett varðandi vísi- tölumál, þannig að gengisbreyting hafi ekki áhrif á vísitöluna: „Það er ekki hægt að svara þessu á þessari stundu, en þetta hefur ekki verið rætt í ríkisstjórninni og ekki í efnahagsmálanefndinni.“ Sama dag og Ragnar Arnalds talaði um nauðsyn „samræmdra aðgerða" gegn verðbólgunni og ræmdar aðgerðir" fjármálaráð- herra eða „óteljandi" leiðir for- sætisráðherra eigi að ráða. ★ I afmælisviðtali sínu við Sæm- und Guðvinsson í Vísi telur Gunn- ar Thoroddsen alrangt, að hyldýpi sé milli málefnasamnings og starfa ríkisstjórnarinnar og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann rökstyður þessa fullyrðingu sína ekkert nánar. Séu ræður og skrif Gunnars fyrir hina örlagríku stjórnarmyndun skoðuð og borin saman við sjónarmið hans nú, kemur þetta hyldýpi glöggt í ljós. Þá var hann eindregið andvígur aukinni skattheimtu og varaði mjög við afleiðingum þess, að niðurgreiöslur væru hækkaðar. Nú stendur ríkisstjórnin undir hans forystu fyrir þyngingu skatta og um hækkun niðurgreiðslna segir Gunnar aðeins: „Skoðun mín á niðurgreiðslum er óbreytt, en þær eru einn liður efnahagsmálanna.“ í umræðum um stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens í þann mund, sem hún hafði tekist, kom ismanna og miðstjórn studdu þessa afstöðu meirihluta þing- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn skipaði sér þannig í stjórnar- andstöðu og í ítarlegu máli var greint frá því, sem skildi á milli stefnu flokksins og ríkisstjórnar- innar. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagði eftir kosningarnar „allt er betra en íhaldið" var einnig mjög ánægður með hina nýju stjórn og taldi sig greinilega hafa náð markmiði sínu: að mynda vinstri stjórn að kosningum lokn- um. Allt þetta verða menn að hafa í huga, þegar þeir fjalla um stöðu Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans og ríkisstjórnarinnar að sex mánuðum liðnum. Milli þessara aðila er skýr málefnalegur ágrein- ingur. ★ í vor lýsti Gunnar Thoroddsen því yfir í sjónvarpsþætti, að hann myndi ekki gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðis- flokknum. Hann var spurður nán- hins vegar til kynna, að hann hafi ekki orðið var við almenna hrifn- ingu með hvatningu sína og þess vegna bætt hinu við, að í hans valdi ætti að vera að semja um það, hver verði kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Til hvers er verið að boða menn til fundar, hljóta sjálfstæðismenn að spyrja, ef þar á aðeins að staðfesta það, sem Gunnar Thoroddsen get- ur sætt sig við? Er sjaldgæft, að stjórnmálamaöur staðfesti jafn berlega, að honum komi ekkert við, hvað flokksmenn hans vilji. í bakherbergjum skuli málin leidd tii lykta. En einmitt þetta hugar- far náði yfirhöndinni, þegar Gunnar Thoroddsen myndaði rík- isstjórnina í trássi við meirihluta þess flokks, sem hefur verið hans pójitíska athvarf. I viðtalinu við Vísi komst Gunn- ar Thoroddsen þannig að orði: „Ef Geir yrði endurkosinn formaður, hlýtur fylgið að hrynja af Sjálf- stæðisflokknum. Hvort nýr flokk- ur yrði stofnaður get ég ekkert sagt um.