Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 13
Þú ogég komin heim SÖNGPARIÐ „Þú og ég“ er nýlega komið heim frá Póllandi, þar sem þau Jóhann Helgason ok Helga Möller tóku þátt í söngva- keppninni „Sopot Intervision Festival“, undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Sopot-söngvakeppninni var sjónvarpað um alla Austur- Evrópu og til nokkurra landa í Vestur-Evrópu. Einnig höfðu íbú- ar Suður-Ameríku, þar með talin Kúba og Floridaskagi tækifæri til að fylgjast með keppninni, og er talið að um 100 milljónir manns hafi horft á útsendingu frá keppn- inni. Sopot-keppninni er jafnan skipt í tvo hluta, annars vegar keppni listamanna á vegum sjónvarps- stöðva og hins vegar á vegum hljómplötufyrirtækja og voru þátttakendur 28 alls. Keppni þessi er haldin árlega. Fulltrúum frá 12 sjónvarpsstöðv- um var að þessu sinni boðin þátttaka í keppni sjónvarpsstöðva og var sigurvegarinn í þeirri keppni finnsk stúlka að nafni Marion. Helga og Jóhann tóku aftur á móti þátt í keppni hljómplötufyr- irtækja þar sem 16 fulltrúum víðs vegar að úr heiminum vár boðið. Fyrsta sætinu var deilt milli tveggja þátttakenda, annars vegar breskrar hljómsveitar að nafni Jigsaw sem flutti lagið „Sky High“, lag sem var þekkt hér fyrir nokkrum árum og hins vegar pólskrar hljómsveitar að nafni Vox sem flutti lagið „In the Nude“. I öðru sæti var pólsk söngkona ísazbella Trojanowska og í þriðja sæti gríska söngkonan Jessica. Helga og Jóhann urðu síðan í fjórða sæti, aðeins einu atkvæði á MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 13 Söngparið Þú og ég, Helga Möll- er og Jóhann Helgason i keppn- inni i Póllandi. eftir þeirri grísku, með lag sitt „Dance dance". Minnstu munaði að keppninni hefði verið aflýst vegna ástands- ins í Póllandi, en grænt ljós var gefið á síðustu stundu, af pólskum yfirvöldum. Keppnin „Sopot Intervision Fes- tival" er þekkt í Austur-Evrópu og hafa margir þekktir listamenn tekið þátt í henni. Þar má nefna Boney M, Joan Baez, Gary Brook- en, Demis Rousso og Ritchic 1 Family frá vesturlöndum auk skærustu stjarna Austur-Evrópu svo sem Niemen, sem sigraði í keppninni í fyrra, 2+1, Walentin Baglajerko, Muslim Magomajew, og Alla Pugaczowa. Meðal áhorfenda voru fulltrúar söngvakeppna víða um heim og höfðu nokkrir þeirra samband við „Þú og ég“ og buðu þeim þátttöku í keppnum sem haldnar verða í löndum þeirra á næsta ári. Má þar nefna keppni í Þýskalandi, Búlg- aríu, Finnlandi og Japan. „Þú og ég“ hafa nú ýmis járn í eldinum og ráðgera þau meðal annars að koma fram á skemmt- unum hér heima í framhaldi af utanlandsför sinni. HELGARVIÐTALIÐ ■■ Ekkert lát á eftir- spurn eftir bókum um frjálshyggjuna — segir Skafti Harðarson umsjónarmaður Bókaklúbbs Félags frjálshyggjumanna „VIÐ erum búnir að starfrækja þennan bókaklúbb á annaö ór og ég get ekki sagt annað en aö þetta hefur gengiö mjög vel,“ sagi Skafti Harðarson, umsjón- armaöur Bókaklúbbs Félags frjáishyggjumanna er blaöa- maður Morgunblaösins hitti hann nú í vikunni. „Viö höfum nú þegar dreift talsvert á þriöja þúsund bókum, og ekkert lát virðist á eftirspurn," sagði Skafti ennfremur. „Bækur þær sem viö erum meö tengjast allar frjálshyggju- hugsjóninni á einn eöa annan hátt. Viö erum til dæmis meö rit eftir hina kunnu hugsuöi Fried- rich A. Hayek, Milton Friedman og Karl Popper. Þá höfum viö nú upp á síðkastið getaö komiö upp góöum bókalager, vegna þeirrar velgengni sem Bókaklúbburinn hefur átt aö mæta. Erum viö því nú meö fyrirliggjandi ýmsar kunnar bækur frá virtum útgáf- um, svo sem Institute of Eco- nomic Affairs í London, Liberty Fund í lllinois í Bandaríkjunum og fleiri aöilum. Þá höfum viö einnig getaö komiö upp safni bóka um hin ýmsu efni, og eru nú til bækur sem viö höfum skipt niöur í margvíslega flokka. Mesta úrval- iö er aö sjálfsögöu í hagfræöi, en jafnframt eigum viö mikiö af bókum