Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 Hjalti Björnsson Akranesi - Minning Fæddur 22. júlí 1914. Dáinn 5. september 1980. Þegar Hjalti vinur minn að Grundartúni 2 á Akranesi er allur, finnst mér rétt og skylt að minn- ast hans með fáeinum orðum. Hann skilur eftir ljúfar minn- ingar í huga mínum. Kynnin urðu þó ekki löng — aðeins einn vetur. Ég átti heima í nágrenni við Hjalta og konu hans. Þangað lagði ég oft leið mína á löngum vetrar- kvöldum. Ætíð átti ég þar góðu að mæta. Bæði voru hjónin ræðin og skemmtileg. Heimilið hlýlegt og vel búið. Ékkert er manni dýr- mætara á lífsleiðinni en að kynn- ast góðu fólki. Og á Akranesi eignaðist ég nokkra ágæta vini, en áður en þangað var haldið þekkti ég allmarga á staðnum. Það er ekki lítill auður. Sl. vetur veiktist Hjalti og lá um skeið í sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann komst aftur á fætur og virtist vel frískur. Gleðin geislaði af honum sem fyrr. Hann hélt ásamt konu sinni fyrir jólin til Svíþjóðar þar sem dóttir þeirra hjóna býr með eiginmanni og börnum. Þau komu heim skömmu eftir áramótin, ánægð og endur- nærð eftir ferðina. Hjalti hóf störf að nýju í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts, þar sem hann hafði unnið frá stríðslokum að kalla, en hann var vélsmiður að iðn. Er hans nú saknað af fjölmörgum vinnufélögum eftir langt og giftu- ríkt starf. Ég rek ekki æviatriði Hjalta sáluga, því það munu aðrir honum kunnugri gera. Hann varð ekki gamall maður. Á Akranesi vann hann meginhluta lífsstarfs síns. þar fann hann lífsförunaut sinn, Sigríði Einarsdóttur frá Bakka, úrvalskonu sem stóð örugglega við hlið manns síns til hinstu stundar. Þau byggðu sér myndarlegt íbúð- arhús að Grundartúni 2, rétt hjá Bakka. Og stutt var þaðan á vinnustað Hjalta: rétt yfir götuna. Eina dóttur barna eignuðust þau hjón: Birnu Guðbjörgu, sem er gift Gísla Sigurðssyni lækni, (M. Helgasonar borgarfógeta) er stundar nú framhaldsnám í Sví- þjóð. Þau eiga þrjú börn. Áður en Hjalti kvæntist Sigríði, eignaðist hann son, Halldór að nafni. Hann er búsettur vestanhafs, kvæntur íslenskri konu og eiga þau tvö börn. Allt er þetta mikil ham- ingja. Og nú vil ég að leiðarlokum þakka vini mínum, Hjalta, kynnin vetrarlöngu og vel það, og votta aðstandendum hans innilega sam- úð við brottför hans af þessum heimi. Auðunn Bragi Sveinsson. Hjalti Björnsson, vélsmiður, Grundartúni 2 á Akranesi lést að kvöldi föstudagsins 5. þ.m. í Sjúkrahúsi Akraness eftir skamma legu, rúmlega 66 ára að aldri. Kunnugir vissu, að Hjalti heitinn gekk ekki heill til skógar hin síðari ár, en hann gat þó að jafnaði stundað starf sitt, þar til á síðasta vori, að hann veiktist snögglega og gekk skönimu síðar undir erfiðan uppskurð, sem ekki mun hafa borið árangur. Hann náði sér þó svo eftir þá aðgerð, að hann komst heim og hafði fóta- vist, en veiktist enn skyndilega og var allur að fáum dögum liðnum. Það kom því nánustu ástvinum Hjalta á óvart, að komið væri að hinstu skilnaðarstund. — Þótt Hjalti Björnsson léti ekki mikið að sér kveða í opinberu lífi, eiga ástvinir hans, kunningjar og aðrir samferðamenn á bak að sjá sér- stæðum og eftirminnilegum per- sónuleika, sem jafnan mun vekja hlýjar, þakklátar og glaðar minn- ingar í brjóstum þeirra, þótt árin líði og margt fyrnist. Hjalti heitinn Björnsson var fæddur í Nesi í Norðfirði, eins og það var þá kallað og ólst þar upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi og var hann næst- elstur ellefu systkina. