Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 40
Síminn á afgreióslunni er 83033 Jff«r0unblAbib Síminn á afgreiöslunni er 83033 JM*r0unblabib LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 Bravó VE 160 brotnaði smám saman í briminu í Surtseyjarfjöru í «ær. Skipverjar og vísindamenn reyna að bjarga verðmætum úr bátnum. Sjá nánar á bls. 2. Ljósm. SijfurKeir Jónasson Bravó brotnaði í fjörunni í Surtsey: Tugmilljóna tjón og tæki vísindamanna VESTMANNAEYJABÁTUR- INN Bravó VE 160 brotnaði i fjörunni við Surtsey laust eftir hádegið i ga r. en háturinn var fenginn til að sækja þangað visindamenn og tæki. Þrír menn voru á bátnum og hentust tveir þeirra fyrir borð er ólag reið yfir bátinn í fjörunni. en sá þriðji reyndi að ná stjórn á bátnum og koma honum út úr briminu. Tókst það ekki og komust mennirnir þrir i land. að mestu ómeiddir, en um tug- milljóna tjón er að ræða. Fimm vísindamenn hafa verið við störf í Surtsey í vikunni og þegar óhappið varð komu þeir mönnunum til hjáipar. Var síðan reynt að ná tækjum þeim úr Bravó, sem búið hafði verið að hífa um borð, en sumum þeirra tókst ekki að bjarga og fóru mörg dýrmæt rannsóknatæki í sjóinn, sem m.a. eru í eigu Surtseyjarfélagsins svo og myndavélar, er báturinn brotn- aði smám saman niður í brim- mörg ónýt inu. Vélbáturinn Sæfaxi var að veiðum skammt frá og kallaði Vestmannaeyjaradíó í hann og bað hann að fara til aðstoðar. Var hann kominn á staðinn eftir liðlega klukkustund og tók menn og tæki um borð og voru þeir komnir til Vestmannaeyja um kvöldmatarleytið í gær. Stjórnin virðist haf a rýmkað gengissigs- heimildir verulega Göngur Göngur og réttir fara fram um allt land i þessum mánuði og hefur þeim sums staðar verið flýtt i ár. a.m.k. sunnanlands. Gangnamenn af Suðurlandi eru á ferð um helgina, en myndina tók Sigurður Sigmundsson er fé Ilreppamanna rann af fjalli i gær. SEÐLABANKINN var kominn í þrot með Kengis- lækkunarheimild frá ríkis- stjórninni um miðjan síð- astliðinn mánuð, en þá stöðvaðist gengissi)? í EKKI hefur náðst samband við vélbátinn Hlein ÁR 18, sem lagði af stað frá Fleetwood á miðviku- dag áleiðis til fslands og var hans í gær leitað úr lofti og sjó. Þegar ekki hafði tekist að ná samhandi við bátinn á fimmtudag voru hafnar eftirgrennslanir og spurst fyrir um hvort háturinn hefði komið inn á aðrar hafnir í Bretlandi. Að sögn Hannesar Hafstein framkvæmdastjóra Slysavarnafé- lagsins var síðan í gær hafin leit rúma viku og verð á Bandaríkjadollar stóð í 496,60 krónum. t»á mun hinn 20. ágúst hafa komið ný heimild frá ríkisstjórn- inni um Rengissig. Síðan eru 3 vikur og á þeim tíma að bátnum. Leituðu þyrlur yfir sjónum á svæðinu milli Hebrides- eyja og lands og Nimrod þotur á hafinu út af cuÉUMQK-iYeður var slæmt á miðvifflraag ðg hélst svo' fram undir hádegi í gær og var þá leit hafin. Leit verður haldið áfram í birtingu. Þrír aðrir bátar eru um þessar mundir á leið heim frá Bretlandi og einn er á leiðinni út og hefur samband við þá verið með eðlilegum hætti allan tímann. Um borð í Hlein ÁR 18, sem er 88 tonna stálbátur, eru 6 menn, fimm íslendingar og einn Breti. hefur gengið sigið um 3,3%. Af þessu má Ijóst vera, að ríkisstjórnin mun hafa gefið rýmri mörk um geng- issig en áður hafa gilt. Síðustu mörk voru um 2,5%, en allt virðist nú benda til að hin nýju mörk séu a.m.k. 3,3%. