Morgunblaðið - 17.08.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.08.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Eftir árs þóf eða svo hafa loksins tekizt samningar milli ríkis- stjórnarinnar og forráða- manna BSRB. Ekki fer hjá því, að ýmsum þeim, sem fastast stóðu á kröfunni um samningana í gildi á vordögum 1978 og vilja vera samkvæmir sjálfum sér, þyki eftirtekjan furðu rýr. Þannig liggur það fyrir að mati hagfræðings BSRB, að launin þyrftu að hækka um 24 til 25% til þess að ná þeim kaup- mætti, sem um var samið 1977. Samkvæmt umsögn fjármálaráðherra er krónuhækkunin á lægstu laununum „þetta 3 til 4%“. Og raunar allt að 7%, ef viðkomandi er á „réttum" stað í kerfinu og einnig hjá þeim hæst launuðu, þegar ákvæði samninganna hafa að fullu gengið í gildi. Þessi niðurstaða gefur eð- lilega tilefni til spurninga. Kristján Thorlacius for- maður BSRB gerir sér grein fyrir því og kýs að svara þeim fyrirfram, þeg- ar hann segir: „Það vantar verulega upp á það að við endurheimtum kaupmátt samninganna frá 1977, en við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir á borð við andstöðu almenn- ings gegn launahækkunum og stefnu ríkisstjórnarinn- ar til að halda launahækk- unum niðri." Hann segir enn fremur, að auðvitað verði „opinberir starfs- menn að heyja kjarabar- áttu í framtíðinni og koma í veg fyrir að kjör þeirra séu sífellt rýrð ... “ Þessi ummæli Kristjáns Thorlaciusar minna lítið á stríðskempuna, sem blés til ólöglegra verkfalla fyrstu tvo daga marzmán- aðar 1978. Annað hvort er, að flokkspólitískir hags- munir hafi ráðið gerðum hans og annarra þvílíkra forystumanna í launþega- hreyfingunni þá nema van- þekking á högum lands og Samningar BSRB: þjóðar hafi ráðið afstöðu þeirra. Aðrar skýringar eru ekki nærtækar. Al- menningur, þá sem nú, vill að sjálfsögðu kjarabætur. Munurinn er sá einn, að hann finnur, að hann hef- ur verið sárlega blekktur og treystir núverandi stjórnvöldum og kröfu- gerðarmönnunum frá 1978 ekki til að snúa þróuninni við, svo að lífskjörin geti aftur farið batnandi. Launafólk er m.ö.o. orðið langþreytt á krónutölu- hækkunum, sem ekkert stendur á bak við og hljóta að hefna sín í verri kjörum þegar fram í sækir. Lífs- kjörin versnuðu verulega síðustu mánuði sl. árs og þau hafa haldið áfram að versna æ síðan með vax- andi hraða. Þessir samn- ingar breyta því miður engu þar um. Hitt vekur aftur furðu, að forystu- menn opinberra starfs- manna skuli ekki hafa krafizt þess, að ríkis- stjórnin skilaði aftur þeim skattahækkunum, sem orðið hafa á síðustu tveim árum og nema tugum milljarða króna. Það hefði orðið þýðingarmikil rétt- arbót fyrir þennan hóp manna og aðra þá, sem fá allar sínar tekjur tíundað- ar til skatts eins háir og beinu skattarnir eru orðnir samanborið við minnkandi ráðstöfunartekjur heimil- anna. Vitaskuld ber að fagna því, ef kjarasamningar nást án þess að til verk- fallsaðgerða komi. Aðilar vinnumarkaðarins munu kanna ákvæði hinna nýju samninga ofan í kjölinn og endurskoða kröfugerð sína í samræmi við það. Eink- um vekur það athygli, að ríkisstjórnin skuli hafa treyst sér til að auka lífeyrissjóðsréttindi opin- berra starfsmanna svo mjög sem raun ber vitni þar sem þeir nutu þeirra forréttinda fyrir að fá full- ar verðbætur greiddar jafnóðum beint úr ríkis- sjóði. Augljóst er, að hinir almennu lífeyrissjóðir geta ekki staðið undir þvílíkum skuldbindingum. ASÍ hlýt- ur því að taka upp viðræð- ur við