Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 okkur meiri tíma til að staldra við og minnast förunauta á skilnað- arstund. Nokkur kveðjuorð eru því sérgæði sem við leyfum okkur í fámenni þessara eyja og ekki að ástæðulausu. Þorleifur tók á móti mörgum íerðamanninum frá fjarlægu iandi á starfsæfi sinni. Aðkomu- mönnum sem voru langt að komn- ir til að dásama og teiga í sig fegurð þessa lands. Óáþreifanleg gæði er dag frá degi vilja oft hverfa í önn hversdagsleikans. Hann valdi sér starfsvettvang í samræmi við innri köllun sína að efla og gæða trú samlandans á umhverfi sínu. Með elju og ósér- hlífni stýrði Þorleifur og jók við fyrirtæki sem hann trúði á og rak eins og best gerist í fyrirtækja- rekstri. Hann fetaði ósjaldan troðnar slóðir. Eins og þegar hin vannýttu en velbyggðu skólahús úti á landsbyggðinni voru gædd lífi í fegurð íslensk sumars með heimsóknum ferðamanna, Eddu- hótelin. Minjagripaverslunin Baðstofan á horni Hafnarstrætis og Kalk- ofnsvegar var einnig skemmtileg- ur afrakstur starfs Þorleifs við Ferðaskrifstofu Ríkisins. Baðstof- an var innréttuð í íslenskum torfbæjarstíl og vakti athygli út- lendinga á þeirri menningu er hafði þrifist í torfhúsum. Auk þess sem Baðstofan gaf islensku ullar og minjagripavörunni hlý- lega umgjörð. Starfsemi Baðstof- unnar átti og eftir að verða vísir að enn stærri þróun í sölu íslensks handiðnaðar. Þorleifur fór í fararbroddi. Einnig á Lækjartorgi í júlímánuði síðastliðnum er ég og kona mín heilsuðum honum í síðasta sinn. Þá hafði sjúkdómurinn er færði hann yfir þröskuldinn mikla náð þeim tökum að séð var hvert stefndi. Samt sem áður lét hann ekki aftra sér frá að styðja hvalverndunarmenn með göngu sinni af Miklatúni. Þannig var lífsganga Þorleifs til hinstu stund- ar. Nú þegar hann er allur af lífsins torgi, skilur hann eftir spor sem gott er að fylgja. Geymd sé minning hans. Samúðarkveðjur til eiginkonu hans og barna. Sigurður Antonsson. Fyrir röskum 35 árum kom undirritaður, fávís sveitapiltur, norðan úr Þingeyjarsýsiu, suður til Reykjavíkur, í þeim tilgangi að þreyta inntökupróf í Samvinnu- skólann. Heimsstyrjöldinni síðari var þá að ljúka, en hernám Islands hafði sett sérstakan blæ á borgina og borgarlífið. Samvinnuskólinn var þá til húsa á efstu hæð í gamla Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu. Okkur væntanlegum nemendum var gert að þreyta hæfnispróf í nokkrum almennum námsgrein- um, þar á meðal stærðfræði. Prófið var munnlegt og fólst í því að leysa uppi á skólatöflunni dæmi úr reikningsbók Ólafs Daní- elssonar. Reikningsþrautina man ég nú ekki lengur, en prófdómar- inn stendur mér enn ljóslega fyrir hugarsjónum. Hann var meðal- maður á hæð, fremur þéttvaxinn með mikið dökkt liðað hár sem skipt var í vinstri vanga. Ekki varð á látbragði hans séð hvort honum líkaði sú lausn er ég fékk á viðfangsefninu, en hann þakkaði kurteislega fyrir og leyfði að ég mætti fara. Þannig kom Þorleifur Þórðarson, kennari við Samvinnu- skólann og síðar forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins, mér fyrir sjón- ir í fyrsta sinn. Seinna átti ég eftir að kynnast honum meira og betur: sem kennara mínum í tvo vetur, sem húsbónda á Ferðaskrifstofu ríkisins og leiðandi manns í ferða- málum íslendinga eftir stríðið, og mörg síðustu árin sem góðum heimilisvini. Fyrir alla þá kynn- ingu og vináttu ber ég fram einlægar þakkir. Um störf Þorleifs að íslenskum ferðamálum má margt rita og verður þó seint allt upptalið. Hann var skrifstofustjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins árin 1936 til 1939 er starfsemi hennar var lögð niður vegna stríðsins, en