Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 27 skapi sínu. Kæmi fyrir, að eitt- hvað brigði þar út af, var hann manna sáttfúsastur, enda fjarri skapi hans að eiga í útistöðum við menn. Þakkir ættingja og vina fylgja honum héðan af heimi og óskir um Guðsblessun í hinum nýja. Eftirlifandi eiginkonu og börn- um hans öllum, svo og öllum vandamönnum, sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Björg ívarsdóttir, Valgarður Kristjánsson. Kveðja frá Danmörku Þorleifur Þórðarson er látinn sjötíu og tveggja ára að aldri. Þorleifur Þórðarson var um margt óvenjulegur maður, fram- koma hans öll og persónuleiki voru ekki þess eðlis að ókunnum útlendingi kæmi í hug við fyrstu kynni að þar færi maður sem fengist við jafn jarðbundin verk- efni og markaðsmál á sviði ferða- mála, enda virtist skaphöfn hans fjarri gróðahyggju og fjármála- vafstri, en þrátt fyrir það tókst Þorleifi Þórðarsyni á löngum og farsælum starfsdegi að kynna ísland erlendis með þeim hætti, að það varð forvitnilegur áfangi tug- þúsunda útlendinga. Það var fjarri Þorleifi Þórðar- syni að taka sér stöðu í sviðsljós- inu, en eðlislæg framkoma hans varð til þess að hann eignaðist kunningja víða um lönd og á meðal flestra þeirra er hann hafði samskipti við tókust kynni, sem þróuðust í trygga vináttu sem opnaði dyr í margar áttir til mikils gagns fyrir íslenska ferða- mannaþjónustu. Norrænir stéttarbræður Þor- leifs Þórðarsonar áttu þess oftar en einu sinni kost að koma til íslands. Þá var hann hinn ógleym- anlegi gestgjafi sem opnaði augu manna fyrir hinni stórfenglegu náttúru Islands, en þá myndaðist einnig vinátta milli mín og fjöl- skyldna okkar, sem ekki gleymist. Þorleifur Þórðarson var sér- stakur persónuleiki, sem margir sakna. Kærar kveðjur, Jörgen Helweg, ferðamálastjóri. Danmörku. Við fráfall Þorleifs Þórðarsonar fyrrv. forstjóra vil ég, persónulega og fyrir hönd samstarfsmanna sem með honum störfuðu í hinu fyrsta Ferðamálaráði, flytja nú að leiðarlokum þakkir fyrir gengna tíð — tryggð hans og vináttu, fyrir fórnfúst starf að uppbyggingu ísl. ferðamála og brautryðjendastarf að ferðamannaþjónustu á íslandi. Þorleifur Þórðarson starfaði meginhluta ævi sinnar að ferða- málum. Hann kom til starfa við Ferðaskrifstofu ríkisins fyrir til- stuðlan Eggerts P. Briem skömmu eftir að fyrstu lög um íslensk ferðamál tóku gildi árið 1936. Síðan varð Þorleifur forstjóri Ferðaskrifstofunnar árið 1946, en hann lét af störfum vegna heilsu- brests árið 1973. Það væri of langt mál að segja söguna alla um farsæl afskipti Þorleifs Þórðarsonar af ísl. ferða- + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför konu minnar, moöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEINUNNAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Bólataöarhlíö 30. Aöali toinn Halldórsson, Erla Aöalstsinsdóttir, Snorri Bjarnason, Áslaug Aöalsteinsdóttir, Steinar Friðjónsson, Brynhildur Aöalsteinsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Aöalsteinn Emilsson, Edith Vivian Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur míns, BALDURS SIGURLÁSSONAR. Fyrir hönd vandamanna. Hulda Sigurlásdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BERNHARDS B. ARNAR, kaupmanns, Stórholti 17. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hátúni 10 b, 4. hæð. Rannveig Arnar, Erna Arnar, Péll Vfgkonarson, örn Arnar, Margrót Arnar, Bförn Arnar, Anna Karen Kristjánsdóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞORGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Meðalholti 2. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös deildar 3B Landspítal- ans- Magnús Karlsson, Erna Bjarnadóttir, Erla Karlsdóttir, Jón Sveinsson, og barnabörn. málum og þátttöku hans í upp- byggingu þeirra. Á hitt má gjarn- an minna að oft sárnaði Þorleifi afskiptaleysi og skilningsleysi stjórnvalda á störfum hans, þó hann hefði ekki um það mörg orð, enda var Þorleifur enginn hávaða- maður og þó ekki færi hátt kom hann ótrúlega miklu í verk við allar aðstæður. Þorleifur Þórðarson stjórnaði fyrirtæki sínu vel og aflaði því mikilla tekna sem hann notaði til að framkvæma hugmynd sína um gistihús- og veitingarekstur í heimavistarskólum landsins á sumrin. Þá notaði hann tekjuaf- gang stofnunarinnar til útgáfu