Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 2 X Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Mesta atlaga að frjálsum atvinnu- rekstri í áratugi Aðför Alþýðubandalagsins að Flugleiðum og tilraunir flokksins til þess að koma fyrirtækinu á kné og þjóðnýta allar flugsamgöngur er mesta aðför, sem gerð hefur verið að frjálsum atvinnurekstri á Islandi í áratugi. Þótt dregið hafi úr gegndarlausum árásum talsmanna flokksins á Flugleiðir síðustu daga er það fyrst og fremst vegna þess, að þeir hafa fundið megna andúð almennings á málflutningi þeirra og vinnubrögðum. Þeir munu taka upp þráðinn á ný og fyrirsjáanlegt er, að næstu mánuði munu standa hörð átök á opinberum vettvangi um framtið frjáls atvinnureksturs í fluginu. Kommúnistar hafa óvenju sterka aðstöðu að þessu sinni til þess að heyja baráttu sína gegn Flugleiðum. Þeir stjórna fjármálaráðuneyt- inu og félagsmálaráðuneytinu, en bæði þessi ráðuneyti koma viðsögu í þeirri stöðu, sem flugmálin nú eru í. Þeir hafa augljóslega gert tilraun til þess að taka forræði þessara mála úr höndum Steingríms Hermannssonar, samgönguráðherra, sem hefur hins vegar ekki látið þá komast upp með svo frekjuleg vinnubrögð og er það vel. En í krafti aðildar að ríkisstjórn hafa þeir margvíslega aðra möguleika til þess að bregða fæti fyrir nýja uppbyggingu flugrekstursins og stefna markvisst að því. Fyrirsjáanlegt er að vandamál flugrekstursins verða ekki leyst innan núverandi ríkisstjórnar, þar sem einn stjórnarflokkurinn hefur það markmið helzt í huga að koma félaginu á kné. Þess vegna verður að leysa vandamál flugrekstursins með samstarfi lýðræðisflokkanna á Alþingi og eiga út af fyrir sig ekki að verða nokkur vandkvæði á því, að flokkarnir þrír geti náð samstöðu um þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru af opinberri hálfu til þess að greiða fyir Flugleiðum. Aðför Alþýðubandalagsins að Flugleiðum verður líka að skoða í stærra samhengi. Takist sósíalistum að koma Flugleiðum á kné munu þeir telja, að mikill sigur hafi unnizt í baráttu þeirra fyrir því að koma á sósíalísku þjóðskipulagi á íslandi, þar sem þeir hafi lagt að velli eitt glæsilegasta fyrirtæki í einkaeign á íslandi. En þeir munu ekki láta staðar numið heldur snúa sér að stærri fyrirtækjum á öðrum sviðum. Síðan kemur röðin að smærri atvinnurekstri. Þess vegna skapar aðför sósíalista að Flugleiðum alveg ný viðhorf í íslenzkum þjóðmálum. Hún gerir kröfu til þess, að lýðræðissinnar í þremur stjórnmálaflokkum, sem hafa verið tvístraðir og sundraðir, leggi niður deilur sínar og taki höndum saman um að hrinda árás Alþýðubandalagsmanna á frjálsan atvinnurekstur og efla hann á ný. Langt er síðan raunveruleg barátta hefur staðið í þessu landi um grundvallarmál af þessu tagi. Sósíalistar hafa ekki í langan tíma gert tilraun til að vega að undirstöðum okkar frjálsa samfélags með þeim hætti, sem þeir gera nú, þegar erfiðleikar steðja að í flugrekstrinum. Þessi atlaga sósíalista að atvinnurekstrinum í landinu og þá fyrst og fremst Flugleiðum nú, gefur lýðræðissinnum, stuðningsmönnum frjáls atvinnurekstrar, hvort sem um einkarekstur er að ræða, eða samvinnurekstur, tækifæri til að efla baráttuhug sinn og snúa bökum saman með þeim hætti, sem ekki hefur verið gert um langa hríð. Það er tími til kominn að menn taki höndum saman á breiðum grundvelli til þess að losa þjóðina við þjakandi afskipti þeirra sósíalísku afla, sem tröllriðið hafa samfélagi okkar nú um nokkurt skeið. Framundan er hörð barátta næstu mánuði. Nú er tækifæri til að láta hendur standa fram úr ermum. Hvenær kemur tilkynning- in frá fjármálaráðherra? Enn hefur ekki borizt tilkynning frá fjármálaráðuneytinu um að Baldur Óskarsson hafi verið leystur frá