Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 Framkvæmdastjórí S.U.S.: Gagnrýnir ráðningu framkvæmdastjóra „Ályktunin réttmæt, en vinnum af ein hug með honum“ segir stjórn S.U.S. MORGUNBLAÐINU hafa borizt til birtinKar tvær ályktanir, sem samþykktar voru á fundum fram- kvæmdastjórnar og stjórnar Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna hinn 8. og 11. sept. sl. Fara þær hér á eftir: Framkvæmdastjórnarfundur haldinn 8. sept. 1980 samþykkti eftirfarandi tillögu: Framkvæmdastjórn S.U.S mælti eindregið með því á fundi sínum þann 17. júlí í sumar, að Ragnar Kjartansson yrði ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Fundur framkvæmdastjórnar S.U.S. þann 8. sept. 1980 harmar að ekki hafi tekizt að ganga frá ráðningu Ragnars. Jafnframt lýs- ir framkvæmdastjórn S.U.S. ein- dregið þeirri skoðun sinni að Kjartan Gunnarsson, lögfræðing- ur, sem talið er að formaður Sjálfstæðisflokksins muni mæla með sem næsta framkvæmda- stjóra flokksins sé ekki heppilegur í þetta vandasama starf á þeim erfiðleikatímum, sem flokkurinn á nú við að stríða. Á stjórnarfundi S.U.S. 11. sept- ember 1980 var samþykkt eftir- farandi tillaga: Um leið og stjórn S.U.S. lýsir yfir réttmæti ályktunar síðasta framkvæmdastjórnarfundar varð- andi ráðningu framkvæmdastjóra flokksins, lýsir stjórnin því yfir að hún mun vinna af einhug með nýráðnum framkvæmdastjóra flokksins. Jafnframt skorar stjórn S.U.S. á forystumenn Sjálfstæðis- flokksins að reyna sem fyrst af öllum mætti að ná sáttum í þeim deilum sem nú ráða innan Sjálf- stæðisflokksins. 15 ungir Sjálfstæðismenn: Lýsa vanþóknun á ályktun framkvæmdastjórnar SUS — frá 8. sept. MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar yfirlýsing undirrit- uð af 15 forystumönnum úr röðum ungra Sjálfstæðismanna. Yfirlýing þessi var send mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins i fyrradag. Hún er svohljóðandi: „Við undirritaðir ungir sjálf- stæðismenn, lýsum yfir furðu okkar og vanþóknun á samþykkt þeirri, er gerð var á fundi fram- kvæmdastjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna hinn 8. þessa mánaðar og gerð hefur verið að umtalsefni í Dagblaðinu. Jafn- framt lýsum við því yfir að Kjartan Gunnarsson er að okkar mati vel til þess fallinn að gegna störfum framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Öllum dylgjum um hið gagnstæða vísum við á bug. Með því er á hinn bóginn ekki á neinn hátt gert lítið úr hæfileik- um annarra þeirra er kunna að hafa komið til greina í starfið. Mikilvægt er nú að sjálfstæð- ismenn snúi bökum saman, og Sjálfstæðisflokkurinn þarf á öðru að halda en því að menn verði dregnir í dilka á þann hátt, sem framkvæmdastjórn S.U.S. hefur nú gerst sek um. Anders Hansen fyrrverandi stjórn- armaður í SUS. Árni Sigfússon fyrr- verandi framkvæmdastjóri Heimdall- ar. Baldur Guðiaugsson fyrrverandi stjórnarmaður í SUS. Bessi Jóhanns- dóttir í stjórn SUS. Davíð Oddsson borgarfulltrúi, fyrrverandi stjórnar- maður í SUS. Einar K. Guðfinnsson varaþingmaður, fyrrum stjórnarmað- ur í SUS. Guðmundur H. Frimanns- son formaður Varðar FUS á Akureyri. Geir H. Haarde formaður utanríkis- málanefndar SUS. Haraldur Blondal fyrrverandi varaformaður SUS. Ilreinn Loftsson fyrrverandi stjórn- armaður í SUS. Inga Jóna bórðar- dóttir fyrrverandi varaformaður SUS. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrver- andi stjórnarmaður í SUS. Skafti Ilarðarson fyrrverandi stjórnarmað- ur í Heimdalli. Sveinn Guðjónsson fyrrverandi ritari stjórnar SUS. Tryggvi Gunnarsson fyrrverandi stjórnarmaður í SUS. Lif og land: Fagnar ákvörðun um frest- un flutnings Suðurgötu 7 MORGUNBLAÐINL hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá samtökunum Lif og land: Stjórn Lífs og Lands fagnar þeirri ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að fresta afgreiðslu á málefnum hússins að Suðurgötu 7. Jafnframt skorar hún á borgaryf- irvöld að stuðla að því að húsið verði gert upp á þeim stað sem það er nú og hefur staðið um einnar og hálfrar aldar skeið, í stað þess að flytja það upp í Árbæ. Stjórnin hvetur borgaryfirvöld til þess að hefja sem fyrst heildar- endurskoðun á lögum um fast- eignamat í því skyni að auðvelda friðun og viðhald gamalla húsa um land allt. Gömul hús eru einhver merkasti menningarfjár- sjóður íslensku þjóðarinnar og verða best varðveitt með