forstjóri henn- ar frá því hún tók aftur til starfa á árinu 1946 og til 1. sept. 1973 er hann lét af störfum að eigin ósk. Á þessum tíma urðu stórstígar framfarir og breytingar á ferða- málum og ferðaþjónustu hér á landi. Þar var Þorleifur brautryðj- andinn. í samvinnu við Skipaút- gerð ríkisins og síðar flugfélögin íslensku hófust orlofsferðir Is- lendinga til annarra landa. Mót- taka erlendra ferðamanna með stóru erlendu ferðamannaskipun- um og síðar einnig með íslenskum flugvélum og skipum var einn af mörgum þáttum ferðamálanna sem skipuleggja þurfti og móta án þess að fyrir lægi innlend reynsla sem nokkru næmi. Kynning Islands sem ferða- mannalands á erlendum vettvangi var stórátak þar sem byggja varð allt upp frá grunni. Minjagripa- verslun Ferðaskrifstofunnar og frumkvæðið um samkeppni að gerð þeirra var algjört nýmæli hér á landi og átti eftir að verða snar þáttur í ferðaskrifstofurekstrin- um og afla þjóðinni verulegs erlends gjaldeyris. Með stofnun og starfrækslu Edduhótelanna leysti Þorleifur mikinn vanda: að koma upp fyrirmyndar sumarhótelum fyrir erlenda og innlenda ferða- menn og nýta húsnæði hérðasskól- anna, sem ella hefði staðið meira eða minna ónotað sumarlangt. Fjölmargt fleira mætti tilgreina, en það verður ekki gert nú og mun bíða síns tíma. Sem yfirmaður og húsbóndi á Ferðaskrifstofu ríkis- ins var Þorleifur elskaður og Sarnafi! -einangrað þak með malaryfirborði. Margar gildar ástæður eru fyrir því að Sarnafíl er í auknum mæli notað á flöt þök og lítið hallandi þök. Hér eru nokkrar þeirra: • Skammur framkvæmdatími. • Dúkurinn getur komið í allt að 120m2 rúllum frá verksmiðjunni. • Dúkurinn er bræddur saman með heitu lofti. Ske.vting er því nánast 6háð veðri. • Rakavörn, einangrun og Sarnafil er lagt laust á flötinn svo hreyfing á undirlaginu getur ekki skemmt þekjuna. • Þakið þarf ekki að hafa halla, þar sem dúkurinn þolir vatnsþrýsting. Vatn getur því legið á þakinu án þess að valda skaða. • Is festist ekki við Sarnafil. • örugg samskeyti, þar sem Sarnafil er brætt saman með heitu lofti. • Sarnafil G rýrnar ekki og heldur mýkt og formi hvort heldur er í sterkri sól eða í hörku fi-osti. • Viðgerðir á Sarnafil eru auðveldar ef eitthvað kemur fyrir þekjuna. • Rétt gerð þekjunnar hefur í för með sér hagstæð verðtilboð. • Þak með malaryfirborði er augnayndi. • Sarnafil hefur verið lagt á ótal þök um alla Evrópu, allt frá Italiu til Svalbarða við hin ólíkustu veður- skiiyrði. Sarnafil er framleitt af Protan & Fagertun A.S. í Noregi og aðeins lagt af viðurkenndum Sarnafil verktökum. Ef þér óskið eftir frekari upplýsingum, vinsamlegast hafið samband við tæknimenn okkar. Einkaumboð, viðurkenndir Sarnafil-verktakar Sarnafi! fagfcun FAGTÚN HF. BORGARTUN 18. 105 REYKJAVlK. SlMI 28230 virtur. Hversdagslega var hann ekki afskiptamikili en treysti samstarfsfólki sínu til allra góðra verka. Við vandasöm úrlausnar- efni og ákvarðanir tók hann sér jafnan góðan umhugsunartíma, kynnti sér málin vel og hlustaði á skoðanir og ráðleggingar annarra. En að lokum var það hans að taka ákvörðunina og það gerði hann og tók jafnan fulla ábyrgð á. Á gleðistundum var hann manna glaðastur og hrókur alls fagnaðar, líktist þá oft meir tvítugum ungl- ingi en reyndum og ráðsettum forstjóra ríkisfyrirtækis. En Þorleifur átti einnig til annan þátt í fari sínu. Tilveran, mannlífið, til hvers við værum hér á jörð og hvað við tæki eftir jarðvistina, var honum stöðugt íhugunarefni. Himingeimurinn með öllum sínum aragrúa stjarna var honum hugleikinn og sífellt undrunar- og aðdáunarefni. Þorleifur var fæddur 27. apríl 1908 í Ólafsvík. Foreldrar