Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
17
Mynt Visa-Gísla eins ok hún hefði getað litið út hefði hún verið
slegin.
Mynt Vísa-Gísla
Það er fjallað um mynt á fleiri
stöðum en í Morgunblaðinu.
Nokkur sérrit hafa snúist um
áhugamál myntsafnara. Mynt-
safnarafélag íslands hefir í
mörg ár gefið út tímaritið Mynt,
sem nú kemur út 10 sinnum á
ári. Safnarablaðið var einu sinni
til, en liggur nú í dvala líklega.
Svö er það tímaritið Grúsk sem
gefið er út af Landssambandi
frímerkjasafnara í samvinnu við
Myntsafnarafélag íslands. í
seinasta hefti tímaritsins nr. 9,
2. tölubl. 1980, er grein eftir Snæ
Jóhannesson, en hann er einn af
stofnendum Myntsafnarafélags-
ins. Ég hefi fengið leyfi höfund-
ar til að birta grein hans, sem er
svona:
Gísli Magnússon sýslumaður á
Hlíðarenda, er nefndur var
Vísi-Gísli, (f. 1621, d. 1696) var
áhugamaður um viðreisn íslands
og verklegar framkvæmdir.
Hann vildi auka menntun í
náttúruvísindum og búnaðar-
fræði og gerði sjálfur tilraunir
með kornrækt á Hlíðarenda. Þar
ræktaði hann einnig kúmen og
fleiri jurtir. Ekki sér akurgerða
hans lengur stað, en kúmen vex
villt um endilanga Fljótshlíð.
Gísli ritaði m.a. tvær ritgerðir á
latínu um það, sem hann hafði
áhuga á að gert væri, landi og
þjóð til gagnsemdar.
Meðal þess var uppástunga
hans um myntsláttu fyrir Is-
lendinga, en peningar voru
sjaldséðir og knúðu almenning
til vöruskiptaverzlunar. Frá
þessu áhugamáli Gísla segir svo
í einum stað í ritum hans:
„í fyrsta lagi væri það föður-
landi voru í hag, ef konungleg
hátign vildi láta slá venjulega
mynt hjá oss, með sama málm-
blendingi og sömu stærð sem
minnstu smápeningar í Dan-
mörku en með nokkru meira
verðgildi. Skyldu 30 þessara nýju
íslenzku skildinga eða álna jafn-
gilda einum ríkisdal. Á annarri
hlið ættu þeir að bera mynd
konungs, en á hinni skjaldar-
merki íslands. Yrðu þeir þannig
bæði að nafni og notum í sam-
ræmi við gamalt íslenzkt verð-
lag, og á þann hátt yrðu ekki
innleiddar í land vort nema það
allra minnsta af óþörfum nýj-
ungum. Peningana skyldi slá
bæði einfalda og margfalda, allt
frá háifri alin upp í tíu áinir.
Konungleg hátign ætti að tak-
marka tölu skildinga þeirra, sem
slá skyldi á fyrsta ári, við 20.000
ríkisdali og mætti ekki fara
fram úr því. Leyfilegt skyldi
öllum innlendum mönnum að
koma með efni til myntsláttunn-
ar unz þessari upphæð er náð, en
útlendingum ekki að sama
skapi.“
Mynt
eftir RAGNAR
BORG
2. þáttur
Það sýnir og stórhug Vísa-
Gísla að hann vildi láta leita hér
á landi að málmum, silfri, gulli
og öðru sem nota mætti sem efni
í peningana.
Verzlunarbanki íslands er hin
merkasta stofnun. Ég ætti að
vita það, því ég var bæði á
stofnfundinum, er hann var sett-
ur á laggirnar af innflytjendum
og kaupmönnum sem sparisjóð-
ur og síðar fullvaxinn banki.
