Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 23 — Hvað er gert á kvöld- in? — Þá eru kvöldvökur, yfirleitt með heimafengnu efni. Það er lesið upp, farið í leiki og flutt leikrit, flest frumsamin. Þær munar nú ekki um það, telpurnar hérna, að hrista nokkur smáleikrit fram úr erm- inni, þegar á þarf að halda. Eftir kvöldbænir er svo gengið til náða me tilhlökk- un til næsta dags. — Og andinn er góður. — Já, það er mér óhætt að segja. Þetta eru allt ljúfar og elskulegar stúlk- ur, indæl börn. Nokkrar þeirra hafa verið hér áður, jafnvel er þetta þriðja sumarið sumra. - Sv.P. Starfsliðið: Frá vinstri: Hólmfriður bóroddsdóttir. bórey Sigurðar- dóttir forstöðukona. InKÍleif Jóhannesdóttir ok Anna Elísa Hreiðars- dóttir. Frjáls eins og fuKlinn. Leikir, gatur, þraulif og sógur Um*|ón Rúna Gísiadóttir og Þónr S Guóbargsson Fallega perluf estin Bjarni og Birna voru að leika sér í Hljómskálagarð- inum í Reykjavík. Þau hlupu fram og aftur á grænu grasinu og inn á milli birkitrjánna, sem skörtuðu sínu fegursta í sumarblíðunni. Allt í einu stansaði Birna snögglega. Hún starði niður fyrir sig andartak eins og hún tryði ekki sínum eigin augum. í grasinu glitraði á fallega perlufesti. Hún tók hana upp og kallaði á Bjarna. — Alveg eins perlufesti og mig hefur alltaf langað til að eiga, sagði Birna áköf. — Finnst þér hún ekki falleg? Bjarni tók næstum andköf. Hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt. — Þetta er frábært, sagði hann, en svo hikaði hann og leit í kring um sig. — Heldurðu, sagði hann, að það sé rétt af okkur ...? Lengra komst hann ekki. Rétt í þessu komu tvær miðaldra konur inn í rjóðrið til þeirra. Þær skimuðu í allar áttir eins og þær væru að leita að einhverju. Birna flýtti sér að setja perlufestina í vasann. Hún horfði spyrjandi augum á bróður sinn ... Getur þú reynt að setja þig í spor Birnu og Bjarna? Hvað hefðir þú gert í þeirra sporum? Reyndu að bæta við söguna svo að hún fái einhvern endi. Þ. Gettu betur Haltu finKrunum kyrrum andartak — ok reyndu að sjá hvort leið A eða B endar hjá svörtu kúlunni. — bú mátt sem sa^t ekki nota finKurna eða önnur hjálparKöKn. aðeins auKun ... Góða ferð! Skemmtilegar tölur Talan 9 hefur á marKan hátt skemmtileKa eÍKÍnleika. næst- um dularfulla. Við Ketum t.d. huKsað okkur tainaröðina 123456789 — það er sama á hvern hátt þú skrifar hana. alltaf er unnt að deila í hana með tölunni 9. Veistu t.d.. að ef þú marKfaldar töluna 2.071.723 með tölunni 5.363.22.357 þá færðu útkomuna: 11.111.111.111.111.111! Reynið sjálf að marKfalda ef þið eÍKÍð tölvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.