Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 15 „Hrafn** er nú i umsjón sjóskátanna. utan Engey; leyfðum fólki að komast á ról. Þá klæddu Norð- mennirnir sig í þjóðbúning, puntuðu sig og önguðu af rak- spíra er þeir komu í land. Konur Norðmannanna höfðu komið daginn áður og ekki feng- ið neinar móttökur, voru nánast á götunni og engin fyrirgreiðsla til reiðu. Þá var leiðinlegt að vera íslendingur. Skólastjóri Álftamýrarskólans bauð að eigin fordæmi svefnpokapláss. Krist- ján Eldjárn forseti frétti af þessu og þá var allt opnað upp á gátt og Norðmennirnir settir inn í heimsóknarprógram Bessa- staða. Eftirmálinn var leiðinlegur. Bátnum var skellt á sýningu með öllu dóti, svo sem trébollum og diskum, var því flestu stolið. Síðan var bátnum vísað frá einum til annars. En þessir bátar þurfa umhirðu og viðhald. Til dæmis er búið að klína botnmálningu á Hrafninn en það á aðeins að setja fernisolíu á viðinn.“ „Værirðu til í að endurtaka þetta?“ spurði ég. „Já, án þess að hika. En þá vildi ég ráða áhöfninni." Við höfðum klárað kakóið, glymskratti truflaði og fólk var farið að gefa okkur auga. Ég hristi uppgefna hendina. „Skilurðu þetta hrafnaspark?" spurði hann. „Það er svo skrítið að ég get rifjað samtalið nákvæmlega upp er ég skoða þetta krot.“ Hann hló. „Annars verð ég að fínesera þetta svoldið og raða upp, því gerðar eru meiri kröfur til ritaðs máls en þess mælta. Viltu segja nokkuð að lokum?" „Bara, takk fyrir spjallið." Hann fór sína leið út í kvöld- kyrrðina og ég mína. Við skulum ekki þakka einhverri nefnd þetta siglingaafrek, heldur framtaki tveggja áhugasamra manna. DC-8-þotum Loftleiða ekki færri en 6 flugmenn frá Flugfélagi íslands en ekki verður séð að það hafi leyst neinn vanda. Þetta hafði þó í för með sér að 8 nýir flugmenn voru ráðnir til starfa hjá Flugfélagi íslands. Kjartan líkir starfsaldurslista- málinu við hnút Gordions. Trúlegt er að sá hnútur hefði aldrei til orðið í máli þessu ef sanngirni flugmanna Flugfélags íslands hefði verið til að deifa þegar flugfélögin voru sameinuð og röskun varð á verkefnaskiptingu Loftleiða og Flugfélags íslands. Eitt af því sem greinarhöfundur klifar á er að Loftleiðaflugmenn hafi ekki viljað sameiginlegan starfsaldurslista fyrr en allt hafi verið í óefni komið. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Hið rétta er, að aðalfundur Flugleiða hf. árið 1978 samþykkti þær veigamiklu breyt- ingar á 3. grein samþykkta félags- ins, að ákveðið var að leggja niður nöfn Loftleiða hf. og Flugfélags Islands hf., og að Flugleiðir hf. tækju við öllum flugrekstri beggja flugfélaganna. Nú áttu allir flug- menn að verða starfsmenn Flug- leiða hf., en hér komu til sögunnar gerbreytt viðhorf og því ekki um annað að ræða en að sameina margnefnda starfsaldurslista. Hinn 4. janúar 1979 undirrituðu fulltrúar Félags Loftleiðaflug- manna samkomulag um að sam- eiginlegur starfsaldurslisti beggja flugmannafélaganna tæki gildi 1. október 1979, eða í allra síðasta Iagi 1. febrúar 1980. Við þetta samkomulag hafa Loftleiðaflug- menn fyrir sitt leyti staðið og hefur enn ekki orðið nein breyting á þeirri afstöðu. Þvert á móti. Stjórn Félags Loftleiðaflugmanna hefur ítrekað skrifað stjórn Flug- leiða hf. og óskað efnda á samkomulagi þessu. Flugleiðir hf. hafa gert það að tillögu sinni í viðræðum um þessi mál, að erlendir sérfræðingar, óvilhallir, að sjálfsögðu, verði fengnir til að skera úr um ágrein- ingsatriði varðandi röðun á sam- eiginlegan starfsaldurslista. Þetta hafa Loftleiðaflugmenn samþykkt en Flugfélagsmenn hins vegar ekki. Getur verið að Kjartan og félagar hans séu hræddir um að verið geti að slíkir sérfræðingar leggi annað mat á hugtakið sann- girni en FÍA-menn? Um aðlögunartíma þann sem virðist fara í taugarnir á Kjartani, er það að segja, að í þeim viðræðum um starfsaldurslista- málin sem staðið hafa frá því í febrúar sl. undir stjórn sátta- semjara, hefur ekki orðið ágrein- ingur um slíkar ráðstafanir, enda öllum ljóst að ekki verður án verið. Það ætti að liggja í augum uppi, að úr því sem komið er, verða deilur flugmanna um starfsáld- urslista