ríkisstjórnina um það, með hvaða hætti hún muni hlaupa þar undir bagga til þess að það fólk, sem unnið hefur sína starfsævi úti í atvinnulíf- inu, njóti svipaðra kjara að loknu sínu ævistarfi og fái þær réttarbætur, sem nú var samið við opinbera starfsmenn um. Pólitísk notkun 1978 — en nú? | Reykjavíkurbréf **♦♦♦♦*♦♦♦♦♦ Laugardagur 16. ágúst.. Afmælisgjöfin Um síðustu helgi var á það minnst í Reykjavíkurbréfi, að þeir hefðu líklega komið saman og borðað tertu Ragnar Arnalds og Kristján Thorlacíus fyrir nokkr- um vikum í tilefni af því, að þá var ár liðið síðan kjarasamningur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja rann út. Síðan þau orð voru á blað skráð hefur annað afmæli sett svip sinn á þjóðlífið, sex mánaða afmæli ríkisstjórnarinn- ar. Að vísu bauð forsætisráðherra ekki upp á tertu en blaðamönnum veitti hann kaffi og kökur, um leið og hann bauðst til að svara fyrirspurnum þeirra. Niðurstaða veislunnar birtist hér í blaðinu á miðvikudaginn og greinilegt er, að forsætisráðherra hefur verið í svo miklu hátíðarskapi, að honum þótti algjör óþarfi að tefja menn frá kökunum og kaffinu með löngum og rökstuddum svörum. Forsætisráðherra gaf þó til kynna, að hann væri bjartsýnn um að til samkomulags væri að draga í viðræðum ríkisstjórnarinnar og forystumanna opinberra starfs- manna. Og viti menn, daginn eftir að forsætisráðherra mælti þessi orð, var frá því skýrt, að drög að samkomulagi lægju fyrir. Þegar þessi drög eru skoðuð, hlýtur því að skjóta upp í hugann, að þau séu afmælisgjöf BSRB-forystunnar til ríkisstjórnarinnar. Á tímum vinstri stjórnarinnar 1971—74 gerði Kristján Thorlacíus hina frægu olíusamninga, nú ætlar hann líklega að gera afmælis- samningana með hugarfari þess, sem vill með öllum ráðum gleðja sexmánaða afmælisbarn. í Morgunblaðinu á fimmtudag færir Kristján Thorlacíus rök fyrir því, hvers vegna hann mælir með þessum samningum, sem eru þannig úr garði gerðir, að 24— 25% vantar til að kaupmætti launa opinberra starfsmanna 1977 sé náð. Og hafa ber í huga, að samningurinn er gerður milli þeirra, sem efndu til ólögmætra aðgerða 1978 til að tryggja gildi samninganna frá 1977 (þ.e. Kristj- án Thorlacíus o.fl.), og fulltrúa þess stjórnmálaflokks, sem mest fylgi vann 1978 og komst í ríkis- stjórn á kjörorðinu, um að samn- ingarnir frá 1977 skyldu komast í gildi (þ.e. Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra). I Morgunblaðinu rökstyður Kristján Thorlacíus niðurstöðuna með því að segja, að almenningur sé andstæður launa- hækkunum(?) og ríkisstjórnin hafi þá stefnu að halda launa- hækkunum niðri(l). Og síðan segir hann, að opinberir starfsmenn verði að velja á milli þessara samkomulagsdraga eða verkfalls- boðunar. Segir Kristján Thorla- cíus og „í stöðunni tel ég þetta hyggilegasta leikinn." Engin rök Þessi ummæli Kristján Thor- lacíusar formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eru í raun og veru rökleysa. Er það fjármálaráðherra, sem hefur sagt honum, að almenningur sé and- stæður launahækkunum? Hefur verið sá þrýstingur á forystumenn BSRB frá umbjóðendum þeirra, hinum almennu félagsmönnum, að ekki beri að hækka launin? Ef svo er, hvers vegna hefur það tekið Kristján Thorlacíus og félaga hans 14 mánuði að komast að þeirri niðurstöðu, að annað hvort yrðu þeir að taka við dúsunni frá fjármálaráðherra eða að fara í verkfall? Ummæli Kristjáns Thorlacíusar eru ekkert annað en yfirklór, I raun skín í gegnum þau undirgefni