Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Mörg Eyjaskip landa erlendis NÆSTU vikur hyggjast útgerðarmenn margra ís- lenzkra fiskiskipa láta þau sigla með afla sinn til Bretlands og V-Þýzka- lands. Samkvæmt upplýs- ingum LÍÚ eru skip frá Vestmannaeyjum mörg í þessum hópi, en frystihús- in þar hafa enn ekki tekið til starfa að nýju. Síðustu vikur hafa mun fleiri ís- lenzk skip landað erlendis heldur en í sama mánuði í fyrra. í gær seldi Stálvík 121,8 tonn í Grimsby fyrir 64,9 milljónir króna, meðalverð 533 krónur. Þá lauk einnig löndun úr Sigurey í Hull. Samtals seldi skipið 180,7 tonn fyrir 96,3 milljónir króna, meðalverð 533 krón- ur. Ýmislegt þykir benda til að bandariskt efnahaRslif sé nú að hefja sig upp úr þeim djúpa öldudal. er það tók að sökkva i snemma á árinu. en afturbatinn verður þó sennilega of tilkomulítill og of seint á ferð til að það komi Carter Bandarikjaforseta að liði i kosningunum í nóvember. Frá sjónarhóli Carters eru það góðar fréttir að viðmiðunartölur bandarísks efnahagslífs. þ.á m. framleiðsluvisitala iðnaðar, hækk- uðu um 2,5 af hundraði í júni, en það er snarpasta aukning í fimm ár. eftir samfellda rýrnun i ellefu mánuði. Einnig kom það fram í skýrslu stjórnarinnar i lok júlímánaðar að stórlækkaðir vextir síðan i apríl hafi stöðvað hraðan samdrátt í húsnæðismálum og að framleiðsluaukning hafi orðið í bilaiðnaðinum. Hitt eru lakari tiðindi fyrir Carter að flestir hagfræðingar, hvort sem þeir eru með eða á móti stjórninni. halda því fram að efnahagskreppan muni sverfa óþyrmilegast að um það leyti sem Bandarikjamenn kjósa sér forseta i haust. Þegar Schultze var að því spurður hvort nokkur bandarísk ríkisstjórn hefði náð endurkjöri með viðlíka hrakspár hangandi yfir sér hló hann og hristi höfuðið. Hann neitaði á hinn bóginn að fallast á að tölfræði gæti falið í sér „pólitískan dauðadóm". Nokkrir sérfræðingar eru jafnvel enn svartsýnni en Schultze. Dr. Gary Shilling, sem veitir forstöðu fyrirtæki efna- hagsráðunauta í New York, spá- ir því að atvinnuleysi verði um tíu af hundraði við lok ársins. Aðrir telja að það kunni að fara yfir níu af hundraði bráðlega. Svo kann að fara að verðbólga einnig fari fram úr áætlun Á FERÐ UM EYJAFJÖRÐ í skýrslunni sagði að atvinnu- leysi hefði vaxið úr 7,7 af hundraði í júní í 7,8 af hundraði í júlí. Efnahagssérfræðingar for- setans spá því í einhverri ógæfu- legustu efnahagsspá síðustu þrjátíu og fimm ára að atvinnu- leysi muni ná 8,5 af hundraði fyrir lok ársins og að verðbólga verði áfram 12 af hundraði á ári. Charles Schultze, formaður efnahagsráðgjafanefndar forset- ans, hefur sagt að búast megi við að atvinnuleysi loði við 8 af hundraði út árið 1981, þar sem afturbatinn verði hægur. Er þetta önnur versta efnahags- kreppa þjóðarinnar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari, að hans dómi. DONJUAN Veggsamstæöa í maghoni. Samanstendur af 3 einingum. Miöhillan er færanleg og fæst þar nægjanlegt rými fyrir sjónvarp. Messinghöldur á skúffum og skápum. Ljós í þremur yfirskápum. Prófaö og viöurkennt af NORSK M0BELKONTROLL Verið ávallt velkomin! k SMIÐJUVEGI6, SIMIU5U Eiríkur Sigfússon hóndi, Sílastöðum: Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar valda 36 milljóna brúttótekjurýrnun á búinu Eins og ástandið í landbúnaðarmálum er nú orðið veldur það allt að 50% kjaraskerðinjíu fyrir mjólkurbú- in. Við mjólkurframleiðendur erum að minnsta kosti þrí skattaðir, fyrir utan venjulega skatta, það er kvótakerf- ið, sem þvingar okkur til samdráttar, og hefur í för með sér um 18 milljóna tekjurýrnun á mínu búi, því við minnkuðum mjólkurframleiðsluna um 60 þúsund lítra á síðasta ári; það er innvigtunargjald, sem er 28 krónur á hvern innveginn lítra og kostar okkur því um 6 milljónir á ári og svo ofan á allt kemur 200% fóðurbætisskattur, sem mun kosta okkur um 10 til 12 milljónir. Það verður því hvorki meira né minna en um 36 milljóna brúttóteknarýrnun á búinu hjá okkur miðað við eitt ár,“ sagði Eiríkur Sigfússon bimdi á Sílastöðum í samtali við blaðamann Mbl. Ofan á þetta kemur svo að við fáum ekki nema 65% útborgað af mjólkur- innleggi okkar, afgangn- um er haldið eftir í eitt ár á meðan verðbólgan étur hann upp. Þetta kemur mun verr niður á þeim, sem fara eftir kvótanum, því að þeir, sem framleiða umfram hann, fá einnig sín 60% af innleggi og þar af leiðandi hærri upphæð og fara langt með að ná 100% útborgun miðað við að þeir færu eftir kvóta. Fóðurbætisskatturinn kemur einnig verr niður á þeim, sem höfðu undirbúið sig fyrir kvótann og ætla að fara eftir honum, því þeir hafa þegar fækkað kúm og geta því ekki farið út í að minnka mjólkur- framleiðsluna með því að gefa ekki fóðurbæti og slegið þannig tvær flugur í einu höggi. Fóðurbætis- skatturinn kemur einnig verst niður á þeim, sem erfiðast áttu fyrir, til dæmis vegna kals eða heyleysis eða annarra ástæðna. Einnig kemur hann misjafnt niður eftir landshlutum, því hann kemur aðeins á innflutt fóður, en fóður, sem blandað er hér heima og verður því ódýrara, er aðeins hægt að fá í kring- um stærstu og beztu land-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.