Verzlunarbankinn hefir nú um
nokkurra ára skeið sent frá sér
laglegt borðalmanak, í auglýs-
ingaskyni. Hafa á almanakinu
verið tekin fyrir ýms menning-
arleg viðfangsefni. I fyrra, um
þetta leyti árs, hringdi til mín
ung dama, Anna Þóra Árnadótt-
ir, hjá Auglýsingastofu Kristín-
ar. Var hún að útbúa almanak
Verzlunarbankans fyrir 1980 og
bað mig útvega texta og myndir
úr myntsögu Islands. Ég tók að
mér verkið, en þetta var ekkert
smáræði og kostaði margar and-
vökunætur, því myntsagan er
enn óskrifuð. Á almanaki Verzl-
unarbankans eru þó myndir og
texti og er hvort tveggja í lagi.
Ég vissi vel af tillögum Vísa-
Gísla og fékk því Önnu Þóru til
að teikna mynd af mynt, sem
hefði kannske verið slegin ef
danska stjórnin hefði farið að
ráðum Gísla. Þetta var ósköp
einfalt: Við tókum bara mynd af
kónginum, Friðrik III, úr mynt-
bók og settum íslenzkan texta á
framhliðina. Á bakhliðinni er
svo skjaldarmerki íslands en það
fengum við úr grein eftir Guð-
nýju Jónsdóttur í bókinni Sögu-
slóðir, heiðursrit sem gefið var
út í tilefni af sjötugsafmæli
Ólafs Hanssonar prófessors. Já,
og þarna hafið þið þennan fína
pening og greinina hans Snæs
Jóhannessonar. Nú á bara ein
hver eftir að slá peninginn og
eftir um 500 ár verður hann
orðinn ekta og hluti af beztu
myntsöfnum landsins??!!
Nýr viðskiptasamn-
ingur við Rússa
un sinni inn á ódýrari tíma
dagsins fá ódýrari þjónustu.
Prófessor í vanda
Prófessor Gísli er undrandi á
því að til skuli vera setning í
gjaldskrá í þá átt að Póstur og
sími geti synjað fólki um starfs-
heiti í símaskrá, sem það ber ekki
með réttu. Sannleikurinn er sá að
litið er á símaskrána sem upplýs-
ingaskrá og nokkuð megi á hana
treysta. Jafnframt er þessi setn-
ing komin inn vegna kröfu frá
notendum en ekki að frumkvæði
stofnunarinnar. Það hefur oft
viljað koma fyrir að menn hafi í
simaskrá viljað titla sig vernduð-
um starfsheitum eins og verk-
fræðingur, arkitekt, iðanðar-
mannaheitum o.fl. án þess að hafa
fengið þá námsviðurkenningu,
sem krafist er. Kverúlantar geta
líka komið með orðskrípi sem
hæfa ekki íslenskri tungu. Hins-
vegar má taka undir það með
Gísla að trúlega gæti hann fengið
birt starfsheitið „atvinnunöldrari"
við nafn sitt, því ég hef aldrei
orðið þess var að Póstur og sími
synjaði um starfsheiti sem við-
komandi sannaði að hann væri
með réttu.
Enn má bæta
Ég hef sýnt fram á það hve
mikið hagsmunamál það er fyrir
neytendur að hægt sé að losa þá
við að tvíborga söluskatt af sama
hlutnum. Ein króna af hverjum
sex, sem Póstur og sími innheimt-
ir, fer beint í ríkissjóð í formi
söluskatts og aðflutningsgjalda.
Eru þó stórir liðir, sem ekki bera
söluskatt, eins og póstþjónustan
og innheimta erlendra viðskipta
fyrir aðrar póst- og símastofnanir.
Verðskráin er því fyrst og fremst
hagsmunamál neytenda. Og enn
væri hægt að flytja meira inn í
verðskrána eins og t.d. viðgerðar-
kostnað og vinna hann eftir reikn-
ingi. Þá þyrfti ekki að greiða 55%
söluskatt af viðgerðaefni. Og þá
kæmu einnig í ljós þeir miklu
kostir að ekki greiddu aðrir við-
gerðarkostnað en þeir, sem á
honum þurfa að halda. Eða finnst
fólki það sanngjarnt að sá sem á
símatæki, sem hann notar tiltölu-
lega lítið og fer á allan hátt vel
með þurfi að greiða sama við-
haldskostnað eins og sá, sem fer
illa með sitt tæki og notar það
mikið? Ég tel að hér þurfi að
verða breyting á og það verði til
þess að draga úr símakostnaði í
heildinni. Hinsvegar verða þá þeir
að borga, sem mikið nota síma og
þeir sem illa fara með sinn
símabúnað, hinir borga minna.
