Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 7 Niðurrifsmenn að verki í forystugrein Tímans { gær kemur fram hörð gagnrýni é vinnubrögð Alþýðubandalagsmanna í Flugleiöamálinu. Þessi gagnrýni er athyglisverö, ekki sízt fyrir þá sök, að hún birtist sem skoðun málgagns Steingríms Hermannssonar, sam- gönguráöherra, og Fram- sóknarflokksins. í for- ystugrein Tímans segir: „Það er jafnan siður öngþveitis- og niðurrifs- manna að nýta sér alla erfiðieika i atvinnu- og efnahagslífinu til þess aö herða á áróðri sínum gegn undirstöðum lífs- kjara og velmegunar i landinu. Þessir aðilar halda stöðugt uppi óhróöri um atvinnurekstur lands- manna og virðast ekki gera sér minnstu grein fyrir því að gervallt þjóð- lifið hefur atvinnulífið að forsendu, — án þess verður engu lífi lifaö hér eða annars staðar. Það er merki þess hversu þjóðfélagið er að verða æ flóknara og Hóknara að áróðurinn gegn atvinnulífinu virðist hafa fest rastur ótrúlega viða og ótrúlega djúpt. Astæðurnar eru væntan- lega þaar að vaxandi fjöldi kemst ekki í beina snertingu við fram- leiðslu- eða þjónustu- starfsemina, heldur lifir í filabeinsturnum fjarri störfum alþýðunnar og þeim rekstrar- og af- komuáhyggjum sem ein- kenna atvinnulífið. Með þessum orðum er alls ekki gert lítið úr hlutverki menntafólks, skrifstofufólks eða ann- arra, heldur aðeins bent á þá staöreynd að sam- bandsleysi sem orðið er milli starfshópa og stétta hlýtur að vera vatnið sem öngþveitis- og niðurrifs- mennirnir synda í. Nú verða mistök í at- vinnulífinu, og forystu- mönnum atvinnufyrir- tækja geta orðið á skyss- ur. Það er aöeins rétt- mætt að deila á slíkt. Nú fer og mikið fyrir þvi i atvinnulífi aö menn vilji brjótast um á hæl og hnakka að auka einka- gróða sinn á kostnað annarra, og slíku verður að halda í skefjum. Og löngum hafa fyrirtæki sýnt m.a. umhverfismál- um, umgengni við náttúr- una og starfsumhverfi fólksins tillitsleysi, og eru þjóðþrif að knýja þau til sinnaskipta í þeim efnum og reyndar fleirum." „Óhugguleg óhóöurs- herferö" í forystugrein Tímans er vinnubrögð Alþýðu- bandalagsmanna nefnd „óhugguleg óhróðursher- ferð“ og eru það orð að sönnu. Timinn segir: „En áróöurinn gegn at- vinnulífinu snýst ekki um atriði af þessu tagi. Hann snýst um það að auka á viðsjár í þjóðfélaginu, ala á tortryggni og úlfúð. Dugandi menn skulu heita skattsvikarar hvaö sem það kostar. Vel rekin fyrirtæki og í vexti skulu aö óathuguöu máli heita svikamyllur. Samband ís- lenskra samvinnufélaga á að vera einokunarhring- ur, Eimskipafélag íslands auðhringur, og Guð sjálf- ur má vita hvaöa einkunn verður gefin Flugleiöum áður en lýkur ... Aöförin að Flugleiðum og forystumönnum þeirra um þessar mundir er ( raun og veru aöeins liður i þessari langstæðu og óhuggulegu óhróðurs- herferð. Það hefur ekki verið bent á sérstök mis- tök forráðamanna á þeim bæ, umfram þaö sem kann að vera innbyrðis deilumál eigenda fyrir- tækisins og telst innri ágreiningur sem alltaf getur orðið. Það hefur ekki, fremur en vonlegt var, tekist að benda á að erfiðleikar Flugleiða séu einangrað fyrirbæri i flugmálum á Norður- Atlantshafi, nema síöur væri og hefur þó ýmislegt verið reynt í dylgjum í þá átt. Aðferðirnar sem beitt hefur verið að undan- förnu eru líka dæmigerð- ar. Menn skirrast ekki við að vaða með allt í fjöl- miðla þótt trúnaöarmál séu, svo að dæmi sé nefnt. En mál er að linni.“ I I . DSsl Treval HF. ~=gfA Aralöng reynsla í framleiöslu baðinnréttinga Látið fagmanninn annast innréttingarnar. Nýjar innréttingar í sýningarsal okkar aö Nýbýlavegi 4, Kóp. Komum heim, teiknum og gefum ráöleggingar yöur aö kostnaöarlausu. Hagstæöir greiösluskilmálar. Opið laugardag 13—17, sunnudag 13—18. —Hvíld= • Tauga og vöðvaslökun (aðferö J.H. Schultz). • Isometric (spenna-slökun). • Liökandi líkamsæfingar. • Öndunaræfingar. • Hvíldarþjálfun losar um streitu og vöðvabólgu, auðveldar svefn. • Upplýsingar og innritun í síma 82-9-82. Æfingastöðin =Hvíld= Laugavegi 178 Þórunn Karveltdóttir, íþróttakennari. Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér vináttu meö heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum kveðjum á 90 ára afmæli mínu 5. sept. 8.1 GuÖ blessi ykkur öll. Þorbjörn Þorbjörnsson. Skagabraut 31, Akranesi. Happdrætti Vinningsnúmer í happdrætti Vífilfells h.f. eru 511 — 1043 — 1797 — 2851 — 4091. Vinningshafar vinsamlegast hafið samband viö skrifstofu Vífilfells h.f. sem fyrst í síma 18700. Verksmidjan Vífilfell h.f. Hef opnað lækningastofu í Domus Medica. Tímapantanir daglega í síma 19120. Sérgrein: Almennar skurölækningar og brjóstholsskurölæknir. Kristinn B. Jóhannsson læknir. > ................Sækið Norrænan lýöháskóla í Danmörku Hægt er að velja um mörg fög; sund, stjórnunarþekkingu, leiösögn, mótun, hljómlist. 6 mánaöa námskeiö 1/11-30/4 og 4 mánaöa 3/1-30/4. Skrifiö og biöjið um skólaskýrslu og nánari upplýsingar. Myrna og Cari viibæk UGE FOLKEHOJSKOLE V. DK-6360 Tinglev, sími 04 - 64 30 00 J SINFONIUHLJOMSVEIT ÍSLANDS Sala áskriftarskírteina hefst mánudaginn 15. september á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Lindargötu 9 A. Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 og 13—17. Askrifend- ur eiga forkaupsrétt á skírteinum til 1. október 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.