Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Eignaskattamir í liðinni viku hafa margir komið á minn fund til að bera sig upp undan sköttun- um sínum. Margir hafa feng- ið mun meiri hækkun en þeir bjuggust við og ljóst er, að þröngt verður í búi hjá mörgum það sem eftir lifir ársins, þegar meiri hluti teknanna fer í skatta. Háir eignaskattar vekja athygli Við að skoða skattseðla allmargra skattborgara hafa hinir háu eignaskattar sér- staklega vakið athygli. Tök- um tvö dæmi. Einstæð móðir með 3,2 millj. krónur í skatt- tekjur er að reyna að halda í íbúð, sem hún keypti fyrir nokkrum árum til að tryggja sér og barni sínu öruggt heimili. Það er hennar eina eign. Af þessari íbúð þarf konan að greiða í eignaskatt til ríkisins tæpar 90 þúsund krónur. Öldruð ekkja, sem býr í tiltölulega litlu húsi sem þau hjón áttu, og er að reyna að halda því, greiðir i eigna- skatt til ríkisins rúmar 300 þúsund krónur. I báðum þessum tilvikum eru íbúðirn- ar einu eignirnar og tekjur í algjöru lágmarki. Þetta eru eignaskattar ríkisins og þeir koma til viðbótar háum fasteigna- sköttum, sem Reykjavíkur- borg innheimtir og á voru lagðir í byrjun ársins. Fasteignaskattar borgarinnar þungbærir Þessir háu eignaskattar hafa verið mikið pólitískt ágreiningsefni. Þegar vinstri flokkarnir fengu meirihluta í borgarstjórn fyrir rúmum tveimur árum, létu þeir það verða sitt fyrsta verk að hækka fasteignaskattana. Við sjálfstæðismenn veittum ávallt 20% afslátt af fast- eignasköttum, en sá afslátt- ur var afnuminn með nýjum meirihluta í Reykjavík. Fast- Birgir ísl. Gunnarsson eignamatið hækkaði og mun meira á árinu 1980 en al- mennar launahækkanir og því urðu fasteignaskattar borgarsjóðs mörgum mjög þungbærir fyrri hluta ársins. Eignaskattarnir i Reykjavík hækka um 92,5% Og nú bætast eignaskatt- arnir við. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hækk- aði eignaskakta á einstakl- ingum um 50%. Þessum skattauka hefur núverandi ríkisstjórn viljað halda og því hækka eignaskattar jafn- mikið og raun ber vitni. Þeir verða að sjálfsögðu þung- bærari í ár vegna mikillar hækkunar á fasteignamati. Þannig hækka eignaskattar í Reykjavík á einstaklingum um 92,5%. Þessi mikla hækkun á eignaskatti var mikið deilu- mál á Alþingi í vetur. Sjálf- stæðismenn lögðu til að aft- ur yrði horfið til þeirra álagningarreglna, sem giltu 1978. Þessu harðneitaði stjórnarliðið og vildi halda sér við hina háu eignaskatta. Háir eignaskattar varhugaverðir á Islandi Hér á íslandi eru svo háir eignaskattar mjög varhuga- verðir. Þeir lenda á öllum almenningi, því að ísland hefur þá sérstöðu að hér eru flestir eignamenn. Yfir 90% íbúða eru í eigu þeirra fjöl- skyldna, sem í þeim búa. Allur almenningur leggur hart að sér til að eignast íbúð. Tekjur þeirra eru skattlagðar jafnt meðan á byggingu stendur sem endra- nær og síðan þegar íbúðin er fullgerð, þá er hún notuð sem skattstofn í æ ríkari mæli bæði hjá borg og ríki. Það er mjög óeðlilegt og getur komið út sem hróplegt ranglæti, þegar tekjulítið fólk, sem hefur náð að eign- ast þak yfir höfuðið, er látið greiða háar upphæðir í eignaskatta ár eftir ár. Slíkt ranglæti er ekki að skapi sjálfstæðismanna. Það er hinsvegar dæmigert fyrir vinstri flokka að gráta það þurrum tárum, þótt fólk þurfi að skerða eignir sínar til að geta greitt skattana. Um leið og vakin er athygli á þessari hugmynd er á það minnt, að pólitísk misbeiting á góðu málefni eyðilagði kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Til þessa hefur tekist að halda jafnréttisbarátt- unni á íslandi utan við harðpóli- tískan reipdrátt, þannig á það að vera áfram, því að þar með er málefninu best borgið. Spenna í Póllandi í um það bil sex vikur hefur verið að þróast deila milli verka: manna og stjórnvalda í Póllandi. I eðli sínu er þessi deila ekki markverð á okkar mælikvarða, sem alist höfum upp með sífelld- um kjaraátökum. I kommúnista- ríkjum gilda hins vegar önnur lögmál en hér í lýðræðinu. Þar eru verkföll bönnuð og sjálfstæð verkalýðshreyfing verður að starfa með leynd. Upphaf spenn- unar í Póllandi að þessu sinni má rekja til þess, að ríkisstjórnin ákvað að hækka kjöt um 80— 100% en „láðist" að geta um hækkunina fyrr en 48 stundum eftir að hún kom til framkvæmda, þá hefur kjöt verið af mjög skornum skammti í Póllandi. