Morgunblaðið - 17.08.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 17.08.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 15 Framhald hjá Korchnoi og Polu Þegar tólf skákum er lokið í einvígi þeirra Kor- chnois og Polugajevskys er staðan jöfn, sex vinn- ingar gegn sex, og verður því að tefla tvær skákir til úrslita. Polugajevsky jafnaði metin í fyrrakvöld með því að knýja fram vinning í tólftu skákinni, sem farið hafði í bið. Biðstaðan var greinilega mjög hagstæð Polugajevsky, en Korchnoi gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Biðstaðan var þessi: Svart:Viktor Korchnoi. Hvitt: Lev Polugajevsky. 42. h4 - b5,43. DÍ5+ - Kd6,44. Df8+ - Kc6, 45. Dc8+ - Kd6, 46. Dd8+ - Kc6, 47. Da8+ - Kd6, 48. Df8+ - Kc6, 49. a3 - He3, 50. h5 - c3, 51. Df6+ - Be6, 52. KÍ2 - c2, 53. Db2 - Hh3,54. Kg2 - Bf5, 55. Df6+ - Kc7, 56. Dxf5 - DCl, 57. De5+ - Kb6, 58. Kxh3 - b4, 59. axb4 - cxb4, 60. h6 - Dhl+, 61. Kg4 - Ddl+, 62. KÍ5 - Dc2+, 63. Kf6 - b3, 64. h7 - Dxh7, 65. De3+ — Kc6, 66. Dxb3 — Dh8+, 67. Ke7 - Dh4,68. Dc4+ - Kb6, 69. Db4+ - Kc6, 70. De4 - Kb5, 71. Kf7 - a5, 72. g6 - Dg4, 73. De5+ og Korchnoi gafst upp. í STUHU MÁLI i Varðhaldi mótmælt London, 12. ágúst. AP. TVEIR tékkneskir andófsmenn, sem á sínum tíma undirrituðu Mannréttindaskrána ’77, hafa mótmælt því við tékkneska sak- sóknarann, að einn félagi þeirra hefur verið hnepptur í varðhald, að því er segir í dag í fréttum Palach-fréttastofunnar, sem að- setur hefur í London. Mennirnir segja, að félagi þeirra hafi verið handtekinn eftir að hafa sungið mótmæla- söngva í brúðkaupsveislu vinar síns. Fékk rauðu stjörnuna Moskvu, 12. ágúst. AP. SOVÉSKUR sjóliðsforingi hefur verið sæmdur rauðu stjörnunni fyrir að ráða niðurlögum vopn- aðs manns sem ruddist inn í verslunarmiðstöð í Leningrad og særði nokkra menn, að því er segir í dag í dagblaðinu Krasn- aya Zvezda. Engar frekari skýr- ingar voru gefnar á atburðinum. Vestrænar heimildir telja að um sé að ræða varðmann sem var óánægður með að samstarfs- maður hans reyndi að trana sér framar á biðlista yfir þá sem bíða eftir íbúð. Friðrik Páll Jónsson á ferðalagi í Ég held að Pompidoustór- hýsið við Ðeaubourggötu sé lýsandi dæmi um skemmtilega menningarhöll. Þessi „olíust- assjón“, sem sumir nefndu svo, er ævintýri líkust utan dyra og innan. Louvre- safnið viö Tuiler- iesgarðinn er ekki langt undan fyrir léttfætta. Ef menn þreytast á söfnum er göngutúr á Signubökkum góö hressing, einkum í grennd viö Notre Dame kirkj- una. Þar breiöa „búkkínist- arnir“ úr gömlum bókum, blöö- um og kortum. Svo er sjaldnast langt í næsta kaffihús, þetta annaö heimili Frakka, og ágætt aö tylla sér niöur viö gangstéttarborö til þess aö skoöa mannlífiö, til dæmis á ögn snobbuöu kaffihúsi Café de Flore í St. Germain hverfinu. Útimarkaðir eru margir mjög skemmtilegir, einkum á sunnu- dagsmorgnum, svo sem í götun- um Montorgueil og Mouffetard neöanveröri, aö ógleymdum Flóamarkaönum í Clignancourt út- hverfinu. Þeir sem vilja yfirsýn geta valiö um Eiffel- turninn eöa Montmartrehæð þar sem málararnir á Tertretorgi keppast viö aö bjóöa vöru sína vart þornaöa. Þar er allt annar bragur en í stúdentahverfinu, Latínuhverfinu, meö hinum viröulega skóla Sorbonne og Panthéon. Hvarvetna eru litlir matstaöir og ekki alltaf bestir þeir sem mest eru áberandi. Hálfur dagur nægir til þess aö skoöa höllina í Versölum skammt fyrir utan borgina. Ef þú hyggur á ferö til PARÍSAR geturðu klippt þessa auglýsingu útog haft hana meó,það gaeti komið sér vel. FLUGLEIDIR i VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þl’ Al'GLVSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIG- LÝSIR í MORGINBLADINL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.