við ríkisvaldið, undirgefni, sem á rætur að rekja til pólitískrar samtryggingar. Kristján er í raun og veru að segja það, að náist ekki samningar á þeim grundvelli, sem fjármálaráðherra óskar, felist næsti leikur í verkfallsboðun. Hef- ur þetta ekki alltaf legið ljóst fyrir? Hafa forystumenn BSRB ekki áttað sig á því fyrr en núna, eftir 14 mánaða sameiginlegar vangaveltur með fulltrúum ríkis- ins, að annað hvort yrði samið eða boðað yrði verkfall? Hvort sem Kristján Thorlacíus hefur fyrst núna verið að átta sig á þessu eða ekki, er ljóst, að með því að gera fyrst drög að samkomu- lagi og ganga með það fram fyrir umbjóðendur sína og segja við þá: Þetta viljum við, ef þið viljið það ekki, þá getið þið farið í verkfall, er Kristján Thorlacíus að skipa sér við hlið fjármálaráðherra Ragnars Arnalds gagnvart félags- mönnum BSRB. Síðast skipaði Kristján sér þannig við hlið ríkisstjórnar, sem hann vill veita brautargengi, vorið 1979 þegar hann ætlaði að afsala grunnkaupshækkun fyrir félags- málapakka. Þá höfnuðu opinberir stafsmenn sjónarmiðum Kristjáns Thorlacíusar og fylgisveina hans í almennri atkvæðagreiðslu. Engu skal um það spáð, hvað gerist í slíkri atkvæðagreiðslu nú. Hitt er ljóst, að hafni stjórn og samninga- nefnd BSRB því samkomulagi, sem Ragnar Arnalds og Kristján Thorlacíus hafa nú gert, leggur það þá skyldu á herðar sáttanefnd, að hún leggi fram sáttatillögu og síðan yrði sú tillaga borin undir allsherjaratkvæðagreiðslu. Ef til vill felst leikur formanns BSRB og fjármálaráðherra í því að reyna að firra sig allri ábyrgð með því að gera svo meingallaðan samning, að enginn annar en þeir geti sætt sig við hann og varpa síðan okinu af sér yfir á herðar sáttanefndar. Er það í góðu samræmi við skollaleik Alþýðubandalagsins, að slík vinnubrögð séu tekin upp í kjaramálum opinberra starfs- manna. Síðan myndi Þjóðviljinn básúna það, að öll hneysan væri á ábyrgð sáttanefndar. Jafnréttis- ráöstefna Á það hefur verið minnst í stjórnmálaskrifum Morgunblaðs- ins, að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi megi ekki þróast inn á þá hættulegu braut, að hún verði eitthvert tyllidaga- stúss cða tildurstarf. Þvert á móti sé nauðsynlegt að huga að jafn- réttismálum í öllum daglegum ákvörðunum, þar sem eðlilegt sé að taka tillit til þeirra. Nýleg kvennaráðstefna Sameinuðu þjóð- anna í Kaupmannahöfn mis- heppnaðist vegna þess að komm- únistaríkin og önnur ríki höll undir þau í sýndarbaráttu fyrir áhrifum í þriðja heiminum breyttu ráðstefnunni í pólitískan sirkus. (Menn átta sig betur á því hvað við er átt með því að leiða hugann að iátunum í Ólafi Ragn- ari Grímssyni, formanni þing- flokks Alþýðubandalagsins, til að slá ryki í augu herstöðvaandstæð- inga með kjarnorkusprengjum.) Þannig er ails ekki á það treyst- andi að slíkar samkomur, sem efnt er til í góðum tilgangi, nái ár- angri, af því að ýmsir þátttakend- ur koma í allt öðrum erindagjörð- um. Jafnréttisbaráttan hér á landi hefur haldist innan hæfilegs mál- efnalegs ramma og þess vegna er tímabær hugmynd, sem sett var fram hér í blaðinu fyrir viku. En lagt var til, að til dæmis Jafnrétt- isráð íslands beitti sér fyrir ráð- stefnu á kvennafrídaginn 24. október um stöðu jafnréttismála í landinu. Yrði öllum stjórnmála- flokkunum og þeim öðrum aðilum, sem að þessum málum starfa, boðið að senda fulltrúa á ráðstefn- una og hún yrði opin öllum almenningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.