störfum, sem eftirlits- maður fjármálaráðherra með fjárhagslegum rekstri Flugleiða. Sá dráttur, sem orðinn er á því, að fjármálaráðherra taki af skarið, hefur vakið undrun manna vegna þess, að augljóst er að hann hlýtur að skipta um eftirlitsmann. Baldur Óskarsson hefur brotið trúnað með þeim hætti, að óhjákvæmilegt er, að hann láti af þessum störfum. Augljóst er, að stjórnendur Flugleiða geta ekki starfað með honum eftir atburði síðustu daga og fjármálaráðherra sjálfur er bersýnilega þeirrar skoðunar, að hann hafi farið út fyrir eðlileg mörk í starfi eins og berlega kemur fram í viðtali við fjármálaráðherra í Morgunblað- inu í gær. Væntanlega dregst það ekki öllu lengur að ráðherrann tilkynni mannaskipti í þessu starfi. HÖRMUNGARNAR í AUSTUR-AFRÍKU: Stúlkubörn deyja fyrst Þeir veikbyggðustu deyja alltaf fyrst. En börnin standa ekki jafnt að vígi. Stephanie Symmonds segir: „Það versta er að sjá mæðurnar gefa allan matinn til sonanna á sama tíma og þær láta dæturnar deyja. En þannig eru þeirra siðir. Synirnir verða meira virði þegar þeir ná fullorðinsaldri. Það eru mæðurnar sem taka á móti matnum, þegar honum er úthlutað. Þegar örvænt- ingin hefur algjörlega náð yfirhönd- inni hef ég séð mæður borða allan matarskammtinn, án þess að gefa börnum sínum neitt. Þá höfum við orðið að taka þau börn að okkur sjálf. En við ráðum ekki við að ná til þeirra allra og okkur vantar alltaf meiri mat á þurrkasvæðunum. Þó svo maður harðni er ómögulegt að venjast því að barn deyji úr hungri i höndum manns. Hugsunin um óréttlæti, ráðleysi og sorg verður allsráðandi þegar slíkt gerist. Þú óskar, að þú eigir allan mat veraldar til að gefa þessum veikbyggðustu af Þetta litla barn fannst é landamærum Eþíópíu og Sómalíu fyrr á þessu ári. Hjálpin barst barninu of seint og þaö dó eftir aó hafa lifaö ólýsanlegar hungurkvalir. Stephanie Symmonds tók myndina sem notuö hefur verió í söfnunarherferö Rauöa Krossins á Noröurlöndum í því skyni aö hægt verói að bjarga sem flestum börnum frá því aó þeirra endalok veröi hin sömu. mer þeim öllum á leið þeirra til hægs hungurdauða. Myndin getur bjargað lífi annarra — En hvernig leið Symmonds, þegar hún tók myndirnar. Hún segir svo frá: „Ég varð að upplýsa veröld- ina um hið skelfilega sem er að verða enn skelfilegra. Mér leið illa þegar ég tók þessar myndir. Helst vildi ég geta bjargað börnunum frá yfirvof- andi dauða í stað þess að taka myndir af þeim. En e.t.v. — og það vona ég innilega — geta myndirnar orðið til þess að fólk gefur peninga, sem verða til að bjarga öðrum börnum. —Kemst hjálpin til skila? Hjúkrunarkonan Symmonds tók einnig þessa mynd. Hún lýsir betur en nokkur oró hvernig ástatt er fyrir mörgum í þessum hluta Afríku. Við stöndum nú betur að vígi en 1973—75. Þurrkahörmungarnar eru nú í byrjun, en þær krefjast samt sem áur daglegra fórna. Söfnunar- herferð er nauðsynleg til að hindra að ekki deyji eins margir og í fyrri hörmungum. Ég veit, að margar Rauða kross deildir í veröldinni hafa safnað peningum fyrir mat handa hinum hungruðu og að deildirnar á Norðurlöndum standa fyrir miklum herferðum í dag. Ég er mjög ánægð með, að þeir skuli nota myndirnar mínar og ég vona að þeir nái inn mörgum milljónum fyrir mat og meðulum. Við hérna niður frá, ábyrgjumst, að hjálpin komist til skila,“ sagði hjúkrunarkoan Steph- anie Symmonds að lokum. Rauði kross íslands: „Þú getur bjargað lífi“ FRAMKVÆMDANEFND fjár söfnunar Rauða kross íslands til kaupa á matvælum handa bágstöddum í A-Afriku hefur ákveðið yfirskrift söfnunarher- ferðarinnar. sem hefjast mun 1. okt. nk. og er hún „Þú getur bjargað lífi“. Nú þegar er tekið á móti framlögum á skrifstofu Rauða krossins og opnaður hefur verið sérstakur póstgíróreikn- ingur vegna