Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÓHANNA JONSDÓTTIR, frá ísafirói, Vesturgötu 113, Akraneai, lézt í Sjúkrahúsi Akraness, föstudaginn 15. ágúst. Halldóra Ingimundardóttir, Péll Einarsson, Magdalena Ingimundardóttir, Hermann Jónsson, Auðbjörg Ingimundardóttir, Guömundur Þorbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Yndislegi litli drengurinn okkar, ANDRÉS, Marfubakka 8, er látinn. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Þórunn Andrésdóttir, Stafán Andrésson. Útför, + GUDBJARGAR EINARSDOTTUR, Meöalholti 11, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Magnús Einarsson. + Móöursystir mín, JORUNN ANNA STEINDÓRSDÓTTIR, frá Dalhúsum, sem andaöist 3. ágúst veröur jarösett frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Anna Friöríksdóttir, Orri Gunnlaugsson. + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir, og afi okkar, ÞORLEIFUR ÞÓRÐARSON, Laugarásvegi 29, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 18. ágúst kl. 3. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en bent á líknarstofnanir í minningu hans. Kristjana Kristjánsdóttir, örn Þorleífsson, Elsa Árnadóttir, Rosemarie Þorleífsdóttir, Sigfús Guömundsson, Einar Kristján Þorleifsson, María Þorleifsdóttir, Björg Þorleífsdóttir, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför, HARALDAR ALFREOS HÓLMS EYÞÓRSSONAR, húsvaröar Langholtsskóla. Guö blessi ykkur öll. Kristín Guönadóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Haraldur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum inniiega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HJALTA GUÐNASONAR, Hallveigarstíg 8. Hulda Guömundsdóttir, Margrát Hjaltadóttir, Peter Medek, Vigdfs Hjaltadóttir, Steingrfmur Gunnarsson, Björk Hjaltadóttir, Guðmundur Brynjólfsson, og barnabörn. Minning: Þorleifur Þórðarson fyrrv. forstjóri Fæddur 27. apríl 1908. Dáinn 7. ágúst 1980. Kennari minn í 36 ár, Þorleifur Þórðarson, verður borinn til mold- ar mánudaginn 18. þ.m. Þetta er raunar óvenjulega langur lær- dómstími, enda ekki um venju- legan skólalærdóm að ræða nema fyrstu árin, en síðan hófst tímabil náms í störfum á sviði ferðamála. Þorleifur var einn fárra frum- herja þessarar atvinnugreinar á íslandi. Margir eru þeir þættir íslenskra ferðamála, sem í dag þykja sjálfsagðir og eðlilegir, en Þorleifur þurfti að hafa mikið fyrir að hrinda í framkvæmd, sökum skorts á trú annara á því þjóðþrifaverki, sem hann var að vinna. En þetta hefur ávallt verið hlutskipti frumherjanna. Hans gæfa og gieði var þó að sjá þann árangur verka sinna á sviði ís- lenskra ferðamála, að þau eru nú sjálfstæð og áríðandi atvinnu- grein í íslenskum þjóðarbúskap. Á sama hátt var það gæfa íslenskra ferðamála, og okkar, sem síðar störfuðum með Þorleifi, að njóta forystu hans og leiðsagnar í upp- hafi. En Þorleifur var mér meira en leiðbeinandi og kennari í þessari ungu atvinnugrein. Hann var mér kær vinur. Þeirri vináttu fylgdi virðing og traust, sem einnig tengdi fjölskyldur okkar vináttu- böndum. Þegar staldrað er við á kveðju- stund skýrast minningarnar og liðnir atburðir leita á hugann, um leið og mynd drengskaparmanns- ins, Þorleifs Þórðarssonar, er mér efst í huga. Glaður og reifur gekk hann til starfs og leiks, en hlé- drægni, alúð og trygglyndi voru hans aðalsmerki. Að leiðarlokum skal honum nú þökkuð leiðsögnin með einlægum hug nemandans. Megi íslensk ferðamál eignast sem flesta forystumenn með hæfileika og drenglyndi Þorleifs Þórðars- sonar. Með þakklæti og virðingu send- um við Ragnheiður og Sigrún, frú Kristbjörgu og börnum Þorleifs, hugheilar samúðarkveðjur. Birgir Þorgilsson. Góður drengur og gegn er horf- inn á vit feðra sinna. Þorleifur Þórðarson, fyrrum forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík að kvöldi 7. ágúst sl. Hann var fæddur hinn 27. apríl 1908 í Ólafsvík, sonur hjónanna Þórðar Matthíassonar, formanns og smiðs þar, og konu hans, Bjargar Þorsteinsdóttur. Ólst hann upp hjá Magnúsi Jóhannes- syni, verkamanni í Ólafsvík og konu hans, Þórunni Árnadóttur. Af engum efnum lagði hann á unga aldri ótrauður út á mennta- brautina, sem var miklu meiri erfiðleikum bundið í þá daga en nú gerist, þar sem þá voru ekki námslán eða námsstyrkir til að létta róðurinn. Hann brautskráð- ist úr Verzlunarskóla íslands árið 1929 og frá Firecraft College, Birmingham, Englandi, 1931— 1932, Volkshochschule, Comburg, Þýskalandi, 1932—1933. Þá stund- aði hann og nám í Paris 1933. Svo hart lagði hann að sér við námið þar, að hann bjó í tjaldi utan borgarinnar og hjólaði í