“ Af þessum ummælum má það eitt ráða, að Gunnar Thoroddsen ætlar ekki að styðja Sjálfstæðisflokkinn framar, haldi Geir Hallgrímsson áfram að gegna þar formennsku. Þessa hót- un endurtók Gunnar ekki í tilefni afmælisblaðamannafundarins. Hún gefur til kynna, hvað eru „sættir" að hans mati. ★ Þessi afstaða Gunnars Thorodd- sens er mikil einföldun á þeim vanda, sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir. Leysist ágreiningur innan flokksins við það eitt, að skipt verði um for- mann í honum? Leiðir það sjálf- krafa til þess, að meirihluti þing- flokks sjálfstæðismanna söðlar um og hættir að vera í stjórnar- andstöðu? Vandi Sjálfstæðis- flokksins felst í því, að það er hyldýpi milli stefnu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens og stefnu flokksins. Eða ætla stjórnarsinnar úr þingflokki sjálfstæðismanna að hætta stuðningi sinum við ríkis- stjórnina, um leið og því markmiði er náð, að Geir Hallgrímsson er ekki lengur formaður Sjálfstæðis- flokksins? Þeir, sem leggja stund á pólí- tískar vangaveltur, hafa varpað fram þeirri hugmynd, að Gunnar Thoroddsen meti stöðuna þannig, að hann eigi aðeins eina leið til að koma sér aftur í mjúkinn hjá meirihluta sjálfstæðismanna, sem sé þá, að reka kommúnista úr rikisstjórn sinni og ganga fram fyrir meirihluta þingflokks sjálf- stæðismanna og segja: Ef þið veitið mér og framsóknarmönnum í tilef ni sex mánaða stjórnarsetu ráðherra, Gunnar Thoroddsen, kallaði fulltrúa allra fjölmiðla á sinn fund og bauð upp á kaffi og kökur, eftir að hann hafði byrjað veisluhöldin með viðtali við Vísi. Líklega hefur honum ekki þótt nóg með það viðtal gert. í afmælisvið- tali við sjónvarpið komst forsætis- ráðherra þannig að orði, að gegn verbólgunni mætti berjast eftir „óteljandi" leiðum. En í viðtalinu við Vísi var hann hógværari, þvi að þar sagði hann: „Forsætisráð- herrann mun framfylgja þeirri stefnu, sem stjórnarsáttmálinn mótaði ...“ Og hann bætti við: „Hér á landi er það Seðlabankinn sem samkvæmt lögum ákveður gengi krónunnar með samþykki ríkisstjórnarinnar." Kjarninn í af- mælisboðskap forsætisráðherra var sá, „að verðbólgan sé á niður- leið“ og afkoma ríkissjóðs sé betri en nokkru sinni fyrr um langt árabil. Ráðherrann heldur sig við það, að frá upphafi til loka síðasta árs hafi verðbólgan aukist um 61% en sambærileg tala fyrir þetta ár verði innan við 50%, hins vegar lætur forsætisráðherra þess að engu getið, að ársmeðaltal verðbólgunnar 1979 var 45,5% en Þjóðhagsstofnun telur, að það muni verða 57% á þessu ári. Gunnar Thoroddsen sagði, að hún væri á undanhaldi, ritaði mennta- málaráðherra, Ingvar Gíslason, grein í Tímann til að rökstyðja beiðni ríkisútvarpsins um hækkun afnotagjalda. I þeirri grein slær menntamálaráðherra á svipaða strengi og fjármálaráðherra, að því leyti að hann telur niðurtaln- ingu verðbólgu ekki aðeins eiga að ná til vöruverðs og þjónustu, því þá „munu áhrif hennar verða ærið seinvirk og tiltölulega gagnslítil." Áður hafði menntamálaráðherra sagt: aðrar leiðir en niðurtalning- arleiðin „úr ógöngunum eru ekki í sjónmáli. Þess vegna verður ríkis- stjórnin að halda sér við þessa leið.“ Miðað við afstöðu forsætisráð- herra til þess, hvernig að úrlausn mála skuli staðið, hlýtur hann að hafa velt því fyrir sér að koma á fót opinberri stofnun, sem ákveði verðbólgustigið með samþykki rík- isstjórnarinnar. Ef til vill stendur fyrir dyrum að breyta hinni marg- umtöluðu efnahagsmálanefnd í slíkt verðbólguráð. Viðhorf ráð- herranna til baráttuaðferða gegn verðbólgunni eru það margbreytil- eg, að aðrir en þeir verða að skera úr um það, hvort niðurtaln- ingarstefna framsóknar, „sam- fram, að