Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEFfEMBER 1980 Ný stjórnarskrá samþykkt í Chile — tryggir Pinochet völd næstu 8 árin Santiago, 12. september. AF. CHILEBtJAR samþykktu í þjóð- aratkvæðagreiðslu með yfirKnæf- andi meirihluta stjórnarskrá, sem tryiíKÍr AuKusto Pinochet, forseta landsins, valdasetu næstu 8 árin. KosninKaþátttaka var 86%. 67,5% samþykktu stjórn- arskrána. 29,6% voru henni and- Forseti Chile, Augusto Pinochet hershofðinKÍ. ávarpar mann- fjölda fyrir framan stjórnar- skrifstofurnar i Santiago eftir að hafa lýst yfir sÍKri í allsherjar- atkvæðaKreiðslu um nýja stjórn- arskrá. vÍKÍr. Pinochet skyldaði lands- menn til kosningaþátttöku að viðlöKðum refsinjíum ef þeir ekki kysu. Þessi aðferð einræðisherrans vakti harða gagnrýni erlendis. Evrópuráðið hefur gagnrýnt hana, og sagt, að kosningarnar endur- spegli ekki vilja þjóðarinnar. Öll umræða um stjórnarskrána var bönnuð fyrir kosningarnar. At- kvæðagreiðslan um nýja stjórn- arskrá er á sjöunda valdaári Pinochet og hersins. Það kom mjög á óvart, að áður en fyrstu tölur voru birtar, birtist Pinochet þar sem talning atkvæða fór fram og lýsti yfir sigri. „Chile hefur unnið," sagði hann. Úti fyrir höfðu um 15 þúsund manns safnast saman og hylltu Pinochet. Pinoc- het veifaði til mannfjöldans og hélt stutta ræðu, þar sem hann lofaði stofnun nýs ráðuneytis — fjölskyldumálaráðuneytis. Hin nýja stjórnarskrá Chile kemur í stað plaggs frá 1926. Pinochet lýsti því yfir fyrir kosningárnar að gamla stjórnarskráin væri of veik til að standast „alþjóðlegan marxisma". Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá er þegnum landsins veitt trúfrelsi, eignarréttur er lögfestur og mannréttindi tryggð. Undir stjórn Pinochet hefur fjöldi manns sætt ofsóknum. Kaþólska kirkjan hefur birt nöfn 650 manna, sem voru handteknir af stjórn Pinochet og ekki hefur spurst til síðan. Mannréttinda- nefnd Chile hefur birt nöfn 1500 manna, sem hafa verið teknir höndum á þessu ári. Að sögn samtakanna hafa margir mátt sæta pyntingum og að minnsta kosti einn stúdent hefur verið barinn til bana. ERLENT veg embættismenn hafi komið fyrir rannsókn hans í Jidda. Nú hefur það gerzt, að Kirby þessi hefur verið kallaður til Bretlands til yfirheyrslu. Brezk blöð halda því fram, að fiskur liggi undir steini og allt sé málið hið dularfyllsta. „Málið allt lyktar af hneyksli," skrifaði Lundúnablaðið Daily Mirror og Lundúnablaðið London Evening News birti leiðara um málið þar sem segir m.a.: „Við- brögð utanríkisráðuneytisins verða sífellt vafasamari í máli Helenar Smith, — sem leiðir aðeins til getsagna um hylmingu." Var Helenu kastað fram af svölunum — eftir að Þjóðverjar höfðu nauðgað henni? Nýtt hneykslismál forsíðuefni brezkra blaða Lundúnum. 