Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 25 Botswana Seretse Khama forseti Bots- wana lést nýlega. Eggert Ás- Keirsson framkvamdastjóri Rauða kross íslands heimsótti landið ok hitti þá m.a. Khama að máli. Sejíir hann í eftirfarandi Krein litillega frá landi og þjóð. Undanfarið ár hef ég komið tvívegis til Botswana. í fyrra haust var ástandið heldur hallær- islegt í sunnanverðu landinu þurrkar miklir og ég fékk þá tilfinningu að landið hefði upp á harla lítið að bjóða. Þegar ég svo kom þangað aftur í vor hafði allt breyst til batnaðar, enda hafði regn verið með skásta móti og mjög miklu betra hljóð í öllum sem ég hitti að máli. Þannig stóð á ferðum mínum að ég var sendur til nokkurra ríkja í sunnanverðri Afríku af Alþjóða- sambandi Rauða kross félaga til að fylgjast með framvindu þróun- aráætlunar sem stefnt hefur að því að efla sjálfsbjargarviðleitni þeirra þjóða sem í hlut eiga. Er Ieitast við að ná því marki innan verkefnasviðs Rauða krossins á fimm ára bili. Botswana ber mjög merki ná- vistar Suður Afríku með kostum þess og göllum. Margt manna þar í landi er landflótta frá S-Afríku, t.d. vegna verkalýðsbaráttu eða hjónabanda þar sem annar maki er litaður. Áð sjálfsögðu get ég engar almennar ályktanir dregið af veru minni í landinu eftir tvær vikur. Þó fór ég víða og hitti marga í starfi mínu. Af þeim löndum í sunnanverðri Afríku, sem ég hef heimsótt til þessa dags var langmest ró yfir Botswana á efnahags- og stjórn- málasviðinu. Seretse Khama for- seti landsins virtist með eindæm- um vinsæll og stjórna landi sínu með spekt. Hinsvegar hafði flokk- ur hans svo mjög yfirgnæfandi meirihluta að það eitt, sér gæti talist hættulegt eðlilegri lýðræðis- þróun. Mikil áform eru uppi í landinu um framfarir. Það sem ég kynnt- ist mest eru áætlanir um frum- heilbrigðisþjónustu, en stefnu Al- þjóðaheilbrigðisþjónustunnar er Eggert Asgeirsson segir frá heimsókn til landsins nú mjög farið að gæta víða um Afríku og er Rauði krossinn í Botswana undir forystu forseta- frúarinnar Ruth Khama þar mik- ilvægur liður, en valddreifing og þátttaka af hálfu flokksins eru undirstöðuþættir. Vegna þessa hlutverks hennar hitti ég hana nokkrum sinnum. Það gladdi hana auðsæilega, þegar ég sagði henni frá því að Islend- ingar hefðu fylgst vel með og haft samúð með fjölskyldunni á útlegð- arárum þeirra á Bretlandseyjum. Lady Khama er af bresku bergi brotin sem fyrir 30 árum var miki hneysa talin af sumum að þau blönduðu blóði. Þegar ég svo síðar hitti forsetann Seretse Khama sjálfan rifjaði hann þetta upp. Þótt Seretse Khama væri orðinn 58 ára þegar ég sá hann og væri haldinn alvarlegum sjúkdómi var hann unglegur, grannur og spengi- legur, einstaklega glaður og léttur í viðmóti, hló dátt að spaugsyrðum og lét óspart uppi skoðanir sínar á málefnum álfunnar, en hann var á leið á S-Afríkuráðstefnuna í Lus: aka í Zambíu tveim dögum síðar. í vor var líka léttara yfir mönnum, en áður í þessum heimshluta, þá hafði komist friður á í Zimbabwe, flóttamennirnir horfnir heim flestir og Mozambík hafði opnast mjög og endurskipulag stóð yfir í frelsisátt undir stjórn Machel. Khama sagði um þá þróun að sennilega hefði Machel komist á snoðir um það eins og fleiri að það væri erfitt að búa í Útópíu. Greinilega undi forsetinn sér vel meðal þegna sinna. Hann hló að sögum þeirra og var mjög óformfastur í framgöngu. Það hefur kallað á mikla stjórn- visku að stýra landinu til sjálf- Nokkrir nýir veit- ingastaðir með ófag- lært þjónustufólk „ÞAÐ er rétt, að nokkrir nýjir staðir, sem fengið hafa vínveit- ingaleyfi, eru með ófaglært þjónustufólk. Skv. samningi milli Félags framreiðslumanna og Sam- bands veitinga- og gistihúsaeigenda eru meðlimir sambandsins skuldb- undnir að hafa aðeins faglært fólk i þessum störfum. Við höfum ekki enn kannað. hversu margir af áðurgreindum aðilum eru meðlimir í S.V.G. og höfum ekki gert neitt enn þá, erum að kanna málið." sagði Sveinbjörn Þorkelsson for- Útlending- um fækkar í landhelginni SAMKVÆMT upplýsingum Land- helgisgæzlunnar eru færeysku skipin, sem verið hafa á veiðum hér við land í sumar, nú flest horfin úr landhelginni. Síðdegis í gær höfðu færeysku skipin öll nema 2 tilkynnt Gæzlunni að þau væru lögð af stað heim á leið. Færeyingarnir fylltu kvóta sinn í vikunni. Belgar mega hins vegar veiða nokkurt magn til viðbótar og voru tvö belgísk skip að veiðum undan Suðurlandi í gær. stæðis og sigla milli skers og báru í ófriðarhættu þessa heimshluta. Það er