Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 27
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
27
Bíóin um helgina
Gamla bíó sýnir sakamálamynd-
ina Point Blank með Lee Marvin í
aðalhlutveri.
Háskólahíó sýnir nýja bandaríska
stórmynd, Flóttinn frá Alcatraz,
með Clint Eastwood, Patrick
McGoohan og Roberts Blossom í
aðalhlutverkum (kl. 9.30) og
slagsmálamynd, Jarðýtan, með
Bud Spencer (á öðrum sýningum).
Hafnarhíó sýnir myndina Undrin
í Amityville, bandaríska hroll-
vekju með Rod Steiger og James
Brolin.
Nýja bíó sýnir Óskarsverðlauna-
myndina Normu Rae með Sally
Field í aðalhlutverki.
Regnboginn. Salur A: Sæúlfarnir,
ensk-bandarísk stormynd um
djarflega hættuför á ófriðartím-
um. í aðalhlutverkum: Gregory
Peck, Roger Moore og David
Niven. Salur B: Foxy Brown,
sakamálamynd með Pam Grier.
Salur C: Sólarlandaferðin, ný
sænsk gamanmynd. Salur D:
Mannræninginn, bandarísk lit-
mynd með Lindu Blair og Martin
Sheen.
Borgarbíóið sýnir nýja bandar-
íska mynd um líf forhertra glæpa-
manna í Folsom-fangelsi í Kali-
forníu.
Tónabíó sýnir myndina Sagan um
0 með Corinne Clery, Udo Kier og
Anthony Steel.
Austurbæjarbíó sýnir nýja
bandaríska gamanmynd, Frisco
Kid. Aðalhlutverk leika Gene
Wilder og Harrison Ford.
Stjörnubíó sýnir myndina Löggan
bregður á leik (Hot Stuff), sem
fjallar í léttum dúr um nokkuð
óvenjulegar aðferðir lögreglunnar
við að handsama fanga. Aðalhlut-
verk: Dom DeLuise, Jerry Reed,
Luis Avlos og Suzanne Pleshette.
Ba'jarhíó sýnir myndina Butch
Cassidy and the Sundance Kid,
gamansama sakamálamynd með
Paul Newman og Robert Redford í
aðalhlutverkum.
Hafnarfjarðarbíó sýnir myndirn-
ar Hardcor, úr lífi stórborganna,
með George C. Scott (kl. 9 laugard.
og sunnud.), Skot í myrkri með
Peter Sellers (kl. 5 sunnud.) og
Hrakförin, ævintýramynd, sem
unglingar leika í (kl. 5 laugard.).
Laugarásbíó frumsýnir myndina
Jötunninn ógurlegi, sem gerð er
eftir samnefndum bandarískum
sjónvarpsþáttum. Aðalhlutverk:
Bill Bixby, Susan Sullivan og Jack
Colvin.
IÆIKLIST
Þjóðleikhúsið
frumsýnir Snjó
- nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson
í GÆRKVÖLDI frumsýndi I»jóð-
leikhúsið nýtt leikrit eftir Kjart-
an Ragnarsson og heitir það
Snjór. Er þetta annað verk Kjart-
ans sem Djóðleikhúsið sýnir, en
fyrir nokkru var leikrit hans
Týnda teskeiðin sýnt þar. I>að
bar og til tíðinda á þessari fyrstu
frumsýningu vetrarins, að Pétur
Einarsson og Ragnheiður Árna-
dóttir léku í fyrsta sinn á sviði
Þjóðleikhússins.
Leikurinn gerist að vetrarlagi í
litlu sjávarþorpi á Austfjörðum
við sjóþyngsli og snjóflóðahættu.
Leiksviðið er heimili héraðslækn-
isins við næsta óvenjulegar að-
stæður. Læknirinn hefur fengið
hjartaáfall og honum hefur verið
sendur aðstoðarmaður að sunnan.
Aðstoðarmaðurinn reynist vera
gamall nemandi hans og upphefj-
ast gamlar væringar sem skoðað-
ar eru úr fjarska tímans.
Sveinn Einarsson þjóðleikhús-
stjóri er leikstjóri Snjós, leikmynd
gerir Magnús Tómasson og lýs-
ingu annast Páll Ragnarsson.
Leikendur eru: Rúrik Haraldsson,
sem leikur Einar héraðslækni,
Erlingur Gíslason, sem leikur
Harald, fyrrverandi nemanda og
núverandi aðstoðarmann Einars,
Bríet Héðinsdóttir, sem leikur
eiginkonu Haralds og Ragnheiður
Árnadóttir og Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, sem skiptast á um að
leika Dísu, heimilishjálp læknis-
ins. Pétur Einarsson leikur bíl-
stjóra læknisins.
Önnur sýning á Snjó verður í
kvöld kl. 20.00 og þriðja sýning
annað kvöld á sama tíma.
