Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Kristneshæli: Rabbað við Brynjar Valdimarsson lækni Á Kristnesi í Eyjafirði, landnámsjörð Heljía Magra, hefur lengi verið starfrækt berklavarnahæli og hafa þar ófáir íslendingar dval- ið. Nú hefur berklum verið útrýmt og því þótti okkur tilhlýðilegt að forvitnast um hlutverk Kristnesshælis i dag. „Síðasti berkla- sjúklingurinn útskriíaður 1976“ „Kristneshælið var upphaf- lega berklavarnahæli, byggt 1927 fyrst og fremst fyrir atbeina nokkurra manna, þar á meðal má nefna Jónas Þor- bergs, Ragnar Ólafsson og Jón- as. Jónsson frá Hriflu," sagði Brynjar Valdimarsson, yfir- læknir í afleysingum fyrir nú- verandi yfirlækni Úlf Rafns- son. „Jónas Rafnar var fyrsti yfirlæknirinn, var hér sam- fleitt í þrjátíu ár, síðan tók Snorri Ólafsson við og Úlfur Ragnarsson hefur svo verið yfirlæknir frá 1976, eða sama ári og síðasti berklasjúklingur- inn útskrifaðist. 1960 var byrj- að að taka inn annars konar sjúklinga, aðallega elli og hjúkrunarsjúklinga og nú er hér mestmegnis gamalt fólk auk þeirra, sem af Hkamlegum og félagslegum ástæðum þurfa að vera hér. „Erfitt að fá starfsfólk“ Hér er nú pláss fyrir 69 sjúklinga og á launaskrá eru um 50 manns. Það gengur erfiðlega að fá hjúkrunarfólk til vinnu hér eins og oft vill verða á langlegu og hjúkrunar- deildum. Meiri hluti sjúkl- inganna kemur frá norðaust- urlandi. Við höfum einnig tekið við áfengissjúklingum í afvötn- un og ætlunin er að reyna að koma upp slíkri deild hér. Það má segja að við séum þeir einu, hér á norðurlandi, sem fáumst við þetta, þó önnur sjúkrahús geri það auðvitað í neyðartil- fellum. Hér er lítið um vinnu sjúklinga, eins og var á meðan þetta var berklavarnahæli. Flestir hér eru óvinnufærir, þó örfáir séu færir um að vinna létta handavinnu, Fyrsta opinbera stofnunin, sem hituð var með jarðvarma Eiríkur Brynjólfsson, sem var hér forstöðumaður í hálfa öld hefur gert mikið til að prýða umhverfið hér og tekist sérlega vel. Hann lét af störf- um hér um áramótin og Bjarni Arthúrsson, hefur nú tekið við. Þetta var fyrsta opinbera stofnunin, sem hituð var upp með jarðvarma, en nú er svo komið að rúmlega helmingur stofnunarinnar er hitaður upp með olíu. Lengst af var það þannig að hér á staðnum var húsnæði fyrir alla starfsmenn, en á seinni árum hefur þeim fjölgað svo að við verðum að keyra starfsfólkið hingað frá Akur- eyri. Fjárhagslegur rekstur held ég að gangi sæmilega nú, við fáum nú ekki lengur dag- gjöld, heldur ákveðna upphæð mánaðarlega og ég held að það gangi að láta enda ná saman þó erfitt sé.“ Brynjar Valdimarsson. IHmgnnMafrib AFGREIÐSLA: 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.