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Bjarnadóttir, ættuð úr Sæmund- arhlíð í Skagafirði og Björn Emil Bjarnason frá Neskaupstað. Björn Emil var bakari, en vann auk þess ýmis störf um dagana; mun þar ekki hafa verið auður í garði og má nærri geta, að börn á slíku heimili hafi snemma þurft að bjarga sér sjálf, enda fór Hjalti heitinn ungur á sjóinn, sem var næstum eina leiðin fyrir unga menn á þeim árum til að sjá sér farborða. Hjalti var hér heima framan af, ýmist í strandsigling- um eða millilandasiglingum og um skeið var hann á varðskipinu Ægi með hinum harðsækna og rögg- sama skipherra, Einari M. Einars- syni. Síðar fór Hjalti á útlend verslunarskip og sigldi víða um heimshöfin, m.a. til Austurlanda. Dvaldi hann erlendis í um 11 ára skeið og átti þá ýmist heima í Danmörku eða Þýskalandi. í Dan- mörku lærði Hjalti til starfa sem matsveinn og stundaði það starf lengst af meðan hann var í siglingum, en hann sigldi einkum á dönskum skipum. í stríðslokin kom Hjalti alkom- inn heim til íslands og settist þá að á Akranesi. Skömmu eftir komuna á Skagann hóf Hjalti nám í véismíði hjá fyrirtæki Þorgeirs og Ellerts þar í bæ og vann þar síðan alla tíð, þar til heilsuna þraut á síðastliðnu vori. Vann Hjalti lengst af sem rennismiður og er mér tjáð af kunnugum, að jafnan væri til hans leitað, þegar um sérstakt nákvæmnis- eða vandaverk var að ræða í þeirri grein, enda var hann talinn bæði vel hagur og laginn í höndum. Árið 1946 gekk Hjalti heitinn að eiga Sigríði Einarsdóttur á Bakka á Akranesi, meistara í kjólasaum og lifir hún mann sinn. Einkabarn þeirra hjóna er dóttirin Birna, f. 1948, stúdent að mennt, gift Gísla H. Sigurðssyni, lækni, en þau eru nú um sinn búsett í Svíþjóð og eiga þau þrjú börn, sem afi og amma unnu mjög. Áður en Hjalti kvæntist, eignaðist hann einn son, Halldór, f. 1938, kvæntur Þórdísi Sigurðardóttur og eru þau búsett í New York og eiga tvær dætur. Sigríður er atgervis- og mynd- arkona, enda af góðu bergi brotin. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Helgadóttir frá Lamba- stöðum á Mýrum, en að mestu uppalin í Fljótstungu, en meðal systkina hennar voru Guðjón í Laxnesi og Árni, organisti í Grindavík, en faðir Sigríðar var Einar Ingjaldsson á Bakka á Akranesi frá Nýlendu á Skipa- skaga, eins og þá var sagt, vélbátaskipstjóri og útvegsmaður og einn af forystumönnum á Skaga um vélbátaútgerð. Hefur sambúð þeirra Hjalta og Sigríðar verið alla tíð með ágætum. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Hjalta heitnum Björns- syni fyrst fyrir um 9 árum, þegar börn okkar gengu í hjónaband, en síðan hefur verið góð vinátta með fjölskyldum okkar. Hjalti heitinn var talinn félagsmaður góður og hrókur alls fagnaðar, ef svo bar undir, en eigi að síður var hann heimakær og hygg ég, að hans skemmtilegasta tómstundaiðja hafi verið lestur góðra bóka. Þau hjón voru bæði með afbrigðum gestrisin og góð heim að sækja, og hygg ég að á fá heimili hafi verið ánægjulegra að koma en til þeirra Sigríðar og Hjalta. Við dvöl sína erlendis hafði Hjalti kynnst töluvert erlendum tungum og var vel að sér í tungum nágrannaþjóðanna, enda var oft leitað til hans sem túlks, s.s ef erlendir menn voru við störf um tíma á Akranesi og einnig var oft til hans leitað til að lesa tungumál með unglingum í skólum, enda var Hjalti heitinn mjög hjálpsamur öllum samferðamönnum, sem með þurftu, bæði sínum nánustu sem öðrum svo öllum var hlýtt til hans, sem eitthvað kynntust hon- um. Ég og fjölskylda mín sendum Sigríði og öðrum nánustu ástvin- um einlægar samúðarkveðjur, en Hjalti heitinn verður lagður til hinstu hvíldar á Akranesi í dag. Sigurður M. Helgason. Fáum misserum eftir að Lionsklúbbur Akraness var stofn- aður gerðist