Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 3 1 Kveöja: Vilhjálmur Hallgríms- son húsasmíðameistari Ökukennarafélag íslands: Vill breytingar á reglugerð um ökukennslu Fæddur 3. apríl 1917. Dáinn 2. september 1980. I dag fer fram frá Sauðár- krókskirkju útför Vilhjálms Hall- grímssonar húsasmíðameistara, Bárustíg 5 á Sauðárkróki. Vil- hjálmur var borinn og barnfædd- ur Þingeyingur, sonur Hallgríms Hallgrímssonar bónda að Hólum í Laxárdal og konu hans Sigur- bjargar Vilhjálmsdóttur. Til tvítugsaldurs dvaldist Vil- hjálmur í foreldrahúsum, en þá hleypti hann heimdraganum, héit suður á land og settist í Héraðs- skólann á Laugarvatni og lauk þaðan burtfararprófi árið 1939. Upp úr því lá leiðin til Vest- mannaeyja, þar sem hann stund- aði og lauk námi í húsasmíði. Árið 1943 kvæntist Vilhjálmur eftirlifandi eiginkonu, Heiðbjörtu Óskarsdóttur frá Klömbrum í Aðaldal, hinni ágætustu konu. Mjög voru þau hjón samhent í lifsbaráttunni og ber heimilið við Bárustíginn glöggt vitni hagleiks, myndarskapar og smekkvísi hús- ráðenda. Gestrisni var þar í há- vegum höfð og heimilishlýjan mætti gestinum er inn var komið. Tvö eru börn þeirra hjóna: Hildur Hulda, búsett á Akureyri, gift Þórarni Jónssyni, þau eiga þrjár dætur. Viðar, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur, þau eiga tvö börn. Árið 1945 fluttust ungu hjónin til Sauðárkróks og hér var starfs- vettvangur Vilhjálms til enda- dægurs. Fyrstu árin hér á Sauðárkróki vann hann hjá Sigurði Sigfússyni byggingarmeistara, en síðar stofnaði hann eigið fyrirtæki ásamt fleirum, Litlu trésmiðjuna, og rak hana í mörg ár. Síðar varð hann einn af stofn- endum og eigendum Trésmiðjunn- ar Borgar hf. Um það bil er Vilhjálmur flutt- ist til Sauðárkróks hófst mikil gróska í byggingariðnaði, bæði til sjávar og sveita, svo að verkefnin voru ærin á því sviði, og því markaði hann með starfi sínu merk spor á þeim vettvangi, bæði í bæ og héraði. Vilhjálmur var listasmiður og öll einkenndust verk hans af vandvirkni og smekkvisi og þvi hlaut hann traust samferðar- manna, enda var hann kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa, sem snertu starfssvið hans. Má þar nefna setu í ýmsum bygginga- og matsnefndum á vegum bæjarfé- lagsins. Um árabil var hann próf- nefndarmaður við sveinspróf húsasmiða. Á fyrstu árum Iðnskóla Sauð- árkróks kom mjög til kasta iðnað- armanna staðarins að leggja fram kennslukrafta í hinum ýmsu fag- greinum, og oftast fór sú kennsla fram á kvöídum að loknum starfs- degi. Ekki lá hlutur Vilhjálms þar eftir og kenndi hann iðnteikningu við skólann um nokkurt skeið. Árið 1974 réðst Vilhjálmur handavinnukennari við barna- og gagnfræðaskólann hér á staðnum og gegndi því starfi til æviloka. Hér sem áður birtust hæfileikar Vilhjálms og mannkostir og brátt naut hann mannhylli í samstarfs- hópnum, sem nú saknar góðs og trausts félaga og vinar, sem gott var að hafa að samverkamanni. Nú að leiðarlokum er okkur samkennurum Vilhjálms efst í huga innilegt þakklæti fyrir sam- starfið og hans hlut í skóla- starfinu. Vilhjálmur er horfinn yfir móð- una miklu en með okkur lifir minning um góðan dreng. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum Vilhjálms vottum við innilega samúð og biðjum þeim blessunar guðs. Samkennarar. Kveðjuorð Ef í eyöiskógi anicist kvöl þér hjó. fundur á förnum \cki færði lausn «k ró. Skrafa um skyffgni átt. skilja í friöi «k sátt, — svo skal maöur manni mæta á réttan hátt. Kinlæg orð. en fá. örva sporin þá. Endir allra funda ætti að vera sá. Þetta litla ljóð sænska skáldsins Hjalmar Gullbergs, sem Magnús Ásgeirsson þýddi, hefur oft verið mér i huga síðan ég frétti lát Vilhjálms Hallgrímssonar. Vil- hjálmur var maður, sem gott var að hitta á förnum vegi. Mönnum leið vel í nærveru hans. Þeir fundu þá traustu skapgerð, hýru lund og ríku hlýju, sem bjó undir stilltu yfirbragði. Margra orða var ekki þörf, en það sem sagt var hafði merkingu og gildi. Mér er í því eftirsjá, að fundir okkar skyldu ekki verða fleiri en raun varð á, einkum á seinni árum. Vilhjálmur var einn þeirra hag- leiksmanna, sem allt lék i hönd- um. Ævistarf hans var því fyrst og fremst við byggingu og smíðar. Undanfarin ár stundaði hann þó kennslu, og kom það engum á óvart, sem hann þekktu, að það starf félli honum vel í geð og nemendur hans kynnu að meta hæfileika hans og skapgerð. En Vilhjálmur var einnig í hópi þeirra manna, sem lætur vel að reka eigin atvinnu, þar sem saman þarf að fara hugmyndaauðgi, út- sjónarsemi og ráðdeild; þeir eig- inleikar, sem mannkyninu hafa reynzt drýgstir til framfara og farsældar, en nú orðið eru oft svo lítils metnir. Vilhjálmur Hallgrímsson var fæddur og uppalinn í þingeyskum heiðalöndum og unni æskustöðv- um sínum hugástum. En það réðist svo, að hann settist ungur maður að í Skagafirði og átti þar heima æ síðan. Þar eignaðist Skagafjörður góðan son, og Vil- hjálmur tók ástfóstri við nýju heimkynnin, hversu ólíkan blæ sem þau báru æskustöðvunum. Þegar ég hitti hann siðast gat hann enn, þungt haldinn, dáðst að víðáttu Skagafjarðar, sem blasti við okkur út um gluggann í skínandi sól. Það var gæfa Vilhjálms að eignast góða konu, Heiðbjörtu Óskarsdóttur frá Klömbrum í Aðaldal, og væn börn, Huldu og Viðar. Heimilið við Bárustíg á Sauðárkróki bar svipmót hús- bændanna, smekklegt og skemmtilegt, en þó umfram allt hlýlegt. Þar var gott að vera, og þeir sem þar hafa komið geyma í hjarta minninguna um góðan og traustan mann. Jónas H. Haralz VEGNA frétta í fjölmiðlum og blaðaskrifa um umferðarmál að undanförnu, m.a. i frétta- tilkynningu frá landlækni ný- lega, þar sem gerðar eru tillög- ur um aðgerðir til að draga úr umferðarslysum, m.a. mcð endurskoðun á reglum um öku- kennslu og bættri ökukennslu. vill stjórn Ökukennarafélags íslands að eftirfarandi komi fram: I nokkur ár hefur stjórn Ökukennarafélags íslands unn- ið að því að ná fram ýmsum breytingum á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. í apríl 1979 afhenti stjórn félagsins þáverandi dómsmála- ráðherra, Steingrími Her- mannssyni, bréf, þar sem þess er óskað að skipuð verði nefnd til að endurskoða reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. Einnig voru ráðherra þá af- hentar fullmótaðar tillögur frá stjórn félagsins um breytingar á reglugerðinni. I þessum tillög- um eru gerðar miklar kröfur um menntun ökukennara, lág- marks þjálfun ökunema, aukna fræðilega kennslu og að öll próf á landinu yrðu samræmd, t.d. tekin upp skrifleg próf fyrir fræðilega hlutann (krossapróf). Þá er í tillögum þessum gert ráð fyrir því að Ökukennarafélag Islands sjái um menntun allra bifreiðastjóra. