Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 5 Sjónvarp á moníun klukkan 21.15 Sjónvarp í kvold klukkan 20.50 Dýrin mín stór og smá Sauðburður nálgast óðum og þá er auðvitað alltaf annatími hjá dýra- læknum. James hefur orðið fyrir því óhappi að brákast á ökkla og held- ur sig því að mestu heima við. Það finnast nokkrar ær dauðar hjá bónda einum í sveitinni og í ljós kemur að hund- ur hefur bitið þær. Það fer þó svo að James finnur sökudólginn og aflífar hann. Sigfried hefur Helen með sér þegar hann fer að vitja um lambær og hann er bæði undrandi, glaður og ánægður yfir dugnaði hennar. „Blessuð skepnan“ Á MORGUN er á dagskrá sjónvarpsins ný frönsk sjónvarpskvikmynd sem ber nafnið „Blessuð skepnan". Myndin fjallar um gamlan mann sem býr einn síns liðs með afar gömlum hesti. Fyrirhugað er að skipuleggja og reisa borgarhverfi í landi gamla mannsins, sem neitar að færa sig af landinu. Myndin fjallar svo um þrefið milli mannsins og yfirvald- anna. Ný frönsk sjónvarpsmynd Útvarp klukkan 23.00 í kvóld Spjallað við Ragga Bjarna í kvöld klukkan 23:00 er að venju „Syrpa" á dagskrá útvarpsins, í umsjá Óla H. Þórðarsonar. — í þættinum mun verða sitt lítið af hverju, sagði Óli, — talað verður við mann sem hefur verið búsettur í Kenýa í tvö ár og er að kenna innfædd- um að fiska. Tónlist verður leikin frá Kenýa, nokkrar aðferðir taldar upp til að hjálpa fólki að hætta að reykja, en það er Þorvarður Örnólfsson sem ég mun ræða við í því sambandi. Systir hans, A'dda, kemur, syngur og spjallar örlítið en að lokum mun ég ræða dálítið við Ragga Bjarna og Skúla Halldórsson skáld. En meginuppistaða þáttar- ins verður eins og venju- lega tónlist. Ellefu ódýrir íriandsdagar verð frá kr. 304.600 Samvinnuferðir-Landsýn efnir til enn einnar írlandsferðar í gagnkvæmu leigu- flugi, sem tryggir lægsta mögulega verð. Einstaklega ódýr skemmtiferð og verslunarferð í sérflokki (írska pundið 10% hagstæðara en það enska). 22. ágúst - 1. september Þrír ferðamöguleikan FerðA FerðC Fjögurra daga dvöl i Dublin og sjö daga rútuferð norðvestur til Sligo og þaðan niður með austurströndinni til Galway, I imerick, Tralee og síðan til Dublin. Innifalið í verði: Flug, gisting m/höfðinglegum írskum morgunverði, flutningur til og frá flug- velli, allar rútuferðir í ferðum B og C og fararstjórn. Dvöl í Dublin með stuttum skoðunar- ferðum um borgina að vild hvers ogeins. Gisting á Royal Marine. Ferð B Fimm dagar í Dublin og sex daga rútu- ferð yfir á austurströndina til Galway og þaðan til Limerick, Tralee, Waterfrod og síðan upp til Dublin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.