Ur Snjó Kjartans Ragnarssonar. Haraldur aðstoðarlæknir (Erlingur
Gislason) og Einar héraðslæknir (Rúrik Haraldsson) sitja að tafli, en
hilstjóri Einars (Pétur Einarsson) fylgist með.
Stúdentakór Iláskólans i Lundi fyrir framan Dómkirkjuna í Lundi og styttu af Otto Lindhlad. sem var
stofnandi og fyrsti stjórnandi kórsins.
TÓNLIST
Stúdentakór Háskólans í Lundi
- heldur minningartónleika um Róbert Abraham Ottósson
Róbert A. Ottósson.
STÚDENTAKÓR Haskólans í
Lundi (Lunds studentsangfören-
ing) verður á tónleikaferð um
ísland dagana 11.—20. sept.
Þetta er fyrsta ferð þeirra til
íslands. Kórinn heldur tónleika í
Reykjavík. kirkjutónleika í Há
teigskirkju á morgun og verald-
lega tónleika í hátíðasal Mennta-
skólans við Ilamrahlíð föstudag-
inn 19. sept Auk þess heldur
kórinn tónleika í Skálholts-
kirkju, á Dalvik og á Akureyri.
Píanóleikari kórsins, Viggo
Edén, heldur einnig pianótón-
leika i Norræna húsinu laugar-
daginn 20. sept., en þar leikur
hann meðal annars verk eftir
Carl Nielsen.
Á efnisskrá kórsins eru m.a.
íslensk tónverk: íslenskur kirkju-
söngur frá miðöldum, Þorlákstíð-
ir, og tónverk eftir Pál Pampichler
Pálsson og Róbert A. Ottósson.
Kirkjutónleikarnir, sem kórinn
heldur í Háteigskirkju og í Skál-
holti, eru tileinkaöir minningu
tónlistarmannsins og fræði-
mannsins dr. Róberts A. Ottósson-
ar. Hann dó árið 1974 í Lundi en
þar var hann staddur á vísinda-
ráðstefnu í boði Folke Bohlin,
stjórnanda Stúdentakórsins. Kór-
inn syngur 3 verk, sem tengd eru
nafni dr. Róberts A. Ottóssonar. Á
veraldlegri efnisskrá kórsins er
líka íslenskt tónverk, „Fimm limr-
ur fyrir karlakór og píanó“ eftir
Pál Pampichler Pálsson en kórinn
hefur flutt það á fjölmörgum
tónleikum í Svíþjóð að undan-
förnu.
MYNDLIST
Sjöfn Haraldsdóttir sýnir í Djúpinu
t DAG opnar Sjöfn Haraldsdóttir
sýningu á verkum sínum i Djúpinu
við Ilafnarstræti. Á sýningunni
eru 17 verk, öll unnin á þessu ári,
ýmist upphleypt eða margvislega
saman settar leirflísar. og eru þau
öll til sölu.
Sjöfn Haraldsdóttir er 27 ára
gömul, fædd í Stykkishólmi 1953.
Hún lauk myndlistarkennaraprófi
frá Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1973 og stundaði fram-
haldsnám við sama skóla í frjálsri
myndlist veturinn 1973—74.
Sjöfn kenndi við Kvennaskólann í
Reykjavík og Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði þar til hún fór utan til
náms í veggmyndagerð við Lista-
háskólann í Kaupmannahöfn hjá
próf. Robert Jacobsen árið 1977.
Hún mun halda áfram námi þar á
vetri komanda.
I fyrravetur kenndi Sjöfn við
Myndlistaskólann í Reykjavík og
Víðistaðaskóla og stundaði jafn-
framt nám í keramikcleild Mynd-
lista- og handíðaskólans með vegg-
myndir sem höfuðverkefni.
Þetta er fyrsta einkasýning
Sjafnar Haraldsdóttur og stendur
til 24. septemher. Opið er frá kl.
10—23.30 daglega. Aðgangur er
ókeypis.
MYNDLIST
Örn Ingi í FIM-salnum
I DAG kl. 14.00 opnar Örn Ingi
málverkasýningu I FÍM-salnum
við Laugarnesveg i Reykjavík. Á
sýningunni eru 18 olíu-, þurr-
pastelverk, vatnslitamyndir og
teikningar. Þá eru þar einnig
þrjú skúlptúrverk.
Myndefnið segist Örn Ingi
sækja í náttúruna og eru mynd-
irnar ýmist nærmyndir eða sýna
mikla fjarlægðir.
Örn Ingi, sem er Akureyringur,
hefur haldið fjórar einkasýningar
á Akureyri og tekið þátt í fjölda
samsýninga víða á Norðurlandi og
í Reykjavík. Þá hefur hann tekið
þátt í haustsýningum FÍM 1973 og
1975.
— Myndirnar, segir Örn Ingi,
— bera sterkt norðlenskt svipmót.
Sýningin er opin frá kl. 14 til 22
daglega og stendur hún til 21.
september.