Um þetta mál eru ekki allir
sammála og eftir því sem
Neytendasamtökin vinna að þess-
um málum þá er þetta algerlega
andstætt þeim. Þau vilja láta
þann sem vel fer með, greiða fyrir
þann, sem illa fer með. Yfirleitt
fer aldrað fólk vel með sína hluti
og kemur það því til með að borga
meiri viðhaldskostnað en því ber
fái stefna Neytendasamtakanna
að ráða. Og þjóðhagslegur kostn-
aður eykst, þar sem enginn hvati
er fyrir hendi um það að fara vel
með hlutina.
Er hugsanlegt, að neytendafor-
ysta geti orðið svo skilningslaus
og afturhaldssöm að hún berji
höfðinu við steininn og heimti allt
í viðjar gjaldskrár, sem geri það
hvorttveggja að stórhækka vöruna
svo og að svipta neytendur því
valfrelsi á símabúnaði sem tekist
hefur að veita þeim og ætlunin er
að gera í stærri stíl?
Voru gjaldskrár
Gísla ólöglegar?
Gísli Jónsson prófessor er í tíma
og ótíma að stagast á „lögbrotum“
Rafveitu Hafnarfjarðar. Þar ætti
hann að þekkja nokkuð til frá
þeim tíma þegar hann var rafveit-
ustjóri. Stærstu „lögbrot" hennar
eru að hún hafi ekki birt gjaldskrá
á réttum tíma í Stjórnartíðindum.
En hvað var gert í þeim efnum
þegar Gísli var rafveitustjóri?
Hvernig vann hann að málurn?
Það skyldi þó aldrei vera að hann
vissi upp á sig einhverja sök, sem
hann er að reyna að fela með því
að hrópa hátt um lögbrot ann-
arra? Óg að honum hafi fundist,
að hann væri ekki nógu raddsterk-
ur, og því þurft að fá aðra
stjórnarmenn Neytendasam-
takanna til að berja bumbur svo
að hávaðinn yrði sem mestur? Að
minnsta kosti væri ekki úr vegi
fyrir Gísla Jónsson prófessor að
reyna að hafa samband við Gísla
Jónsson, fyrrverandi rafveitu-
stjóra, og spyrja hann, hvort það
geti verið satt, að af öllum þeim
gjaldskrám, sem hann stóð að,
hafi engin, alls engin, verið birt í
Stjórnartíðindum fyrr en löngu
eftir að hann tók þær í gildi? Og
af því að prófessorinn er mjög
nákvæmur, þá gæti hann einnig
varpað fram þeirri spurningu,
hvort það hafi getað komið fyrir
rafveitustjórann fyrrverandi að
láta gjaldskrána virka örlítið
lengra aftur í tímann en gildis-
taka hennar sagði til um?
Reglugerðadýrkunin
Reglugerðir í Stjórnartíðindum,
þótt góðar séu og nákvæmar, ná
ekki yfir allt mannlífið, og verður
svo sjálfsagt enn um skeið, þótt
Neytendasamtökunum þyki mið-
ur. Þetta ætti slökkvistjórinn
fyrrverandi að skilja, því tæpast
verður í reglugerð sett, hvar
vatnsbíll eigi að standa og hvernig
eða hvort úr honum skuli dælt,
þegar eldsvoða ber að höndum.
Við, sem alin höfum verið upp á
gömlum og góðum siðum og var
kennt það, sem fagurt mannlíf, að
hjálpa náunganum og mundum
láta okkar síðasta vatnsdropa af
hendi til að slökkva eldsvoða í húsi
hans, treystum í mörgum málum
best almennum mannlegum sam-
skiptum.
