Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 7 Baldur Steingrímsson Skeggjagötu 6 í Reykjavík skrifar mér svo m.a. (28. júlí): „I síðasta þætti, sem birt- ist í blaðinu í gær, er drepið á orðið parrak og að parraka. Þar segist þú aðeins kannast við þessi orð af bókum. Af því tilefni langar mig til að segja þér, að þessi orð voru oft notuð í daglegu máli á unglingsárum mínum heima á Tjörnesi. Sagt var: Þetta er óttalegt parrak á skepnun- um, að hafa þær í svona þröngri girðingu til lang- frama. Eða: Gættu fyrir mig ánna, en passaðu að parraka þær ekki of mikið, því það gerir þær bara rásgjarnari. Eða: Það er ómögulegt að parraka strákinn lengur inni, þó honum sé ekki batn- að kvefið ...“ Ég þakka Baldri þetta skil- merkilega bréf og þessi greinargóðu dæmi. í fyrrnefndu bréfi Gísla Guðmundssonar í Reykjavík var látið að því liggja, að menn leituðu eftir uppruna- myndinni rasbaga vegna þess að þeir væru feimnir við að nefna orðið rass. í því sambandi minnti hann á að menn hefðu búið til ómynd- ina kviðsvið, af því að þeir hefðu veigrað sér við að nota orðið hrútspungur. Vangaveltur okkar Bald- urs á Tjörnum um rasbaga — rassbaga voru þessu alveg óskyldar. En hér er skemmti- legt viðfangsefni að spreyta sig á. Fyrirbærið er heims- þekkt og kallast euphemismi. I bili ætla ég að reyna að nota orðið veigrun, sbr. það sem áður sagði, að menn veigruðu sér við að segja eða rita eitthvað sem gróft eða dónalegt mætti kallast. Einkum á þetta við um bölv, saur og klám. Athugum þá fyrst bölvið. Andskotinn og djöfullinn hafa þótt gróf blótsyrði á vissum tímum. Því eru búin til veigrunarorð sem seint yrðu öll upp talin. Dæmi: ansvítinn, anskollinn, ankoll- inn, ansinn, défustinn, délinn og djanginn. Einnig forðast menn orð um saur og hland. Menn ganga örna sinna, tefla við páfann, hafa hægðir til baks- ins o.s.frv., og menn kasta af sér vatni, pissa og pía, af því að sögnin að míga þykir of gróf. Mér leiðist klám og kynlífstal, svo að ég sleppi veigrunarorðum af því tæi, þó að af nógu sé að taka, algengast líklega að gera hitt. Mál er að hefja á ný tínslu „gullkorna" úr bréfi Páls (til mín). Níunda korn: „... í öllum nýjum hitaveitusvæðum Hitaveitu Reykjavíkur." Það má segja þessum staglstíl til lofs, að ekki fer milli mála hvað við er átt frekar en í vísunni góðu: Missti bátinn maAur sá mjög í Htóru veÓri. t>aó gekk svo mikil Kola á hann gekk sundur af veðri. Tíunda korn (stórbrotið á allan hátt): „Fjallkonan flutti ræðu og var lagt út á, að nú upplifðum við sól á 17. júní.“ Þetta er nú ekki dónalegt þjóðhátíðarmál. í fyrsta lagi leggur Fjallkonan út á eitt- hvað, í stað þess að leggja út af einhverju, síðan gerast þau undur að við „upplifum sól“ að vori til og það á 17. júní. Þarna væri forsetning- in betur horfin og notað venjulegt tímaþolfall eins og okkur er tamt: Þetta gerðist daginn áður, ekki á daginn áður. Ellefta korn: „Ég er því mjög fegin að það sé búið að loka læknum á kvöldin". Þarna á vitanlega að standa er í staðinn fyrir auðkennda orðið sé, og auk þess mætti spyrja: Hverjum hefur verið lokað? Læknum er tvírætt. Hverju er konan að fagna? Tólfta korn (og ekki af lakara taginu): „Hnitbjörg verður ekki lýst í einni blaðagrein." Nema hvað. Lík- lega á að standa þarna Hnit- björgum, og væri þá átt við hús það í Reykjavík sem geymir listaverk Einars Jónssonar. Nema einhver kona hafi nú verið skírð Hnitbjörg, og má nærri geta, hvort heldur sem er, að slíkum stórmerkjum verði ekki lýst í skömmu máli eða fáum orðum. Að þessu gamni slepptu, er þess að geta, að nafnið Hnit- björg er komið úr gömlum goðsögum og merkti björgin, þar sem Suttungur (Fjalar) jötunn bjó, en hann náði skáldamiðinum fræga, þeim sem bruggaður var úr blóði Kvasis hins vitra og hunangi. Óðinn komst að miðinum með brögðum og flaug með hann í sér heim til Ásgarðs, en honum var veitt eftirför og missti sumt af miðinum aftur úr sér (sendi aftur suman mjöðinn). Það köllum vér skáldfíflahlut, segir Snorri, og hefur það hver sem vill. Er stundum ekki langt milli fíflskapar og snilldar, sbr. Æra-Tobba, eða hvað segja menn um þessa vísu? Maður gengur ofan á bryggju og spyr: Hvtum, hvtum. hvað er að, hvenær kemur Pétur að? Er hann með eða ekki með, annað eða harði skrúfubhtðin á eða ekki á? [Varanleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariönaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á husum, hefur komið i Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og aframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og viö munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA~ INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. anœstunm Úrvalsferöir 1980 22. ágúst Mallorca Biölisti 5. sept. Ibisa 1 og 3 vikur. Laus sæti. 12. sept. Mallorca 2 og 3 vikur. Örfá sæti laus. 3. okt. Mallorca 3 vikur. Laus sæti. Allir farseölar; flugfarseðlar, járnbrautafarseðlar, skipafarseðlar. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.