Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 Fréttir í stuttu máli Leikarar í hjónaband Feneyjum, 10. sept. — AP. BANDARÍSKU leikararnir Farrah Fawcett og Ryan O’Neal tiikynntu í dag, að þau hygðust ganga i það heilaga í Feneyjum, og færi athöfnin fram „bráðlega". Þau munu fara með aðalhlutverkin í kvikmynd sem kvikmynduð verður í nágrenni Feneyja. Phantom- þotur kyrrsettar WashinKtnn. 10. sept. — AP. BANDARÍSKI flugherinn kyrrsetti til bráðabirgða allar Phantom-orrustuþotur sínar í dag, þar sem komið hafa í ljós biianir á sæti flugmannsins, en hann getur skotið sér í því út úr flugvélinni ef bilun verður í henni. Alls hefur flugherinn 1.732 orrustuþotur af þessari gerð í þjónustu sinni. Gamalt herskip fundið Stukkhólmi, SIPB. FUNDIST hefur flak sænska herskipsins „Kronan" sem vait og sökk við Eystrasaltsstrend- ur Svíþjóðar árið 1676. Skrokkurinn hefur meira og minna liðast í sundur, en 128 verðmætar falibyssur úr bronsi hafa varðveist vel. Kronan, sem byggt var á árunum 1665 til 1672 og var á sinum tíma stærsta skip sænska flotans og stolt. For- svarsmaður leiðangursins sem fann Kronan var Anders Franzén, sá hinn sami og fann Wasa-skipið í höfninni í Stokkhólmi fyrir um tuttugu árum. Sjónvarp kl. 21.55: Araman bruggar viskí og vitnar í Biblíuna Á dagskrá sjónvarps kl. 21.55 er bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1974, Hún var kölluð Snemma (A Girl Named Soon- er). Aðalhlutverk leika Cloris Leachman, Richard Crenna og Lee Remick. Þýðandi texta er Ragna Ragnars. Átta ára gömul stúlka elst upp hjá drykkfelldri ömmu sinni, sem bruggar viskí og vitnar tíðum í Biblíuna. Litla stúlkan hefur gott lag á dýrum og góð kynni takast með henni og dýra- lækni nokkrum. Hann vill gjarn- an taka stúlkuna í fóstur, en því er eiginkona hans gersamlega mótfallin, a.m.k. í fyrstu. Það held ég nú, kl. 20.30: Bernska í blómskrúði Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 er þátturinn Það held ég nú í umsjá Hjalta Jóns Sveinssonar. Hjalti sagði: — Það verður farið úr einu í annað. Ég fæ tvo ágæta gesti í þáttinn, Pétur Hafstein Lárusson rithöfund og Arnþór Helgason, formann KIM, menningartengsla Kína og ís- lands. Eg byrja þáttinn á smá- hugleiðingu um árstímann og svo spjalla ég við Pétur Hafstein um bók sem hann er að skrifa, en það er viðtalsbók við Stefán í Möðrudal og nefnist Bernska í blómskrúði. Segir m.a. frá því er Stefán faðmaði blómin heima í Möðrudal. Arnþór Helgason seg- Hjalti Jón Sveinsson ir ferðasögu frá Kína og auknum samskiptum Islendinga og Kín- verja. Ög við fáum að heyra hjá honum nokkur tóndæmi um kín- verska tónlist. Stefán Jónsson i Möðrudal Séra Bolli Gústavsson Hjörtur Pálsson Illjóðvarp kl. 17.50: „Ýmsar verða ævirnar“ Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.50 er þátturinn „Ýmsar verða ævirnar“. Hjörtur Páls- son lesa kafla úr handriti óprentaðrar bókar eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási. í þessa bók, sem kemur út á Akureyri í haust, hefur séra Bolli sett saman bernskuminn- ingar, ritgerðir, greinar og þætti, m.a. um ýmsa Þingeyinga. Lengsti kafli bókarinnar heitir Á prestssetrinu og verður m.a. lesið úr honum. Fjallar þessi kafli um séra Björn Halldórsson í Laufási, heimilislíf þar, heimil- isfólk og gesti í hans tíð, en séra Björn sat Laufás um þriggja áratuga skeið, frá 1852 og til dauðadags 1882, fyrsta árið sem aðstoðarprestur, en prófastur frá 1863, auk þess að vera bæði skáld og héraðshöfðingi. Þetta erum við að gera, kl. 11.20: Tómstundastarf barna og unglinga Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.20 er þátturinn Þetta erum við að gera í umsjá