Morgunblaðið - 17.08.1980, Side 2

Morgunblaðið - 17.08.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Þorsteinn Pálsson framkvæmdastj. VSI: Tilraun til að eyði- leggja umræður um kjarasamninginn Hús rís Ljósmynd Mbl. Emilía Fargjaldastríðið yfir Norður-Atlantshafið harðnar: Flugfélög lækka fargjöld þrátt fyrir bullandi tap „Kjarnasamningur kemur ekki til Krcina hjá okkur nema með hiutfallslcKum verðbótum. Þetta er fjármálaráðherra lön«u kunn- ugt um og ég get þvi ekki skilið þessa ákvörðun öðru vísi, en sem tilraun til að eyðilegKja umræður um kjarnasamninginn,** sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, þegar Morgunblaðið bar undir hann þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að bjóða BSRB að verðbætur á öll laun undir 345 þúsundum verði i krónutölu þær sömu. Eins og kemur fram í bókun fjármálaráðherra með samnings- INNLENT Bílþjófur vart viðræðuhæfur vegna ölvunar Á sjöunda timanum i gær- morgun var lögreglunni i Reykjavik tilkynnt um að bil hefði verið stolið í Laugarnes- hverfi. Billinn fannst skömmu síðar og var honum þá ekið eftir Miklubraut. Þjófurinn reyndist vera lfi ára piltur og var hann allmikið ölvaður. Er talið sennilegt að hann hafi stolið bílnum til að komast heim til sín, en hann býr í Kópavogi. Ilía gekk að yfir- heyra piltinn, þar sem hann var vart viðræðuhæfur vegna ölv- unar. Billinn, sem hann stal var af Cortínugerð, árgerð 1970, en þeir bílar hafa mjög gjarnan orðið fyrir barðinu á bílaþjóf- um. Nokkru síðar var lögreglunni tilkynnt um þjófnað á öðrum bíl í Laugarneshverfi en eigend- urnir höfðu fundið hann skammt frá heimili sínu. Hallgrímskirkja í HALLGRÍMSKIRKJU verður messa í dag, kl. 11 árd. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson mcssar. Á Landspitalanum messar sr. Ragnar Fjalar kl. 10. árd. drögum BSRB telur hann óhjá- kvæmilegt að sæmræmdar reglur gildi um greiðslu verðbóta á laun hjá opinberum aðilum og á al- mennum vinnumarkaði. Hug- myndir um visitölugólf hafa verið umdeildar innan ASt og VSt hefur algjörlega hafnað þeim. „Vísitölugólfið hefur í för með sér að innan við 20% af félagsmönnum BSRB fá meiri verðbætur en verð- bótavisitalan segir til um. Sam- svarandi tala á almennum vinnu- markaði er sennilega um 75%. Hérna er því um að ræða tilraun ASÍ og fjármálaráðherra til að gera að engu frádráttarliðina í vísitöl- unni. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar gerði talsverða bragarbót á verðbótakerfinu með því að taka inn í það viðskiptakjaraáhrif. Þetta vísitölugólf er fyrst og fremst bakdyraleið til að eyða frádráttar- áhrifum og gera þessar breytingar, sem fram fóru á vísitöiunni að engu. Hlutfall félagsmanna ASI er svona hátt vegna þess að allir viðmiðunartaxtar í ákvæðis- og bónusvinnu falla undir gólfið og viðmiðunartaxtar fyrir álög. Þessi einhliða ákvörðun fjármálaráð- herra um breytingu verðbóta- greiðslna er óþolandi íhlutun í kjarasamninga á almennum vinnu- markaði," sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Fargjaldastriðið á flugleiðunum yfir Norður-Atlantshafið fer stöð- ugt harðnandi með hverjum degin- um. Flugfélög beggja vegna Atl- antshafsins hafa á undanförnum dögum tilkynnt um mikla lækkun fargjalda i haust og vetur. Þctta gerist á sama tíma og taprekstur þessara fyrirtækja er gifurlegur vegna þessa flugs og eykst stöðugt, t.d. var tap British Airways vegna Atlantshafsflugsins á siðasta ári um fi milljarðar króna og verður mun mrira á yfirstand- andi ári. Þá eru alkunn þau mikiu vandamál sem Flugleiðir eiga við að glima vegna flugsins yfir hafið. Reyndar er fyrirséð gífurlegt rekstrartap hjá fyrirtækinu á þessu ári. