Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 29 Kristinn Snæland: Gjöldin hennar Jóhönnu eða m.ö.o. fógeti mun skyldug- ur að kveða upp úrskurð um þá upphæð sem viðkomandi er talinn þurfa til lágmarksfram- færis. Þetta er vitanlega leiðinleg aðferð til varnar og mun auk þess svo torsótt að eins líklegt er að minnsta kosti kötturinn verði dauður úr sulti áður en úrskurður fæst. Hin einfalda lausn Það hefur verið ákaflega fróðlegt að fylgjast með skrif- um um mál Jóhönnu. Hver spekingurinn á fætur öðrum lætur ljós sitt skína (og nú ég), en allir með tölu velta vöngum en benda þó ekki á hina einföldu lausn, sem allir stjórnmálaflokkar landsins hafa þó lofað ár eftir ár og allar ríkisstjórnir hin síðari ár hafa lofað að koma á. Haraldur Ólafsson í Tímanum krefst lagabreytinga svo óheimilt verði að taka meir af föstu kaupi en svo að dugi til fram- færis, en um það er hægt að fá fógetaúrskurð og þarf ekki lagabreytingu. Kjartan Jó- hannsson krataráðherrann fyrrverandi kjökrar utaní Jó- hönnu í Morgunblaðinu 14. ágúst sl. og segir efnislega á þá leið að ef Jóhanna og margir, margir fleiri hefðu hlýtt kalli lýðskrumaranna í Alþýðu- flokknum um síðustu kosn- ingar, þá væri nú allt í lagi og engin láglaunamanneskja væri í vandræðum að greiða gjöldin sín. í fyrsta lagi vil ég benda Kjartani á að hvergi kemur fram hjá Jóhönnu að hún sé láglaunamanneskja og jafnvel ef við tökum dæmi af launun- um sem hún áætlar sér í ágúst (ef hún vinnur eins og vitlaus manneskja) eða 842 þús. kr. og drögum af þeim hæstu skatt- prósentu sem hún nefnir í grein sinni eða 42,31% þá mun hún samt eiga eftir nettó 486 þús. kr. eftir mánuðinn, sem er nokkuð hærri upphæð en há iðnaðarmannalaun eru á mán- uði brúttó. Þannig virðist það ekki vera skattaupphæðin sem Jóhanna ber sig upp undan heldur innheimtuaðferðin. Mér sýnist að öllum sem hafa fjallað um vanda Jóhönnu og þeirra sem eins er ástatt hjá, hafi skotist yfir lausnina sem er einfaldlega staðgreiðsla skatta. Eins og áður sagði hafa allir stjórnmálaflokkar og allar rík- isstjórnir hin síðari ár lofað okkur því að tekin verði upp staðgreiðsla skatta. Þetta hefur enn verið svikið, aðeins orðin tóm. Fyrirstaðan Þegar þess er gætt að ráð- andi öfl í þjóðfélaginu lofa ár eftir ár staðgreiðslukerfi skatta er stórkostlegt undrun- arefni að slíku skuli samt enn ekki komið á. Skýringin kann að vera sú að þeir embættismenn sem á sín- um tíma skiluðu vandlega unnu áliti um málið til ríkisstjórnar- innar, þeir lögðust gegn stað- greiðslu skatta, „því slíkt kerfi er ekki heppilegt í þjóðfélagi þar sem tekjusveiflur eru mikl- ar“. Eru það kannski þessir emb- ættismenn sem þumbast við þrátt fyrir allt. Óhjákvæmilegt er að rifja upp að á sama tíma og ofan- greint álit embættismanna sá dagsins ljós, eftir ferðalög til Norðurlanda, Bretlands og kannski víðar, þá kom út álits- gerð um sama mál hjá Samein- uðu þjóðunum. Sérfræðingar sameinuðu þjóðanna sögðu í sínu áliti: Ákaflega þýðingarmikið er að taka upp staðgreiðslu skatta í þeim löndum þar sem tekju- sveiflur eru miklar. Væri farið að ráðleggingum sérfræðinga Sameinuðu þjóð- anna og loforð íslenskra stjórnmálamanna efnd, þá yrðu fá eða engin vandamál með þjóðinni slík sem dæmi Jóhönnu. Það er því kominn tími til að taka upp staðgreiðslu skatta. Kristinn Snæland. Fínlux Toppurinn í litasjónvarpstækjum SJONVARPSBÚDIN BORGARTUNI 10 REYKJAVIK S(MI 27099 Nýr ævintýraheimur i fyrir böm á aldrinum 3-7 ára «ar.w n II «1« 328 LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi Jóhanna Kristjónsdóttir skrifaði nær heilsíðugrein í Morgunbiaðinu þann 2. ágúst sl. um greiðslur sinna opinberu gjalda. Grein hennar var þörf og skelegg ábending um vél- rænt og ómannlegt innheimtu- kerfi. Hinn almenni launþegi á ekki margra kosta völ þegar hann stendur frammi fyrir því að laun hans öll eða nær öll eru tekin til greiðslu opinberra gjalda. Fastráðið fólk eða fólk í góðu starfi á góðum vinnustað verð- ur bara að þrauka, slá lán í banka eða hjá kunningjum en öllu þessu fylgir jafnvel niður- læging og vanmáttarkennd og ekki aðeins það, í alvarlegri tilfellum setur svona harkaleg innheimta einstkalinginn í varnarstöðu gagnvart þjóðfé- laginu og „þörfum" þess. Skammtaðar greiðslur Einstaklingar sem lenda í sömu aðstöðu og Jóhanna, en eru hinsvegar ekki bundnir neinum atvinnurekanda, þeir grípa gjarnan til þess að skipta um vinnustað með hæfilegu millibili og komast þannig und- an klóm kerfisins. Sumir slíkir einstaklingar greiða svo inn á gjöld sín eftir efnum og ástæðum en aðrir fyllast slíkri gremju í garð hins vélræna kerfis að þeir bók- staflega hætta að greiða gjöld sín. Þessi aðferð gefst vitan- lega ekki ef viðkomandi ein- staklingur á einhverjar eignir. Því væri ráðlegt fyrir Jó- hönnu að skrá gamla húsið sitt á nöfn barna sinna ef hún vildi beita ofangreindum aðferðum til að stjórna sjálf greiðslum sínum þannig að hún hefði líka í matinn. Loks má geta þess að sú leið mun fær að fá fógeta- úrskurð um hvert hámark má draga af launum hverju sinni, Vitni vant- ar í Haf n- arfirði LÖGREGLAN í Haínar- firði hefur lýst eftir tjón- völdum og vitnum að ákeyrslum, sem urðu þar í bæ sl. miðvikudag. Um morguninn var ekið á bifreiðina G-359, sem er blá Oldsmobile, tveggja dyra í Birkihvammi. Vinstri hlið var dælduð. Á tímabilinu 13—15.30 var ekið á appelsínugula Volkswagenbifreið fyrir utan Suðurgötu 36. Vinstra bretti var skemmt. ®AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.