því að þau haldi fullu notagildi í sínu upprunalega umhverfi. Fimm skip með loðnu FJÖGUR loðnuskip tilkynntu Loðnunefnd um afla á fimmtu- dag og þegar Mbl. hafði siðast fregnir af i gær hafði eitt skip bætzt við. Eitt skipanna fór inn til Siglufjarðar, en hin munu hafa farið á Austfjarðahafnir. Skipin, sem tilkynntu um afla eru: Fimmtudagur: Haförn (áður Pétur Jónsson) 680, Pétur Jónsson (áður Haförn og Loftur Baldvins- son) 850, Óli Óskars 1350, Sæbjörg 580. Föstudagur: Örn 580. Kaffidagur Ey- firðingafélags- ins á morgun ÁRLEGUR kaffidagur Eyfirð- ingafélagsins i Reykjavík verður haldinn á Hótel S<>gu i Reykjavik á sunnudag. Verður Súlnasalur- inn opnaður kl. 14 og er sérstakl- ega boðið sem gestum félagsins Eyfirðingum 67 ára og eldri. Auk kaffiveitinga verða ýmis atriði á dagskrá kaffidagsins svo sem venjan hefur verið. Þá verður haldinn basar og rennur allur ágóði kaffidagsins til menningar- og góðgerðarmála í Eyjafirði. Eyfirðingafélagið hélt fyrr á þessu ári upp á 40 ára afmæli félagsins með samkvæmi á Hótel Sögu. Ljósm. Kristján. Milli 60 og 70 læknar sátu i gær og sækja áfram í dag námskeið á vegum námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélaganna sem haldið er i Domus Medica i Reykjavik. Var í gær fjallað um úrlausn bráðra vandamála utan sjúkrahúsa og i dag er fjallað um fyrirbyggjandi lækningar. Á dagskrá námskeiðsins voru fyrirlestrar og pallbiorðs- umræður. Skýrslutæknifélag íslands: Kvikmynd um mis- notkun tölvugagna STJÓRN Skýrslutæknifélags ís- lands efnir i næstu viku til félagsfundar og kvikmyndasýn- ingar þar sem verður fjallað um misnotkun gagna og skort á eftirliti og stjórn á tölvuvinnslu. Á fundinn kemur Kevin R. Batchelor, sem er sérfræðingur frá endurskoðunarfyrirtækinu Alexander Grant i Bandarikjun- um. Kevin R. Batchelor kynnir efni kvikmyndar sem sýna á og fjallar hún um fjármálahneyksli er varð í bandarísku tryggingafyrirtæki. Er hér um að ræða leikna mynd er hyggir á sannsögulegum atburð- um. Aðalástæður fyrir þessu hneyksli voru misnotkun gagna og skortur á eftirliti og stjórn á tölvuvinnslu fyrirtækisins. Mynd- in heitir „The Billion Dollar Bub- ble of the Equity Funding Scand- al“. Þá mun Kevin R. Batchelor kynna námskeið um endurskoðun tölvukerfa, sem áætlað er að halda á vegum Stjórnunarfélags Islands og Skýrslutæknifélagsins í nóv- ember. Fundurinn fer fram í kvik- myndahúsinu Regnboganum, sal C og hefst kl. 13 miðvikudaginn 17. september. Frá Eþíúpíu, en samfara kristniborðsstaríi er bæði frseðslu- og læknisstarf. Kaffisala til ágóða fyrir kristniboð KRISTNIBOÐSFÉLAG karla í Reykjavik efnir til kaffisölu á morgun i kristniboðshúsinu Betaniu, Laufásvegi 13. Hefst hún kl. 15 og verður hellt upp á könnuna og borið fram meðlæti til kl. 23 um kvöldið. Ágóði kaffisölunnar rennur til starfa Sambands isl. kristniboðsfélaga sem nú fer fram í Eþíópíu og Kenýa. í Eþiópíu starfa ein krinstiboðs- hjón frá íslandi, Áslaug John- sen og Jóhannes Ólafsson, en þau starfa á sjúkrahúsi um 100 km frá Konsóhéraði. 1 Kenýa starfa þau Kjellrun og Skúli Svavarsson og vinna þau nú að því að reisa kristniboðsstöð meðal Pókot-manna í Vestur- Kenýa. Þá eru önnur hjón væntanleg til starfa í Kenýa í byrjun næsta árs, Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson. Fjórða helgarskák- mótið á Húsavík Húsavik, 12. septemher. Fjórða helgarskákmótið, sem tímaritið Skák og Skáksamband íslands gangast fyrir, var sett í dag kl. 14 i félagsheimilinu á Húsavik með ávarpi bæjarstjór- ans, Bjarna Aðalgeirssonar. Minntist hann jafnframt þess, að þetta mót í dag er sett á 65 ára afmælisdegi eins af þekktustu skákmönnum Ilúsvíkinga, Hjálmars Theodórssonar og jafn- framt eru liðin 50 ár siðan hann fyrst keppti á skákmóti. Guðmundur Arnlaugsson flutti Hjálmari árnaðaróskir skák- manna og skákunnenda og færði honum jafnframt gjöf, en hann háði kappskák við Hjálmar fyrir 43 árum á Akureyri. Jóhann Þórir Jónsson er skákstjóri mótsins og þátttakendur eru margir þekkt- ustu og bestu skákmenn landsins frá öllum landshlutum. Fyrsta leikinn lék Sigurður Gissurarson sýslumaður fyrir Hjálmar Theo- dórsson, sem tefldi við Guðmund Sigurjónsson og varð að láta í minni pokann fyrir stórmeistar- anum eftir skemmtilega skák. Geta má þess að meðal keppenda eru þrjár stúlkur. JNNLENTV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.