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Mbl. fyrir skömmu, að fargjaldastríðið væri ekki farið að hafa veruleg bein áhrif á markaðsstöðu Flugleiða þar sem flest þessi lágu fargjöld eru í boði á flugleiðinni milli Bandaríkj- anna og London, en Flugleiðir fljúga eins og kunnugt er til Luxemborgar á meginlandinu. Sigurður sagði hins vegar, að það mætti allt eins búast við harðnandi samkeppni innan tíð- ar. Varðandi verðsamanburð standa Flugleiðir orðið frekar illa gegn keppinautum sínum, en fargjaldið frá New York til Luxemborgar og til baka með Flugleiðum kostar á sumarverði 599 dollara, eða rúmlega 297 þúsund krónur. Um miðjan september lækka þessi fargjöld Flugleiða niður í 499 dollara, eða tæplega 248 þúsund krónur. Á sumarfargjaldi kostar það hja British Airways að fljúga frá New York til London og til baka 188 pund, eða 221 þúsund krónur. Þetta verð miðast þó við, að viðkomandi getur ekki látið bóka sig í ferðina. Borgi menn hins vegar fyrir bókuð far- gjöld kostar að fljúga þessa sömu leið 223 pund, eða 262 þúsund krónur. Eftir 15. september lækka fargjöld British Airways allnokkuð og mun þá kosta, séu viðkomandi ekki bókaðir, 164 pund að fljúga þessa leið, eða um 193 þúsund krónur. Sé ferðin hins vegar bókuð er fargjaldið 189 pund, eða um 222 þúsund krónur. Það síðasta í þessum málum er, að Sir Freddie Laker, tilkynnti nýverið, að frá 15. september biði hann fargjaldið frá New York til London og aftur til baka á 184 pund, miðað við frátekið sæti, en það er um 216 þúsund krónur, sem verður lægsta verð á þessari flugleið fyrir frátekin sæti. Þá má geta þess, að bandaríska flugfélagið Trans World Airlines, TWA, bíður sömu fargjöldi og Brit- ish Airways. Pan American er með heldur hærra fargjald í sumar eða 212 pund, sem er um 250 þúsund krónur, séu viðkomandi ekki bókað- ir, en 223 pund, eða 262 þúsund, séu menn bókaðir. I haust bíður Pan American fargjaldið á 184 pund, eða 216 þúsund krónur, sé viðkomandi ekki bókaður, en sé farið bókað kostar að fljúga þessa leið 189 pund, eða 222 þúsund krónur. Séu viðkomandi ekki bókaðir bjóða flugfélögin, EL-Al, Air India og Nortwest Orient sömu fargjöld og Veiða má 1000 hrein- dýr í ár MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur gefið út reglur varðandi veiðar hreindýra árið 1980, en í þessum nýbirtu reglum seg- ir, að heimilt sé að veiða allt að eitt þúsund hreindýrum í Norður-Þingeyjarsýslu, Múla- sýslu og Áustur-Skaftafells- sýslu. Veiðarnar skulu fara fram á tímabilinu 1. ágúst til 15. september n.k., þó getur ráðuneytið leyft veiðar á öðr- um árstíma. ef sérstakar að- stæður mæla með, að höfðu samráði við hreindýraeftir- litsmenn, sem hlut eiga að máli. Veiðunum er skipt niður milli 31 hrepps og hefur hver hreppur sinn kvóta, eða allt frá 8 dýrum upp í 90. Flest dýrin má veiða í Fljótsdalshreppi og Jökuldalshreppi, en fæst í Fjalla- og Skeggjastaðahreppi í reglunum mælir svo fyrir, að einn eftirlitsmaður skuli vera í hverjum hinna 31 hreppa, og skal hann ráðinn af menntamálaráðuneytinu og skal það greiða viðkomandi þóknun fyrir starfið. Pan American, hvort sem um er að ræða sumar eða vetrarfargjald. Séu viðkomandi bókaðir í ferðina eru þessi félög hins vegar með mjög mismunandi verð, eða allt frá 189 upp í 247 pund eftir 15. september, eða frá 222 þúsundum upp í 290 þúsund krónur. Sumarfargjöld þess- ara félaga eru hins vegar á bilinu 223 til 301,5 pund, eða um 262 þúsund upp í 355 þúsund krónur. Eitt er það sem er ljóst við þetta fargjaldastríð, þessi flugfélög fljúga öll með farþega sína yfir hafið undir kostnaðarverði, en hvers vegna er ekki auðsvarað. