Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jflorflunbla&ib Hr*<nla»ti«twki BtðndunartaHci StálvMkar ARABIA "■■"SJ E>adstowJNÍ Nýborgarhúainu, Ármúla 23, »imi 31810. SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Borað eftir heitu vatni á nokkrum stöðum úti á landi Á VEGUM Jarðborana rikisins hefur í sumar verið unnið að borunum eftir heitu vatni á nokkrum stöðum á landinu. Fyrr í sumar var unnið að borun eftir heitu vatni fyrir Egilsstaðakauptún og náðist ágætur árangur þar. Að sögn ísleifs Jónssonar hjá Jarðborunum er nú meðal annars unnið að borun eftir heitu vatni í Eyjafirði fyrir Hitaveitu Akureyrar og var byrjað á því að dýpka gamla holu við Kristnes. Þá hefur að undanförnu verið unnið að borun við Laugaland í Holtum og hefur náðst góður árangur þar eins og komið hefur fram i fréttum. í sumar var unnið að borun í landi Blesastaða á Skeiðum. Þar var þrettán ára gömul hoia dýpk- uð og fengust þar milli 2 og 3 sekúndulítrar af 74 stiga heitu vatni. Að sögn Hermanns Guð- mundssonar, bónda á Blesa- stöðum, er áformað að leggja í haust hitaveitu á þrjú býli á 297 hvalir hafa veiðst TVÖ hundruð níutíu og sjö hvalir höfðu veiðzt i gær, en sama dag á vertíðinni í fyrra var veiðin orðin 296 hvalir. Á vertíðinni nú hafa veiðzt 221 langreyður, 59 búrhvalir og 17 sandreyðar. Skiptingin í fyrra var 242 langreyðar, 38 búrhvalir og 16 sandreyðar. Blesastöðum og þrjú býli í Skeið- háholti. Hermann sagði, að hugs- anlega gæfi holan nægilegt vatn til að unnt yrði síðar að leggja hitaveitu á fleiri bæi en það ætti að koma í ljós í vetur. Sem fyrr sagði var gömul hola endurboruð á Blesastöðum en hún hafði verið boruð fyrir 13 árum niður á 270 metra, og þá fannst þar hiti en ekkert vatn. Nú var hplan dýpkuð niður á 360 metra. í fyrra var boruð önnur hola 500 metra frá hinni en borun hennar mistókst. Hermann sagðist ekki vita enn hver yrði kostnaður við holuna, sem boruð var í sumar en kostn- aður við holuna, sem boruð var í fyrra nam 14,4 milljónum króna. ísleifur Jónsson sagði, að á næstunni færi einn af borum Jarðborananna vestur á Súgandafjörð. Þar ætti að laga holu fyrir hitaveituna á staðnum og bora nýjar könnunarholur. Vaðandi síld við Grímsey BYGGÐ VIÐ BYGGÐ Ljósmynd Mbl. Emilia. Hola 13 við Kröflu gefur 3,5 megawött Vonast eftir fjárveitingu til að bora þriðju holuna i haust „ÉG er nú ekki búinn að vera hér nema i 20 ár, en ég hef aldrei séð svona vaðandi sild i kring um eyjuna. Eldri menn segja, að þetta sé eins og á gömlu, góðu sildarár- unum,“ sagði Hannes Guðmunds- son i Grimsey i samtali við Mbl. i gær. Hannes sagði, að síðustu þrjá, fjóra dagana hefðu menn séð úr eynni vaðandi síldartorfur og sjó- mennirnir orðið þeirra varir allt norður á 15-18 mílur frá eynni. „Þetta eru þokkalegar torfur," sagði Hannes. „Nokkrar síldar hafa fengizt á færi og í morgun hentu menn svo smáneti til að athuga málið og komu með 70-80 síldar. Þetta er falleg síld.“ Hannes sagði, að efalaust fengju Grímseyingar leyfi til síldveiða, ef sótt væri um. „En við höfum engin veiðarfæri í þetta og enga aðstöðu Frystihúsin að hef ja rekstur á ný fyrir vestan — óvíst með Eyjar FRYSTIHÚS á Vestfjörðum, sem flest hafa verið lokuð undanfarið, taka til starfa eftir helgina. Togararnir fóru á veiðar í vikunni og eru margir þeirra væntanlegir inn á sunnudag og mánudag. í Vestmannaeyjum mun hins vegar enn ekki vera ákveðið hvenær frystihúsin hefja rekstur á ný, en í því samhandi hefur verið taiað um septemberbyrjun. Mörg Eyjaskip hafa undanfarið landað erlendis og mörg þeirra eru nú á veiðum með siglingu í huga. til að salta eða frysta. En það er aldrei að vita, hvað gerist, ef þetta heldur svona áfram. HOLA 13 á Kröflusvæðinu verður tengd fyrri hluta septembermánaðar, en út- lit er fyrir að hún verði meðalhola og gefi um 