varia leystar nema til komi úrskurður hlutlausra aðila. Félag Loftleiðaflugmanna er fyrir sitt le.vti samþykkt slíkri lausn, enda vart við öðru að búast en að þau málalok verði sanngjörn. Það hlýtur því að vekja furðu þeirra er að sameiningu starfsaldurslist- anna hafa starfað, að Flugfélags- menn skuli ekki geta unað við slíka lausn á þessari deilu. Jón Asgeirsson: Vinur minn Mats Wibe Lund skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið 11. sept. og bendir þar á, að það er ekki alveg víst að Luxemborg sé nafli heimsins. Hann segir, að Luxemborgar- ævintýrið sé úti, og bendir á hugsanlega samvinnu Flugleiða við aðrar þjóðir. Hann tekur SAS og Finnair sem dæmi. Við Mats erum báðir hlynntir norrænni samvinnu. Greinin, sem Mats skrifaði er á bls. 17 í Morgunblaðinu. Á sömu blaðsíðu er önnur grein, þar sem sagt er frá því, að Islendingar séu farnir að ferðast frá íslandi til Kanada með dönsku flugfélagi, þ.e. Sterling Airways. Ég hef haft svolítinn áhuga á því að auka samskiptin milU Islands og Kanada og því fylgst Jón Ásgeirsson. meiri gaum en hingað til hefur verið gert. Mér sýnist ástæðulaust að einblína alltaf á New York. Er ekki New York ævintýrið líka úti? Ferðirnar, sem nú er verið að fara milli íslands og Kanada með Sterling eru mjög áhugaverðar, og það vill svo til að mér er vel kunnugt um það, hvernig þær eru tilkomnar í upphafi. Það hefur líka komið í ljós, að farþegarnir, sem fóru í fyrstu ferðina, 52 manns, luku upp einum munni um ágæti ferðarinnar. Það hefur einn- ig komið á daginn, að enda þótt Samvinnuferðir-Landsýn megi ekki auglýsa þessar ferðir, þá hefur ekki reynst neinum sérstök- um erfiðleikum bundið að selja í þær. Verðið er líka alveg sérstak- lega hagstætt. Og verðlag í Kana- da er sérstaklega hagstætt. Islenskir ferðalangar ættu að gefa Kanada meiri gaum, en þeir Lúxemborgarævintýrið úti — o g hvers vegna endilega New York? - Því ekki Kanada? aðeins með þeim málum, m.a. ferðalögum milii landanna. Síð- ustu árin hafa verið farnar leigu- ferðir héðan til Manitoba, og hafa þær reynst vinsælar, og oft hafa færri komist að en vildu. En Kanada er nýtt land í augum flestra íslendinga. Þegar talað er um Ameríku er oftast átt við Bandaríkin ein, og því þá gleymt, að Kanada tilheyrir þessari heimsálfu, og þar búa um 25 milljónir manna. Fyrir nokkrum árum var frá því skýrt í fjölmiðlum, að stjórn Flugleiða hyggðist fjölga við- komustöðum sínum í Ameríku. Þá voru nefndir möguleikar á lend- ingum í Baltimore/Washington, sem síðar varð að veruleika um nokkurra mánaða skeið. Nú er öllu flugi þangað hætt, og skrifstofu Flugleiða í Washington verið lok- að. Þá var einnig talað um Los Angeles sem hugsanlegan ákvörð- unarstað. Hvort tveggja kann að hafa verið raunhæft á þeim tíma. Mín skoðun er og hefur verið sú, að í sambandi við ferðamálin almennt ætti að gefa Kanada mun hafa gert hingað til. í Kanada er svo margt, sem er áhugavert fyrir íslendinga. Kanada er næst stærsta land í heimi. Það vantar því ekki fjölbreytnina þar frekar en margt annað. Jú, ég er sammála Mats Wibe Lund. Luxemborg er ekkert lífakk- eri fyrir okkur Islendinga, og ég get ekki séð að New York sé það neitt frekar. Það væri e.t.v. ráð fyrir ráðamennina „að skoða mál- ið“ og reyna að „finna nýjan flöt“ á því? 70% utsöluafslattur ÞUMALÍNA er flutt að Leifsgötu 32 Sími12136 Barnafataverzlunin Þumalína, sem áöur var í Domus Medica, býöur yöur mikiö og fjölbreytt vöruval, allt frá nærskyrtum til útigalla í mörgum stæröum, gerðum og litum. M.a. náttföt, drengjaföt, telpnakjöla, gallabuxur. Einnig buröarrúm, leikgrindur, kerrur og kerrupoka, barnavöggur, vögguklæöningar, bleiupoka, buröarpoka úti og inni. Gott fyrir barniö, gott fyrir yöur. Og ekki má gleyma Weleda-jurtasnyrtivörunum óviöjafnanlegu fyrir pabba, mömmu, barnið og alla hina, einnig ofnæmis- og astmasjúka. Sængurgjafir í úrvali. Næg bílastæði.Sendum í póstkröfu. Viö hliöina á Þumalínu er litli bróöir, Tumi þumall. Þar fáið þér allt í matinn og góöa þjónustu. Þumal- búðirnar, Leifsgötu 32. Sími 12136. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.