Hjalti Björnsson fé- lagi í klúbbnum og starfaði innan hans til dánardægurs. Hjalti Björnsson var áhuga- maður um allt starf og verkefni klúbbsins og ætíð fús til að leggja fram krafta sína, þegar unnið var að framgangi líknar- og mannúð- armála. Á starfstíma sínum innan Lionsklúbbs Akraness gegndi Hjalti Björnsson fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var gjald- keri, ritari og formaður í eitt ár, í senn auk þess sem hann átti sæti í fjölmörgum nefndum á vegum klúbbsins. öllum þessum störfum gegndi Hjaldi af áhuga og sam- viskusemi, enda fór ekki á milli mála, að hann mat mikils hug- sjónir og starf Lionshreyfingar- innar. Hjalti Björnsson var ætíð glað- ur og reifur á fundum og í mannfagnaði. Lionsmenn á Akra- nesi eiga margar ánægjulegar endurminningar um geðþekkan og góðan dreng, sem átti svo auðvelt með að fá alla til að brosa, er með honum voru. En nú skilja leiðir um sinn. Lionsmenn á Akranesi þakka Hjalta Björnssyni ianga og ánægjulega samfylgd og heiðra minningu hans. Eftirlifandi eiginkonu Hjalta Björnssonar, Sigríði Einarsdóttur, börnum og barnabörnum sendum við hugheilar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Lionsklúbbur Akraness. t BJÖRN SIGURÐSSON, bifreiöaatjóri, Birkigrurtd 39, Kópavogi. lézt í Borgarspítalanum aöfaranótt fimmtudagsins 11. september. Unnur Ólafsdóttir, Jóhanna Zoóga Henriksdóttir, og börnin. t Útför konunnar minnar og móöur okkar, LILJU PÁLSDÓTTUR, veröur gerö frá Akraneskirkju, miövikudaginn 17. september, klukkan hálf tvö. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir sem vilja minnast hennar láti Akraneskirkju njóta þess aö hennar eigin ósk. Jón M. Guðjónsson og systkini. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ERLENDURJÓNSSON, frá Jarölangsstööum, sem andaöist 5. september, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 15. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Helga Jónsdóttír, Þurióur Erlandsdóttir, Ragnhildur Erlendsdóttir, Erna Erlendsdóttir, örn Erlendsson. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúö og vinarhug vlð andlát og útför, UNNAR JÓNSDÓTTUR, Hólmgaröi 8. Rósant Hjörleifsson, Guólaug Krfafinsdóttir, Einar Pélsson, ÓKna Steindórsdóttir. t Hugheilar þakkir til allra jíeirra er sýnt hafa okkur samúö og vináttu viö hið sviplega fráfall sonar okkar og bróöur, GÍSLA LEIFS SKÚLASONAR, Brekkustíg 31, Vestmannaeyjum. Helga Gísladóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Valgeröur Sveinsdóttir, Sveinn Sigurösson, Þóranna Sveinsdóttir, Siguröur Sveinsson. t Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö viö fráfall eiginmanns míns og bróöur okkar, SÆMUNDAR ÞÓRÐARSONAR, Hvassaleiti 10. Bergrós Jónsdóttir, og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra sem vottuöu okkur samúö og hlýhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SKÚLA ARNÓRS STEINSSONAR, forstjóra, Heiöargerði 19. Gyóa Brynjólfsdóttir, Bryndfs Skúladóttir, Gunnsteinn Skúlason, Guölaug Skúladóttir, Sigrún Skúladóttir, Halldór Skúlason, og barnabörn. Páll Arnason, Sigrún Gunnarsdóttir, Vilberg Skúlason, Jón Þ. Sverrisson, Jóna Helgadóttir, t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍDAR ÁRNADÓTTUR, Rauöalnk 2, Reykjavík. Hannes Árni Wöhler, Bryndís Kristiansen, Bragi Kristiansen, Kirstín G. Lárusdóttir, Ketill Pálsson, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, EMILS ÁSMUNDSSONAR, Fálkagötu 32. Emil Emilsson, Helga Emilsdóttir, Rúnar Emilsson, Jónína Emilsdóttir, Jón Emil Halldórsson, Sigrföur H. Arndal, Halldór Ingvarsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.