söfnunarinnar og er númer hans 120200. Framlög eru farin að berast og t.d. kom kona á skrifstofu R.K.I. í fyrradag og gaf 45 þús. kr. í söfnunina. Þá hafa margir hringt og spurt hvert koma megi framlögum og boðið fram aðstoð sína. Þeirra á meðal eru margir þekktir listamenn. I framkvæmdanefnd söfnun- arinnar eiga sæti: Ásgeir Guð- mundsson, Bryndís Schram, Fríða Proppé, Jón óttar Ragn- arsson, Matthías Johannessen, Ólafur B. Thors og af hendi Rauða krossins þeir Ólafur Mixa formaður íslandsdeildarinnar og Björn Friðfinnsson gjaldkeri. Framkvæmdastóri er Jón Ás- geirsson. Það eru átakanlegar og áhrifa- miklar myndir sem berast frá Afríku þessa dagana. Myndirnar eru af banhungruðum. heinaber- um börnum og hafa þær verið notaðar um öll Norðurlönd sem haráttutæki í söfnunarherferð Rauða krossins til kaupa á mat- vælum handa hungraðri Afríku. Sú mynd, sem mest hefur verið notuð var ekki tekin af faglærðum Ijósmyndara. Myndin var tekin af hjúkrunarkonu. sem vinnur í flóttamannahúðum í Hararge við landamæri Eþíópíu og Sómalíu og tók hún mvndina við vinnu sina á þessu hormungasva'ði. Í norska hlaðinu Rogaland Avis 25. ágúst hirtist viðtal við hjúkrunarkon- una, sem er brezk og heitir Stephanie Symmonds. Fer viðtalið við hana hér á eftir. Stephanie er brezk og hefur langa re.vnslu af björgunarstörfum í aust- urhluta Afríku. Hún starfaði sem hjúkrunarkona í hjálparstarfinu við fyrri hörmungar í Eþíópíu, sem leiddu af þurrkunum 1973—75. Aðal- starf hennar er þó við kennslu í London School of Tropical Medicine og hefur hún málefni afríku sem sérgrein. Hún er nú á ný við lyfjaráðgjöf á hörmungasvæðunum í Eþíópíu. Eftir margra daga dvöl við sjúkdómsgreiningar á verst stöddu svæðunum er það nú hennar starf að undirbúa hjúkrunarhópana, sem sendir eru inn á þurrkasvæðin. Hún segir þeim frá útbreiddum sjúkdóm- um á svæðunum, s.s. malaríu, blóð- sótt, meltingarfærasjúkdómum, iðraormum o.fl. óg meðferðinni við þeim. Einnig leiðbeinir hún um nauðsyn misjafns magns fæðugjaf- ar. Magnið ræðst af ástandi viðkom- andi og því hvort um ranga. litla eða svo til enga næringu hefur verið að ræða. Stephanie Symmonds var róleg og yfirveguð þegar við hittum hana að máli eftir einn af leiðbeinendatím- um hennar í Addis Abeba. Það er engin „dramatík" í fari hennar, þegar hún talar um barn sem deyr úr hungri. Þess í stað lækkar hún röddina og hún verður næstum því að hvísli þegar hún af hógværð lýsir neyðinni og hörmungunum sem hún þekkir svo allt of vel. Stephanie Symmonds í starfi sínu. Mörgum tekst að bjarga eins og stúlkubarninu afríkanska sem Stephanie heldur á. íslend- ingum gefst nú einnig tækifæri á aö leggja sitt af mörkum, því Rauða kross deildin hér er í samvinnu við Rauöa kross deildir Norðurlanda, að hefja söfnunar- herferð til bjargar þessum meö- bræðrum okkar. i ormum Réttir haustið 1980: Fyrstu réttir hóf- ust á fimmtudaginn FYRSTU réttir haustsins voru sl. fimmtudag. cn þá var réttað í Hrunamannarétt. í gær var rétt- að í Skeiðarétt og um helgina verður réttað í Hraunsrétt í Aðaldal og Laufskálarétt í Hjaltadal. Síðan verður réttað nánast á hverjum degi allt fram til 25. scptember víðs vegar um landið. Hér fer á eftir listi um réttir haustið 1980, unninn af Búnaðar- félagi Islands: Réttir DagsotninKar Auðkúlurétt í Svínadal, A.-Hún. föstud. 19. og laugard. 20. sept. Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, Snæf. þriðjudagur. 23. sept. Brekkurétt í Noröurárdal, Mýr. mánudagur 15. sept. Feltsendarétt í Miödölum, Dal. mánudagur 22. sept. Fossvallarétt við Lögberg (Rvík/Kóp.) sunnudagur 21. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudagur 21. sept. Grímsstaöarétt, Álftaneshr., Mýr. fimmtudagur 18. sept. Hafravatnsrétt í Mosfellssveit, Kjós. mánudagur 22. sept. