Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 26
26 KVIKMYNDIR Laugarásbíó frumsýn- ir Jötuninn ógurlega 1 daK frumsýnir Laugarásbfó kvikmyndina Jötuninn ÓKurlega, sem gerð er eftir samnefndum bandarískum sjónvarpsmynda- flokki. Leikstjórar myndarinnar eru Kenneth Johnson og Sig- mund Neufeld. Ilandrit: Kenneth Johnson. og Sigmund Neufeld. Ilandrit: Kenneth Johnson, Thomas E. Szollosi og Richard Christian Matheson. Framleið- andi: Kenneth Johnson og Chuck Bowman. Aðalhlutverk: Bill Bix- by, Lou Ferrigno, Susan Sullivan og Jack Colvin. Sagan hefur verið framhaldsmyndasaga i Morgunblaðinu um nokkurt skeið. . Vísindamaðurinn David Banner (Bill Bixby) vinnur að því að rannsaka þá ofurmannlegu krafta sem menn búa yfir undir miklu álagi. Við þessar rannsóknir gerist það slys, að Banner verður fyrir mikilli gammageislun. Hann verð- ur ekki var við nein slæm áhrif af geisluninni fyrr en hann missir næst stjórn á skapi sínu. Þá breytist hann í ógurlegan risa nærri sjö feta háan og tröllaukinn að burðum. Þegar honum rennur Ascicntlst is exposctf to * masslvc tfoscof gamma rays antf bccomcsa superhuman bcast... ». » ðlLL 8IX8V LOU FE88ICN0 SliSAN SULLIVAN JACKCOIVIN OV KfNNfTM JOHNSON A*>o*n ara t>WCI«a Ov KfNNfTm XXNSON U« UNNfOSAl POUOf TfCHNCOLOÖv reiðin, verður hann aftur eins og hann á að sér. Með hjálp félaga síns reynir Banner að brjótast út úr þessum álagafjötrum, sem hafa valdið því að efnafræðileg uppbygging lík- ama hans hefur breyst. Ómerki- legur blaðasnápur, sem er á hött- unum eftir æsifrétt gerir þær tilraunir hins vegar að engu. Og afleiðingarnar eru afdrifaríkar. MYNDLIST Sgningar um helgina Kjarvals.staðir: Septem-hópur- inn sýnir 60 olíumálverk og skúlptúrverk í austursal. Sýn- ingunni lýkur 21. september. Eitt af verkum Ilkka Juhanis á sýningunni í Suðurgötu 7. Vilhjálmur Bergsson sýnir 63 olíumálverk og 10 teikningar í vestursal. Sýningunni lýkur 21. september. Norræna húsið: Una Dóra Cop- ley sýnir málverk, grafík o.fl. í anddyri. Sýningunni lýkur 28. september. FlM-salurinn, Laugarnesvegi 112: Örn Ingi sýnir málverk, teikningar og skúlptúra. Sýn- ingin er opin frá kl. 14—22 og lýkur 21. september. Gallerí Suðurgata 7: Finnski myndlistamaðurinn Ilkka Ju- hani Takalo-Escola sýnir verk með blandaðri tækni. Sýningin er opin frá kl. 16—18 virka daga, en 16—22 um helgar og lýkur um mánaðamótin. Djúpið, Hafnarstræti: Sjöfn Haraldsdóttir sýnir tré- og leirmyndir. Sýningin er opin frá kl. 11—23.30 og lýkur 24. sept- ember. Mokka-kaffi við Skólavörðustíg: Úlfur Ragnarsson sýnir vatns- lita- og pastelmyndir. Sýningin stendur til mánaðamóta. tm y ■ Wm 1 Frá sýningu Septem-hópsins í austursal Kjarvalsstaða. í DAG kl. 14.00. opnar Vil- hjálmur Bergsson sýningu i vestursal Kjarvalsstaða sem hann nefnir „Ljós og víddir“. Á sýningunni eru 63 oliumál- verk og 10 teikningar. Þetta er sextánda einkasýning Vil- hjálms og stendur til 21. sept- ember. Vilhjálmur Bergsson stund- aði nám i Myndlista- og hand- iðaskólanum 1951—56. Árið 1958 hóf hann nám i skóla Rikislistasafnsins i Kaup- mannahöfn og útskrifaðist það- an 1%0. Næstu tvö ár, 1%0— 62, var hann á akademium i Paris. Vilhjálmur hefur haldið 5 einkasýningar i Kaupmanna- höfn. en þetta er 11. sýning hans hér heima. Hún er opin frá kl. 14—22 daglega. Það er framtíðarsýn í mínum myndum ... — Hér er málað með heilan- um, sagði gamall ka.ll, þegar blm. rak inn höfuðið á Kjarvals- staði í gær. — Það er einmitt það, sagði ég og leit í kringum mig. — Nei, það er lítið sem ég geri með heilanum, sagði sá gamli, ég er bara smiður. Þessi kall var Bergur, faðir þeirra