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. (Ástandið þar er sem sé þannig, að þar hækkar ríkisstjórnin illfáan- legt kjöt en hér greiðir ríkis- stjórnin samskonar kjöt niður til að lækka laun manna.) í grófum dráttum má skipta hinum ólíku þjóðfélgsöflum í Pól- landi niður í fjóra hópa: andófs- menn, verkfallsmenn, katólsku kirkjuna og ríkisvaldið. Þrír fyrst- nefndu hóparnir eru hver með sínum hætti andstæða við ríkis- valdið, sem veitir kommúnista- flokknum vernd og öfugt. Andófs- mennirnir hafa á ýmsan hátt sætt svipaðri meðferð og skoðanabræð- ur þeirra í öðrum kommúnista- löndum, en þó ekki eins harð- neskjulegri í alla staði. Katólska kirkjan í Póllandi er afl, sem ríkisstjórnin hefur viðurkennt og kommúnistaflokkurinn ræðst ekki gegn, síst af öllu síðan pólskur kardínáli varð páfi. Átökin milli verkamanna og ríkisstjórnarinnar hafa oft verið afdrifarík í Pól- landi. Núverandi forystumenn pólska kommúnistaflokksins kom- ust til valda, af því að þeir voru eftirgefanlegri gagnvart verka- mönnum en fyrirrennarar þeirra. Þeir voru reiðubúnir að afturkalla verðhækkanir, þegar þeim var harðlega mótmælt með verkföll- um og öðrum aðgerðum. En síðan eru nokkur ár og enn kemur til átaka milli ríkis og verkamanna af sömu ástæðu. Ekki hefur komið fram, að um samræmda stjórnar- andstöðu væri að ræða milli and- ófsmanna, verkfallsmanna og kat- ólsku kirkjunnar. Heldur bera mótmælaaðgerðirnar yfirbragð ákvarðana einstakra atvinnu- stétta. En á sínum tíma gaf katólska kirkjan út fyrirmæli þess efnis, að úr predikunarstólnum skyldu prestar mótmæla verð- hækkunum. Til þess hefur ekki komið nú. Yfir allri stjórnarandstöðu í Póllandi hvílir þögult afl, sem heldur aftur af mönnum. Og þetta afl hefur einnig í för með sér, að ríkisstjórnin gerir ekkert, enn að minnsta kosti, sem hún telur, að egna muni verkamenn til annarra aðgerða en verkfalla. Þetta þögla afl, er vitundin um nálægð hinnar sovésku hervélar. Menn minnast þess, þegar henni var beitt í Austur-Berlín 1953, Ungverja- landi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. Nú er þessi ógnarvél vel smurð vegna hernaðaraðgerðanna í Afg- anistan og gæti á svipstundu sótt inn í Pólland og fest pólskt þjóðlíf í viðjar eins og gert hefur verið í Austur-Þýskalandi Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. í kjarabaráttu sinni verða Pól- verjar að þræða hinn þrönga veg. sem leiðir þá vonandi til aukins frelsis en ekki í fang sovéska bjarnarins, sem getur nú farið öllu sínu fram, eftir að hafa verið kjassað á Olympíuleikunum. Carter og Kennedy Baráttu þeirra Jimmy Carters og Edward Kennedys um forseta- framboðið á vegum demókrata lauk nú í vikunni með sigri Carters, sem fyrirsjáanlegur hef- ur verið síðan úrslit forkosn- inganna voru ljós. Segja má að Kennedy hafi barist til síðustu stundar, og á þinginu í New York, þar sem frá útnefningu Carters var gengið, flutti Kennedy stefnu- ræðu, sem í mörgum tilliti var árás á stefnu Carters. Ágreinings- _ efnin eru flest um ítök hins opin- bera og ríkisumsvif. Vill Kennedy auka hlutdeild ríkisins og fylgir að ýmsu leyti stefnu, sem minnir á sósíaldemókrata á Norðurlöndun- um, þótt slíkur samanburður sé ætíð dálítið hæpinn. Ymislegt af því, sem Kennedy lagði mesta áherslu á, náði fram að ganga og þar með breikkar enn bilið milli stefnumiða demókrata annars vegar og repúblikana hins vegar, en Ronald Reagan fram- bjóðandi þeirra er hinn hægri sinnaðisti í mörg ár. Af fréttum má ráða, að þing demókrata hafi fallist á sjónarmið Kennedys í því skyni að kaupa samstöðu um forsetaframbjóðandann Carter og var Kennedy óspart klappað lof í lófa af þingheimi, sem vildi hann alls ekki í forsetaframboð. I umfjöllun sinni um ræðu Edward Kennedys, sagði breska blaðið The Daily Telegraph, sem ekki er hrifið af þeim, sem trúa á almætti ríkishítarinnar, að orð hans minntu á hina „sorglegu, eyðslusömu vitleysu," sem leitt hefði til þess að verðbólgan hefði í Bretlandi náð yfirhöndinni yfir velreknum fyrirtækjum, sem veittu fólki atvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.