um umhverfisvernd, sál- fræöi, lýöfræöi (félagsfræöi, samfélagsfræöi o.fl.) og sögu aö ógleymdri heimspekinni. Af sögubókum má nefna bæöi rit um þætti mannkynssögunnar og einnig erum viö aö byrja meö ævisögur kunnra stjórnmála- manna og hugsuða. Þá eru viö meö mikiö úrval af skáldsögum, en meirihluti þeirra er vísinda- skáldsögur. Flestar bækur af þeirri gerö eru góöar og gegnar „frjálshyggjubókmenntir" og á sú hefö sér meðal annars rætur í bókinni 1984, en einnig í Fagra nýja veröld og Félagi Napóleon, en þær bækur eru flestum kunn- ar. Bóksölu okkar erum við með í Hafnarhvoli við Tryggvagötu, og þar geta menn komið og þegið kaffi alla laugardaga milfí klukkan 9 og 13. Þar höfum við svo einnig barmmerki, boli og margt fleira með margvíslegum áletrunum. Aðalatriðið er auðvitað það, að ekki er við að búast að fólk hafi mikinn skilning á kenningum frjálshyggjumanna eða annarra. kynni það sér ekki málin af eigin raun. Með því að gefa fólki kost á því að fá bækur um þessi mál erum við að leggja grunninn að auknum skilningi á þessum mál- um. Reynslan er þegar orðin mjög góð eins og ég sagði fyrr, og við erum fullir bjartsýni. Fjölmargt annað er svo á döfinni hjá okkur í Félagi frjáls- hyggjumanna. Tímarit okkar, Frelsið, mun til að mynda hefja göngu sína innan skamms og nú er Geir H. Haarde hagfræðingur að þýða bókina Capitalism and Freedom eftir Friedman, jafnvel er á döfinni að þýða og gefa út leikrit og fjölmargt annað er á prjónunum" sagði Skafti að lok- um. — AH. Skafti Harðarson. Jónas Halldórsson og Sigriður kona hans á verönd sumarbústaðarins, sem þau hafa reist í Skálavík, en þau voru meðal síðustu ábúendanna í þessari vík fyrir vestan. (Ljósm. Gunnar). í vík einni fyr- ir vestan Diúp Bplungarvik í byrjun september. SKÁLAVÍK heitir vík nokkur fyrir vestan djúp sem á sér langa sögu. Þar var m.a. hlómleg ver- stöð á 18. öld, enda liggur vikin vel við sjósókn. Skálavik iagðist i eyði 1%4. Meðal þeirra sem siðast bjuggu í Skálavík var Jónas Ilalldórsson. en hann bjó á Minni-Bakka frá 1942 til 1%4. Jónas er fróður mjög um Skálavík og hefur frá mörgu að segja frá árum sinum í Skálavik. Að sögn Jónasar þykir nokkuð víst að í Skálavík hafi búið um 200 manns um aldamótin 1700—1800 og mun fólkið aðallega hafa stundað sjósókn og búskap. Síðustu árin sem búið var í Skálavík var aðal- lega búið á þremur bæjum og þá nánast eingöngu stundaður búskap- ur. Nú er Skálavík að taka á sig aðra mynd því víkin er að verða vinsælt sumarbústaðaland Bolvíkinga. Þar eru nú þegar komnir fimm bústaðir og margir hafa fest kaup á sumar- bústaðajörðum þar. Skálavík liggur mjög vel til þess arna því frá Bolungarvík er aðeins um 15 til 20 mín. akstur yfir Skálavíkurheiði. Heiðin gerir það að verkum, að þegar út í Skálavík er komið þá er maður kominn í sveitakyrrðina og ekkert minnir lengur á bæjarlíf ef frá eru skilin ökutækin sem flutt hafa fólkið yfir heiðina. Skálavík er nú að verulegu leyti eign Bolung- arvíkurkaupstaðar, en þó eru all- margir einstaklingar sem eiga þar jarðir og á þeim hefur Bolungarvík- urkaupstaður forkaupsrétt. Eins og áður sagði hefur Jónas frá mörgu að segja frá árum sínum í Skálavík og víst er, að oft var þar harðbýit í hörðum vetrum. Á þeim árum sem talstöðin var eina sam- band Skálvíkinga við umheiminn undu þeir Jónas á Minni-Bakka og Óskar Aðalsteinsson, vitavörður og rithöfundur á Galtavita oft við það að segja hvor öðrum sögur og ljóð. í gegnum talstöðina og varð þetta síðan vinsælt efni hjá sjómönnum á miðunum úti af Vestfjörðum. Jónas Halldórsson er ágætur hagyrðingur og hann gerði síðasta manntalið í Skálavík árið 1964 og segir svo í niðurlagi þess: „Karl og kelling búa í kofa við veginn og kotroskinn piparsveinn hinum megin. Þetta eru íbúar þessarar víkur og þar er víst enginn ríkur.“ — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.