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Morg- unblaðsins í gær tókst því ekki að fá upplýst hver þessi mörk eru, en ekki er ólíklegt að þau séu 3,5 til 4%. Barn fyrir bíl LÍTIÐ barn varð fyrir bifreið á Hjallabraut í Hafnarfirði um klukkan eitt í gærdag. Barnið var flutt á slysadeild Borgarspítalans en meiðsli þess reyndust sem betur fer ekki alvarleg, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. EkkerJ heyrst frá Hlem AR í tvo daga Samgönguráðherra: Engin áhætta „SPURNINGIN er einfaldlega sú, hvað við viljum gera. og sjálfur tel ég, að fyrir islenzka ríkið sé áhættan ekki meiri en það, sem ríkið myndi hvort eð er tapa, ef Atlantshafsflugið legðist niður,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, samgönguráðherra, i samtali við Mhl. í gærkvöldi, en Steingrímur átti í gær fundi með forráðamönnum Flugleiða. full- trúum þingflokkanna og stjórn- armanni i Félagi Loftleiðaflug- manna. þar sem rætt var um möguleikana á áframhaldandi Atlantshafsflugi. Þá fengu for- ráðamenn Flugleiða í gærmorg- un spurningalista frá eftirlits- mönnum rikisstjórnarinnar um ýms fjármálaleg atriði og eru þessar spurningar 50 talsins eftir þvi sem Mbl. komst næst í gær. Steingrímur Hermannsson tel- ur, að ef samkomulag náist um áframhaldandi flug, sé óvariégt að gera ráð fyrir skemmri reynslu- tíma en þremur árum og þá þannig að heildartapið geti numið tveim- ur til tveimur og hálfum milljarði króna á ári og þar af gæti hlutur íslenzka ríkisins orðið einn til hálfur annar milljarður, en það sé hins vegar ekki minni upphæð en tapast myndi, ef flugið leggst niður. Eftir þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér munu fram- sóknarmenn og sjálfstæðismenn í ríkisstjórninni þeirrar skoðunar, að rétt sé að freista þess að koma grundvelli undir áframhaldandi Atlantshafsflug í samvinnu við Flugleiðir, starfsfólk og stjórnvöld í Luxemborg, en hins vegar munu Alþýðubandalagsmenn telja ýmis- legt þurfa að liggja ljósar fyrir áður en ákvörðun um aðstoð ríkisins yrði tekin. Steingrímur Hermannsson mun hins vegar hafa gert öllum samráðherrum sínum ljóst, að hann telji ákvörð- un þurfa að liggja fyrir áður en hann heldur til viðræðna við stjórnvöld í Luxemborg á mið- vikudaginn. Fundahöld og viðræður verða áfram um helgina og ríkisstjórnin mun fjalla um málið á mánudag- inn. 40-60% hækk- un dagpeninga FERÐAKOSTNAÐARNEFND hefur tilkynnt hækkun dagpen- inga til greiðslu gisti- og fæð- iskostnaðar á ferðalögum ríkis- starfsmanna innanlands og er þar um 40% —60% hækkun þeirra að ræða, en síðast hækk- uðu dagpeningar hinn 1. apríl sl. Hækkun dagpeninganna tók gildi hinn 1. september sl. Dagpeningar til kaupa á gist- ingu og fæði í einn sólarhring eru kr. 26,000, vöru áður 17.500, 48,6% hækkun; til kaupa á gistingu í einn sólarhring kr. 12.000, var áður 7.500, hækkun 60%; til kaupa á fæði hvern heilan dag, minnst 10 klst. ferðalag, kr. 14.000, var 10.000, 40% hækkun; til kaupa á fæði í hálfan dag, minnst 6 klst. ferð, kr. 7.000, var kr. 5.000, hækkun 40%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.