Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 5 Námskeið í Alexanders-tækni i Tónlistarskólanum: „Aðferðin auðveldar fólki að beita hæfi- leikum sínum og skapar betri líðan44 segir Nelly Ben-Or PlANÓLEIKARINN Nelly Ben-Or dvelur þessa dagana hér á landi <>n mun hún halda tón- leika á vegum Tónlistarskólans í Reykjavik i Austurbæjarbiói kl. 14.30 í das- Aðalerindi Nelly Ben-Or hingaó til lands er hins- v.eKar að halda námskeið i svonefndri Alexander-tækni. sem hún mun halda á ve«um FélaKs tónlistarkennara, en nám- skeið þessi munu fara fram i næstu viku. Alexander-tækni sú, sem hér er talað um, hefur vakið mikla athyKli sem haKnýt aðferð til að auka skynhreyfi- leikni ok hentar þvi vel hljóð- færaleikurum, ok öðrum sem þurfa að beita samhæfðum lík- amshreyfinKum við störf sin. Nelly Ben-Or er þrautreyndur kennari í Alexander-tækni og hef- ur kennt hana um sautján ára skeið. Hún er prófessor í píanóleik við Guildhall-tónlistarskólann í Lundúnum þar sem hún kennir einnig þessa tækni. Þá hefur hún haldið fjölmörg námskeið í þess- um fræðum við ýmsar tónlistar- stofnanir í Evrópu, Israel og Bandarikjunum. — Nelly Ben-Or fæddist í Varsjá og vakti mikla athygli þegar á unga aldri fyrir píanóleik en fyrstu hljómleika sína hélt hún þrettán ára gömul. Hún hefur haldið tónleika víða um heim við góðan orðstír en undan- f irin ár hefur hún verið búsett í £ íglandi. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Nelly Ben-Or um Alex- ander-tæknina, sem hún kennir, og byrjaði hún á því að rekja í stuttu máli hvernig þessi aðferð hefði orðið til. „Höfundur þessarar aðferðar var Ástraliumaðurinn Fredrik M. Alexander, og var hann uppi frá 1869—1954,“ sagði Nelly Ben-Or. „Hann fékk ungur mikinn áhuga á Paradísar- heimt frum- sýnd í Þýska- landi 30. sept. KVIKMYNDIN Paradisarheimt. sem gcrð er eftir söku Halldórs Laxness er nú senn tilbúin til sýningar ok verður hún frum- sýnd i Þýskalandi 30. september nk. Ilalldóri Laxness hefur verið boðið til Þýskalands til að vera viðstaddur frumsýninguna. en i samtali við Mbl. kvaðst hann þvi miður ekki cÍKa heimangengt um þessar mundir þar sem hann væri upptekinn við að koma út bók. Paradísarheimt á að frumsýna í Hamborg þar sem eru aðalstöðvar þýsku sjónvarpstöðvarinnar er stendur að gerð myndarinnar, Norddeutscher Rundfunk. Þýski leikstjórinn Rolf Hádrich hefur haft veg og vanda að gerð Paradís- arheimtar og margir íslenskir atvinnu- og áhugaleikarar koma þar við sögu. Þá hefur Jón Þórar- insson tónskáld samið tónlist við myndina og er hann nýlega kom- inn heim frá Þýskalandi eftir að hafa unnið þar að tónlistinni. MYNDAMÓT HF. ID< ADALSTR4ETI • SlMAR: 17152- 17355 Nelly Ben-Or Ijóðlist og varð þegar á unga aldri kunnur fyrir upplestur. En þegar hann var átján ára að aldri byrjaði hann að eiga í erfiðleikum með rödd sína og gátu læknavís- indin ekkert hjálpað honum í þessum vandræðum hans. Alex- ander tók hins vegar eftir því að ef hann hvíldist komst röddin í samt lag aftur. Hann dró af þessu þá ályktun að eitthvað það hlyti að vera í hátterni sínu sem truflaði samhæfingu líkamans og það orsakaði þessa truflun. Næstu tíu árin gaumgæfði hann sjálfan sig til að finna út hvað þetta „eitt- hvað“ var og þróaði þá þessa aðferð, sem nefnd er Alexander- tækni.