Valgerðar Jóns- dóttur. Forvitnast verður um tómstundastarf barna og ungl- inga á nokkrum stöðum úti á landi. — Eg hef símasamband við sjö staði úti á landsbyggðinni og forvitnast um það hvað börnum og unglingum stendur þar til boða að starfa í tómstundum sínum. Elís Þór Sigurðsson svar- ar fyrir Akranes og segir okkur frá því sem þar er að gerast. Haraldur Hansen, fram- kvæmdastjóri Dynheima, svarar fyrir Akureyri, Egill Guð- mundsson skólastjóri fyrir Eg- ilsstaði, Albert Eymundsson skólastjóri fyrir Höfn í Horna- firði, Ólafur Guðmundsson kennari fyrir ísafjörð, Sævar Halldórsson fyrir Keflavík og Guðmundur Þ.B. Ólafsson tómstundafulltrúi fyrir Vest- mannaeyjar. Það má segja að þarna gefist foreldrum og börn- um tækifæri til að kynnast því sem í boði er á hverjum stað. Valgeröur Jónsdóttir Utvarp Reykjavik SKJÁNUNI L4UG4RD4GUR 13. september MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónieikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónieikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 óskaiög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) 11.20 Þetta erum við að gera Valgerður Jónsdóttir for- vitnast um tómstundastarf fyrir börn og unglinga á nokkrum stöðum úti á landi. 112.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- . ieikar. 114.00 í vikulokin Umsjónarmenn: Guðmundur Árni Stefánsson, Guðjón Friðriksson, óskar Magn- ússon og Þórunn Gestsdóttir. SÍDDEGIO______________________ 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hringekjan Blandaður þáttur fyrir börn á öllum aldri. Stjórnendur: Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg. 16.50 Síðdegistónleikar Triest-trióið leikur Tríó nr. 4 í E-dúr eftir Joseph Haydn / Anneliese Rothenberger syngur lög eftir Schubert og Meyerbeer. Giinter Eissen- born, Gerd Starke og Nor- bert Hauptmann leika með á píanó, klarinettu og horn. 17.50 „Ýmsar verða ævirnar“ Hjörtur Pálsson les kafla og kaflaupphaf úr handriti óprentaðrar bókar eftir séra Bolla Þ. Gústavsson í Lauf- ási. KVÖLDIÐ 18.20 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Babbitt“ saga eftir Sin- clair Lewis Sigurður Einarsson þýddi. Gísli Rúnar Jónsson leikari les (41). 20.00 Harmonikuþáttur Sigurður Alfonsson kynnir. 20.30 Það held ég nú Hjalti Jón Sveinsson sér um þátt með blönduðu efni. 21.15 Hlöðuball Jónatan Garðarsson kynnir ameriska kúreka- og sveita- söngva. 22.00 Þriðja bréf úr óvissri byggð Hrafn Baldursson ræðir um nokkur atriði byggðar- þróunar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Sætbeizka sjöunda árið“ eftir Heinz G. Konsalik Bergur Björnsson þýddi. Halla Guðmundsdóttir ies (5). 23.00 Danslög (23.45 Fréttir.) 01.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 13. september 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flinstone í nýjum ævintýrum. Teiknimynd. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Shelley Gamanþáttur Þýðandi Guðni Kolbeins- son._ 21.00 Á Everest án súrefnis- tækja. Tveir kunnir fjallagarpar, Reinhold Messner og Peter Habeler, ákváðu að reyna að skera úr sextíu ára gömlu ágreiningsmáli: Er unnt að klífa hæsta fjall heims án þess að nota súrefnisgrímu? Þýðandi Björn Baldursson. Þulur Guðni Kolbeinsson. 21.55 Hún var kolluð Snemma (A Girl Named Sooner) Bandarisk sjónvarpsmynd frá árinu 1974. Aðlhlut- verk Cloris Leachman, Richard Crenna og Lee Remick. Átta ára stúlka elst upp hjá drykkfelldri ömmu sinni. Hún hefur gott lag á dýrum, og góð kynni takast með henni og dýralækni nokkrum. Hann vill gjarna taka stúlkuna í fóstur, en þvi er kona hans gersam- lega mótfallin. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.