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði, sem við teljum að þurfi endurskoðunar við, en margt fleira er í tillögum þess- um, sem skapa myndi meiri festu á þessum málum ef fram næðu að ganga. Fyrrverandi dómsmálaráð- herra, Vilmundur Gylfason, skipaði nefnd á síðasta ári til að endurskoða reglugerð um öku- kennslu, próf ökumanna o.fl. í nefndinni eiga sæti Ólafur W. Stefánsson frá Dómsmálaráðu- neytinu, Guðni Karlsson frá Bifreiðaeftirliti ríkisins og Guð- mundur G. Pétursson frá Öku- kennarafélagi Islands. Nefndin hefur haldið nokkra fundi, en nú um nokkurra mánaða tíma- bil hefur hún ekki verið kölluð saman og virðist málið vera í biðstöðu hjá Dómsmálaráðu- neytinu. Fréttatilkynning frá stjórn Ökukennarafélags íslands. Þjóðleikhúsið: „í öruggri borg“ sýnt á ný SÝNINGAR hefjast að nýju á Litla sviði Þjóðleikhússins nk. þriðjudagskvöld á siðasta leikriti Jökuls Jakobssonar. Í öruggri borg. Leikritið var frumsýnt i mai sl. og hlaut sýningin þá frábærar undirtektir og blaða- ummæli og var ekkert lát á aðsókninni er leikárinu lauk i júni. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, eri Baltasar gerir leikmynd og Dóra Einars- dóttir gerir búningana. Lýsingu sér Kristinn Daníelsson um. Helga Bachmann, Þorsteinnn Gunnarsson, Bessi Bjarnason og Bríet Héðinsdóttir leika helstu hlutverkin. Guðlaugur Sigfússon fv. oddviti — Minning Fæddur 5. júlí 1903. Dáinn 7. september 1980. Tveir mætir þegnar hafa í andrá skjótri kvatt okkar litla byggðarlag hinztu kveðju. Nú er kvaddur Guðlaugur Sigfússon, sem um langt árabil setti svip á staðinn og var í mörgu eftirminni- Iegri persónuleiki en aðrir. Um hann stóð ævinlega hressilegur gustur, blandinn glaðværð, engin lognmolla ládeyðunnar og aðgerð- arleysisins. Hann stóð í fylkingarbrjósti lengi og lagði að mörgu gjörva hönd og eitt var öðru ljósara; hann unni byggðarlaginu og vildi veg þess sem mestan og beztan. Að mörgu mætti hyggja nánar nú við hinztu kveðju. Á blómaskeiði Álþýðuflokksins og í harðri verkalýðsbaráttu kreppuáranna gekk Guðlaugur þeirri hugsjón á hönd, sem vildi rétta lítilmagnans hlut og trúr var hann henni alla tíð. Flokki sínum vann hann vel og var m.a. á framboðslista hans í þingkosningum. í verkalýðsmálum tók hann virkan þátt, var lengi í stjórn Verkamannafélags Reyðarfjarðar og formaður um skeið. í hreppsnefnd var hann kjörinn 1938 og sat þar í 28 ár samfleytt og var oddviti hreppsnefndar í 4 ár. Hann var í forystu í fjölmörg- um hagsmunamálum heima fyrir, s.s. í útgerðarfélaginu Snæfugli hf., stjórnaði byggingu Félags- lundar og vann manna ötulast að því að síldarverksmiðja kæmi á staðinn, svo nokkuð sé nefnt af því sem hann lagði að hug og hönd. Sem oddviti var hann röggsam- ur og stjórnaði sjálfur fram- kvæmdum, enda var hann smiður góður og stundaði þá iðju lengst af. Hann var mikill málafylgju- maður, harður í sókn og vörn, flutti mál jafnan vel af greinar- góðri íhygli og rökfestu, mælskur vel, ef honum hitnaði í hamsi. Allt segir þetta sína sögu og því betur get ég hér um dæmt, að oft fóru leiðir ekki