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr. miövíkud. 17. sept. Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudagur 14. sept. Hrunamannarétt í Hrunamannahr., Árn. fimmtudagur 11. sept. Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. mánudagur 22. sept. Kaldárrétt viö Hafnarfjörð sunnudagur 21. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. sunnudagur 21. sept. Kjósarrétt í Kjós, Kjós. þriðjudagur 23. sept. Kollafjaröarrétt í Kjalarneshr., Kjós. þriðjudagur 23. sept. Langholtsrétt í Miklaholtshr., Snæf. miövíkud. 24 sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. sunnudagur 14. sept. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. mánudagur 22. sept. Oddsstaöarétt í Lundarreykjad., Borg. miðvikud 17. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. föstudagur 19. sept. Seiflatarétt í Grafningi, Árn. miðvikud. 24. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. miðvikud. 24. sept. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. miövikud. 24. sept. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn. fimmtudagur 11. sept. Skeiöarétt á Skeiðum, Árn. föstudagur 12. sept. Stafnsrétt í Svartérdal, A.-Hún. fimmtudagur 18. sept. Svignaskarösrétt í Borgarhr., Mýr. miðvikud. 17. sept. Tungurétt í Svarfaöardal, Eyjaf. sunnudagur 21. sept. Tungnarétt í Biskupstungum, Árn. miövikud. 17. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstud. 19. og laugard. 20. sept. Vatnsleysustrandarrétt, Vatnsl.str., Gull. miövikud. 24. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. föstudagur 19. og laugardagur 20. sept. Þingvallarétt í Þingvallasveit, Árn. mánudagur 22. sept. Þórkötlustaöarétt við Grindavík mánudagur 22. sept. Þverárrétt í Þverárhlíö, Mýr. þriðjudagur 16. og miðv.d. 17. sept. Ólfusrétt í Ölfusi, Árn. fimmtudagur 25. sept. Ölkeldurétt í Staöarsveit, Snæf. fimmtudagur 25. sept. Stóðréttir Dagsetninsar Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardagur 27. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardagur 27. sept. Auökúlurétt í Svínadal, A.-Hún. laugardagur 27. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. sunnudagur 12. október. Viðskiptaviðræð- um við Tékka og Pólverja lokið- NÝLEGA er lokið í Prag og Varsjá viðræðum við Tékka og Pólverja um viðskipti íslands og landanna tveggja. í viðskiptasamningum ís- lands við þessi lönd er gert ráð fyrir árlegum viðra“ðum um fram- kvæmd samninganna og önnur at- riði. íslendingar hafa einkum selt til Tékkóslóvakíu fiskimjöl, freðfisk, lýsi, lagmeti, osta og kísilgúr, en keypt þaðan vefnaðarvöru, skófatn- að, glervörur, bíla, dráttarvélar auk véla- pg tækjabúnaðar. Til Póllands selja íslendingar einkum fiskimjöl, saltsíld, skinn, ál og álmelmi og kísiljárn, en kaupa þaðan timbur- vörur, vefnaðarvörur, bíla, dráttar- vélar, kol og véla- og tækjabúnað. Viðræðurnar við Tékka fóru fram 26.-29. ágúst og við Pólverja 1.—4, september. I báðum viðræðunefnd- unum sátu: Stefán Gunnlaugsson deildarstjóri, sem var formaður beggja nefndanna, Björn Tryggva- son aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans, Heimir Hanrpson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis og Andrés Þorvarðarson sölu- stjóri hjá SÍS. Auk þeirra sátu í viðræðunefndinni við Tékka þeir Árni Finnbjörnsson framkvæmda- stjóri hjá SH og Kristján Gíslason forstjóri, fulltrúi Verslunarráðs ís- lands, og í viðræðunefndinni við Pólverja Björgvin Torfason deildar- stjóri, Síldarútvegsnefnd og Gunnar Friðriksson forstjóri, fulltrúi Versl- unarráðs íslands. -W 5f? ^VCK/ vlíKiR VÆNíf VflTVÓ ÓMFOtf fWGNflf? GKlVlóóOV c^vf KÍ9M/,VN mú$ \6QH6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.