Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 í sumardvalarstaðnum Ab- ano Terme á Ítalíu heyja nú tveir stórmeistarar harðvítuxa baráttu um það hvor þeirra kemst áfram i úrslit áskorenda- keppninnar í skák. Annar þeirra er Robert Hubner frá Vestur-Þýzkalandi, sem auk þess að vera einn af fremstu skákmönnum heims hefur náð mjöK lan«t i sinni fræðigrein, en það er þýðinK á ævafornum papýrushandritum. Andstæð- ingur Hubners i einviginu er Unjíverjinn Lajos Portisch, en hann er af mörgum talinn fremsti byrjanasérfræðingur í heimi. Þeir eru ófáir meistar- arnir sem hafa komið með stórskaddaða stöðu út úr byrj- uninni gegn honum. Áður en einvígið hófst var Portisch talinn öllu sigur- stranglegri, enda hefur hann teflt mun meira en HUbner að undanförnu og margir telja að nú sé hann á toppnum á ferli sinum. Portisch er 42ja ára, en Huhncr tólf árum yngri, en venjulega er talið að skákmenn standi á hátindinum um fer- tugt, sem er auðvitað miklu hærri aldur en í öðrum keppnis- greinum. Lajos Portisch Bf3 — g5?! (Engin þörf var á að flækja taflið. Eðlilegast var 30. ... Dg5+, 31. Kfl - Db5+, 32. Be2 — Db6 og svartur hefur einfald- lega sælu peði meira) 31. H3 — h5, 32. e5 - g4, 33. Bxc6! (33. hxg4? — Rxg4 og vinnur) gxh3+, 34. Kxh3 - Rg4, 35. f3 - Re3, 36. Dh2! (36. ... Dxd4 yrði nú svarað með 37. Dg3+ — Kf8, 38. Dg5 og staðan er allt annað en einföld fyrir svart. Portisch af- ræður því að fara í endatafl, þar sem hann kemur til með að vinna peð) Dxh2+, 37. Kxh2 — Rf5, 38. d5 - Re7, 39. Kg3 - exd5, 40. Bb5 — Rg6. Hér fór skákin í bið. Svartur hefur að vísu peði meira, en peð hans eru dreifð um borðið og í slíkum stöðum sanna biskupar oftast ágæti sitt yfír riddurum, svo sem verður uppi á teningn- um hér: 41. f4 — Kg7, 42. Be2 - Kh6, 43. Bdl - Re7, 44. Bc2 - Rc8, 45. Kh4 - Rb6, 46. Bdl - Rc4, 47. Bxh5 - kg7, 48. Kg3! - Rxa3, 49. Kf2 - Rc2, 50. Bdl - Rd4, 51. Ke3 - Rf5+, 52. Kd3 - Kg6, 53. Ba4 - Rg7, Htibner hélt jöfnu með frábærri vörn Þær sjö skákir sem nú hafa verið tefldar í einvíginu gera hvorki að sanna né afsanna þá spádóma sem hafðir hafa verið uppi um úrslitin. Öllum sjö skákunum hefur lokið með jafn- tefli, en þó ekki vegna þess að baráttuvilja hafi skort hjá keppinautunum, heldur fremur vegna þess að þeir hafa viljað forðast í lengstu lög að taka áhættu og jafnan haft vaðið fyrir neðan sig. Guðmundur Sigurjónsson er sem fyrr aðstoðarmaður Húbn- ers og hefur áreiðanlega reynst meira en rétt liðtækur, því þótt Portisch sé greinilega betur les- inn í fræðunum hefur Húbner furðanlega tekist að bæta þann mun upp með góðum undirbún- ingi fyrir skákirnar. Þær fréttir voru reyndar að berast fyrir skömmu að Viastimil Hort myndi brátt fylla flokk þeirra Húbners og Guðmundar og gæti hann orðið þeim styrk stoð í lokahríðinni, svo framarlega sem Húbner lætur ekki hina alkunnu svartsýni Horts í skák- rannsóknum draga úr sér kjark- inn. Það var aðeins í fimmtu ein- vígisskákinni sem hurð skall nærri hælum hjá Húbner. Port- isch lokkaði hann út afbrigði sem allar byrjanabækur telja hartnær unnið fyrir hvít. Ung- verski refurinn hafði hins vegar fundið dágóð úrræði fyrir svart á vinnuborðinu heima í Búda- pest og stóð um tíma með pálmann í höndunum: Ilvítt: Robert Húbner Svart: Lajos Portisch Enski ieikurinn 1. c4 - c5, 2. RÍ3 - RÍ6, 3. Rc3 — d5,4. cxd5 — Rxd5,5. e4 — Rb4, 6. Bc4 — Rd3+ (Þessi leikur hefur jafnan verið álitinn léiegur og menn hafa leikið hér fyrst 6. ... Be6, 7. Bxe6 og nú Rd3+). 