Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Fornar slóð- ir og nýjar Framtíð Reykjavíkur Eitt af því, sem alltaf hefur vakið undrun mína og ofurlitla andúð er útþensla Reykjavíkur upp um öll holt og öræfi. Raunar er þar víða víðsýnt og fallegt, ef rétt er á haldið við hönnun og aðstöðu húsa og glugga. En ekki er það nú alls staðar í huga haft. Það sem furðulegast verður við athugun og íhugun þessa máls og meðferðar, er skortur á framsýni og hagsýni. Nú er svo komið, áður en Breiðhoit og Fell, Sel og hvað þau nú heita hverfin við fjöllin eru fullgerð, að borgararnir ekki sízt á gömlu slóðunum, miðbæ og vesturbæ, eru að kikna undir kostnaði og útgjöldum. Samt skulda „Strætisvagnar" milljarð á milljarð ofan ár eftir ár. Það heyra allir og vita. En hvað með hin önnur útgjöld almennings, sem ekki eru birt eða sjaldan: Gatnagerð um holt og hæðir, brúarbyggingu, hita- lagnir, ljós og síma, svo eitthvað sé nefnt, sem orðið hefði öðruvísi og ódýrara, ef fornar slóðir hefðu verið notaðar betur. Þótt ekki sé nú minnst á auðnina eða eyðinguna á „miðbæ" og „vestur- bæ“, já alla leið inn í „hlíðar" og „heirna". Tómar íbúðir eða svo til, tóma skóla, tómar kirkjur, tóm veitingahús, tóm torg og auðar götur, eftir sjö á kvöldin. Hvað kostar þessi auðn öll beint eða óbeint í peningum? Hvað þá heldur í aðstöðu kyn- slóðanna, tómleikakennd, sökn- uði, einstæðingsskap? Hvað um ræktarsemi, tryggð og mér liggur við að segja átthagaást og menningarvitund? Kannske unna fáir sínum fagra „vesturbæ" og „miðbæ" við tjörnina og „holtin" nema ein- hverjar skræfur og skáld? Eða eru kannske „Grjótaþorp- ið“ og „Bernhöftstorfan" tákn um rótieysi, upplausn og æðis- jfjjllj LADA 1600 LADA mest seldi bíllinn á íslandi ár eftir ár Tryggiö ykkur LADA á lága veröinu. Hagstæöir greiösluskilmálar. Lada 1200 Lada 1200 station Lada 1500 st. de luxe Lada 1500 Topas Lada 1600 Lada Sport verö ca. verö ca. verö ca. verö ca. verö ca. verö ca. 3.920 þús. 4.150 þús. 4.560 þús. 4.565 þús. 4.880 þús. 6.185 þús. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Sadarlanðtbraat U - Reykjavtk - Sfmi 38600 gang í sálum, sem ættu að læra rósemi og una glaðar við sitt? Kannske ættum við samt að stanga ofurlítið og athuga hvert stefnir, áður en jafnvel hinir látnu líkamar borgaranna eru allir bornir upp í Mosfellssveit, með allri virðingu fyrir henni og öllum sveitum þessa lands? Ég kannast dálítið við aðstöðu í annarri borg, sem allir hér kannast við. Það er Kaupmanna- höfn. Þar gilti og hefur gilt um áratugi sama aðstaða gagnvart nýjum og fornum slóðum og hér í okkar borg. Flestir hafa sótt til úthverfanna. Það var tízka, það var fínt, frjáls og gott. En það skeði svo ofurlítið áhugavert í peningamálum hin .síðustu ár. „Þar sem fjársjóður þinn er, mun og hjarta þitt vera.“ Olía varð dýr. Benzín enn þá dýrara. Fargjöld meira að segja með strætisvögnum urðu dagleg plága, sem vart hafði fyrr vakið til umhugsunar. Þarna var nokkuð, sem kvað við annan og áhrifameiri tón en skræfur og skáld höfðu fundið og notað gagnvart verðmætum og virðingu eldri hluta borgarinnar. Og allt í einu einkum tvö síðustu ár. Og aldrei fremur en nú urðu straumhvörf og stefnubreyting. Nú vilja allir í miðborgina, sem vettling geta valdið. Hver skonsa í kjaliara eða uppi undir þaki, hvað þá heldur á miðhæð er umsetin til leigu eða kaupa. Bókstaflega boðið offjár í leigu, hvað þá í sölu og viðskiptum á annan hátt. Og allt þykir borga sig betur, en allar ferðirnar frá úthverfun- um og heim aftur, allt benzínið og allur tíminn sem þær ræna úr vösum og frá tómstundum og heimilishamingju fólksins. Nú er svo komið, að úthverfa- búskap er fundið allt til foráttu og friður og ró, næði og þægindi miðborgarinnar og gömlu hverf- anna lofað og hrósað hástöfum, já, öll aðstaða þar til lífsins. Þessi aðstaða, sem áður var löstuð og lýtt og flestum orðin framandi og týnd. En þetta er nú að verða of seint til nota þeim úthverfa- búum, sem nú lifa og starfa. Á síðasta vori stóðu í víðlesnu blaði þessarar þekktu stórborgar þessi orð, letruð stórum stöfum til fyrirsagnar grein um þessa stef nu brey ti ngu: „Nú er orðið eftirsótt að búa miðsvæðis í borginni. Það sparar bæði tíma og peninga. En nú þegar er orðið svo erfitt að fá við gluggann eftirsr. Árelius Nielsson leiguhúsnæði, að á biðlista eru skráð 50 þús. manns.“ Síðan kemur mynd af ungum hjónum úr úthverfi, sem seldu hús sitt þar og fluttu með ungan son í satt að segja rándýra leiguíbúð í miðborginni, en leika samt við hvern fingur yfir því láni að fá leigt. Og íbúðin er að þeirra sögn ljómandi þægileg og snotur göm- ul íbúð um 100 fermetrar að flatarmáli og kostar ekki nema litlar 3000 krónur danskar á mánuði. En hann er efnaður „slagtermester" — slátrari og húsaleiga er hræðilega há hjá öllum. „Já, við vorum heppin, sögðu þau bæði, höfðum gengið á milli fasteignasala, lögfræðinga, félagsráðgjafa, víxlara, vina og kunningja áður en íbúðin fékkst. Það var talað um biðtíma í 25 ár,“ bættu þau við. Já, svona getur allt breytzt á stuttri stund, ef unnið var án framsýni og fyrirhyggju. Væri nú ekki rétt hjá Reykvík- ingum í nútíð og framtíð að athuga sinn gang, áður en hærra og lengra er haldið til fjalla, með byggingar í borginni, nýta svæð- in innan markanna betur, láta sér nægja íbúð í háhýsi í stað einbýlishúss — lánakjör til við- gerðar og kaupa eldri íbúða auðvelduð, og jafnvel styrkt til stofnunar heimila í okkar „gömlu Reykjavík." Það gæti orðið bylting til hins betra, siðbót bæði efnalega og andlega. Engin hús eru fallegri en listilega löguð gömul hús. Reykjavík, 18. ágúst 1980. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.