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Tilboðið sambæri- legt við það ^em rætt var milli ASI og VMS „ÞAÐ ER enginn vafi á því. að ýmsir hafa misskilið það sem felst í þessum samningsdrögum, ef þeir ímynda sér að allur fjöldinn fái 7—8% hækkun,“ sagði Ragnar Arnalds, íjár- málaráðherra, þegar Morgun- blaðið spurði hann hvort hann héldi að samningsdrög BSRB hefðu áhrif til ha'kkunar krafna ASÍ, eins og komið hefur fram i fréttum. „Það er mesti misskilningur og það er ekki nema lítill hluti sem fær þá hækkun. Ég vil undirstrika að það eru hækkanir, sem menn fá eftir fjögur ár, og ennfremur að það eru fyrst og fremst þeir, sem ekki njóta neinna sérstakra hækk- unarreglna, sem fá tilfærslur milli launaflokka. Eg er ansi hræddur um að þeir, sem hafa uppi stór orð í þessu sambandi, annað hvort að heildarhækkunin sé of lítil eða að um mjög miklar hækkanir sé að ræða, hafi ekki haft aðstöðu til að kynna sér hvað í þessu tilboði felst. Mér sýnist að þetta samnings- tilboð, sem ríkið hefur nú gert starfsmönnum sínum, sé mjög sambærilegt við þær viðræður, sem voru í gangi milli Alþýðu- sambandsins og Vinnumálasam- bandsins, en þar munaði mjög litlu að tækist að ná samkomulagi. En þeir samningar strönduðu m.a. á vísitölugólfinu, sem við höfum nú boðið BSRB með von um að ASÍ semji um það sama,“ sagði Ragnar að lokum. Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi: „Hljótum að skoða framhald meiri- hlutasamstarfsins44 „MÉR finnst þessi málalok vera skelfileg án þess að ég vilji á þessu stigi vera með neinar hótanir eða yfirlýsingar um framtíð meirihlutasamstarfsins i bæjarstjórninni. í Fifuhvamms- málinu hefur verið gengið gegn grundvallarstefnu Alþýðuflokks- ins og við bæjarfulltrúar flokks- ins hljótum að skoða framhald meirihlutasamstarfsins,“ sagði Guðmundur Oddsson, annar bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins í bæj- arstjórn Kópavogs, er hann var spurður um hvaða áhrif sú ákvörðun bæjarstjórnar Kópa- vogs að festa kaup á landi jarðarinnar Fifuhvamms hefði á meirihlutastarfið í bæjarstjórn Kópavogs. Núverandi meirihluta í bæjar- stjórninni mynda bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins, en kaupin á Fífuhvammslandinu voru samþykkt á bæjarstórnar- fundi á föstudag með átta atkvæð- um bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, Framsóknarflokksins og sjálfstæðismanna en á móti voru tveir bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins og fulltrúi Borgaralist- ans. Guðmundur sagði, að bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins vildu skoða þetta mál vel og íhuga hver framtíð meirihlutasamstarfsins yrði. Augljóst væri að í þessu tiltekna máli hefði komið upp nýr meirihluti í bæjarstjórninni og það sagðist Guðmundur líta alvar- legum augum, þegar um væri að ræða jafn mikla fjárfestingu og hér væri um að tefla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.