saman og sem andstæðingur var hann enginn aukvisi, og á sama hátt var hann liðsmaður hinn bezti, þegar á reyndi, ötull og ósérhlífinn. En að baki alls þessa bjó maðurinn Guðlaugur Sigfússon, glaðlyndur og hress, greindur og vel að sér um menn og málefni, ræðinn og skemmtilegur, mikill gleðimaður á góðum stundum og söngvinn, enda með ljómandi söngrödd, sem naut sín vel. Verk- maður var hann mikill, röskur og verkhagur, smiðseðlið honum í blóð borið. Hann var maður fríður sýnum, snöggur í hreyfingum og kvikur í framgöngu allri, yfirbragðið djarfmannlegt og svipurinn bjart- ur. Ytra útlit lýsti vel innri gerð hreinskiptni og hlýleika og ötul- leika til allra starfa. Hann var mikill gæfumaður í einkalífi sínu, og styrk stóð Helga kona hans jafnan við hlið hans, þessi viljasterka, dugmikla og hjartahlýja kona, sem ég kynntist vel á barnsárum. Með þeim var jafnræði hið bezta og heimilislíf með miklum ágætum. Barnaláni áttu þau að fagna svo sem bezt mátti verða. Stuttlega skal hér rakin ævi- saga hans og lífshlaup. Fæddur var hann 5. júlí 1903 að Víðivöllum í Fljótsdal. Foreldrar hans voru hjónin Þórey Jónasdótt- ir frá Bessastöðum í Fljótsdal og Sigfús Einarsson söðlasmiður frá Húsavík í Borgarfirði eystra. Móður sína missti Guðlaugur úr berklum, þegar hann var 6 ára og úr því voru þeir feðgar saman. Hann flutti til Seyðisfjarðar með foreldrum sínum og var þar til 9 ára aldurs. Eftir það voru þeir feðgar um nokkur ár búsettir uppi í Fljóts- dal. Guðlaugur gekk í Alþýðuskól- ann á Eiðum veturna 1920—’21 og '21—’22, en það reyndist mörgum hin haldbezta menntun, enda fjöl- breytt nám og numið af kappi. Sú skólavera reyndist Guðlaugi far- sæl sem fleirum í lífsstörfunum. Fljótlega eftir Eiðadvölina flytur hann á Reyðarfjörð, hann gerir þar út bát, er vélstjóri á bátum sem gerðir eru út að heiman, frá Hornafirði og Vestmannaeyjum. Smíðar urðu svo síðar hans aðal- starf. 29. des. 1928 gengur hann í hjónaband. Eftirlifandi kona hans er Helga Kristinsdóttir Beck frá Kollaleiru í Reyðarfirði, dóttir einhverra mestu öndvegishjóna, sem ég hefi kynni af haft. Börn þeirra hjóna urðu 6, þar af eru 5 á lífi: Sigfús Þórir var þeirra elztur (hann lézt þriggja ára), en eftir lifa: Hjördís Unnur, talsíma- vörður og húsmóðir, Reykjavík, Egill, framkvæmdastjóri, Fá- skrúðsfirði, Edda Þórey, húsmóð- ir, Akureyri, Þuríður Kristín, hús- móðir og fóstra, Reyðarfirði og Sigfús Þórir, rafveitustjóri, Reyð- arfirði. Öll eru þau hið mesta efnis- og atorkufólk svo sem þau eiga ætt til. Með Guðlaugi er í valinn fallinn drengur góður, sem var heill í hverju máli og ótrauður eftir að fylgja. Hann á að baki í byggðarlagi sínu mörg merk spor, sem minnzt verður. En lengst mun þó lifa minningin um hinn glaðbeitta baráttu- og atorkumann, sem varpaði geislandi lífsþrótti sínum og meðfæddri bjartsýni á veginn til framtíðarlandsins. Ég færi Helgu, þeirri indælu konu, börnum þeirra og öðrum ástvinum hlýjar samúðarkveðjur mínar og minna. Alveg sérstaklega færi ég hug- heilar kveðjur frá móður minni, með þeirri bæn að Guðs blessun fylgi Helgu vinkonu hennar og létti söknuðinn sára. Blessuð sé minning Guðlaugs Sigfússonar. Helgi Seljan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.