aðdragandi hennar hafði verið mjög leynilegur. Var svo að skilja, að Gunnar hefði beðið hinnar réttu stundar til að láta forseta íslands standa frammi fyrir orðnum hlut, eftir að öllum formönnum stjórnmálaflokkanna hefði mistekist. Með þessari að- ferð var andstæðingum Sjálfstæð- isflokksins gefið tækifæri til að hlutast til um innri málefni hans. Með leynivopn í vasanum gátu forystumenn annarra flokka sýnt áhugaleysi á því að ræða við formann Sjálfstæðisflokksins, þeir vissu, að þeir höfðu greiðan aðgang að varaformanninum. Þetta voru þær kenningar, sem heyrðust í vetur. Erfitt verður áreiðanlega að sannreyna þær, en viðbrögð meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna við hugmyndum Gunnars Thoroddsens um eigið frumkvæði að stjórnarmyndun sýna, að fiskur lá undir steini. Þegar Gunnar hafði myndað stjórn sína með fulltingi nokkurra sjálfstæðismanna var meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins sammála um það, að vegna mál- efnasamnings ríkisstjórnarinnar gætu þeir alls ekki stutt hana og myndu því skipa sér í stjórnar- andstöðu. Flokksráð sjálfstæð- ar um hvað í þessum orðum fælist af Morgunblaðinu. Svar hans var tvírætt. I afmælisskapi í Vísi segist hann ekki sækjast eftir formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um eins og nú standi sakir, en hann bætir við: „Ef hins vegar meirihluti landsfundarmanna óskaði eftir því að ég tæki að mér formennsku, myndi ég ekki skor- ast undan." Þetta endurtók hann á afmælisblaðamannafundinum þriðjudaginn 12. ágúst, en bætti þá við: „Ég tel að þeir tveir sem eru á öndverðum meiði í þessu máli eigi að reyna að komast að samkomulagi um nýjan mann.“ Sá hefur jafnan verið háttur Gunnars Thoroddsens í stjórnmál- um að láta þróunina vera á þann veg, að til hans sé leitað og honum gefið tækifæri til að bregðast við áskorun. Þetta er ekki óskynsam- leg leið, því að í henni felst, að sá, sem við áskoruninni bregst, getur oft sett úrslitakosti, sé hann þannig skapi farinn. Dyggir stuðn- ingsmenn Gunnars hljóta að líta á ummæli hans, um að hann myndi ekki bregðast áskorun meirihluta landsfundarmanna Sjálfstæðis- flokksins sem hefðbundna herhvöt frá foringja sínum. Ummæli Gunnars þremur dögum síðar gefa stuöning, þá getum við í samein- ingu útilokað kommúnista frá landstjórninni. Þeir eru hvort eð er til einskis gagns. Skriðurinn, sem komst skyndilega á samn- ingaviðræður BSRB-forystunnar og fjármálaráðherra, á ef til vill rætur að rekja til þess, að komm- únistar vilja sýna, að þeir séu reiðubúnir að færa ýmsar fórnir fyrir ráðherrastólana.Stríðið milli framsóknarmanna og kommúnista magnast og utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, er kallaður „litli Stalín" af þingflokksfor- manni Alþýðubandalagsins. Slíkar vangaveltur virðast ef til vill fjarstæðukenndar, en hver sá stjórnmálaatburði vetrarins fyrir á þessum tíma fyrir einu ári? Það var ekki fyrr en í lok september 1979, sem dró til tíðinda, í sama mund og þingmenn komu úr sumarfríi. Sá tími nálgast nú óðfluga. Ríkisstjórnin færist nær ákvörðunum um fjárlaga- frumvarpið. Ráðherrarnir setja fram kenningar um úrlausn vandans á rósamáli, sem þó er öllum skiljanlegt. Góð áform geta haldið ríkisstjórn á floti í sex mánuði, en eftir það gera menn kröfu til markvissra aðgerða. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.