3‘/2 megawatt miðað við beztu nýtni véla. Holan er 2050 metra djúp og er að verða hrein gufuhola. Kröflu- virkjun framleiðir nú tæplega 5 megawött og fjórar holur eru nú tengd- ar virkjuninni, þ.e. holur 7, 9, 11 og 12. Það er hola 9, sem er afkastamest. Unnið er að hreinsun á holu 6, en það verk hefur gengið seint m.a. vegna ýmiss konar aðkomuhluta í holunni. Að sögn Einars Tjörva Elías- sonar yfirverkfræðings Kröflu- virkjunar er nú búið að fóðra holu 14 niður á 700 metra, en hún er á nýju borsvæði í suðurhlíðum Kröflu, um 1,2 kílómetra frá stöðvarhúsinu. Áætlað er að hol- an verði 1800—2000 metra djúp og að Jötunn ljúki borun þar í lok þessa mánaðar. Að sögn Einars Tjörva hefur borun holunnar gengið allvel og gefur vonir um góðan árangur. Einar Tjörvi sagði í gær, að hann vonaðist til að fjárveiting fengist til að bora eina holu til viðbótar í haust og þá á hinu nýja borsvæði. Ef fjármagn fæst til þess verks verður byrjað á því strax að lokinni holu 14. Fimmt- ándu holuna yrði þá hægt að tengja fyrir veturinn, en þar sem nýja borsvæðið er talsvert frá stöðvarhúsinu yrðu lagnir hag- kvæmari ef hægt væri að tengja tvær holur í einu. Blóð tekið úr fylfullum hryss- um í Skagafirði og Landeyjum Selt til lyfjagerðar í Danmörku í SUMAR verður tekið blóð úr rúmlega 800 fylfullum hryssum hérlendis og er blóðið selt til Danmerkur, þar sem það er notað til framleiðslu á hormóna- lyfjum. Þetta er annað sumarið, sem gerðar eru tilraunir með þennan útflutning, en það er fyrirtækið G. ólafsson hf., sem stendur að þessum tilraunum i samvinnu við danskt lyfjafyrir- tæki, sem kaupir blóðið, og Ilagsmunasamtök hrossabænda og einnig eru þessar tilraunir gerðar í samvinnu við Tilraun- astöð Háskólans á Keldum. Einar Birnir, framkvæmda- stjóri G. Ólafsson hf. sagði, að í fyrrasumar hefði verið gerð til- raun með að taka blóð úr 76 hryssum í Skagafirði. Gaf sú tilraun góða raun og þótti því eðlilegt að sögn Einars, að gera stærri og fullkomnari tilraun, sem gæfi fullnægjandi svör við því, hvort hér gæti orðið um framtíðaratvinnugrein að ræða. Blóðið er sem fyrr sagði notað til framleiðslu á hormónalyfjum og er blóðið tekið úr fylfullum hryss- um á 40 daga tímabili milli 50. og 90. dags frá því að hryssurnar fengu fyl. Blóð er tekið 5 sinnum úr hverri hryssu og fimm lítrar í senn. í sumar verður blóð tekið úr hryssum bæði í Skagafirði og í Landeyjum. Alls verður tekið blóð úr rúmlega 800 hryssum en gera má ráð fyrir að unnt verði að nota blóð úr 80% af þeim til hormóna- framleiðslunnar. Bændur fá í sumar rúmar 40.000 krónur fyrir blóðið úr hverri hryssu. Miðað við að blóð úr 700 hryssum reynist nothæft fá bændurnir alls um 28 milljónir en að viðbættum öðrum kostnaði, sem danski kaupandinn að blóðinu greiðir, nema heildar gjaldeyristekjur íslendinga af þessari tilraun milli 40 og 50 milljónum íslenskra króna í sumar. Blóðið er tekið úr hryssunum undir eftirliti dýralæknis og starfa sex dýralæknar að blóðtök- unni og þar af þrír í fullu starfi. Danska fyrirtækið, sem kaupir blóðið, greiðir að sögn Einars allan kostnað við að taka blóðið og leggur einnig til áhöld til blóðtökunnar og ílát undir blóðið. Áður en blóðið er flutt út er það skilið og fryst. Út er bióðið flutt frosið. Alls verða í sumar flutt út milli 16 og 17 tonn af blóði. „Þetta verður að skoðast sem tilraun, en þetta er úrslitatilraun. Við vonum að þetta geti í framtíðinni orðið þáttur í rekstri einhverra búa. Með því að gera jafn stóra tilraun og við gerum í sumar fáum við fullnægjandi reynslu á alla kostn- aðarliði. Ég get ekkert fullyrt um hversu mikill markaður er fyrir blóð til þessarar framleiðslu, en ég er þó viss um að ég gæti selt þrisvar sinnum meira magn af blóði heldur en flutt verður út í sumar," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.