12. september. AP. NÝTT hneykslismál er nú í upp- siglingu í Bretlandi. Fyrrum leynilögreglumaður, Ronald Smith, heldur þvi fram að dóttur hans ásamt holienskum sjó- manni, hafi verið kastað fram af svölum, — fallið var 21 metri, eftir að dóttir hans hafði verið nauðgað af mörgum Þjóðverjum í mikilli kynlifsveizlu. Mál þetta hefur verið á forsíðum brezkra hlaða undanfarið og valdið brezka utanríkisráðuneytinu miklum vanda. Ráðuneytið hefur verið ásakað um yfirhylmingu. Þann 19,—20. maí í fyrra fór fram mikil veizla á heimili brezkra hjóna, — Richard Arnotts og konu hans, Penelope. Áfengi var veitt óspart í þessari veizlu og að sögn var kynsvall mikið. Ron- ald Smith heldur því fram, að dóttur sinni hafi verið nauðgað af Þjóðverjum. Til að hylma yfir glæp sinn, hafi þeir kastað Helenu fram af svölunum, og hollenska sjómanninum, Johannes Otten, þar sem hann hafi verið vitni að öllu saman. Arnott hjónin voru síðar hand- tekin af saudi-arabískum yfirvöld- um og þau dæmd til 12 mánaða fangelsisvistar auk hýðingar. Það var svo í ágúst síðastliðnum að Khaled konungur náðaði skötu- hjúin og þeim var vísað úr landi. Ronald Smith heldur því fram, að varakonsúil Breta í Jidda, Gordon Kirby, hylmi yfir með hjónunum vegna vinskapar við þau. Utanríkisráðuneytið heldur því fram, að Kirby hafi aldrei hitt Arnott hjónin fyrr en eftir að líkin fundust á götunni. Ronald Smith heldur því fram, að brezkir Helmut Schmidt. Franz-Josef Strauss. gefinn og hann er óheflaður. Kristilegir demókratar haf reynt að svara óhróðrinum um Strauss með því að gefa út stóra bækl- inga um hann. Þar er lögð áherzla á, að Strauss sé fórnar- lamb nazískra áróðursherferða, — það sýni hvaðan nazisminn komi. Siðanefndin hefur sætt harðri gagnrýni. Formaður hennar er fyrrum mótmælendabiskup, — Hermann Kunst. Þann 22. júlí samþykkti siðanefndin að stöðva útgáfu kosningabæklings jafn- aðarmanna, þar sem Strauss var líkt við blóðþyrst skrímsli. Síðar gerðist það, að Heiner Geissler, formaður kristilega demókrata- flokksins, kallaði Schmidt „póli- tískan lífeyrissvindlara". Hann sakaði Schmidt um, að hafa Brigslyrði og óhróður setja mark á kosninga- slaginn í V-Þýzkalandi Bonn. 12. september. AP. GÍFURYRÐIN ganga á víxl i v-þýzku kosningaharáttunni, — svívirðingar og rógur. Helmut Schmidt. kanzlari hefur verið kallaður af kristilegum demó- krötum „pólitiskur lífeyris- svindlari14. Andstæðingur hans, hinn umdeildi Franz-Josef Strauss hefur mátt sæta miklu harðari gagnrýni. Honum hefur verið líkt við Hitler. Á vegg- spjöldum viðs vegar um landið hefur Ilitlersskeggið fræga ver- ið teiknað á kanzlaraefnið. Bar- áttan gégn Strauss hefur verið undir slagorðinu „Stoðvið Strauss“. Kristilegir demókrat- ar segja, að óhróðurinn um Strauss minni einmitt á áróður nazista á sínum tima. Jafnvel siðanefnd, hvers verk- efni hefur verið að reyna að halda óhróðri og svívirðingum utan kosningabaráttunnar, hef- ur sætt harðri gagnrýni. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur lent utan- garðs í rimmu stóru flokkanna tveggja, — kristilegra demó- krata og jafnaðarmanna. Hans- Dietrich Gencher, utanríkisráð- herra og leiðtogi frjálslyndra, varaði við „ósmekklegum kosn- ingaáróðri" í ræðu nýlega. Kosn- ingabaráttan hefur verið gífur- lega hörð — en samkvæmt skoðanakönnunum þá hefur Helmut Schmidt mikið forskot á Strauss, — 55% vilja Schmidt fremur en Strauss. Áðeins 27% taka Strauss framyfir kanzlar- ann. Óhróðurinn um Strauss virðist ekki koma frá jafnaðarmönnum, — fréttaskýrendur eru sammála um það. Það eru einkum vinstri- sinnaðir