bræðra Guðbergs og Vil- hjálms. Nú tók í höndina á mér Vilhjálmur Bergsson og ég bað hann að segja mér svolítið um sínar myndir. — Ég held, sagði hann, — að því betur sem listamaðurinn málar því minna geti hann sagt Vilhjálmur Bergsson við nýjustu mynd sina, „Tveir tengdir heimar“. MYNDLIST Vilhjálmur Bergsson á Kjarvalsstöðum sýnir 63 olíumálverk og 10 teikningar um sínar myndir. Ég átti fyrrum miklu hægara með að tala um mínar myndir, þó ég hafi reynd- ar aldrei verið mikið fyrir út- skýringar. Sé listamaðurinn frumlegur í hugsun og setji hann meiningu sína fram á kunnáttu- samlegan hátt — þá er takmark- inu náð. Það er mín skoðun, að list aldarinnar sé að ná hámarki sínu einmitt nú, bæði hvað varðar ímyndunarafl og verk- kunnáttu. Jú, það er rétt, við höfum lifað mikla snillinga. En um Picasso er það að segja t.d. að list hans var aöallega hugmyndafræðilegs eðlis, Picasso lagði lítið upp úr útfærslum. Það sem aftur á móti er að gerast í dag, það er sjálf útfærsl- an á hugmyndum brautryðjend- anna. I dag eru möguleikarnir, tæknilega séð að útfæra þær hugmyndir, svo meira jafnvægi og meiri ró skapist í mynd- verkinu. Þetta er auðvitað mín per- sónulega skoðun. Ég held að toppurinn í listinni sé ekki þegar byltingarástand ríkir, heldur þegar þær miklu um- breytingar hafa verið meltar. — Ætlið þið að vera lengi á þessari helvízku kjaftatörn? spurði nú sá gamli. — Þessar þrjár myndir, sagði Vilhjálmur, sem þér þóttu bezt- ar, það eru gamlar myndir, alveg frá 1965. Ég stúderaði þá gömlu meistarana. Mér finnst gaman að hafa þær þér með. En mörg- um þykir framtíðarsýn í mynd- um mínum, ég held að það sé rétt. Nú kom sá gamli Bergur og klappaði á öxlina á mér: — Þú verður að fara vinur, áður en þú sofnar í stólnum. Og þá fór ég. —J.F.Á. TONLIST Nelly Ben-Or í A usturbœjarbíói HINGAÐ til lands er kominn pólski píanóleikarinn, Nelly Ben-Or, en hún mun halda tón- leika á vegum Tónlistarskólans i Reykjavik i dag kl. 14.30 i Austurbæjarbiói. Á efnisskrá tónleikanna eru Sónata eftir Haydn, Kreisleriana eftir Schu- mann. Mazúrkar eftir landa hennar Szymanowski og Chopin og að lokum þriðja Sónata Chop- ins i h-moll. Nelly Ben-Or fæddist í Varsjá, hélt sína fyrstu opinberu tónleika 13 ára gömul og veitti ríkisstjórn Póllands henni þá sérstakan Chopin-námsstyrk og píanó að auki. Framhaldsnámi sínu lauk hún síðan með frábærum árangri í Tónlistarakademíunni í Jerúsalem í ísrael, en meðal kennara hennar þar voru tónskáldin Paul Ben- Haim og Joseph Tal og píanóleik- arinn Henrietta Michaelson frá Juilliard-tónlistarskólanum í New York. Nelly Ben-Or er nú búsett í Englandi og er prófessor við Guildhall School of Music í Lond- on. Hún heldur tónleika og nám- skeið víða um heim, nýlega í Ástralíu, Þýzkalandi, Hollandi, ís- rael, Norðurlöndum, Sviss og Bandaríkjunum. Þetta ár mun hún halda tónleika og námskeið í ísrael, Bandaríkjunum og Bret- landi auk íslands. Námskeið í Álexandcr-tækni Nelly Ben-Or er einnig hingað komin til að halda námskeið*”á vegum Félags Tónlistarkennara, sem fram fer í Tónlistarskólanum í Reykjavík dagana 15. og 16. september nk. og verða einkatím- ar fram eftir vikunni. Mun hún þar kynna hina svokölluðu Alex- ander-tækni, en þetta er í fyrsta sinn, sem tækni þessi er kynnt hér á landi. Nelly Ben-Or er þaul- reyndur kennari á því sviði og Nelly Ben-Or hefur haldið slík námskeið við tónlistarstofnanir í Evrópu, ísrael og Bandaríkjunum í mörg ár. Hin svonefnda Alexander-tækni er að- ferð, sem beitt er til að öðlast meiri skilning á því hvernig lík- aminn starfar í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.