Fréttaáróður í
ríkisútvarpi
Ekki er hægt að skilja við þessi
mál án þess að minnast á þátt
fjölmiðla og þá ekki síst frétta-
stofu Ríkisútvarpsins. Ég hefi litið
svo á að hún eigi að vera hlutlaus
í fréttaflutningi, þ.e. að taka ekki
þátt í einhliða fréttaáróðri. Það er
oft ekki mikil fyrirhöfn að kanna
hvort fjölmiðlaglaðir menn eru
með áróður eða ósannindi. Og það
er harðleikið þegar menn senda
fréttir um „lögbrot“ að fréttastof-
an skuli leyfa sér að lesa slíkt yfir
landslýð án þess að hreyfa hönd
eða fót til að kanna hvort um
sannindi sé að ræða. Ég vil ekki
ætla, að fréttastofa Ríkisútvarps-
ins sé svo illa upplýst, að hún viti
ekki hvaða deild Pósts og síma ber
höfuðábyrgð á gjaldskrárgerð
stofnunarinnar. Þrátt fyrir það
hefur hún 'aldrei eitt einasta orð
við mig talað sem yfirmann þeirr-
ar deildar til að fá upplýsingar,
heldur þulið yfir landslýð að ég og
aðrir sem að gjaldskrá vinnum
séum lögbrjótar.
Og út yfir tók 19. júlí sl.
Neytendasamtökin héldu fund
með fréttamönnum til þess enn að
tyggja upp sömu rulluna og áður
um „lögbrot" stofnana. Á þessum
fundi var bætt við „lögleysum" af
hálfu Ríkisútvarpsins sjálfs í sam-
bandi við gjaldskrárgerð. Lítið fór
fyrir því í fréttum útvarpsins.
Hins vegar var talað við Gísla
Jónsson prófessor. Og hann var
fenginn til þess að tala um
„lögbrot" Pósts og síma og Raf-
veitu Hafnarfjarðar. Ekki var
einu orði minnst á „lögbrot“ Ríkis-
útvarpsins, hvorki af fréttastof-
unni né prófessornum, þannig rak
útvarpið fréttaáróður sinn. Og
prófessorinn brast kjarkinn til að
ræða gjaldskrá útvarpsins. Er
þetta ekki að leggjast nokkuð lágt
af báðum aðilum?
Ólík vinnubrögð
Póstur og sími á lögum sam-
kvæmt að standa á eigin fótum
fjárhagslega. Þegar Alþingi hefur
ákveðið útgjöld og tekjur, þá þarf
að jafna tekjuþörfinni niður á
hina einstöku teknaliði. Sé einn
liður talinn of hár, er hægt að
lækka hann, en þó ekki án þess að
hækka aðra liði hinnar seldu
þjónustu svo að tilskilin fjárhæð
náist. Þetta skilja þeir, sem til
fjármála þekkja. Á því sviði virð-
ist að Neytendasamtökin vanti
alla yfirsýn. Er þar ólíku saman
að jafna þegar fulltrúar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga eða
Verslunarráðs íslands ræða þessi
mál. Þeir aðilar ræða grundvallar-
atriði og gera sér grein fyrir
málunum með jákvæðu hugarfari.
Hvaða stofnun eða fyrirtæki sem
er getur haft mjög gott af slíku og
það getur leitt til ýmissar
nýbreytni og umbóta. Að vera
fyrirfram á öndverðum meiði við
nauðsynlega þróun kann aldrei
góðri lukku að stýra og veldur
aðeins auknum kostnaði og lakari
þjónustu.
Svo má brýna...
Ég hefi orðið nokkuð langorður
um þessi mál. Ég skal játa það að
ég hefi látið mér í léttu rúmi
liggja aðfinnslur prófessors Gísla.
Má það vera af því að ég er
Hafnfirðingur og þekki manninn.
En svo má deigt járn brýna að bíti
um síðir. Má þvi vera að þessi orð
mín valdi nokkrum sársauka og
hef ég mér það til varnar að ekki
hóf ég þennan leik.