kynningarbæklinga ýmiskonar og gerð landkynningarkvikmynda, auk þess sem hann varði miklu fé á þeirra tíma mælikvarða í aðra þætti landkynningar. Á árinu 1964 verða mikil þátta- skil í ísl. ferðamálum, en þá voru sett lög um Ferðamálaráð og varð það ráðgefandi stofnun fyrir Al- þingi og ríkisstjórn um allt sem ísl. ferðamál varða. Þorleifur Þórðarson fór ekki dult með að hann var á móti þessari skipan, en hann tók sæti í Ferðamálaráði sem fulltrúi Ferðaskrifstofu ríkis- ins og sat þar þangað til hann lét af störfum sem forstjóri. Þrátt fyrir að ágreiningur væri á milli okkar Þorleifs um ýmis framkvæmdaatriði í upphafi sam- vinnu ræddum við þau ævinlega í bróðerni og aldrei lét hann mig gjalda þess þótt við værum ekki sammála. Eftir því sem tímar liðu og reynsla mín fór vaxandi skildi ég betur sjónarmið hans — hann benti mér á ýmsa hluti sem hafa komið að notum og þá ekki síst að vera umburðarlyndur og þolin- móður við störf sem ekki njóta nægilegs skilnings hjá almanna- valdinu, þar gilti það eitt til árangurs að hafa óbilandi trú á málstaðnum, vinna hægt og síg- andi að settu marki, en varast að reisa sér hurðarás um öxl. Þó veraldavafstur Þorleifs Þórðarsonar, eins og flestra ann- arra, væri háð brauðstritinu, var hann alvarlega hugsandi um hin duldu rök lífsins og tilverunnar. Lestur góðra bóka og hugleiðingar um efni þeirra milduðu hann og tömdu skap hans og skapgerð alla, því að eðli var Þorleifur mikill skapmaður, en hann var hlýr maður og viðræðugóður, tryggur og vinafastur. Þegar Þorleifur Þórðarson lét af störfum sem forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins sýndu starfs- bræður hans í fjölþjóðlegri sam- vinnu um ferðamál virðingarvott og þakklæti fyrir góða og heilla- ríka samvinnu, m.a. hlaut hann heiðursviðurkenningu frá ferða- málaráðum allra frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Þá var þess óskað að einstaklingar og fyrirtæki íslensk, sem að ferða- málum starfa, að hann sæti fyrir hjá listmálara, sem gerði af hon- um mynd, sem um ókomin ár verði höfð uppi í höfuðstöðvum ísl. ferðamála, til að minna komandi kynslóðir á hinn hógværa braut- ryðjanda, sem á löngum starfsdegi en við takmarkaðan skilning varð til þess að gera varanlegt átak til að undirbyggja unga atvinnugrein í landinu, sem á eftir að eflast til hags og menningarauka fyrir land og þjóð. Strax eftir að lát Þorleifs Þórð- arsonar fréttist til útlanda hafa mér borist óskir frá stofnunum og einstaklingum erlendis um að koma á framfæri við eiginkonu Þorleifs og aðra aðstandendur samúðarkveðjum og geri ég það hér með. Eg og kona mín sendum Kristjönu, eiginkonu Þorleifs, börnum og öðrum nánum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur Ludvig Hjálmtýsson. Enn er komið að kveðjustund. Nú við brottför Þorleifs Þórðar- sonar. Margir hafa kvatt, lagt upp í ferðina handan þetta fagra sumar. Þorleifur fæddist í Ólafs- vík 1908. Þegar hann er þriggja ára deyr móðir hans Björg Þor- steinsdóttir og Þorleifur flytst úr föðurhúsi til hjónanna Þórunnar og Magnúsar að Sjónarhóli. Ekki vegna sárrar fátæktar, er þá var viðloðandi sjávarplássin á Snæ- fellsnesi. Faðir Þorleifs, var allvel stæður á þeirra tíma mælikvarða og fékkst við útgerð. Hinsvegar var tiðarandinn og samhjálpin þannig að sjálfsagt þótti að koma börnum í fóstur við andlát for- eldris. Úr þessum farvegi hefst saga Þorleifs, saga um ræktun- armann er sáði hlýju og nærgætni þar sem hann fór. Ekki síðst átti sú umhyggja hans við þegar um lítilmagna var að ræða. Varfærni Þorleifs gagnvart gróðri og mál- leysingjum vakti og samferða- menn hans til umhugsunar. Hver aðdáandi er öllu lífi mikil- vægur ekki síðst hrjóstrugu landi þar sem samspil gróðurs, dýra og manna er viðkvæmara fyrir en í suðlægari löndum. Eftil vill vegna þess gefum við SJÁ NÆSTU SÍÐU LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 IVý liártiÁika Dömur og herrar. Klippum háriö eftir nýjustu tísku. Einnig litanir perman- ent, næringarkúrar o.fl. Hjá okkur er úrvals þjónusta. Reyniö viöskiptin. HÁRSKERINN Skúlagötu 54, sími 28141. RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312. HÁRSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24, sími 17144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.