Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 31 The Obsorvor Afturbati of seint á ferð fyrir Carter stjórnarinnar. Alvarleg hita- bylgja og þurrkar, er riðu yfir landið á sumrinu, hafa orsakað verðhækkanir á matvöru. Framkvæmi þingið skatta- lækkun á yfirstandandi kosn- ingaári, er líklegt að það verði verðbólguhvetjandi. Harðvítug- ar deilur hafa geisað milli stjórnmálaflokkanna á undan- förnum vikum um hagkvæmni slíkra skattalækkana til að örva efnahagsbatann. Mótframbjóðandi Carters, Ronald Reagan, hefur hvatt til þess að dregið verði úr sköttum um tólf af hundraði árlega á næstu þremur árum, en þessa tillögu hefur forsetinn kallað „óábyrga og verðbólguaukandi“. Stuðningsmenn Carters á þingi hafa hrundið tilraunum repúblikana til að gera áform Reagans að lögum, en margir demókratar í fulltrúadeild hafa mælzt til þess að dregið verði úr sköttum hóflega fyrir kosn- ingarnar. En Carter hefur stungið fótum við uppástungu demókratanna einnig. G. William Miller sagði þingmönnum nýlega að jafnvel tillaga um „hófsama, ábyrga skattalækkun fyrir kosningar" hljóðaði líkt og „að kasta hráu kjöti fyrir hunda og segja þeim svo að sitja kyrrum". Skatta- lækkun, varaði hann við, sem framkvæmd yrði í því rafmagn- aða andrúmslofti, er ríkir um þessar mundir, yrði óhjá- kvæmilega allt of stór. Hagfræðingar forsetans virð- ast hafa látið sér lynda þá staðreynd að það er fátt, sem þeir geta til leiðar komið með skattalækkunum og Keynesísk- um aðferðum til að draga úr atvinnuleysi eða auka framleiðni fyrir kosningar. Síðan Carter var kjörinn fyrir fjórum árum — á loforðum um að stöðva verðbólgu og atvinnu- leysi, laga halla á fjárlögum og auka framleiðni — hefur efna- hagsárangur stjórnarinnar verið hverfull. Carter Bandaríkjaforseti — Efnahagssérfræðingar forset- ans hafa sent frá sér einhverja ógæfulegustu eínahagsspá eftirstríðsáranna. í byrjun ákvað stjórnin að takast á við atvinnuleysi með aðgerðum til að hleypa lífi í efnahagskerfið. Er verðbólga náði hápunkti síðan í heims- styrjöldinni síðari með átján af hundraði, brá stjórnin eigi að síður á það ráð í marz að takmarka útlánastarfsemi og kaupgetu með hömlum á pen- ingamagn í umferð og lánafyr- irgreiðslu. Þegar lán og eyðsla tóku viðbúna dýfu, varð samdráttur í efnahagslífi mun snarpari en stjórnin hafði gert sér í hugar- lund. Þess vegna var ákveðið að aflétta lánshömlum aðeins þremur mánuðum eftir að þær höfðu verið settar. Sú stefna, er nú virðist hafa náð yfirhöndinni, kveður á um stöðugt aðhald í því skyni að sporna við verstu afleiðingum kreppunnar um sinn og reyna síðan að takast alvarlega á við hana 1982 án þess þó að verð- bólga og vextir taki fjörkipp á ný- Einu tormerkin eru þau að efnahagsvandi ársins 1980 gæti orðið til þess að stjórn Carters verður ekki lengur við völd til að framfylgja stefnunni árið 1981. Richard Thaxton. Texti Hjörtur Gíslason Ijósmyndir Kristinn Ólafsson búnaðarsvæðin. Þeir sem utan þeirra eru verða því að kaupa dýrara fóður. Með kvótanum, er einung- is verið að færa til fjár- magn, frá velreknum búum til hinna, sem verr eru rekin. Það væri að mínu mati mun skynsamlegri lausn að lækka bara mjólk um 30% og lækka þannig vís- itöluna um leið. Ég get ekki betur séð en þessi hrikalega tekjurýrnun geri okkur nær launa- lausa, ég veit ekki betur en að við eigum lögbundin laun miðað við ákveðna viðmiðunarstétt og ég er anzi hræddur um að eftir þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar séu þau orð- in anzi lítill hluti af því sem okkur ber. Það væri gaman ef landbúnaðar- ráðherra reiknaði út tekj- ur mjólkurbænda 1979 miðað við að skatturinn hefði verið á þá. Mér þætti vænt um að vita hjá hon- um hve tekjur mjólkur- bóndans eru miklar eftir þetta. Það sem bjargar okkur hér er að við erum með umfangsmikla kartöflu- rækt, sem hefur gengið vel og skiiað hagnaði, þó mörgu mætti breyta í sölu og dreifingu þeirra. Mér finnst eðlilegt að sala garðávaxta sé undir sam- eiginlegri stjórn neytenda og seljenda, sem sjái um að jafna dreifingu þeirra yfir landið, svo hagsmunir allra komi fram. Þá finnst mér nauðsynlegt að neyt- mdur fái að velja vöruna eftir framleiðslusvæði, á meðan svo er ekki verður varla um vöruvöndun að ræða, því þá skiptir það framleiðandann nær engu hvort hann setur góða vöru eða ekki á markað- inn. Það væri eðlilegt að varan væri þá merkt eftir framleiðsluhéraði og neyt- endur gætu þá valið kart- öflurnar eftir héruðum ef um mismunandi gæði væri að ræða. Þegar allt er selt undir sama merki veit neytandinn alls ekki hvort hann er að kaupa kartöflur frá Suður- eða Norðurlandi og getur því ekki veitt það aðhald, sem seljendum er nauðsynlegt til að sjá fram á nauðsyn og þörf vöruvöndunar, sem auðvitað kemur öllum til góða. HALLARMÚLA Ber er hver ad bakí nema sér bródur eigi.... Viö köllum þá bræöur, nýju norsku skólapokana, arftaka „gömlu“ skólatasknanna. Pokar þessir eru fisléttir en sterkir mjög. Endurskinsmerki fylgir hverjum poka og eru þeir því góöir fyrir barniö í umferöinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.