7. Ke2 - Rf4, 8. Kíl - Re6, 9. b4 (í alfræðibókinni um skákbyrjanir telur Taimanov þennan leik gefa hvítum yfir- burðastöðu) cxb4,10. Rd5 — g6, 11. Bb2 - Bg7, 12. Bxg7 - Rxg7. 13. Rxb4 - 0-0, 14. d4 (Eftir 14. h3 er 14. ... e5! Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON mögulegt, því ef 15. Rxe5 þá Dd4) Bg4, 15. Dd2 - Bxf3, 16. gxf3 — Rc6, 17. Rxc6 — bxc6, 18. Í4? (Ljótur leikur. Nauðsyn- legt fyrir hvít var að ljúka liðskipan sinni og leika 18. Kg2 og 19. Hadl og staðan er u.þ.b. í jafnvægi) e6,19. De3 — Dí6, 20. Be2 (Svartur hótaði óþyrmilega 20. ... Rh5. Hvítur er nú lagstur í vörn) Hfd8, 21. Hdl — Hab8, 22. a3 - Hb2, 23. Kg2 - Hdb8. 24. Hhel - H8b3! (Hér hafa vafalaust fáið hug- að Húbner líf) 25. Hd3 - Ilxd3, 26. Dxd3 (Eða 26. Bxd3 - Hb3, 27. a4 — Rh5 o.s.frv.) Dxí4, 27. Hbl! (Bezta úrræðið) Hxbl, 28. Dxbl - Re8,29. Dc2 - RÍ6,30. 54. Kd4 - KÍ5, 55. Kxd5 - Kxí4, 56. Bb3 - Re6, 57. Kd6 - Rg5, 58. Kc6 - Kxe5, 59. Kb7 - Í5, 60. Kxa7 - Í4, 61. Bdl. Svartur getur nú ekki komið peðinu áfram með neinum ráðum án þess að hvíti biskup- inn fórni sér á það. Portisch bauð því jafntefli sem Húbner þáði. Sjötta skákin bauð upp á skemmtilegar sviptingar: Hvítt: Lajos Portisch. Svart: Robert Húbner. Drottningarindversk vörn. 1. d4 — RÍ6. 2. c4 - e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3 (Tízkuafbrigðið um þessar mundir) Be7, 5. Rc3 — d5, 6. cxd5 — exd5, 7. Bí4 — 0-0, 8. e3 - c5, 9. Re5 - Bb7, 10. Be2 - Rc6, 11.0-0 - Hc8 (Á stórmótinu í Montreal í fyrra lék Karpov hér 11.... cxd4 gegn Portisch. Leikur Húbners lítur fyrst illa út, en eftir 14. leik kemur hugmynd hans í ljós) 12. dxc5 — bxc5, 13. Bí3 — Bd6, 14. Rd3 - Ba6, 15. Rd3 - d4, 16. Rd5 - Re5, 17. Bxí6 - gxf6,18. Be4 Bxd3, 19. Bxd3 - Rxd3, 20. Dxd3 - Bxh2+, 21. Kxh2 - Dxd5, 22. cxd4 — Dxd4, 23. Dxd4 — cxd4, 24. Hacl — d3, 25. Hídl - Hxcl, 26. Hxcl - Hb8, 27. b4 - d2, 28. Hdl - Hd8, 29. Kgl - Itd.3, 30. Kfl - Hxa3. Jaíntefli. bessir krakkar Hulda Bjarnadóttir, Fríða Schmith, Jenny Hólmsteinsdóttir og Hólmfriður Lára Skarphéðinsdóttir. héldu fyrir nokkru hlutaveltu að Tunguseli 7 í Breiðholtshverfi til ágóða fyrir „Sundlaugasjóð" Sjálfsbjargar, landssamb. fatl- aðra. Þau söfnuðu 3300 krónum. bessir krakkar Ingibjörg og Steingrímur héldu fyrir nokkru hlutaveitu að Tunguseli 8 í Breiðholtshverfinu, til ágóða fyrir fjársöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar til „Hungraðra harna". bau söfnuðu 21.000 krónum til málefnisins á þessari hlutaveltu. bessar stúlkur eiga heima í Garðabæ og efndu þar til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag vangefinna og söfnuðu þar 11.200 krónum til félagsins. Þær heita Anna Katrín Kristmundsdóttir og Ásthildur Guðlaugsdóttir. — Þá þriðju úr framkvæmda- nefndinni vantar á myndina en hún heitir Margrét Sif Hákonardóttir. bessar ungu stúlkur, Vesturbæingar, efndu til hlutaveltu fyrir nokkru vestur á Tómasarhaga til ágóða fyrir Blindravinafélag- ið. — Þær söfnuðu rúmlega 17000 krónum. — Þær heita Jóhanna A. Jónsdóttir, Valdís Arnórsdóttir og Olga Sigurðar- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.