Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 21 Girða af hættulegt byggingasvæði BYGGINGAFRAMKVÆMDIR munu senn hefjast á Eiðisgranda í Reykjavík, skammt frá bæjar- mörkum borgarinnar ok Sel- tjarnarness, en þar hefur verið úthlutað lóðum fyrir um 50 ibúð- ir í raðhúsum og einbýlishúsum. Hefur að undanförnu verið unnið að því að reisa xirðinxu umhverf- is svæðið, ok hefur hún vakið forvitni fjölmarjfra vegfarenda. Kristinn Magnússon verkfræð- ingur hjá skrifstofu Borgarverk- fræðings, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri gert af öryggisástæðum. Landið þarna væri botnlaus mýri, og yrðu skurðir á byggingasvæðinu því djúpir, frá þremur metrum upp í sjö til átta metrar á dýpt. „Við töldum því ekki annað forsvaran- legt, en að girða svæðið af“ sagði Kristinn, „vegna þess að nú fer vetur senn í hönd með myrkri ,og umhleypingasömu veðri. Ógirt hefði svæðið getað orðið börnum, sem raunar öðrum, hættulegt." Um 5 milljóna kr. rekstrarhagnaður RARIK 1979: Unnið að nýbygging- um fyrir rúmlega 7,6 milljarða króna UNNIÐ var að nýbyggingum á vegum Rafmagnsveitna ríkisins á sl. ári fyrir rúm- lega 7,6 milljarða króna og er þar um að ræða 42% aukn- ingu frá árinu áður. Hliðstæð hækkun árið 1978 var 14,3%, að því er segir í nýbirtri ársskýrslu Rafmagnsveitna ríkisins fyrir árið 1979. Þar segir, að fjárfestingar til nýbygginga skiptist á eft- irfarandi hátt: — Til vatnsaflsvirkjana 18 milljónir króna, en það er vegna Gönguskarðsárvirkjun- ar og Lagarfossvirkjunar. Auk þess var varið 279 milljónum króna til rannsókna vegna virkjunar á vatnasvæði Jök- ulsár í Fljótsdal. — Til dísilstöðva 11 milljónir króna, en það er aðallega vegna aukins vélakosts á Þórs- höfn og nýrra stöðvarhúsa í Grímsey, á Þórshöfn og Stöðv- arfirði. Uppsett afl í árslok var 30.516 kílówött. — Til fjarvarmaveitu á Höfn 47 milljónir króna. — Til stofnlína 1229 milljónir króna, en það er aðallega vegna lína, Vegamót—Ólafs- vík, Þverárfjall—Skagaströnd, Dalvík—Ólafsfjörður og Vopnafjarðarlínu. — Til aðveitustöðva 528 millj- ónir króna, en það er aðallega vegna aðveitustöðva í Ólafs- vík, á Skagaströnd, Akureyri, Dalvík, Kópaskeri, Stuðlum í Reyðarfirði og Hvolsvelli. — Til innanbæjarkerfa 738 milljónir króna. — Til sveitaveitna 981 milljón króna. — Til fasteigna, áhalda og bifreiða 557 milljónir króna. — Til byggðalína 3.148 millj- ónir króna, þ.e. aðallega til Vesturlínu og aðveitustöðva að Brennimel, Hrútatungu, Glerárskógum, Mjólká og Varmahlíð. í ársskýrslunni segir að rekstrarhagnaður hafi verið um 5 milljónir króna á sl. ári. Rekstrargjöld voru 10.265 milljónir króna, þar með tald- ar 1.394 milljónir króna í afskriftum, en tekjur 10.270 milljónir króna, án stofnfjár- framlaga, sem námu um 1.282 milljónum króna. Heildaraukning orkuöflun- ar, eigin orkuvinnslu og að- keyptrar, var 10,5%, en árið áður var 10,7% minnkun. Eig- in orkuvinnsla 114 GWh skipt- ist þannig, að 90 GWh eða 78,9%, voru frá vatnsaflsvirkj- unum, en 24 GWh eða 21,1% frá varmaaflsstöðvum. Giröinxin mikla á EiöisKrand í Reykjavik. sem (firt hefur verið umhverfis byKKÍnKasvæöi ve^na slysahættu. Eins <»K sjá má nær KÍrðinKÍn lanKt í sjó fram. svo ekki verður heÍKlum hent að komast inn á svæðið. Ljóxni: Ólafur K. Max. Electronic Chef fer sigurför um allt land KENWOOD ElectronicChef fæst á eftirtöldum stöóum: Rafha, Austurveri Dómus, Laugavegi 91 JL hÚSÍÓ, Hringbraut 121 Orin, Akranesi JL hÚSÍÓ, Borgarnesi Einar Stefánsson, Raftækjaverslun, Búðardal Kaupfélag Saurbæinga, Skriðuiandi, Dai Póllinn hf„ ísafirði Verslun Einars Guófinnssonar Boiungarvík Rafbær sf.. SigiufirOi Kaupfélag Skagfiróinga, Sauðárkróki Kaupfélag Húnvetninga, Biönduosi Hegri, Sauðárkróki Kaupfélag Eyfiróinga, Akureyri Askja hf„ Husavík Verslunin Mosfell, Heitu Radío og sjónvarpsstofan, Seifossi Kaupfélag Árnesinga, Seifossi Rafbær Hveragerði Stafnes Sf., Vestmannaeyjum Kjarni hf„ Vestmannaeyjum Stapafell hf„ Kefiavik Hér er ein lítil systir.. CHEFETTE ....og hér er önnur MINI LHEKLAhf LAUGAVEG1170-172 -SÍMAR 21240-11687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.