Ennfremur er það, að fjölmargt
starfsfólk Pósts og sima, sem
vinnur störf sín af samviskusemi
og þykir vænt um stofnun sína,
vill ógjarnan liggja undir því að
það sé eitthvert annars flokks
fólk, sem sé reiðubúið að vinna að
framkvæmd lögbrota eða annarra
slíkra verka. Ef fólk vill kynna sér
þau mál hleypidómalaust, veit ég
að það kemst að þeirri niðurstöðu,
að sá hópur opinberra starfs-
manna er ekki verri en gengur og
gerist með fólk almennt. Póst- og
símafólk er jafnframt neytendur,
og veltur á miklu fyrir það ekki
síður en aðra að vel sé á málum
haldið í þjóðfélaginu. Það er því
hart að vera talinn til lögbrota-
lýðs, þótt fólk verði tíðum að þola
slíkt aðkast.
Neytendavernd
Að lokum vil ég aðeins koma að
því sem menn kalla neytenda-
vernd en virðast reikulir í túlkun
þess orðs. Ég held að neytenda-
vernd geti verið í því fólgin að
vernda fólk gegn ofsköttun og lofa
því að hafa sitt sjálfsaflafé og
svigrúm til þess að geta ráðið sem
mestu um það, hvað þá vilji kaupa
af vöru og þjónustu. Það er líka
hægt að vernda fólk fyrir einokun-
arhringum hverskonar eða okri á
vörum og þjónustu. Það getur líka
þurft að vernda neytendur fyrir
ráðríku fólki, sem vill segja neyt-
endum hvað er hvítt og hvað er
svart og skammta þeim alla hluti.
Það getur þurft að vernda fólk
fyrir skemmdum matvælum og
eitur- og fíkniefnum hverskonar,
sem valda heilsubresti og dauða.
Þannig væri margt hægt að gera.
Óttinn við
stóru málin
En hvernig er þetta rækt? Vill
það ekki oft henda, að ráðist er að
smæstu málunum, en þau stærri
þykja svo viðamikil að menn
heykjast á því að takast á við þann
vanda. Þannig kalla Neytenda-
samtökin það neytendavernd að
eltast við prentvillur þótt það geti
verið góðra gjalda vert. En þau
hreyfa ekki litla fingur til að
hamla á móti síaukinni neyslu
fíkniefna eins og áfengis, sem
veldur auknum sjúkdómum, slys-
um og dauðsföllum í svo ríkum
mæli að ætla má að um fjórðung-
ur þjóðarinnar eigi um sárt að
binda vegna þess böls. Þar að auki
er það skattlagning á almenning
sem nemur vart minna en 80—100
milljörðum króna árlega. Ég veit
ekki í hvers þjónustu Neytenda-
samtök eru, sem ekki telja sér
koma við sala á varningi er veldur
svo gífurlegu tjóni og félagslegu
böli.
Ég vil svo láta í ljósi þá von að
Neytendasamtökin eigi eftir að
komast á hærra stig í neytenda-
vernd og þau megi verða fólki til
gagns. En þá verða þau líka að
hverfa frá músarholusjónarmið-
um og eflast af víðsýni og dáð.
HINN 11. september var und-
irritaður í utanríkis-
viðskiptaráðuneytinu í
Moskvu nýr viðskiptasamn-
ingur íslands og Sovétríkj-
anna, sem gekk í gildi fyrir
fimm ára timabilið 1981 —
1985. Samninginn undirrit-
uðu Tómas Árnason við-
skiptaráðherra og Michael
Kuzmin. sem nú gegnir störf-
um utanríkisviðskiptaráð-
herra Sovétríkjanna. segir í
frétt viðskiptaráðuneytisins.
í júnímánuði var í Reykja-
vík gengið frá drögum að
samningum og var þá gerð
opinberlega grein fyrir helstu
atriðum hans.
Á fundi ráðherranna var
rætt um nokkur vandamál
varðandi sölu afurða til Sov-
étríkjanna á þessu ári. Lagði
Tómas Árnason áherslu á að
samið yrði fljótlega um við-
bótarmagn af freðfiski og lag-
meti og eru þau mál nú í
athugun í Moskvu.