skólann. + Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÓNA SALVÖR EYJÓLFSDÓTTIR, Uröarstíg 14, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 19. ágúst kl. 1.30. Þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Sigurður Sv. Gíslason, Garöar R. Sigurösson, Sigrún J. Siguröardóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Ingólfur K. Sigurösson, Siguröur Sv. Sigurðsson, Steingrímur O. Sigurösson, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför tengdamóöur mlnnar og ömmu okkar, ÞÓRDÍSAR ANDRÉSDÓTTUR. Svava Stefánsdóttir, Snæbjörn Aöalsteinsson, Sveinn Ben Aðalsteinsson, Þórdfa Aðalsteinsdóttír, Kristborg G. Aðalsteinsdóttir, Stefén Aöalsteinsson, Sesselja Aöalsteinsdóttir, Anna Aöalsteinsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og útför, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR fré Kolbeinsé. Vandamenn. Bróöir okkar, SIGMUNDUR JÓHANNSSON, fré Skógum, sem andaöist 7. ágúst sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Afþökkum blóm og kransa, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Systkinin. + Kveöjuathöfn um manninn minn, GUOMUND TÓMAS GUÐMUNDSSON fré Hellisandi, Miöbraut 10, Seltiarnarnesi, veröur í Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. égúst kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur fré Ingjaldshólskirkju. Hellisandi laugardaginn 23. égúst kl. 14.00. Unnur Pjetursdóttir. Slíkt gera naumast aðrir en þeir, sem bera óslökkvandi menntaþrá í brjósti og búa yfir fádæma vilja- þreki og dugnaði. Verzlunarstjóri var hann í verzluninni Vísi í Reykjavík 1929—1931, bókhaldari hjá Bóka- verzlun E.P. Briem í Reykjavík 1933—1936. Skrifstofustjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 1936— 1939, er starfsemi hennar var lögð niður, og forstjóri hennar um árabil frá því hún tók aftur til starfa 1946. Kennari var hann við Samvinnuskólann 1935—1946, og kenndi auk þess við ýmsa aðra skóla í Reykjavík. Hann hefur skrifað kennslubók í bókfærslu og annast bréfanámskeið í reikningi og bókfærslu á vegurm Bréfaskóla SIS, enda með afbrigðum tölvís. Þorleifur kvæntist 15. ágúst 1934 Annie, f. 27. júlí 1911, dóttur Karls Chaloupec, ritara stein- smiðafélagsins í Bæheimi, og varð þeim tveggja barna auðið, þeim Erni og Rosemarie, sem nú eru löngu fulltíða atorkufólk. Konu sína missti Þorleifur hinn 28. desember árið 1948. Hinn 21. september 1952 kvænt- ist Þorleifur öðru sinni, Kristjönu Sigríði, f. 14. marz 1921, Krist- jánsdóttur Sigurðar, formanns á Kirkjubóli í Valþjófsdal, Önund- arfirði, Eyjólfssonar, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust saman fjögur börn, sem nú eru öll uppkomin, þau Einar, Björgu, Maríu og Olgu, hið mesta mann- dóms og myndarfólk. Kristjana reyndist eiginmanni sinum frá- bærlega traustur og góður lífsföru- nautur í blíðu og stríðu, enda mat hann hana mjög að verðleikum. Þetta, sem nú hefur verið rakið, lýsir í stórum dráttum hinni ytri umgjörð æviferils Þorleifs. Og þó að þar af megi ráða óvenjulegan dugnað hans og hæfileika, langt ofar meðalmennskunni, er þó hitt, sem enn er ósagt og erfiðara er að lýsa með orðum, mun merkari þáttur í æviferli þessa ágæta drengs. Hann var frábærlega ættræk- inn og umhyggjusamur um skyldu- lið sitt allt. Aldrei átti hann svo annríkt, að ekki hefði hann tíma til að líta inn til ættingja sinna og vina, væri hann staddur á slóðum þeirra. Og alltaf kom hann með birtu og yl með sér og var öllum hinn mesti aufúsugestur. Ættingj- ar og vinir trega nú óvenju heilsteyptan og góðan dreng, en að sjálfsögðu er missirinn sárastur eiginkonu og börnunum hans öll- um. Þegar slíkir hverfa héðan af heimi, finnst okkur sem opið skarð og ófyllt standi eftir. Og þó að sagt sé, að maður komi í manns stað, hverfur alltaf eitthvað íeð hverjum einum, sem ekki v< lur að fullu bætt af öðrum. En þ„ð er huggun harmi gegn, að menn eins og Þorleifur Þórðarson eiga góða heimvon. Hann lifði ekki fyrst og fremst sjálfum sér, heldur miklu fremur fjölskyldu sinni, ættingj- um sínum öllum og vinum. Kær- leikurinn var honum í blóð borinn, enda var hann elskaður og virtur, ekki aðeins af sínum nánustu, heldur einnig þeim, sem áttu við hann samskipti, meiri eða minni á lífsleiðinni. Þorleifur var óvenjulega hlýr og aðlaðandi í allri sinni framkomu. Hann var að eðlisfari ör í lund, en hafði alla jafnan góða stjórn á L n egsteinner varanlegt ninnismerki Framteiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjðf um gerð og val legsteina. B S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVB3148 SftvS 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.