hans voru Þórður Matthíasson, formað- ur og smiður þar, og kona hans Björg Þorsteinsdóttir. Hann missti móður sína barn að aldri og ólst upp hjá Magnúsi Jóhannes- syni, verkamanni í Ólafsvík og konu hans Þórunni Árnadóttur. Þorleifur lauk námi við Verslun- arskóla íslands 1929. Erlendis stundaði hann nám í Fircraft College í Birmingham, 1931—32, í Volkshochschule, Comburg, Þýskalandi 1932—33, og námsdvöl átti hann í París 1933. Hann var kennari við Samvinnuskólann 1935 til 1947 og kenndi auk þess við ýmsa aðra skóla í Reykjavík, má þar nefna Sjómannaskólann, Húsmæðrakennaraskóla íslands og Bréfaskóla S.Í.S. Forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 1946 til 1973 eins og fyrr er getið. Hinn 15. ágúst 1934 gekk hann að eiga Annie, fædda 27. júlí 1911 dóttur Karls Chaloupek, ritara steinsmiðasambandsins í Bæ- heimi. Konu sína missti Þorleifur 28. des. 1948. Þau eignuðust tvö börn, Örn, búnaðarráðunaut og bónda í Húsey, Tunguhreppi, N-Múlasýslu, hann er kvæntur Elsu Árnadóttur og eiga þau fjögur börn, og Rosemarie, hús- freyju Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, hún er gift Sig- fúsi Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn. Þorleifur giftist aftur 21. sept. 1952 eftirlifandi eigin- konu sinni, Kristjönu Sigríði Kristjánsdóttur , mikilli ágætis- konu, sem búið hefur honum og börnunum gott og friðsælt heimili. Kristjana er fædd 14. mars 1921, dóttir Kristjáns Sigurðar Eyj- ólfssonar, formanns á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önunarfirði og konu hans Maríu Bjargeyjar Einars- dóttur. Börn þeirra eru: Einar Kristján, félagsráðgjafi, starfar í Tromsö í Noregi, María, við nám í félagsráðgjöf í Oslo, Björg, )íf- fræðingur, kennari við Mennta skólann í Hamrahlíð og Olga Bergljót, nemandi við Kennarahá- skóla Islands. Eftir að Þorleifur lét af störfum hjá Ferðaskrifstofu ríkisins tók hann sér nokkra hvíld og dvaldi heima í faðmi fjölskyldunnar. Hann lét sér alla stund mjög annt um hag hennar, sérstaklega upp- eldi barnanna og skólagöngu þeirra og eftir að eldri börnin stofnuðu sín eigin heimili var hann boðinn og búinn að rétta þeim hjálparhönd. Þegar hann gat því við komið dvaldi hann tíma og tíma hjá Erni og Rosemarie og barnabörnunum. Hann hafði mik- ið yndi af sveitalífi og því að dvelja úti í náttúrunni og um- gangast menn og málleysingja. Fuglar himinsins voru honum kærir vinir og sérstakan unað hafði hann af að hlusta á söng smáfuglanna. Hin mikla og fjölþætta reynsla og þekking Þorleifs á ferðamálum leiddi til þess, að eftir að hann lét af forstjórastarfi við Ferðaskrif- stofuna, var hann eftirsóttur til ráðgjafarstarfa af þeim sem voru að stofna ný fyrirtæki á sviði ferðamála. Þannig var hann um tíma ráðgjafi og aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Samvinnuferð- um og einnig stofnaði hann ásamt nánum vinum sínum Ferðaskrif- stofuna Land og sögu og starfaði við hana til dauðadags. Öll störf sín rækti Þorleifur af mikilli trúmennsku og góðgirni. Þorleifur andaðist 7. ágúst sl. í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík eftir stutta en erfiða legu, rúm- lega 72 ára að aldri. Allmörg síðustu árin gekk hann ekki heili til skógar og varð að dvelja í sjúkrahúsi af og til. Kallið kom fyrr en við vinir hans áttum von á, en hann var vel undir vistaskiptin búinn. Við hjóninn vottum eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum hans okkar innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Þorkell Skúlason. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka MIÐBÆR Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.