erfitt að stjórna landinu vegna flókinnar ættflokkaskipun- ar. Landið er geysi stórt eða 600 þús. ferkílómetrar og íbúatalan 800 þúsundir. Dreifbýlið, fátæktin, menntunarskorturinn og sjúk- dómar gera það að verkum að landið á erfitt uppdráttar og háð S-Afríku í ýmsu tilliti. Fyrirtæki eru gjarnan í eigu útlendinga. Gjaldmiðillinn er pula. Pula er ritað á skjaldarmerki landsins og pula þýðir vatn sem er helsta náttúruauðlind landsins. Því mið- ur hefur tekist svo illa til að boranir og aukin tækni við að ná upp þessari auðsuppsprettu hefur orðið til að fjölga nautgripastofn- inum og allt of nærri gróðri landsins hefur gengið. Er gripið til marrgvíslegra ráða til að snúa þróuninni við að takmarka bú- stofn, en lítt hefur miðað. Norðurhluti landsins hefur orð- ið fyrir miklum búsifjum vegna gin- og klaufaveiki og hefur verið komið upp margvíslegum varnar- aðgerðum umhverfis. Menn voru bjartsýnir á að tekist hefði að hefta sjúkdóminn. Vegakerfið er mjög stórt enda eru eyðimerkur og saltsteppur í stórum hluta landsins. Enn er mikið frumstætt dýralíf í landinu sem þó stendur mikil hætta af veiðiþjófum. Rétt áður en ég kom til Maun í norðanverðu landinu hafði verið tekinn þjófur með lVi tonn af Seretse Khama fílabeini. Ekki hafði verið hægt að koma nema óverulegri sekt á hann fyrir athæfið og ekki tókst að upplýsa neitt um afbrotahring þann sem að honum stóð. Ibúarnir voru einstaklega þægi- legir og gestrisnir. Þrátt fyrir fátæktina voru þeir ánægðir og bjartsýnir, einkum varð þess vart í Francistown en járnbrautin til Zimbabwe var komin í fullan gang á nýjan leik. Vonandi auðnast þeim Botswanamönnum að halda friðnum og forðast rót í kjölfar forystuskiptanna í landinu. Á forsetasetrinu hitti ég ein- stakiega skemmtilega 92 ára gamla frænku Lady Khama sem býr þar hjá þeim. Hún bað mig endilega að senda sér kort með mynd frá ísiandi. Við höfum síðan skipst á bréfum. í bréfi sem ég fékk frá henni fyrir skemmstu kom fram þessi djúpstæði órói fólks yfir ófriðarhættu og tog- streytu sem veldur svo mikilli hörmung einmitt þeim sem síst skyldi. Þótt nú hafi verið greint frá Botswana vegna fráfalls Seretse Khama má geta þess að þróunar- áætlun Rauða krossins í sunnan- verðri Afríku er til komin vegna óróleika og annars ófremdar- ástands í þeim heimshluta. Hún nær einnig til Angóla, Zambíu, Malawi, Swazílands og Lesótó. Þá eru Tanzanía, Zimbabwe og Mósambík nýkomin með til starfa af þrótti. Starfsaðferðir þær sem teknar hafa verið upp brjóta blað í sögu Rauða krossins og ekki ólík- legt að komi að gagni í fleiri heimshlutum. Starf það, sem ég hef haft með höndum í þriggja manna vinnuhópi, er einmitt að leitast við að meta starfið í hinum ýmsu löndum og benda á það sem betur eða miður kann að fara. Ég tel að íslendingar ættu að taka aukinn þátt í starfi sem þessu. Þótt löndin sem í hlut eiga séu okkur fjarlæg er samt furðu margt sem við getum lagt fram. Við erum fyrir stuttu komin af áþekku þróunarstigi, við geymum sjálfstæðisbaráttuna í fersku minni og höfum vonandi ekki enn misst sjónar af gildi einstaklings- ins. Ekki hvað síst getum við kennt smáþjóðum og ríkjum nýstöðnum upp úr öskustónni að þau geti ef þau vilji og reyni verið jafnokar hvers sem er. maður Félags framreiðslumanna, er Mbl. spurði hann hvort fram- reiðslumenn teldu eigendur nokk- urra nýrra veitingastaða brjóta reglur á þeim, með þvi að hafa við störf ófaglært þjónustufólk. Sveinbjörn sagðist ekki enn vita, hversu margir staðir þetta væru, né hversu margar stöður væri þarna um að ræða. Þá sagði hann mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvort atvinnuleysis gætti í stéttinni. Það útskrifast 6—10 nemar á ári hverju frá Hótel- og veitingaskóla íslands. Hluti af þeim fjölda fer að læra til kokks og margir sækja í aðra atvinnu, bæði vegna þess að ekki fæst nógu gott starf eða alls ekkert. Það er því ljóst, að nokkurt dulbúið atvinnuleysi ríkir hjá stéttinni." Aðspurður sagði Sveinbjörn að þjónum bæri að fá greitt þjónustu- gjald, sem er 10,56% af söluverð- mæti, en grunnkaupstrygging væri aðeins 290—310 þús. kr. á mánuði. „Ég veit ekki hvað þeir borga ófaglærðu fólki, en þeir græða áreið- anlega ekki á þessu, því góð þjónusta er undirstaða þess að fólk sæki staðina." Hann sagði í lokin, að réttarstaða þeirra í þessu máli væri ekki ljós, nema hvað varðar samninginn við S.V.G., en unnið væri að könnun málsins í stjórn félagsins þessa daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.