öfgaflokkar, sem hafa gengið hvað lengst í óhróðri um hann. „Strauss er annar Hitler“, er algengt slagorð og myndir af Strauss þar sem honum er líkt við böðul eru algengar. Hins vegar hefur Strauss verið til- tölulega hógvær í kosningabar- áttunni. Hann er sami and- kommúnistinn og áður. Er hlynntur auknum vígbúnaði Þjóðverja, er hlynntur byggingu kjarnorkuvera og lítur á Banda- ríkin sem nánasta vin Þjóðverja. Helmut Schmidt hefur sagt um Strauss að hann sé jafn vel brotið loforð sem hann gaf um að breyta ekki lífeyriskerfinu. Síðar beitti Schmidt sér þó fyrir breytingu. Jafnaðarmenn kröfð- ust þess, að kristilegir tækju þessi orð til baka — Hermann Kunst þvertók fyrir það. Jafnað- armenn í siðanefndinni hafa hótað að ganga úr nefndinni. Þá hefur nefndin neitað að taka til baka ummæli kristilegra að Schmidt tæki við boðum sínum frá A-Berlín og Moskvu. Þannig hafa ásakanir gengið á víxl — brigzlyrði og óhróður hafa verið daglegt brauð. Víða hefur komið til átaka á kosn- ingafundum. Skemmst er að minnast óeirða í Hamborg, þar sem Schmidt flutti ræðu, og Strauss hefur sætt aðkasti oftar en einu sinni. Þrátt fyrir allan óhróðurinn og hitann í kosn- ingabaráttunni spá kosninga- kannanir Schmidt og jafnaðar- mannaflokki hans öruggum sigri í kosningunum og að kristiiegir demókratar verði enn að sætta sig við að standa í skugga jafnaðarmanna — og Helmut Schmidt. Sendifulltrúi Kúbana drepinn í New York New York, 12. sept. — AP. FULLTRÚI í sendinefnd Kúbu- manna hjá Sameinuðu þjóðunum var skotinn til bana í gær á götu í New York. Samtök, sem berjast gegn Fidel Castro. segjast bera ábyrgð á morðinu. Kúbanski sendifulltrúinn, Feliz Garcia-Rodriguez, var á ferð í bíl sínum eftir götu í Queens-hverf- inu í New York þegar hann var Feliz Garcia-Rodriguez, kúbanskur sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, sést hér látinn í bil sinum en hann var skotin til bana í Queens-hverfinu í New York í fyrradag. Omega 7, samtök manna, sem berjast gegn Fidel Castro á Kúbu, segjast bera ábyrgð á morðinu. skotinn þrisvar sinnum í háls og höfuð. Skömmu síðar var hringt á fréttastofu AP í borginni og sagt, að Omega 7, samtök sem berjast gegn Fidel Castro á Kúbu, hefðu verið hér að verki. Sá, sem hringdi, sagði, að næstur yrði fyrir valinu sendiherra Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum, Raul Roa. Omega 7-samtökin hafa áður sagst bera ábyrgð á sprengingum í New York, sem beint hefur verið gegn Kúbumönnum og Rússum. Edmund S. Muskie innanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hefur lýst yfir samúð sinni og hryggð vegna atburðarins og heitið því að allt verði gert til að hafa hendur í hári hryðjuverkamannanna. Hið opinbera málgagn Kúbustjórnar sagði í dag, að hryðjuverkamenn, sem hötuðust við Kúbumenn, störfuðu óhindrað í Bandaríkjun- um og að þeir væru aldrei sóttir til saka. Dagblaðið Miami News hafði það í dag eftir talsmanni sovéska sendiráðsins í Washington,1 að morðið kynni að vera tengt eitur- lyfjasölu. „Sumir þessara raanna vilja reyna auðgast erlendis og taka til við eiturlyfjasölu í þeim tilgangi," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.