“ Hvernig er þessi aðferð kennd og hvaða gagn er af henni? „Alexander-tæknin verður ekki lærð af bókum heldur verður að vera til staðar kennari sem sjálfur hefur náð tökum á henni. Þegar nemendur læra þessa tækni, öðl- ast þeir dýpri skilning á samband- inu milli hugar og líkama. Afleið- ing þessa er sú að stellingar og hreyfingar líkamans batna, jafn- vel í einföldum athöfnum daglegs lífs. Flóknari starfsemi, s.s. að leika á hljóðfæri, má bæta að mun með þessari tækni, — hún leysir óþarfa spennu, gerir hreyfingar frjálsar og skapar léttleika- tilfinningu. Þessi aðferð er mjög hentug til að koma í veg fyrir þreytu og stífni í æfingum. Hún opnar nýja möguleika á því hvernig bregðast skuli við tækni- vandamálum í hljóðfæraleik og hjálpar mikið til við undirbúning hljómleika. Tónlistarmenn um all- an heim hafa fengið mikinn áhuga á þessari aðferð, því mörgum þeirra þykir hún skynsamleg og hagnýt, og að hún hafi góð áhrif á leik þeirra. Ýmsir tónlistarskólar og tónlistardeildir við háskóla hafa kynnt nemendum sínum þessa aðferð með góðum árangri.“ Geta allir náð tökum á Alex- ander-tækni og hversu langan tíma tekur það? „Það geta flestir, — og ég held allir, sem raunverulega vilja það. Það er mjög misjafnt hversu fólki gengur vel að ná tökum á þessari aðferð, — venjulega nægir að sækja 30—40 tíma sem eru um hálfrar klukkustundar langir. Þessari aðferð fylgja engar æf- ingar og kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir." Geta allir haft gagn af þessari aðferð eða er hún fyrst og fremst fyrir listafólk? „í fyrstu var Alexander-tæknin einkanlega hagnýtt af listafólki en vegna þess hvað hún reyndist árangursrík gerist nú æ algengara að fólk úr öllum þjóðféiagshópum hagnýti sér hana. Hún auðveldar fólki að beita hæfileikum sínum á flestum sviðum og veitir betri líðan. Þessi aðferð á að mínu áliti erindi til allra, því hún er þess megnug að létta af fólki þeirri streitu, sem óneitanlega er eitt af stæstu vandamálum nútímaþjóð- félags," sagði Nelly Ben-Or, að lokum. b<>. Talbot Horizon er stærri og íburöarmeiri bíll en Talbot 1100. Horizon sést nú víöa á götum Evrópu og vekur mikla athygli enda var hann valinn bíll ársins 1978—1979 af 53 af fremstu bílagagnrýnendum 16 landa. Þaö útaf fyrir sig er stórmál og óhætt aö fullyröa aö árgerö 1980, er sannarlega ekki verri en þá. Horizon er auövitaö framhjóladrifinn og fimm dyra bfll, sem kostar aöeins trá kr. 7.500.000.- Nú sýnum viö þessa 2 frábæru Frakka TALBOT1100 TALBOT Horizon Viö höfum gert sérlega hagstæöan samning viö Talbot verksmiöjurnar í Frakklandi um ótrúlega gott verö á þessum þrautreyndu bílum. Árgerö 1980 fæst nú fyrir verö sem gilti 1979, sumir selja litla, þrönga bíla á þokkalegu veröi, — viö bjóöum stærri bíla og mun rúmbetri á lægra veröi. „Ameríka í alls- Talbot 1100 herjar orkustríöiáá Sýnum einnig gæöa vagninn 0MNI frá Chrysler Sýningin er opin, laugardag kl. 10—6 sunnudag kl. 10—6. Komiö og kynnist betri bíl á Bílasölu Guðfinns, Ármúla 7. er 5 dyra bfll með framhjóladrifi, kraftmikill en sparneytinni vél og virkilega skemmtilegum aksturseiginleikum. Talbot 1100 er bfll sem framleiddur hefur veriö í áraraöir og því hlotiö mikla reynslu og gert margan ökumanninn ánægöan. Verö trá aöeins kr. 5.500.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.