Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Sólskin og sunnan- vin d ur í s umar- búðunum við Hóla va tn Svolítið kalt fyrst. Sumarbúðir KFUK og KFUM við Ilólavatn í Eyjafirði hafa nú senn starfað í sextán sumur, voru vígöar til æskulýðsstarfs þessara félaga 20. júní 1965. Aðsókn hefir verið mikil, og sýnir hún þörfina fyrir þessa starfsemi í þágu barna og unglinga. Þarna hafa dvalist stúlkna- og drengjahópar nokkurn veginn til jafns, og dvalartími hvers hóps er yfirleitt tvær vikur. Foringi drengjahópanna hefir verið Björgvin Jörgensson, en stúlknahóp- anna Þórey Sigurðardóttir. SumarKPstir saman komnir. Þetta var xóður sopi. Þegar tíðindamann Mbl. bar að garði um daginn, dvöldust þarna 24 stúlkur, flestar 11 og 12 ára gamlar og eiga heima á Akureyri, Siglufirði, Dalvík, í Ólafs- firði og Skagafirði. — Þetta er nú fámenn- asti hópurinn í sumar, sagði Þórey forstöðukona, en flest getum við tekið 28 í einu. Húsakynnin eru mið- uð við þá tölu. Svo erum við fjórar starfandi hér, auk mín Ingileif Jóhannesdótt- ir, sem annast eldhússtörf- in, og þær Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Hólm- fríður Þóroddsdóttir, báðar nýlega fermdar, sem eru nokkurs konar liðsstjórar, eru með stulkunum við leiki þeirra og útistörf. — Hvernig er dagskráin eða helstu liðir hennar? — Dagurinn hefst nú á því, að telpurnar eru vakt- ar kl. 8.30, og svo fer fram fánahylling hér úti á hóln- um. Eftir það er sest að Hólavatn og sumarbúðir KFUK og KFUM, Gaman að busla i vatninu. þegar heitt er i veðri. morgunverðarborði, og það er föst regla hér að syngja borðsálm á undan hverri máltíð. Að loknu borðhaldi er Biblíulestur og fræðslu- stund. Eftir það er dagskráin býsna frjálsleg og óbundin, og það fer mikið eftir veðri, hvað telp- urnar taka sér fyrir hend- ur. Mikið er um íþróttaæf- ingar af ýmsu tagi og margs konar keppni, en þess háttar er nú kannski betur skipulagt hjá drengj- unum. Við eigum þrjá báta, og þeir eru mikið notaðir á vatninu. Það er vitanlega föst regla, að allir, sem fara í bátana, séu í björgunar- vestum og það er algert skilyrði fyrir notkun bát- anna. En ég hef ekki orðið vör við annað en allir fari varlega á vatninu, og báts- ferðirnar eru afskaplega vinsælar. Svo þykir krökk- unum afskaplega skemmti- legt að synda og busla í vatninu, þegar hlýtt er í veðri eins og núna, og hér hafa ýmsir staðir við vatn- ið fengið ákveðin nöfn, svo sem Spánn og Mallorka, fjarska vinsælir bað-staðir. Þar að auki má nefna, að telpurnar dunda mikið við búin sín hérna uppi í hól- unum, jafnvel þær eldri, og hafa mikla ánægju af því. Búin eru bæði mörg og myndarleg og haganlega í sveit sett. — En hvað er gert, ef veður spillist? — Þá er nóg að fást við hér inni, ef ekki þykir vært úti. Það er mikið til af Lego-kubbum og alls konar leikföngum öðrum, og hér eru spil, töfl og ýmsar gestaþrautir. Svo eigum við ágætt bókasafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.