Morgunblaðið - 17.08.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 17.08.1980, Síða 1
64 SÍÐUR 184. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 22 brunnu inni í nætur- klúbbum London, 16. áffÚKt. AP. ÓTTAST er að 22 hafi farist í eldsvoða i tveimur næturklúbhum i Lundúnum árla i dax að sögn lögregluyfirvalda, sem ekki útiloka þann möguleika að um íkveikju hafi verið að ræða. Einn þeirra er komst lífs af úr brunanum álitur að bensinsprengju hafi verið varpað inn í næturklúbbinn. Eldur kom samtimis upp í tveimur samliggjandi næturklúbbum í Dan- merkurstræti, sem er útgata úr Charing Cross Road í miðborg Lund- úna, og breiddist hann mjög ört út. Slökkvistarf gekk erfiðlega og breiddist eldurinn út í nærliggjandi hús og olli miklu tjóni á mannvirkj- um. Tiu manns eru í haldi á Holborn lögreglustöðinni til yfirheyrslu vegna eldsvoðans. Næturklúbbarnir, sem nú eru rjúkandi brunarúst, hétu „Rodos“ og „Victor Gonzales" og voru mikið sóttir af Spánverjum og Suður- Ameríkumönnum. Vitað er, að hópur Suður-Ameríkumanna var í klúbb- num í gærkvöldi, og herma heimildir að meðal hinna látnu og slösuðu séu Kólumbíumenn. Pjöldi klúbbgesta slasaðist, sumir alvarlega, er þeir stukku út um glugga til að sleppa frá eldsvoðanum. Maður, sem starfar í skyndibita- stað í næsta nágrenni næturklúbb- anna, sagðist hafa heyrt hróp og köll innan úr eldhafinu, og að svo hafi virst sem klúbbgestir hafi reynt að brjóta sér leið út en án árangurs, eldurinn hafi yfirbugað þá. Forsetaafsögn í Suður-Kóreu Seoul, 16. áffÚHt, AP. FORSETI Suður-Kóreu, Choi Kyu-Hah, sagði af sér i dag og er búist við að Chun Doo-Hwan hershöfðingi, sem nú fer með öll völd i landinu. verði út- nefndur forseti á kjörmanna- samkundu, sem kemur saman fyrir mánaðarlok. í sjónvarpsávarpi til þjóðar- innar sagði Choi, að með afsögn sinni gæfi hann fordæmi og fyrirheit um friðsamleg valda- skipti og sagðist að sínu leyti bera nokkra ábyrgð á „áhyggjum og erfiðleikum þjóð- arinnar" vegna uppþotanna í borginni Kwangju í mái sl. Á sama tíma og Choi flutti ávarp- ið var s-kóreski herinn við öllu búinn vegna „hugsanlegra ögr- ana Norður-Kóreumanna". Choi varð forseti í desember sl. eftir að yfirmaður leyniþjón- ustunnar hafði myrt Park Chung-Hee, fyrrverandi forseta. Níu fórust í sprengingu Tókýó, 16. iKúst. AP. AÐ MINNSTA kosti niu manns dóu í dag og yfir 150 slösuðust, sumir lifshættulega, er tvær sprengingar urðu með stuttu millibili i verzlunarmiðstöð í borginni Shizoka, sem er skammt suðvestur af Tókýó. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunum í verzlunarmið- stöðinni, sem er neðanjarðar. Miklar skemmdir urðu í verzlun- armiðstöðinni í sprengingunum og af völdum elds. sagði í dag, að fréttir um, að fyrirhugað væri að ráðast inn í íran og frelsa bandarisku gísl- ana áður en gengið yrði til forsetakosninga i haust, væru „með öllu tilhafulausar" og „fáránlegar“. Það er dálkahöf- undurinn Jack Anderson, sem heldur þessu fram i grein, sem birt verður nk. mánudag. Jack Anderson segir í grein- inni, að leynileg áætlun um innrás í íran með miklum liðs- styrk hafi verið gerð fyrir Jimmy Carter forseta. Sagt er að Carter Stal bíl Chorley, KnRlandi, 16. ágúttt. AP. JAMES nokkur Bradshaw var í dag fundinn sekur um að hafa stolið sinni eigin bifreið. Brad- shaw játaði sekt sína. en honum var sleppt við fjársektir. Málsatvik eru þau, að bíll Bradshaws bilaði á hraðbrautum Englands. Lögregla fjarlægði bíl- inn og er Bradshaw ætlaði að sækja hann á lögreglustöðina var sínum honum gert að greiða jafnvirði 40 þúsund króna fyrir flutning og geymslu. Hann sagðist ekki hafa efni á því, þar sem hann væri atvinnulaus, og fékk vin sinn til að draga bílinn úr bílageymslu lög- reglunnar. Samkvæmt brezkum lögum var Bradshaw þar með orðinn sekur um þjófnað og stefndi lögreglan í Chorley honum fyrir rétt með framangreindum niðurstöðum. niðurstöðu að hún yrði vinsæl með kjósendum". Formaður utanríkismála- nefndar bandaríska þingsins sagði í gær, að hann vissi ekki til að nein slík áætlun væri á prjónunum en ekki náðist til annarra þingleiðtoga eða yfir- manna leyniþjónustunnar. Claudia Townsend, talsmaður Hvíta hússins, sagði, að „villandi og óábyrgur fréttaflutningur, eins og fram kæmi hjá Anderson, stefndi örlögum gíslanna í voða, kæmi í veg fyrir friðsamlega lausn í málinu og græfi undan hagsmunum Bandaríkjamanna í þessum heimshluta". Stalín, Marx, Engels og Lenín f jarlægðir í Kina KÍNVERSKA utanríkisráð- uneytið sagði i dag, að myndir af Stalín, Marx, Engels og Lenín yrðu tekn- ar niður á Torgi hins himn- eska friðar og aðeins settar þar upp við sérstök tæki- færi. Er litið á þetta sem lið í baráttu kínverskra stjórn- valda gegn persónudýrkun. Fimm myndir af Maó formanni hafa verið fjar- lægðar frá Torgi hins himn- eska friðar og er þar nú aðeins ein mynd, í torghlið- inu. Kínverskir ráðamenn hafa að undanförnu gagn- rýnt hinn fyrrum óskeikula leiðtoga sinn og sagt, að honum hafi orðið á mikil mistök og komið af stað menningarbyltingunni. Kínverjar stefna að þvi að koma á sínum eigin sósíal- isma, ólíkum þeim, sem ger- ist með erkifjendum þeirra, Rússum, og þeim, sem þeir höfðu í huga, frumkvöðlar kommúnismans, Marx, Eng- els og Lenín. Rússar hafa þegar steypt Stalín af stalli og kínverskir leiðtogar eiga erfitt með að bera lof á manninn, sem réðst inn í Pólland og önnur lönd, á sama tíma og þeir vara við útþenslustefnu Rússa nú á dögum. Hvíta húsið haf nar innrásarkenningu Wa.shington. 16. á?Ú8t. AP TALSMAÐUR Hvita hússins hafi „metið pólitískar afleið- ingar“ innrásar í íran skömmu fyrir forsetakosningarnar 4. nóvember og „komist að þeirri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.